Fréttablaðið - 05.04.2006, Síða 41

Fréttablaðið - 05.04.2006, Síða 41
H A U S MARKAÐURINN 21MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 Með kaupum Icelandic Group á öllu hlutafé í danska fyrirtæk- inu Saltur A/S, sem á allt hluta- fé í Jeka Fish A/S í Danmörku, hefur fyrirtækið farið í beina samkeppni við norska athafna- og auðmanninn John Fredriksen, ríkasta mann Noregs, sem á 48 prósenta hlut í Pan Fish, 25 pró- sent í Fjord Seafood auk alls hlutafjár í norska laxeldisfyrir- tækinu Marine Harvest, sem er stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi með starfsemi í átta löndum. Jeka Fish hafði nýverið geng- ið frá kaupum á Atlantic Cod A/S og verða félögin sameinuð á árinu. Fyrirtækin reka saman tvær saltfiskvinnslur í bænum Lemvig á Jótlandi í Danmörku. Norska dagblaðið Dagens Næringsliv vitnaði til danska viðskiptadagblaðsins Børsen í gær og segir að með kaupunum hafi Icelandic Group í hyggju að verða stærsti framleiðandi sjávarafurða í heiminum. Fari það með áætlunum sínum í beina samkeppni við norska athafna- manninn, að sögn blaðsins. - jab Icelandic Group gegn Fredriksen JOHN FREDRIKSEN Með kaupum Icelandic Group á Jeka Fish A/S fer fyrirtækið í sam- keppni við norska athafna- og auðmanninn John Fredriksen.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.