Fréttablaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 72
32 1. maí 2006 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is LIVERPOOL WEST HAM Bikarúrslitaleikur í Cardiff 12. – 14. MAÍ www.expressferdir.is Express Fer›ir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Nánar á www.expressferdir.is Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express Það verður hörkuleikur þegar Liverpool og West Ham mætast. Flestir telja Liverpool sigurstrang- legri en eins og sagan sýnir getur allt gerst í bikarnum. Hvernig væri að skella sér á Þúsaldarleikvanginn í Cardiff og upplifa alvöru bikarstemningu í enska boltanum? Flug og flugvallaskattar til London, rútuferðir til Cardiff og aftur til London, tvær nætur á hóteli með morgunverði í Cardiff og miði á leikinn. Miðað er við að tveir séu saman í herbergi. Íslensk fararstjórn. 119.900 kr. INNIFALI‹: VERÐ: 1. útdráttur 9. maí ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D A S 30 94 4 04 /2 00 6 Bílainnflytjandi Vinningar í hverri viku Taktu þátt í glæsilegu happdrætti. Kauptu miða í Happdrætti DAS og þú gætir orðið Hummer- eigandi. Happdrætti DAS er í þágu aldraðra. Hringdu núna 561 7757 Kíktu á neti› www.das.is Norðanmærin Dagný Linda Kristjáns- dóttir, sem hingað til hefur verið þekkt fyrir afrek sín í skíðaíþróttinni, hefur ákveðið að venda kvæði sínu í kross og reima á sig fótboltaskóna fyrir sumarið. Dagný Linda ætlar að spila á milli stanganna hjá liði Magna frá Grenivík en það er í 1. deild kvenna. Nokkuð er liðið síðan Dagný Linda lék síðast fótbolta af einhverri alvöru en hún æfði í nokkur ár þegar hún var á táningsaldrinum. „Ég er nú ekk- ert sérstaklega góð,“ sagði Dagný Linda og hló dátt þegar Fréttablaðið forvitnaðist um málið í gær en það er einmitt fyrir tilstilli hennar fyrrverandi sam- herja frá því fyrir áratug að hún tekur nú fram takkaskóna á ný. „Þær spurðu mig hvort ég væri ekki til í þetta og ég sagði náttúr- lega bara já,“ segir Dagný Linda, en hún æfði í marki á árum áður. „Ég veit samt ekki hvernig skutlan hjá mér er í dag. Kannski fæ ég að spila sem útispil- ari en þó örugglega ekki í sókninni. Ég er enginn markaskorari,“ segir skíða- drottningin. Dagný Linda telur að skíðin og fótboltinn fari ágætlega saman en hún ítrekar þó að vetraríþróttin muni alltaf hafa forgang. „Báðar íþróttir snúast náttúrlega um fótafimi að nokkru leyti en samt er þetta mjög ólíkt. Það er samt ekki eins og ég sé í pásu frá skíðunum yfir sumarið. Þau eru alltaf númer 1,2 og 3 en þegar ég get fæ ég vonandi að sparka í boltann,“ sagði Dagný Linda að lokum en þess má geta að einnig verða tvær landsliðskonur í íshokkí á meðal leikmanna liðsins næsta sumar. SKÍÐADROTTNINGIN DAGNÝ LINDA KRISTJÁNSDÓTTIR: SPILAR FÓTBOLTA MEÐ MAGNA GRENIVÍK Í SUMAR Fæ örugglega ekki að spila í sókninni HANDBOLTI „Það varð allt tryllt þegar leikurinn var búinn. Ég hef aldrei upplifað aðra eins stemn- ingu. Þessi tilfinning er ólýsanleg,“ sagði Logi Geirsson, nýbakaður Evrópumeistari, við Fréttablaðið eftir að lið hans hafði lagt Göpp- ingen að velli í síðari úrslitaleik liðanna í EHF-keppninni í hand- bolta í gær. Lemgo sigraði með 25 mörkum gegn 22 og einvígið sam- tals 55-51. Logi átti frábæran dag með Lemgo í leiknum í gær og skoraði átta mörk en Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði eitt. Fyrir leikinn var talið að Lemgo yrði ekki í miklum erfiðleikum með að leggja Göppingen að velli en gestirnir komu mjög á óvart með því að mæta gríðarlega ákveðnir til leiks. Leikurinn var í járnum allan fyrri hálfleik en í þeim síðari hafði Göppingen yfir- höndina lengst af og var meðal annars með forystu, 21-20, þegar tíu mínútur voru eftir. Þá náði Lemgo frábærum leikkafla og skoraði fjögur mörk í röð, sem dugði til að tryggja sigurinn. „Göppingen veitti okkur harða keppni en ég vissi alltaf að við myndum hafa þetta,“ sagði Logi, en hann lék í horninu, í skyttustöð- unni og á miðjunni í leiknum. Landsliðsmaðurinn Jaliesky Garcia lék með Göppingen en komst ekki á blað. Það ríkti sannkölluð þjóðhátíð- arstemning í Lemgo eftir leikinn í gær, en nánast allir 55 þúsund íbúar bæjarins voru með hugann við leikinn. „Höllinn var troðfull, 5500 manns sem öskruðu allan leikinn og þegar við mættum í höllina tveimur tímum fyrir leik voru fimm þúsund manns sem biðu okkar. Allt fólk sem fékk ekki miða á leikinn,“ sagði Logi. Þegar Fréttablaðið ræddi við Loga voru skemmtanahöldin að hefjast og var verið að hylla leik- menn liðsins í miðbænum. „Hér er allt á öðrum endanum og ég hef varla kynnst annarri eins gleði. Þetta er geggjað, toppurinn á til- verunni,“ sagði Logi að lokum. - vig Það er þjóðhátíð í Lemgo Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson urðu í gær Evrópumeistarar félags- liða í handbolta ásamt félögum sínum í Lemgo þegar liðið sigraði Göppingen á heimavelli sínum, 25-22. Logi var frábær í leiknum og skoraði átta mörk. EVRÓPUMEISTARAR Þrátt fyrir ungan aldur eru Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson búnir að festa sig í sessi hjá einu sterkasta liði Evrópu. Hér fagna þeir sigrinum í EHF-keppninni í gær og eins og sjá má var stemningin gríðarleg. „Stærsta stund ferilsins,“ sagði Logi við Fréttablaðið eftir leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/JÖRG HAGEMANN FÓTBOLTI Leikmenn Valencia hafa enn ekki játað sig sigraða í barátt- unni um spænska meistaratitilinn í fótbolta en 3-0 sigur á Alaves í gær þýðir að liðið á enn veika von á að ná Barcelona, sem er með örugga forystu á toppnum eftir 1-0 sigur á Cadiz á laugardagskvöldið. Barcelona er með 76 stig eftir 34 leiki en Valencia 68 eftir 35 leiki. 38 umferðir eru leiknar og þar sem Barca er með miklu betri marka- tölu þarf liðið aðeins eitt stig til við- bótar til að gulltryggja titilinn. - vig Spænski boltinn: Valencia á enn veika von HANDBOLTI Það verður ÍBV sem mætir Val í úrslitum deildabikars kvenna í handbolta en Eyjastúlkur unnu sannfærandi sigur á Stjörn- unni á heimavelli sínum í gær, 31- 24, og þar með einvígið 2-1. ÍBV fullkomnaði þannig endurkomu sína í einvíginu en Stjörnustúlkur unnu fyrsta leikinn í Eyjum. Það voru fyrst og fremst góðir leikkaflar undir lok hvors hálf- leiks sem skildu á milli liðanna í Eyjum í gær en jafnræði var með liðunum framan af leik. ÍBV náði undirtökunum undir lok fyrri hálfleiks og þegar Stjarnan virt- ist vera að koma sér inn í leikinn á ný í síðari hálfleik gáfu Eyja- stúlkur aftur í og unnu að lokum öruggan sjö marka sigur. Simona Vintila var atkvæða- mest í liði ÍBV með níu mörk en Pavla Plaminkova kom næst með sjö mörk. Hjá Stjörnunni var Jóna Margrét Ragnarsdóttir langbest og skoraði tólf mörk. - vig Deildabikar kvenna í handbolta: ÍBV vann oddaleikinn > Veigar Páll skoraði tvö Veigar Páll Gunnarsson skoraði tvö mörk og átti frábæran leik fyrir Stabæk sem sigraði Lyn, 4-1, á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Stefán Gíslason lék allan leikinn fyrir Lyn. Árni Gautur Arason stóð í marki Vålerenga sem tapaði fyrir Brann í gær, 3-1. Kristján Örn Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Brann en Ólafur Örn Bjarnason var ekki með. Þá skoraði Hörður Sveinsson mark Silkeborg, sem tapaði fyrir Viborg 3-1 í dönsku úrvals- deildinni gær. Bjarni Ólafur Eiríksson var einnig í liði Silke- borg. FÓTBOLTI Johan Boskamp, hinn hol- lenski knattspyrnustjóri Íslend- ingaliðsins Stoke City í ensku 1. deildinni, tilkynnti eftir 5-1 sigur- leik liðsins á Brighton í dag að hann yrði ekki með liðið á næsta ári. Þykir það gefa sterklega til kynna að hinir íslensku eigendur félagsins muni selja það innan tíðar en þeir höfðu áður lýst yfir áhuga á að hafa Boskamp áfram í starfi. Ég er vonsvikinn að fara frá félaginu en ég veit að framtíð Stoke er björt. Ég mun nú ræða við önnur félög og taka við liði í annaðhvort Hollandi eða Belgíu,“ sagði Boskamp í gær. - vig Tíðindi hjá Íslendingaliðinu Stoke City: Boskamp hættur með Stoke Breiðablik vann Val Breiðablik varð í gær deildabikarmeistari kvenna í fótbolta þegar liðið sigraði Val 2-1 í úrslitum. Erna B. Sigurðardóttir var hetja Blika, en hún skoraði bæði mörk þeirra eftir að Hallbera Guðný Gísladótt- ir hafði komið Valsstúlkum yfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.