Fréttablaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 6
6 1. maí 2006 MÁNUDAGUR F A B R IK A N 2 0 0 6 �������������������������������������� ���������������������������� �������� �������������������������������������� �������������������������������������� ������������������������� ��������������� ���������������������������� ����� ��� ���������������������� ������ ���������������������� � ������������������������ � ���������������������������������� � �������� ���������� ������� ������������������������ ����������������������������� ��������������������������� ��� ������������ ���������������������������������� ���������������������������������������������� ���������������������������������������������������� ��������������������������������������������������� ����������������������������������������������������������� ����� �������������������������� ��������������������� ����������������������� �������������������������������������������� ����������� ��������� ������������������������������������� ���������������������������������������������� � ������������������������������ ��������������������������������������������� � ��������������������������������� ������������������������������������������������������ VIÐSKIPTI Bakkavör Group hefur náð samkomulagi við Laurens Pat- isseries Limited, sem er einn stærsti framleiðandi kældra eftir- rétta í Bretlandi, um kaup á félag- inu fyrir 130 milljónir punda, jafn- gildi 17,6 milljarða króna. Ágúst Guðmundsson, stjórnar- formaður Bakkavarar Group, segir kaupin gott dæmi um áform fyrirtækisins um að styrkja enn frekar stöðu sína á sviði ferskra tilbúinna matvæla í Bretlandi. Í fréttatilkynningu frá fyrir- tækinu segir að meginávinningur kaupanna sé aukin markaðshlut- deild Bakkavarar Group í Bret- landi á sviði tilbúinna kældra eftirrétta. Markaðurinn fyrir hágæða eftirrétti og kökur í Bret- landi hafi vaxið um sex prósent á síðasta ári og áætlað markaðsvirði sé um 54 milljarðar króna. Á sama tíma hafi sala Laurens aukist um tuttugu prósent. Laurens er fjölskyldufyrirtæki og hefur verið rekið af núverandi stjórnendum frá árinu 1992. Lykil- stjórnendur fyrirtækisins munu halda áfram störfum en starfs- menn í heild eru um 1.200. Barclays fjármagnar kaupin en auk þess verður hluti kaupverðs- ins greiddur með hlutabréfum í Bakkavör Group. Núverandi eig- endur Laurens verða þá meðal stærstu hluthafa Bakkavarar Group með um fimm prósenta hlut. - sgi Bakkavör Group hefur keypt einn stærsta framleiðanda eftirrétta í Bretlandi: Um 18 milljarða króna kaup FJÁRFESTA Í EFTIRRÉTTUM OG KÖKUM Lýður Guðmundsson forstjóri og Ágúst Guðmundsson stjórnarformaður hafa keypt nýtt fyrirtæki. DANMÖRK Fólk sem sýkist af fuglaflensu í Danmörku verður sett í einangrun heima hjá sér. Lyf og matur verða afhent að dyrum heimila þeirra og fá sjúklingarnir ráðgjöf í gegnum síma. Verða þeir beðnir um að hafa sem minnst samband við lækna enda talið að sú stétt muni hafa nóg að gera við að sinna þeim sem eru alvarlega veikir. Þetta er meðal þeirra atriða sem koma fram í nýrri skýrslu danskra yfirvalda um aðgerðir ef fuglaflensa smitast milli manna, en ekki er þekkt dæmi um að slíkt hafi gerst í heiminum. Í skýrslunni sem kynnt var danska þinginu kemur einnig fram að ekki verði til næg bóluefni fyrir alla landsmenn. Því verði þeir fyrst bólusettir sem taldir eru lík- legastir til að sýkjast. Eldra fólk sem þjáist af lungna- og hjarta- sjúkdómum og þeir sem eru ónæmir fyrir bólusetningum eru taldir í mesti hættu. - ks Fuglaflensuáætlun kynnt í Danmörku: Sjúkir í einangrun heima HÆNSN Þeir sem umgangast hænsn eru í mestri hættu á að smitast af fuglaflensu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIRKJANIR Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, lagði um helgina hornstein að nýju stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar og voru Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Halldór Ásgríms- son forsætisráðherra viðstödd athöfnina. Af sama tilefni voru undirritað- ir kaupsamningar um kaup á fjórðu og fimmtu vélasamstæðu virkjunarinnar að verðmæti rúm- lega þrír milljarðar króna. Framleiðsla á heitu vatni hefst árið 2009 og er virkjuninni ætlað að anna eftirspurn eftir heitu vatni til ársins 2020. - sha Hellisheiðarvirkjun: Hornsteinn að stöðvarhúsi KJÖRKASSINN Á að beita Írana refsiaðgerð- um vegna kjarnorkuáætlunar þeirra? Já 50% Nei 50% SPURNING DAGSINS Í DAG Heldurðu að Eiður Smári Guð- johnsen verði seldur frá Chelsea í sumar? Segðu þína skoðun á visir.is NÍGERÍA, AP Ríkisstjórnin í Súdan staðfesti í gær að hún væri tilbúin að skrifa undir uppkast að friðar- samningi við uppreisnarmenn í Darfur-héraði, en talsmenn upp- reisnarmannanna virtust ekki ginnkeyptir fyrir samningnum. Afríkubandalagið hafði gefið Súdanstjórn og uppreisnarmönn- unum fram til dagsins í gær til að enda viðræður sem ætlað var að binda enda á átökin í Darfur, sem seinustu tvö árin hafa leitt til dauða um 180.000 manns og neytt tvær milljónir manna á vergang. „Ríkisstjórnin staðfestir ákvörð- un sína um að samþykkja formlega þetta skjal og er tilbúin að skrifa undir það,“ sagði Magzoub El- Khalif, fulltrúi nefndar ríkisstjórn- arinnar, í gær um skjalið sem sátta- semjarar Afríkubandalagsins útdeildu í síðustu viku. Talsmaður uppreisnarmann- anna sagði þá hins vegar ekki ánægða og kvörtuðu yfir að hafa ekki fengið nægan tíma. „Við tökum uppkasti friðar- samningsins með fyrirvara,“ sagði Ahmed Hussein, talsmaður Rétt- lætis- og jafnréttishreyfingarinn- ar, annarrar tveggja hreyfinga uppreisnarmanna. Hann sagði meðlimi hópsins vilja vita hvernig samningnum yrði framfylgt og sagði hann ekki fullnægja öllum þeirra skilyrðum. Hin hreyfing uppreisnarmanna, Frelsishreyfing Súdans, bað um frekari frest svo liðsmenn hennar gætu rætt um samninginn. Þó síðasti frestur til að skrifa undir hefði runnið út í gærkvöldi sagði Norredine Mezni, talsmaður Afríkubandalagsins, að samkomu- lag um hluta samningsins gæti opnað nýjar dyr en ekki kæmi til greina að breyta skjalinu eða end- urvekja samningaviðræðurnar. Náist friðarsamkomulag milli ríkisstjórnar Súdans og uppreisn- armannanna verður líklega litið á það sem ákveðinn sigur í Afríku, en friðarviðræðunum hefur verið stjórnað af Afríkubandalaginu, með mikilli þátttöku leiðtoga Suður-Afríku og Nígeríu. Í samningnum er kveðið á um að sérfræðingur í málum Darfur- héraðs, sem ráðamenn uppreisnar- manna velja, verði ráðinn sem einn af helstu ráðgjöfum forsetans. Jafnframt verði komið á stofn alþjóðlegum sjóði sem nota skuli til endurbyggingar héraðsins, engin skólagjöld verði innheimt þar í fimm ár og komið verði á áætlun um að uppræta fátækt í landinu. Uppreisnarmenn kvarta undan því að ríkisstjórnin, sem aðallega samanstendur af aröbum, sinni Darfur ekki nóg. Uppreisnin hófst árið 2003 og er ríkisstjórnin sökuð um að hafa svarað með því að senda varalið araba út, sem sagðir eru hafa nauðgað og myrt óbreytta borgara í Darfur og lagt þorp í rúst. Ríkisstjórn Súdans neitar því að það hafi nokkuð með varaliðið að gera. smk@frettabladid.is Friðarviðræður í Súdan ganga illa Skrifa átti undir friðarsamning í gær milli ríkisstjórnarinnar í Súdan og upp- reisnarmanna, en á meðan ríkisstjórnin sagðist tilbúin til þess tvístigu tals- menn tveggja hreyfinga uppreisnarmanna. UPPREISNARMENN Menn úr Réttlætis- og jafnréttishreyfingunni í Darfur aka hér gráir fyrir járnum, en átökin í Darfur hafa síðan árið 2003 orðið 180.000 manns að bana og hrakið tvær milljónir frá heimilum sínum. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.