Fréttablaðið - 24.04.2006, Side 6

Fréttablaðið - 24.04.2006, Side 6
6 24. apríl 2006 MÁNUDAGUR Virðing Réttlæti Aðalfundur VR verður haldinn á Nordica hótel í dag mánudaginn 24. apríl og hefst kl. 19:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Laga- og reglugerðabreytingar • Nýtt nafn • Stofnun Varasjóðs • Sameining við Verslunarmannafélag Hafnarfjarðar 20% afsláttur af brjóstahöldurum AUK ÞESS 24. – 26. APRÍL debenhams vorútsala í ellefu daga 50afsláttur% af völdum vörum ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 3 23 13 04 /2 00 6 MIÐAUSTURLÖND, AP Osama bin Laden lét nýjar hótanir í garð Vesturlanda frá sér fara í hljóð- upptöku sem send var út á arab- ísku Al-Jazeera-sjónvarpsstöðinni í gær. Í upptökunni sakar bin Laden almenning á Vesturlöndum um að styðja í reynd stríð á hendur íslam; enn fremur hvatti hann fylgismenn sína til að fara til Súdan til að berjast gegn friðar- gæsluliði á vegum Sameinuðu þjóðanna sem kann að verða sent þangað. Þetta er fyrsta orðsendingin sem frá bin Laden kemur í þrjá mánuði. Með henni virtist hann ætla að réttlæta hugsanlegar árás- ir á óbreytta borgara, en fyrir slík- ar hryðjuverkaárásir hefur hann og al-Kaída-samtökin verið gagn- rýnd jafnvel af aröbum hliðhollum málstað þeirra. Hann virtist í orð- sendingunni einnig vera að reyna að stappa stálinu í araba til að snúa bökum saman með því að saka Vesturlönd um að reyna að ganga á milli bols og höfuðs á Hamas-samtökum herskárra Pal- estínumanna sem nú halda um stjórntaumana á palestínsku sjálf- stjórnarsvæðunum. Þau hafa enn á stefnuskránni að útmá Ísraels- ríki. Með vísan til þess að Bandarík- in og Evrópusambandið hafa ákveðið að frysta allan fjárstuðn- ing við Hamas-stjórnina sagði bin Laden að Vesturlönd væru að heyja „síonískt krossfarastríð“ á hendur íslam. Ekki er vitað til þess að nein bein tengsl séu á milli al-Kaída og Hamas, en Hamas er upprunalega sprottin út af Bræðralagi mús- lima, sem er áhrifamikil stjórn- málahreyfing með deildir í flestum arabalöndum. Sami Abu Zuhri, einn talsmanna Hamas, var líka fljótur til að lýsa því yfir opinber- lega að „hugmyndafræði Hamas“ væri „gerólík hugmyndafræði sjeik bin Ladens“. Al-Jazeera-stöðin virtist hafa haft upptökuna nægilega lengi undir höndum til að velja úr henni það sem henni þótti bitastæðast til birtingar. Þulurinn las skýringar með bakgrunnsupplýsingum inn á milli valinna brota úr upptökunni sem spiluð var í útsendingu stöðvarinnar í gær. Talið er að bin Laden leynist enn í fjöllunum á landamærum Afganistans og Pakistans. audunn@frettabladid.is Segir Vesturlönd reka stríð gegn íslam Í nýrri hljóðupptöku hótar al-Kaída-forsprakkinn Osama bin Laden nýjum árás- um á hendur óbreyttum borgurum á Vesturlöndum, sem hann segir heyja stríð gegn íslam. Hann hvetur múslima til að taka þátt í skæruhernaði í Súdan. HERSKÁR AÐ VANDA Mynd úr útsendingu Al-Jazeera-sjónvarpsstöðvarinnar á nýjustu orðsendingu al-Kaída-foringjans í gær. NORDICPHOTOS/AFP ILMUR Árrisulir Akureyringar urðu varir við megnan brenni- steinsfnyk í bítið í gærmorgun. Jöklafýlan fannst víðar á Norður- landi og átti að líkindum uppruna sinn að rekja til hlaupsins í Skaftá en allstíf suðaustanátt var um miðbik landsins. Fremur sjaldgæft er að jafn sterk jöklafýla berist frá Skaftá til Norðurlands og dæmi um að illa vaknaðir Akureyringar áttuðu sig ekki á uppruna ilmsins. Húsmóðir í Þorpinu tók sig til og henti skreyttum eggjum sem börnin á heimilinu höfðu málað fyrir pásk- ana en vissi ekki að lyktin var sterkari utan dyra en innan. - kk Skaftárhlaup: Brennisteins- fnykur nyrðra Fíkniefni í Kópavogi Rólegt var hjá lögreglunni í Kópavogi í fyrrinótt þar sem einn maður var stöðvaður fyrir ölvunar- akstur. Við reglubundið eftirlit fundust fíkniefni á öðrum manni og var hann færður til yfirheyrslu. Málið telst upplýst. LÖGREGLUMÁL WASHINGTON, AP Fjármálaráðherrar ríkjanna sem bera hitann og þung- ann af fjármögnun Alþjóðagjald- eyrissjóðsins og Alþjóðabankans samþykktu í gær tillögur sem hafa það að markmiði að gera alþjóð- legum lánastofnunum auðveldara um vik að bregðast við stórhækk- uðu olíuverði, óvæntum skakka- föllum í viðskiptum milli landa og öðrum vandamálum sem ógna hagvexti í heiminum. Stefnumótunarnefndir Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, IMF, og Alþjóðabankans sem 184 þjóðir eiga aðild að sögðu stjórnendum beggja stofnana að gera gangskör að því að uppræta spillingu og, að því er IMF varðar, gefa stjórn- völdum aðildarríkja sjóðsins strangari ráðgjöf en hingað til. Ágreiningur var allgreinilegur á fundum ráðherranna í Washing- ton um helgina. Bar mest á því að ráðherrar sumra Evrópuríkja töldu að Paul Wolfowitz, forseti Alþjóðabankans, legði ofuráherslu á baráttu gegn spillingu á kostnað baráttunnar fyrir því að draga úr fátækt í heiminum. Wolfowitz, sem áður var aðstoðarvarnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, tók við stjórn Alþjóðabankans um mitt ár í fyrra. - aa WOLFOWITZ SÁTTUR Samþykktir ráð- herrafundarins enduðu í takt við áherslur Alþjóðabankaforsetans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ráðherrafundur IMF og Alþjóðabankans: Barátta gegn spillingu í fyrirrúmi UNGVERJALAND, AP Ferenc Gyurc- sany, sem farið hefur fyrir ung- versku ríkisstjórninni undanfarið kjörtímabil, lýsti í gærkvöld yfir sigri stjórnarflokkanna, eftir að allt benti til að þeir myndu ná 210 þingsætum af 386 er 98 prósent atkvæða höfðu verið talin í síðari umferð þingkosninganna sem fram fór í gær. Áður hafði Istvan Hiller, flokks- formaður Sósíalistaflokksins, stærsta stjórnarflokksins, greint frá því að leiðtogi hægrimanna, Viktor Orban, hefði játað sig sigr- aðan og óskað Gyurcsany til ham- ingju með sigurinn í símasamtali. Þegar úrslit lágu fyrir í 98 af hundraði kjördæma virtust sósíalist- ar og bandamenn þeirra hafa tryggt sér 210 þingsæti en borgaraflokk- arnir 175. Einn óháður náði kjöri. Kosið var í gær aftur í 110 kjör- dæmum eftir að enginn einn fram- bjóðandi náði afgerandi sigri í þeim í fyrri umferð þingkosninganna fyrir tveimur vikum. Í fyrri umferðinni tryggðu vinstriflokk- arnir sér 113 af þingsætunum 386 en borgaraflokkarnir 99. Kjörsókn var um 64,3 prósent en hún var 67,8 prósent í fyrri umferð- inni. - aa Síðari umferð þingkosninga í Ungverjalandi: Sósíalistar áfram við völd FERENC GYURCSANY Ungverski forsætisráð- herrann á kjörstað ásamt fjölskyldu sinni í Búdapest í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bílrúður brotnar Sjö bílar við Reykjavíkurhöfn urðu fyrir barðinu á skemmdarverkafólki í gærmorgun. Voru rúður brotnar og leitað að verðmætum í bílunum. Fólkið hafði þó lítið sem ekkert upp úr krafsinu. Reykæfing á Suðurnesjum Glatt logaði í gamalli steypustöð í Reykjanes- bæ þegar slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja voru við æfingar. Stöðin var látin brenna til grunna eftir að æfing- unni lauk. Annir vegna hlaups Lítið var um að vera hjá lögreglunni í Vík og á Kirkju- bæjarklaustri ef frá eru taldar annir vegna Skaftárhlaups. Voru lögreglu- menn á varðbergi í nágrenni við ána og könnuðu skemmdir á vegum. LÖGREGLUMÁL KJÖRKASSINN Myndir þú kjósa flokk þjóðernis- sinna? já 42% nei 58% Vilt þú sjá gjaldfrjálsan leikskóla? Segðu þína skoðun á visir.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.