Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2006, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 24.04.2006, Qupperneq 6
6 24. apríl 2006 MÁNUDAGUR Virðing Réttlæti Aðalfundur VR verður haldinn á Nordica hótel í dag mánudaginn 24. apríl og hefst kl. 19:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Laga- og reglugerðabreytingar • Nýtt nafn • Stofnun Varasjóðs • Sameining við Verslunarmannafélag Hafnarfjarðar 20% afsláttur af brjóstahöldurum AUK ÞESS 24. – 26. APRÍL debenhams vorútsala í ellefu daga 50afsláttur% af völdum vörum ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 3 23 13 04 /2 00 6 MIÐAUSTURLÖND, AP Osama bin Laden lét nýjar hótanir í garð Vesturlanda frá sér fara í hljóð- upptöku sem send var út á arab- ísku Al-Jazeera-sjónvarpsstöðinni í gær. Í upptökunni sakar bin Laden almenning á Vesturlöndum um að styðja í reynd stríð á hendur íslam; enn fremur hvatti hann fylgismenn sína til að fara til Súdan til að berjast gegn friðar- gæsluliði á vegum Sameinuðu þjóðanna sem kann að verða sent þangað. Þetta er fyrsta orðsendingin sem frá bin Laden kemur í þrjá mánuði. Með henni virtist hann ætla að réttlæta hugsanlegar árás- ir á óbreytta borgara, en fyrir slík- ar hryðjuverkaárásir hefur hann og al-Kaída-samtökin verið gagn- rýnd jafnvel af aröbum hliðhollum málstað þeirra. Hann virtist í orð- sendingunni einnig vera að reyna að stappa stálinu í araba til að snúa bökum saman með því að saka Vesturlönd um að reyna að ganga á milli bols og höfuðs á Hamas-samtökum herskárra Pal- estínumanna sem nú halda um stjórntaumana á palestínsku sjálf- stjórnarsvæðunum. Þau hafa enn á stefnuskránni að útmá Ísraels- ríki. Með vísan til þess að Bandarík- in og Evrópusambandið hafa ákveðið að frysta allan fjárstuðn- ing við Hamas-stjórnina sagði bin Laden að Vesturlönd væru að heyja „síonískt krossfarastríð“ á hendur íslam. Ekki er vitað til þess að nein bein tengsl séu á milli al-Kaída og Hamas, en Hamas er upprunalega sprottin út af Bræðralagi mús- lima, sem er áhrifamikil stjórn- málahreyfing með deildir í flestum arabalöndum. Sami Abu Zuhri, einn talsmanna Hamas, var líka fljótur til að lýsa því yfir opinber- lega að „hugmyndafræði Hamas“ væri „gerólík hugmyndafræði sjeik bin Ladens“. Al-Jazeera-stöðin virtist hafa haft upptökuna nægilega lengi undir höndum til að velja úr henni það sem henni þótti bitastæðast til birtingar. Þulurinn las skýringar með bakgrunnsupplýsingum inn á milli valinna brota úr upptökunni sem spiluð var í útsendingu stöðvarinnar í gær. Talið er að bin Laden leynist enn í fjöllunum á landamærum Afganistans og Pakistans. audunn@frettabladid.is Segir Vesturlönd reka stríð gegn íslam Í nýrri hljóðupptöku hótar al-Kaída-forsprakkinn Osama bin Laden nýjum árás- um á hendur óbreyttum borgurum á Vesturlöndum, sem hann segir heyja stríð gegn íslam. Hann hvetur múslima til að taka þátt í skæruhernaði í Súdan. HERSKÁR AÐ VANDA Mynd úr útsendingu Al-Jazeera-sjónvarpsstöðvarinnar á nýjustu orðsendingu al-Kaída-foringjans í gær. NORDICPHOTOS/AFP ILMUR Árrisulir Akureyringar urðu varir við megnan brenni- steinsfnyk í bítið í gærmorgun. Jöklafýlan fannst víðar á Norður- landi og átti að líkindum uppruna sinn að rekja til hlaupsins í Skaftá en allstíf suðaustanátt var um miðbik landsins. Fremur sjaldgæft er að jafn sterk jöklafýla berist frá Skaftá til Norðurlands og dæmi um að illa vaknaðir Akureyringar áttuðu sig ekki á uppruna ilmsins. Húsmóðir í Þorpinu tók sig til og henti skreyttum eggjum sem börnin á heimilinu höfðu málað fyrir pásk- ana en vissi ekki að lyktin var sterkari utan dyra en innan. - kk Skaftárhlaup: Brennisteins- fnykur nyrðra Fíkniefni í Kópavogi Rólegt var hjá lögreglunni í Kópavogi í fyrrinótt þar sem einn maður var stöðvaður fyrir ölvunar- akstur. Við reglubundið eftirlit fundust fíkniefni á öðrum manni og var hann færður til yfirheyrslu. Málið telst upplýst. LÖGREGLUMÁL WASHINGTON, AP Fjármálaráðherrar ríkjanna sem bera hitann og þung- ann af fjármögnun Alþjóðagjald- eyrissjóðsins og Alþjóðabankans samþykktu í gær tillögur sem hafa það að markmiði að gera alþjóð- legum lánastofnunum auðveldara um vik að bregðast við stórhækk- uðu olíuverði, óvæntum skakka- föllum í viðskiptum milli landa og öðrum vandamálum sem ógna hagvexti í heiminum. Stefnumótunarnefndir Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, IMF, og Alþjóðabankans sem 184 þjóðir eiga aðild að sögðu stjórnendum beggja stofnana að gera gangskör að því að uppræta spillingu og, að því er IMF varðar, gefa stjórn- völdum aðildarríkja sjóðsins strangari ráðgjöf en hingað til. Ágreiningur var allgreinilegur á fundum ráðherranna í Washing- ton um helgina. Bar mest á því að ráðherrar sumra Evrópuríkja töldu að Paul Wolfowitz, forseti Alþjóðabankans, legði ofuráherslu á baráttu gegn spillingu á kostnað baráttunnar fyrir því að draga úr fátækt í heiminum. Wolfowitz, sem áður var aðstoðarvarnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, tók við stjórn Alþjóðabankans um mitt ár í fyrra. - aa WOLFOWITZ SÁTTUR Samþykktir ráð- herrafundarins enduðu í takt við áherslur Alþjóðabankaforsetans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ráðherrafundur IMF og Alþjóðabankans: Barátta gegn spillingu í fyrirrúmi UNGVERJALAND, AP Ferenc Gyurc- sany, sem farið hefur fyrir ung- versku ríkisstjórninni undanfarið kjörtímabil, lýsti í gærkvöld yfir sigri stjórnarflokkanna, eftir að allt benti til að þeir myndu ná 210 þingsætum af 386 er 98 prósent atkvæða höfðu verið talin í síðari umferð þingkosninganna sem fram fór í gær. Áður hafði Istvan Hiller, flokks- formaður Sósíalistaflokksins, stærsta stjórnarflokksins, greint frá því að leiðtogi hægrimanna, Viktor Orban, hefði játað sig sigr- aðan og óskað Gyurcsany til ham- ingju með sigurinn í símasamtali. Þegar úrslit lágu fyrir í 98 af hundraði kjördæma virtust sósíalist- ar og bandamenn þeirra hafa tryggt sér 210 þingsæti en borgaraflokk- arnir 175. Einn óháður náði kjöri. Kosið var í gær aftur í 110 kjör- dæmum eftir að enginn einn fram- bjóðandi náði afgerandi sigri í þeim í fyrri umferð þingkosninganna fyrir tveimur vikum. Í fyrri umferðinni tryggðu vinstriflokk- arnir sér 113 af þingsætunum 386 en borgaraflokkarnir 99. Kjörsókn var um 64,3 prósent en hún var 67,8 prósent í fyrri umferð- inni. - aa Síðari umferð þingkosninga í Ungverjalandi: Sósíalistar áfram við völd FERENC GYURCSANY Ungverski forsætisráð- herrann á kjörstað ásamt fjölskyldu sinni í Búdapest í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bílrúður brotnar Sjö bílar við Reykjavíkurhöfn urðu fyrir barðinu á skemmdarverkafólki í gærmorgun. Voru rúður brotnar og leitað að verðmætum í bílunum. Fólkið hafði þó lítið sem ekkert upp úr krafsinu. Reykæfing á Suðurnesjum Glatt logaði í gamalli steypustöð í Reykjanes- bæ þegar slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja voru við æfingar. Stöðin var látin brenna til grunna eftir að æfing- unni lauk. Annir vegna hlaups Lítið var um að vera hjá lögreglunni í Vík og á Kirkju- bæjarklaustri ef frá eru taldar annir vegna Skaftárhlaups. Voru lögreglu- menn á varðbergi í nágrenni við ána og könnuðu skemmdir á vegum. LÖGREGLUMÁL KJÖRKASSINN Myndir þú kjósa flokk þjóðernis- sinna? já 42% nei 58% Vilt þú sjá gjaldfrjálsan leikskóla? Segðu þína skoðun á visir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.