Fréttablaðið - 05.04.2006, Side 59

Fréttablaðið - 05.04.2006, Side 59
MIÐVIKUDAGUR 5. apríl 2006 Próförk Auglýsing í Fjarðarpóstinn dags. Vinsam legast staðfestið auglýsinguna m eð tölvupósti í auglysingar@ fjardarposturinn.is eða m eð faxi í 565 4514 annars gildir hin gullna regla að þögn er sam a og sam þykki.. Dagskrá Skipulagsþing 16.30 Þingið opnað Lúðvík Geirsson bæjarstjóri. 16.35 Er til uppskrift að góðu skipulagi? Dr. Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs. 16.50 Áhrifasvæði höfuðborgarsvæðisins Dr. Bjarni Reynarsson skipulagsfræðingur. 17.00 Kynning á tillögu að Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 Umhverfis- og tæknisvið ásamt skipulagsráðgjöfum. 17.30 Kynning á deiliskipulagi Herjólfsgötu 30-34 Batteríið, arkitektar. 18.00 Kynning á deiliskipulagi 3. áfanga Áslandshverfis Umhverfis- og tæknisvið. 18.30 Kynning á deiliskipulagi lóðar við Arnarhraun (áður gæsluvöllur) Umhverfis- og tæknisvið. 19.00 Umræður Boðið verður upp á létta næringu. 20.30 Þinglok. Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar boðar til skipulagsþings í skátamiðstöðinni Hraunbyrgi fimmtudaginn 6. apríl kl. 16.30 - 20.30. Á þinginu verða kynningar á skipulagi, fyrirlestrar og umræður. Jafnframt verða til sýnis skipulagsuppdrættir íbúðarsvæða á Völlum, Áslandi, Norðurbakka, Lónshverfi (áður svæði Olíudreifingar) og Reykjavíkurvegi/Flatahrauni, ásamt athafna- og iðnaðarsvæða í Selhrauni og Hellnahrauni, og verður fyrirspurnum svarað varðandi þessi svæði. 6. apríl 16.30 - 20.30 © F H ön nu na rh ús ið e hf . – 0 60 3 FÓTBOLTI Íslandsmeistarar FH steinlágu fyrir Svíþjóðarmeistur- unum í Djurgården í æfingaleik í Portúgal í gær, 4-0. Þrátt fyrir að stilla upp sínu sterkasta liði náði FH sér ekki á strik en fyrsta mark- ið var sjálfsmark í byrjun leiks. Mattias Jonson bætti við öðru markinu skömmu síðar áður en Tobias Hysen skoraði þriðja mark- ið á 30. mínútu og það fjórða á 58. mínútu. Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason léku ekki með Djurgården vegna meiðsla. - hþh Íslandsmeistar r FH: Teknir í gegn af Djurgården ÍSLANDSMEISTARARNIR Lágu í valnum fyrir sterku liði Djurgården. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. KÖRFUBOLTI Háskólinn í Flórída hrósaði sigri í úrslitaleik háskóla- körfuboltans í Bandaríkjunum gegn UCLA-skólanum í fyrrinótt. Heillum horfið lið UCLA átti aldrei möguleika í leiknum, sem lauk með 73-57 sigri Flórída. Joakim Noah skoraði sextán stig, hirti níu fráköst og varði sex skot fyrir Flórída en margir telja hann eina af framtíðarstjörnum NBA-körfuboltans. - hþh Háskólakörfuboltinn í USA: Flórída bar sig- urorð af UCLA JOAKIM NOAH Var allt í öllu í liði Flórída. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Steinunn Valdís Óskars- dóttir borgarstjóri undirritaði í gær samning við forráðamenn knattspyrnufélagsins Vals og Vals- manna hf. vegna skipulagsmála og uppbyggingar á Hlíðarenda. Knatthús verður byggt á svæðinu og allar aðstæður verða hinar full- komnustu en skipulag Hlíðarenda verður ákvarðað af hugmynda- samkeppni um heildarskipulag Vatsmýrarsvæðisins sem er nú í fullum gangi. Í tengslum við þessar breyting- ar er gert ráð fyrir að aukinn byggingarréttur komi í hlut Vals- manna hf., sem á móti munu leggja aukið fé til íþróttamannvirkja að Hlíðarenda, meðal annars til bygg- ingar knattspyrnuhúss sem nýtast mun öðrum íþróttafélögum í borg- inni. - hþh Reykjavíkurborg og Valur: Samið vegna Hlíðarenda KÁTT Á HJALLA Grímur Sæmundsson, for- maður Valsmanna ehf., og Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri við undirritunina í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.