Fréttablaðið - 05.04.2006, Side 6

Fréttablaðið - 05.04.2006, Side 6
6 5. apríl 2006 MIÐVIKUDAGUR KJÖRKASSINN Er rétt að leggja Kvikmyndaskoð- un niður? Já 49,6% Nei 50,4% SPURNING DAGSINS Í DAG Er rétt að endurákæra í Baugs- málinu? Segðu þína skoðun á visir.is HEILBRIGÐISMÁL Ásta R. Jóhannes- dóttir alþingismaður telur að til- vísanakerfið til hjartalækna, sem kemur til framkvæmda í næstu viku, virki svipað og það var á tíunda áratugnum. Ekki hafi áður verið greitt fyrir þjónustu sér- fræðinga sem ekki hafi samning við Tryggingastofnun. „Mér finnst að það þurfi að skoða hvort það sé heimilt sam- kvæmt lögum að greiða fyrir þjón- ustu lækna sem ekki eru á samn- ingi við Tryggingastofnun. Mér virðist þessi reglugerðarleið vera á gráu svæði og í fljótu bragði sýnist mér lögin gera ráð fyrir að samn- ingur við læknana þurfi að vera fyrir hendi,“ segir hún. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að tilvísanakerfið sé við- brögð ráðuneytisins við því að viðræður við hjartalækna hafi engan árangur borið og lækn- arnir hafi gengið út úr samningi sem gildi til 31. mars 2008. Ekki sé verið að blása nýju lífi í gamla tilvísanakerfið. Siv segir að nýja til- vísanakerfið sé ekki almennt tilvísanakerfi heldur valfrjálst kerfi til að tryggja endur- greiðslurétt sjúklings. „Þetta er ekki ákvörðun um að taka upp tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi,“ segir hún og telur fjarri lagi að þetta þýði að menn geti keypt sig fram- ar í biðröð. - ghs Ásta R. Jóhannesdóttir þingmaður telur tilvísanakerfið hugsanlega á gráu svæði: Þarf að skoða lagaheimild RÍKISÚTVARPIÐ Meirihluti mennta- málanefndar Alþingis leggur til breytingar á frumvarpi um Ríkis- útvarpið í samræmi við athuga- semdir ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Breytingarnar fela í sér að inntak hugtaks um útvarpsþjón- ustu í almannaþágu er þrengt varð- andi þætti sem teljast samkeppnis- rekstur. Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, fylgdi meiri- hlutaáliti menntamálanefndar úr hlaði þegar önnur umræða um frumvarpið hófst á Alþingi í gær. Ögmundur Jónasson, Vinstri græn- um, taldi víst að biðlaunaréttindi starfsmanna RÚV væru ekki eins mikil og starfsmanna flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Össur Skarphéðinsson, Sam- fylkingunni, sagði ljóst að verið væri að einkavæða Ríkisútvarpið. Sigurður Kári hefði margoft flutt um það tillögur. Össur minnti á samanburð á hlutafélagavæðingu og rekstri undir merkjum sjálfs- eignarstofnunar. „Niðurstaða athugunarinnar var sú að að það yrði auðveldara að fá fleiri aðila til þess að taka þátt í hlutafélagi og til þess að auka hlutafé... Um það snýst allt málið. Að selja part úr ríkisútvarpinu og að lokum að öllu leyti.“ Sigurður Kári svaraði að ekki væri pólitísk samstaða um einka- væðingu og rekstrarform hlutafé- lags væri heppilegast fyrir rekst- ur Ríkisútvarpsins við þær aðstæður. Mörður Árnason, Samfylking- unni, gerði grein fyrir áliti minni- hluta menntamálanefndar. Ellefu athugasemdir eru gerðar, meðal annars þær að með frumvarpinu verði rekstur ógagnsær, pólitískt vald of mikið og að nefskattur til að fjármagna starfsemina sé óheppilegur. Starfsmenn RÚV telja að mis- munandi áherslur stjórnarflokk- anna í málefnum stofnunarinnar hafi nú endað í óútfylltri ávísun til framtíðar. Í ályktun fjölmenns starfsmannafundar í gær eru gerð- ar alvarlegar athugasemdir við óljósa fjárhagsstöðu nýja félags- ins. Lýst er furðu á því að ekki hafi verið tekið tillit til umsagna sem menntamálanefnd Alþingis fékk í hendur. Loks er þess krafist að full- ur biðlaunaéttur starfsmanna verði tryggður, sem og lífeyrisréttindi og aðild starfsmanna að núverandi stéttarfélögum innan Ríkisút- varpsins. johannh@frettabladid.is Starfsmenn RÚV vilja skiljanleg lög Starfsmenn Ríkisútvarpsins og stjórnarandstaðan á Alþingi saka stjórnarliða um að taka ekkert tillit til athugasemda sem gerðar hafi verið við frumvarp um rekstur Ríkisútvarpsins. Búist er við löngum umræðum á Alþingi um málið. RÍKISÚTVARPIÐ Starfsmenn Ríkisútvarpsins skora á Alþingi að eyða óvissu um stofnunina með skiljanlegum lögum sem dugi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON MÖRÐUR ÁRNASON FRAKKLAND, AP Yfir milljón manns söfnuðust saman á strætum Frakk- lands í gær og gengu gegn nýrri vinnulöggjöf, að sögn frönsku lög- reglunnar, en skipuleggjendur mótmælanna sögðu fjöldann hafa verið þrjár milljónir. Þúsundir lögreglumanna fylgdust með mót- mælunum, sem víðast hvar fóru friðsamlega fram, þó að til nokk- urra óeirða kæmi í París í gær- kvöldi. Vinnulöggjöfinni er ætlað að draga úr gríðarlegu atvinnuleysi meðal ungs fólks í Frakklandi, en mótmælin stafa af því að hún heimilar atvinnurekendum að reka fólk undir 26 ára aldri án ástæðu eftir allt að tveggja ára starf. Verkalýðsflokkar og náms- menn stóðu fyrir mótmælunum í gær, en þetta var í annað sinn á einni viku sem slík fjölmenn mót- mæli hafa verið haldin í landinu. Flug- og lestarsamgöngur lágu niðri því verkafólk lagði niður störf til að mæta í göngurnar. Verkalýðsfélögin krefjast þess að löggjöfin verði dregin til baka, en Dominique de Villepin forsætis- ráðherra, sem átti frumkvæði að henni, hefur neitað að verða við þeirri kröfu. Ný skoðanakönnun sem birt var í frönskum fjölmiðlum í gær sýndi að nær annar hver Frakki telur að de Villepin beri að segja af sér vegna óánægju landsmanna yfir löggjöfinni. - smk Frakkar þramma gegn nýrri vinnulöggjöf: Milljón mótmælir FJÖLMENN MÓTMÆLI Frakkar flykktust á götur út í hundraða þúsunda tali í gær til að mót- mæla nýrri vinnulöggjöf. Myndin er tekin í Toulouse. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Njósnari myrtur Denis Donaldson, sem eitt sinn var hátt settur í Sinn Fein, fannst skotinn til bana í Donegal á Írlandi í gær. Donaldson var rekinn úr Sinn Fein í desember eftir að upp komst um tveggja áratuga njósnir hans fyrir Breta. ÍRLAND VINNUMARKAÐUR Sænskir launþeg- ar eru einna viljugastir allra innan ESB til að flytja innanlands ef vinnumarkaðurinn krefst þess því að yfir 70 prósent Svía geta hugsað sér að flytja til að fá vinnu. Þetta segir vefútgáfa Dagens Nyheter og vitnar í nýja tölfræði frá ESB. Franskir, hollenskir og pólskir launþegar eru langviljugastir innan ESB til að flytja til að fá vinnu. Svíar eru í fjórða sæti. Ung- verjar og Írar eru meðal þeirra sem vilja helst ekki flytja. - ghs Vinnumarkaðurinn og ESB: Svíar flytja til að fá vinnu KJARAMÁL Ættingjabandið, félag aðstandenda á Hrafnistu, hélt aðalfund sinn í gærkvöldi og var Siv Friðleifs- dóttir heilbrigð- isráðherra gest- ur fundarins. Ítarlega var fjallað um launa- baráttu ófag- lærðs starfs- fólks sem nú er í algleymingi og snertir mjög starfsemi Hrafnistuheimilana. Að sögn Elsu Þórarinsdóttur, formanns félags- ins, lýstu fundarmenn áhyggjum sínum af uppsögnum ef starfsfólk- ið fengi ekki launaleiðréttingu. Ráðherra minnti á að sitt ráðu- neyti væri ekki samningsaðili þeirra stétta sem vinna á hjúkrun- arheimilum. - shá Aðstandendur á Hrafnistu: Ættingjar vist- manna kvíðnir ELSA ÞÓRARINS- DÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.