Fréttablaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 60
 1. maí 2006 MÁNUDAGUR40 Þó svo að Jóel hafi verið í óða önn að gera sig tilbúinn fyrir tón- leika á Stúdentakjallaranum gaf hann sér tíma til að lýsa drauma- húsinu. „Það sem fyrst kemur upp í hugann er ekki húsið sjálft,“ segir Jóel, „heldur andlitin á þeim sem í því búa.“ Þarna á Jóel við konu sína og strákana sína tvo. „Það er eiginlega draumahúsið mitt, sama hvernig það lítur út svo lengi sem þau eru í því.“ Það eru þó ýmis atriði sem húsið mætti prýða, fyrst á annað borð allt er leyfilegt. „Ég vil búa í húsi með sögu, hvort sem sú saga er ný eða gömul. Ég er líka orðinn háður því að sjá til sjávar, en húsið sem ég bý í núna er við sjóinn, og ég vildi halda því útsýni.“ Vistarverurnar þyrftu ekki að vera stórar, bara þannig að rúmt væri um alla. Umhverfis húsið væri gróinn garður en Jóel vill als ekki hafa hann stóran. „Þar sem ég bý núna er risastór garður og það er martröð að slá hann,“ segir Jóel og hlær. Síðustu íbúð sína keypti Jóel vegna bílskúrsins. Ekki vegna þess að hann vildi eiga bílnum sínum samastað, heldur vegna þess að þar setti hann upp stúdíó. „Það er ekki hitamál lengur þar sem ég er kominn með aðstöðu annars staðar,“ segir Jóel. „Nú geymi ég græjurnar mínar úti í Örfirisey og þarf því ekki pláss fyrir þær heima.“ DRAUMAHÚSIÐ MITT: JÓEL KRISTINN PÁLSSON TÓNLISTARMAÐUR Íbúarnir skipta öllu máli JÓEL PÁLSSON SEGIR AÐ ÞEIR SEM BÚI Í HÚSINU GERI ÞAÐ AÐ DRAUMAHÚSI. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bæjarráð Kópavogs vill kaupa upp hesthúsin í Glaðheimum. Meirihluti bæjarráðs Kópvogs hefur ákveðið að óska eftir við- ræðum við eigendur hesthúsa og lóða á svæði hestamannafélagsins Gusts um kaup á eignum þeirra. Verðið sem bærinn býður er 291.000 krónur á fermetra, sam- tals rúmlega einn milljarður króna. Gert er ráð fyrir að önnur hesthús á svæðinu í eigu félags- manna Gusts verði keypt á mun lægra fermetraverði á næstunni. Bæjarstjórinn í Kópavogi, Gunnar I. Birgisson, þurfti að víkja af fundi ráðsins þar sem hann á eitt af hesthúsunum á svæðinu en hann kom þó að undirbúningi málsins. Ásókn í lóð- ir Gusts Glaðheimar eru svæði Gusts. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 17/3- 23/3 190 24/3- 30/3 214 31/3- 6/4 207 7/4- 13/4 114 14/4- 20/4 93 21/4- 27/4 169 ������������ �������������� �������������� ������� ���������� ���� Álftanesskóli hefur verið starfræktur frá árinu 1978. Hann tók við af Bjarna- staðaskóla frá 1889 til 1978, sem var til húsa á Bjarnastöðum sem nú hýsa skrifstofur sveitarstjórnar Álftaness. Skólinn hefur vaxið jafnt og þétt á síð- ustu árum og 1998 varð hann einsetinn. Skólinn verður heildstæður grunn- skóli á næsta ári þar sem nemendur í 1. til 10. bekk nema listina að lifa og læra. Þessi þróun hefur verið hæg en örugg en lengi vel var skólinn einungis barnaskóli með 1. til 7. bekk. Nemendur í dag eru 375 en á næsta ári verða þeir 450 þegar 10. bekkur bætist við. Árið 2009 er áætlað að nemendur verði 600. Álftanesskóli er byggður í 9 áföngum en þann fyrsta teiknaði Ferdínand Alfreðsson. Skólastjóri Álftanesskóla, Sveinbjörn Markús Njálsson, segir skólann eins og ungling sem vaxi hratt upp úr fötunum sínum. Þetta stendur til bóta því nú er verið að ljúka við þarfagreiningu á síðasta áfanganum, stórri nýrri viðbyggingu. Um hana sjá Gláma Kím arkitektar. ÁLFTANESSKÓLI FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.