Fréttablaðið - 05.04.2006, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 05.04.2006, Qupperneq 21
Seðlabanki Íslands Boðar að tímabundið hægi á hagvexti 12-13 Kína Meira en upp- runaland fyrir ódýrar vörur 22 Háskólinn í Reykjavík Alþjóðlegt andrúmsloft í MBA-námi 18 IG fjárfestir | Icelandic Group hefur keypt allt hlutafé í Saltur A/ S í Danmörku. Áætluð velta sam- stæðunnar á árinu 2006 er um 3.500 milljónir íslenskra króna. Smáralind tapar | Smáralind ehf. tapaði 101 milljón króna á síðasta ári samanborið við 43 milljóna króna tap árið áður. Stýrivextir hækka | Seðlabanki hækkaði stýrivexti um 75 punkta í 11,5 prósent. Greiningardeildir bankanna höfðu gert ráð fyrir 50 punkta hækkun. Fylgja Seðlabankanum | Viðskiptabankarnir brugðust skjótt við stýrivaxtahækkun Seðlabankans með því að hækka vaxtakjör sín. Mógúll kaupir | Breski fast- eignamógúllinn Róbert Tchenguiz er kominn með 8,1 prósents hlut í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo. Skuldabréfaútgáfa KB | KB banki hefur gefið út skuldabréf fyrir um 43,5 milljarða króna til fjármögnunar á íbúðalánum bank- ans hér á landi. Mikill halli | Vöruskipti voru óhagstæð um 7,2 milljarða króna í febrúar en á sama tíma í fyrra voru þau óhagstæð um 4,8 millj- arða króna. Skiptast á | Glitnir hefur keypt 16 prósent hlutafjár í Kreditkorti af KB banka og KB banki kaupir 18,45 prósent í Greiðslumiðlun af Glitni. Nýr forstjóri | Dagsbrún hefur ráðið Svenn Dam í starf forstjóra og varastjórnarformanns 365 Media Scandinavia A/S. Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 5. apríl 2006 – 13. tölublað – 2. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Gott til síðasta dropa Unnið er að lokafrágangi sam- bankaláns til BNbank í Noregi undir forystu Danske Bank. Lánið er tekið á svokölluðum millibankalánamarkaði, en hann er einn valkosta banka við fjár- mögnun, auk skuldabréfaútgáfu og fleiri leiða. BNbank er í eigu Glitnis banka, en er sjálfstæður banki með eigin fjármögnun. Samkvæmt heimildum Markaðarins er ekki búið að loka láninu og því liggja ekki fyrir kjörin sem bankanum bjóðast, en stefnt mun að því að skrifa undir lánið í lok þessa mánaðar eða byrjun næsta. Að sama skapi liggur ekki enn fyrir hversu margir bankar koma á endanum til með að taka þátt í láninu. 21. mars gaf greiningardeild Danske Bank frá sér svarta skýrslu. Umfjöllunarefnið var bág staða íslensku bankanna og yfirvofandi efnahagskreppa á Íslandi. Greiningardeildir bankanna hér sögðu skýrsluna illa grundaða og á misskilningi byggða og sendi- ráð Íslands í Kaupmannahöfn brást við með tilkynningu um styrka stöðu íslensku bankanna. Greiningardeildir eru hins vegar sjálfstæðar og ekki hægt að setja samasemmerki á milli skrifa þeirra og annarrar starfsemi banka. Sambankalánið til BNbank sem unnið er að er sambærilegt við lán sem Kaupþing banki fékk í Evrópu undir miðjan síðasta mánuð, en þar naut bankinn um fjórum sinnum hagstæðari kjara en buðust á skuldabréfamarkaði. Þar tóku alls 27 bankar þátt í lán- inu sem var að upphæð 500 millj- ónir evra, eða um 43 milljarðar króna. - óká Danske leiðir lán til BN Verið er að ganga frá sambankaláni til BN bank í Noregi. Danske Bank leiðir lánið. BN bank er í eigu Glitnis banka.FL Group hefur aukið við hlut sinn í finnska flugfélaginu Finnair og á eftir kaupin 10,025 prósenta hlut í félaginu. Að sögn Alberts Jónssonar, framkvæmdastjóra FL Group, hefur fyrirtækið aukið við hlut sinn í Finnair jafnt og þétt. „Finnair hefur skilað góðri afkomu og teljum við fyrirtæk- ið spennandi fjárfestingakost. Fyrirtækið er fjárhagslega sterkt og með spennandi vaxtastefnu til lengri tíma litið,“ sagði hann. Í ársskýrslu FL Group kemur fram að fyrirtækið átti 9,5 pró- senta hlut í Finnair fyrir kaupin. Markaðsvirði hlutarins nemur um 10 milljörðum króna. - jab FL kaupir í Finnair EIN VÉLA FINNAIR Hlutur FL Group í Finnair nemur um 10 milljörðum króna að markaðsvirði. Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Hlutabréf í erlendum fyrirtækjum, sem eru að stórum hluta í eigu Íslendinga, hafa fallið í verði af ótta við að íslensku eigendurnir hafi ekki burði til að taka þau yfir og verði að selja bréfin til að laga sínar lausafjárstöur. Þetta kemur í kjölfar nei- kvæðra frétta um horfur á lánshæfismati íslensku fjármálafyrirtækanna. Hvergi hefur þetta komið betur fram en í bresku Kauphöllinni þar sem easyJet og Woolworths hafa lækkað að undanförnu. Hræðsla um að FL Group verði að selja hlut í easyJet, sem er um þrjátíu milljarðar að mark- aðsverði, hefur gert fjárfesta óörugga og lækkaði markaðsverðmæti easyJet um þrettán milljarða á fáeinum dögum. French Connection, sem er að fjórtán prósentum hluta í eigu Baugs, hefur lækkað verulega að undanförnu. Jónas Gauti Friðþjófsson, sérfræðingur hjá Greiningu Glitnis, telur að þessi umfjöllun kunni að hafa smitast yfir á íslenska markaðinn sem hefur gefið mjög eftir í byrjun vikunnar. „Það er eðlilegt að á þroskuðum og skilvirkum mörkuðum leiði óvissa til verðbreytinga og við sjáum það glöggt að fjárfestar eru næmir á að bregðast hratt við nýjum fréttum, sérstaklega neikvæðu umtali.“ Stýrivaxtahækkun Seðlabankans fyrir helgi hafi ekki síður haft áhrif á íslenska markaðinn. Jónas bendir á að ávöxtun undanfarinna mánaða hafi verið mjög góð. Morten nokkur Kongshaug, sérfræðingur hjá Danske Bank, er þess fullviss að að íslensk fyrir- tæki á borð við Baug, FL Group og KB banka muni selja hlutabréf í breskum félögum í hrönnum. Í samtali við Times segir hann að þegar einn byrji, þá fylgi hinir í humátt á eftir. Svipuð umræða hefur verið uppi hjá dönsk- um fjölmiðlum þótt fjárfestingar íslenskra aðila á dönskum hlutabréfamarkaði séu í minni mæli. Fjárfestar eru ekki vissir um að FL Group geti tekið Bang & Olufsen og Royal Unibrew yfir og jafnvel hefur heyrst að íslenska félagið verði að losa bréf sín. En það er ekki allt á fallanda fæti í útrásinni. Sænski Carnegie-fjárestingabankinn hækkað mikið í verði að undanförnu meðal annars vegna vænt- inga um að Landsbankinn – stærsti hluthafinn – kunni taka hann yfir. Hluturinn í Carnegie hefur þannig meira en tvöfaldast á einu ári. Virði erlendra hlutabréfa lækkar Erlend hlutabréf í eigu íslenskra stórfyrirtækja lækka í virði. Umræðan hefur mikil áhrif á íslenska markaðinn. Matsfyrirtækið Moody’s segir að ekki steðji hætta að greiðslu- hæfi og lausafjárstöðu Íslands. Í skýrsku sem fyrirtækið birti í gær er komist að þeirri nið- urstöðu að landið standi ekki frammi fyrir óhóflegum greiðslu- hæfis- eða lausafjárvandræðum vegna óstöðugleika sem gætt hefur í viðskipta- og fjármála- umhverfinu. Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er Aaa. „Þótt við höfum varað við hættum sem fylgja aukinni skuldsetningu hagkerfisins, þá hefur Ísland hæstu lánshæfis- einkunn okkar og horfurnar eru stöðugar. Við teljum að áhyggjur sem nýverið hafa fram komið séu orðum auknar,“ segir Joan Feldbaum-Vidra, höfundur skýrslunnar hjá Moody’s. - óká Moody’s segir stöðuna góða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.