Fréttablaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 38
MARKAÐURINN A U R A S Á L I N 5. APRÍL 2006 MIÐVIKUDAGUR18 M E N N T U N Kennsla í MBA-námi í viðskiptafræði hófst við Háskólann í Reykjavík árið 2001, þrem- ur árum eftir stofnun skólans. Um er að ræða almennt stjórnunar- og rekstrarnám á meistarastigi sem ætlað er einstaklingum með háskólapróf sem vilja styrkja stjórn- unar- og leiðtogahæfileika sína. Markmiðið er að þjálfa nemendur í rekstri og stjórnun fyrirtækja. Ein af áherslum í MBA-náminu er að þróa hæfileika hvers og eins til að stjórna og reka fyrirtæki í síbreytilegum heimi, búa nemendur undir aukna ábyrgð og leiðtoga- hlutverk í fyrirtækjum og stofnunum. Námið er fjórar annir; tvær fyrstu eru grunnnám en nemendur geta valið um sérhæfingu á fjármála-, mannauðsstjórnunar- og stjórn- unarsviðum á hinum tveimur. Finnur segir náminu hafa verið tekið einkar vel frá upp- hafi og bendir á að horft hafi verið til þess að nemendur hafi reynslu úr atvinnulífinu, sér í lagi stjórnun. REYNSLA SKILYRÐI 140 nemendur hafa verið útskrifaðir með MBA-gráðu í viðskiptafræðum frá HR á síð- astliðnum fimm árum. Í vor útskrifast rúm- lega 50 nemendur og verða þeir því alls um 200 talsins. „Miðað við fjölda útskriftarár- ganga og útskrifaðra nemenda þá höfum við mesta reynslu af framkvæmd náms af þessu tagi hér á landi,“ segir Finnur. Umsóknum í MBA-nám hefur fjölgað ár frá ári en síðastliðin tvö ár hafa á bilinu 120 til 130 sótt um námið. Um 50 þátttakendur eru teknir inn í MBA-námið ár hvert. „Þetta stífa val gerir það að verkum að á hverju ári byrjar afar sterkur hópur nemenda í MBA- náminu, sem er ein forsenda gæða slíks náms“ segir Finnur. Jón Ormur bendir á að HR leggi áherslu á að taka eingöngu inn nemendur með mikla eða verulega reynslu úr atvinnulífinu. Þetta gefi kost á því að nemendur leggi skerf af reynslu sinni á vogarskálar námsins og læri hver af öðrum. Finnur tekur undir þetta og bætir við að kennari í MBA-námi sé á stundum nær því að vera í hlutverki umræðustjórnanda en kenn- ara í hefðbundnum skilningi. Þá víkki það sjónarhornið og dýpki námið að taka fólk inn í skólann með reynslu úr atvinnulífinu. „Þeir sem hafa kennt stjórnendum vita vel að það erfiðasta sem þeir lenda í er að kenna þeim stjórnun sem hafa enga reynslu af henni,“ segir hann og bætir við að lögð sé rík áhersla á þátttöku allra nemenda í náminu. Almennt séð eru til þrjár gerðir af MBA- námi. Í fyrsta lagi fullt nám og í öðru lagi hlutanám, sem dreifist yfir lengri tíma. Þriðji kosturinn er svokallað „Executive“ MBA, eins og HR býður upp á, en þar geta nem- endur sinnt námi með vinnu. „Við kennum á hefðbundnum önnum, aðra hverja helgi frá hádegi á fimmtudegi til laugardagseftirmið- dags,“ segir hann. Jón Ormur tekur undir að allir nemendurnir séu í vinnu meðfram nám- inu, sumir þeirra í mjög krefjandi starfi við stjórnun fyrirtækja og stofnana. Því sé eðli- legt að þeim finnist álagið mikið á stundum. Að sögn Jóns Orms eru tengsl atvinnulífs og náms kostur. Bendir hann á að þegar hann fjalli um dæmi úr alþjóðaviðskiptum í tímum sínum þá sé það oft raunin að einhver nemenda þekki þau og geti bætt við upplýs- ingum. „Það er næstum alltaf einhver sem hefur unnið hjá fyrirtækinu sem ég tek fyrir eða þekkir þannig til að hann getur farið nákvæmlega í gegnum dæmið. Þannig geta nemendur verið kennarar í leiðinni,“ segir Jón og ítrekar að kennarar í MBA-náminu verði að gleyma því að þeir viti allt því nem- endur geti ætíð lumað á betri upplýsingum. Finnur tekur undir að þetta form sé mjög skemmtilegt því kennarinn fái mikið til baka. ALÞJÓÐLEGAR ÁHERSLUR Finnur segir að þótt MBA-námið við HR sé alþjóðlegt þá sé það sérstaklega sniðið að þörfum íslenskra stjórnenda og sérfræðinga. „Það er alls ekki sérstaklega hugsað fyrir Íslendinga sem vilja starfa erlendis heldur fyrir þá sem ætla sér að takast á við krefj- andi verkefni, óháð því hvar þeir ætla að búa. Í okkar litla samfélagi og viðskiptalífi, sem stöðugt fær á sig alþjóðlegri brag, er nauðsynlegt að draga þekkingu frá útlönd- um, víkka sjóndeildarhringinn og styrkja þannig okkar fólk. Þetta gerum við með því að kenna á ensku, fá framúrskarandi erlenda sérfræðinga til kennslunnar og gefa nemend- um tækifæri til að stunda nám með erlendum kollegum. Þetta er í raun eina færa leiðin fyrir skóla sem er ætlað að efla samkeppnis- hæfni íslensks atvinnulífs.“ MBA-nám er kennt í yfir 1300 skólum í allt að 130 löndum víða um heim. Til að gefa dæmi um fjölda nemenda í einhverju þessara landa segir Finnur að ár hvert útskrifist um 90.000 til 100.000 nemendur með MBA-gráðu í Bandaríkjunum. Svo virðist sem ekkert bendi til að ætli að draga úr eftirspurn eftir fólki með þessa menntun að baki. Jón Ormur bendir á að nemendum í MBA-námi hafi stór- fjölgað annars staðar, s.s. í Miðaustur-Asíu, Indlandi og Japan. Þá er tiltölulega stutt síðan MBA-nám hófst í Evrópu. „Þýsk stórfyrirtæki tóku sig saman og ýttu af stað þessari tegund menntunar og nú eru nokkur verkefni á borð við MBA-námið hér komin af stað þar,“ segir hann og bendir á að gífurleg eftirspurn sé eftir nemendum með þessa gráðu. Hins vegar sé MBA-námið jafn misjafnt eftir löndum og þau eru mörg, að sögn Jóns. Háskólinn í Reykjavík hefur átt í ágætu samstarfi við IESE-viðskiptaháskólann í Barcelona á Spáni, sem er meðal virtustu við- skiptaskóla í heimi samkvæmt flokkun tíma- ritanna Forbes, Fortune og Economist. Fjórir gestakennarar koma frá IESE með reglulegu millibili og kenna nemendum í MBA-náminu í HR. Auk þeirra koma kennarar frá London Business School í Bretlandi, Richard Ivy School of Business, Boston University og Columbia University í Bandaríkjunum. Þeir Finnur og Jón Ormur eru sammála um að framúrskarandi kennarar séu það sem geri MBA-námið í HR samkeppnishæft. „Með því að koma með góða kennara hingað jafnast námið á við það að senda nemendurna í bestu skóla í heimi,“ segir Jón Ormur. Hafi það verið spursmál hvort betra hefði verið að ýta nem- endunum til bestu viðskiptaháskóla í öðrum löndum eða ýta náminu úr vör hér á landi. Alþjóðlegt andrúmsloft í MBA-námi Háskólinn í Reykjavík (HR) hefur boðið upp á meistaranám (MBA) í viðskipta- fræðum í fimm ár. Námið hefur þróast mikið og er í sífelldri endurskoðun. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson tók hús á þeim Finni Oddssyni, forstöðumanni MBA námsins, og Jóni Ormi Halldórssyni, dósent við skólann, og kynnti sér námið. FINNUR ODDSSON OG JÓN ORMUR HALLDÓRSSON Fjöldi fyrirtækja hefur litið dagsins ljós eftir MBA-nám í HR. Fjölmargir einstaklingar hafa stofnað fyrirtæki að MBA-námi loknu frá HR. Eftirtalin eru nokkur fyrirtæki sem litu dagsins ljós: Ávaxtalausnir Betri lausnir Birta vefauglýgingar Kvikmyndir.is Pizza Hut Sjöfn Sumarferðir Tónlist.is Árangur MBA-námsins Allt frá því að Aurasálin hóf skrif hér í þetta blað hefur Kauphallarmarkaðurinn brunað beinustu leið upp á við þrátt fyrir viðvaranir Aurasálarinnar um að allt væri á niðurleið. Allt frá því að Úrvalsvísitalan rauf þrjú þúsund stiga múrinn hefur Aurasálin varað við því að óraunhæfur æsingur hefði grip- ið um sig á fjármálamörkuðum og hrun væri yfirvofandi. Úrvalsvísitalan er komin niður fyrir sex þúsund! Nú er spádómurinn að rætast: Sól tér sortna, sígur markaður í mar, hverfa af himnir heiðar stjörnur. Geisar krónan við ald- urnara, leikur hár hiti við Seðlabanka sjálfan. Þetta skilja þeir fáir í Kauphöllinni, enda halda þeir flestir að Völuspá sé eitthvað sem er birt í Vikunni í desem- ber. En þeir skilja rauðu tölurn- ar á skjánum og þekkja muninn á því þegar línan fer upp og þegar hún fer niður. Og nú fer hún niður og bónusarnir líka. Nú eru þeir allir hættir að panta Cayenne á Ebay og farnir að telja saman hvort þeir eigi fyrir bæði afborgunum og bens- íni út árið. Sic transit gloria mundi. En eins og ítrekað hefur komið fram í þessum pistlum þá stendur Aurasálin óhögguð þrátt fyrir ágjöf á markaðinum. Hún hefur aldrei trúað á fjár- málageirann og keypti hvorki jeppa né land í hinni svokölluðu uppsveiflu síðustu ára. Aurasálin er nákvæmlega jafn- blönk og hún hefur alltaf verið – en hún þarf þó ekki að grenja yfir því að hagur hennar hafi versnað. Í huga Aurasálarinnar er hin stöðuga og þögla eymd betri heldur en stöðugar sveifl- ur ofsakætis og vonleysis. Stöðugleiki er það ástand sem Aurasálin kann best. Breytingar eru sjaldnast til góða og gildir þá einu um hvort þær eru góðar eða slæmar. Þetta gildir um hlutabréfaverð eins og annað. Þess vegna vill Aurasálin helst kaupa hlutabréf sem halda nákvæmlega gildi sínu þannig að hægt sé að ganga að þeim vísum en þurfa ekki að velta fyrir sér pirrandi hækkunum eða lækkunum. Hvað stoðar það manninn að eignast milljónir í pappírshagnaði en fyrirgjöra sálarró sinni? Nei – það er ekki á vísan að róa í Kauphöll Íslands. Sum árin tvö- faldast bréfin en stundum hækka þau bara um 50 prósent. Þessi íslenski markaður er óút- reiknanlegur. Hvað kostar sálarró?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.