Fréttablaðið - 05.04.2006, Qupperneq 52
5. apríl 2006 MIÐVIKUDAGUR28
VI
N
N
IN
G
A
R
VE
RÐ
A
A
FH
EN
D
IR
H
JÁ
B
T
SM
Á
RA
LI
N
D
. K
Ó
PA
VO
G
I.
M
EÐ
Þ
VÍ
A
Ð
T
A
KA
Þ
ÁT
T
ER
TU
K
O
M
IN
N
Í
SM
S
KL
Ú
BB
. 9
9
KR
/S
KE
Y
TI
Ð
.
Íslandsmót iðnnema sem bar yfir-
skriftina Gerðu betur var haldið í
Kringlunni á föstudaginn en þá var
einmitt Dagur iðn- og starfsmennt-
unar. Um alla Kringluna mátti sjá
nema við iðju sína hvort sem það
var að klippa hár, leggja dúka,
leggja raflagnir, mála veggi, smíða,
farða dömur eða leggja flísar. Í lok
dagsins voru verkefnin svo dæmd
og sigurvegurum afhend verðlaun.
Fyrirtækin Iðnmennt og Mennt
stóðu fyrir mótinu en með því að
halda það í Kringlunni gafst
almenningi færi á að fylgjast með
verkum nemanna verða til.
Iðnnemar gerðu betur í Kringlunni
SNYRTIFRÆÐI Harpa Rut Hallgrímsdóttir úr
Snyrtiskólanum í Kópavogi farðar módel
sitt, Sylvíu Smáradóttur.
TRÉSMÍÐI Þorgerður Stefánsdóttir frá Verk-
menntaskólanum á Akureyri.
LEIRKERASMÍÐI Frosti Örn Gnarr Gunnars-
son við leirkerasmíði.
HÁRGREIÐSLA Theódóra Mjöll Skúladóttir
úr Iðnskólanum í Reykjavík.
RAFVIRKJUN Jón Ágúst Sigurðsson frá
Verkmenntaskólanum á Akureyri leggur
raflagnir.
DÚKALAGNINGAR Örn Ingi Ágústsson frá
Iðnskólanum í Reykjavík.
MÁLUN Edward Morthens frá Iðnskólanum
í Reykjavík.
Í möndlulínunni frá L´occitane er
að finna tvær nýjungar sem gera
kraftaverk. Annars vegar er gel
sem er sérhannað fyrir brjóstin.
Það er borið á til að gera þau stinn-
ari og fallegri. Gelið inniheldur
möndluprótein, sem er ekki ólíkt
efninu kollagen sem hjálpar slappri
húð. Gott er að bera gelið á barm-
inn og upp að hálsinum og á svæðið
þar í kring. Hin nýjungin í möndlu-
línunni er líkamsolía sem gerir
húðina dúnmjúka og stinna. Hún er
góð fyrir konur sem eru í líkam-
ræktarátaki og vilja grenna sig en
húðin á það til að slakna þegar kíló-
in hverfa.
Möndluolían er líka sérlega fín
fyrir óléttar konur og þá er gott að
bera nóg af henni á bumbuna og
allan líkamann. Olían gerir það
sama og brjóstagelið, hún stinnir
húðina og svo lyktar hún dásam-
lega. Bæði gelið og olían fást í
versluninni L´Occitane á Lauga-
vegi.
Stinnari
brjóst
Til mikils er að vinna fyrir þá
Íslendinga sem reyna fyrir sér í
inntökuprufum sjónvarpsþáttar-
ins Rock Star en þær fara fram á
Gauki á Stöng í dag. Sextán kepp-
endur hvaðanæva að úr heiminum
munu búa í villu í Los Angeles og
reyna að heilla hljómsveitarmeð-
limi ofurgrúppunnar Supernova
en hún er skipuð ólátabelginum
Tommy Lee úr Mötley Crüe, Jason
Newsted sem var í Metallicu og
Gilby Clarke, fyrrum gítarleikara
Guns n‘ Roses. Plötuútgáfa og tón-
leikaferðalag um heiminn eru
meðal þess sem verður á dagskrá
næstu rokkstjörnunnar og því
ljóst að draumurinn um frægð og
frama er rétt handan við hornið.
Þurfum alvöru rokkara
Vegna þessara prufa eru þau Lisa
Tercheria og Dean Houser stödd
hér á landi en þau hafa ferðast um
allan heim fyrir hönd þáttarins.
„Síðasta stjarnan kom frá Toronto
og við leggjum áherslu á að leita
ekki eingöngu í Bandaríkjunum,“
segir Dean. Markmið þáttarins er
að sýna hvað þurfi til að lifa af í
heimi rokksins, bætir hann við og
hefur augljóslega orð fyrir þeim
báðum.
Í fyrra vann Kanadabúinn JD
Fortune sér réttinn til að leiða
áströlsku poppsveitina INXS en
hann hafði verið á götunni í
nokkurn tíma áður en að þættin-
um kom. Hann er núna með þrjár
manneskjur sem halda utan um
dagskrána hjá sér, leikur í mynd-
böndum með ofurfyrirsætum og
ferðast um allan heiminn, segir
Dean.
Að þessu sinni er hins vegar
leitað að mun yngri manneskju
sem getur sungið alvöru rokk.
Supernova var stofnuð sérstak-
lega fyrir þáttinn og er því enn að
þróa sinn hljóm, segir Dean. Því
skiptir í raun litlu máli hvort
söngvarinn er stelpa eða strákur,
bætir hann við. „Við erum ekki
með nein aldurstakmörk upp á við
og því verður úrvalið mjög fjöl-
breytt; allt frá krökkum sem eru
að stíga sín fyrstu skref til
reynslubolta sem hafa verið að í
langan tíma,“ útskýrir hann.
Fremstu söngvarar landsins mæta
Leitarliðið hefur komið við á
Nýja-Sjálandi, Kanada og í Asíu
en síðasti viðkomustaðurinn er
Ísland. Lisa segir að þeim Dean
hafi verið boðið hingað en jafn-
framt hafi framleiðendurnir heyrt
af fjölskrúðugu tónlistarlífi land-
ans. „Okkur hefur meðal annars
verið tjáð að margir af fremstu
söngvurum landsins ætli að mæta
í dag,“ segir Dean en hópurinn
heldur til Los Angeles þegar pruf-
unum er lokið þar sem lagst verð-
ur yfir þær upptökur sem til eru.
Fimmtíu heppnir fá að koma til
Los Angeles og reyna sig fyrir
framan hljómsveitina en síðan
eru sextán valdir í lokahópinn,
bætir Lisa við en miklar kröfur
eru gerðar til þeirra sem vilja
komast að. Ekki er aðeins leitað
að fólki sem kann að syngja held-
ur þarf það einnig að geta staðið
fyrir framan sjónvarpsvélarnar.
Tónlistarþættir hafa notið tölu-
verðra vinsælda um allan heim og
munar þar mest um Idol-fyrirbær-
ið. Dean segir Rock Star-þáttinn
vera af allt öðrum meiði. „Þeir sem
taka þátt eru mun eldri og hafa því
sterkari sjálfsmynd auk þess sem
við forðumst að gera grín að þátt-
takendum,“ segir Dean. ■
DEAN HOUSER OG LISA TERCHERI Eru hér á vegum Rock Star-leitarinnar en áheyrnarprufur
fara fram á Gauki á Stöng í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
GERUM EKKI
GRÍN AÐ ÖÐRUM
Lisa Tercheria og Dean Houser eru stödd hér á landi vegna
áheyrnarprufa í sjónvarpsþáttinn Rock Star sem kemur
úr smiðju Marks Burnett, höfundar Survivor. Freyr Gígja
Gunnarsson ræddi við þau um hvað næsta rokkstjarna
þyrfti að hafa til brunns að bera.
������������������������������
������������������������������
��������������
�������
����������
����
������������
�������������� �