Fréttablaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 70
[ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Ég ætla ekki að byrja þennan plötudóm á því að segja hversu miklum framförum hljómsveitin Mammút hefur tekið síðan hún vann Múskítilraunir árið 2004 og að gaman sé hversu tónlistarlega þroskaðir þessir ungu krakkar séu. Verð reyndar að viðurkenna að þetta er satt en meðlimir Mammúts eiga betra skilið en að láta dæma sig út frá því hversu gamlir þeir eru. Þvert á móti ber að dæma þessa plötu út frá gæðum hennar, alveg óháð því hversu seint á síðustu öld með- limir hljómsveitarinnar fædd- ust. Hér er nefnilega á ferðinni afar frambærilegur frumburður sem ber að gefa gaum. Mammút hefur reyndar fyrir nokkru skap- að sér sess sem kraftmikil tón- leikasveit en eins og oft vill verða nær sá kraftur ekki að skila sér 100 prósent inn á sjálft plastið. Reyndar er auðskiljanlegt að þegar komið er í upptökuverið verði tónlistin mun áferðar- hreinni og hráleikinn minnki örlítið. Hinn hrái gítarhljómur sem einkennir hljómsveitina að miklu leyti er þó vel til staðar, til dæmis í lögum á borð við Gítar- lagið og Ekki sofna núna, sem eru hreinræktaðir gítarrokkslagarar af bestu gerð. Að finna rétta hljóminn er hins vegar nokkuð sem kemur með frekari hljóðver- svinnu. Annað sterkt einkenni plöt- unnar og hljómsveitarinnar sjálfrar er sérstæður söngur Katrínar Mogensen og dulrænir textar hennar. Oftast vill fólk í fyrstu meina að söngur hennar sé of líkur Björk eða jafnvel Beth Gibbons úr Portishead en ef henni er gefið örlítið tækifæri kemst maður að því að söngur Katrínar er algjörlega sér á báti. Ekki má heldur gleyma þætti Guðrúnar Ísaksdóttur sem plokk- ar bassann af þvílíkri festu að hún er orðin einn af allra svölustu og þéttustu bassaleikurum lands- ins. Hlustið bara á lagið Mosa- vaxin börn og fáið töffarahroll. Í raun er sveitin öll afar vel spil- andi. Platan rennur öll vel í gegn en á sína hápunkta og lágpunkta. Lagið Átvagl nær sem dæmi ekki að hrífa mig og Þorkell nær aldrei neinum sérstökum hæðum, fyrir utan frábæra kúabjöllu í hluta lagsins. Í lögunum Ekki sofna núna, Þeir reyna, Mosavaxin börn og reyndar fleirum sýnir Mammút að miðlífsaldarfíllinn er langt frá því að deyja út. Þvert á móti á Mammút eftir að halda áfram að þróast og þéttast. Frum- burðurinn er nokkuð sem Mamm- út-liðar geta verið afar stoltir af en í hljómsveitinni býr meira. Tilhlökkun fyrir næstu plötu er því mikil en á meðan mun þessi plata halda mér við efnið. Steinþór Helgi Arnsteinsson Fantafínn frumburður Seattle-rokksveitin goðsagna- kennda Pearl Jam sendir frá sér sína áttundu hljóðversplötu þriðju- daginn 2. maí. Er platan samnefnd sveitinni og hefur þegar fengið frábæra dóma bæði í Rolling Stone og Kerrang. Þetta er fyrsta plata Pearl Jam í fjögur ár, eða síðan Riot Act kom úr árið 2002. Fyrsta smáskífulag- ið, World Wide Suicide, hefur fengið góðar viðtökur á útvarps- stöðvum víða um heim. Nýja platan er jafnframt sú fyrsta hjá nýju útgáfufyrirtæki, J Records. Upptökustjórn var í höndum Adams Kasper og Pearl Jam, en Kasper og Pearl Jam sáu einnig um upptökustjórn á Riot Act. Pearl Jam hefur selt yfir sextíu milljónir eintaka af plötum sínum frá því hljómsveitin sló í gegn með plötunni Ten árið 1991. Pearl Jam hefur sent frá sér sjö hljóðversplöt- ur, tvær tónleikaplötur, eina tvö- falda b-hliða plötu og eina tvöfalda safnplötu, auk þess sem sveitin gaf út hátt í áttatíu plötur sem inni- héldu upptökur af tónleikum. Pearl Jam fer í tónleikaferð um heiminn til að fylgja plötunni eftir og byrjar í Bandaríkjunum. Í haust munu sveitin síðan heim- sækja Evrópubúa í fyrsta skipti í sex ár. Er það sjálfsagt mörgum í fersku minni þegar hún tróð upp á Hróarskeldu árið 2000, þar sem sá hroðalegi atburður átti sér stað að nokkrir tónleikagestir tróðust undir í múgæsingnum uppi við sviðið og létu lífið. ■ Áttunda plata Pearl Jam fær góða dóma PEARL JAM Rokksveitin Pearl Jam er að gefa út sína áttundu hljóðversplötu. Örfáir miðar eru eftir í A-svæði á tónleika Rogers Waters, fyrrum for- sprakka Pink Floyd, í Egilshöll hinn 12. júní. Einvalalið hljóðfæraleikara verð- ur með Waters á tónleikunum. Flest- ir voru þeir með honum á hinni margrómuðu tónleikaferð In the Flesh fyrir nokkrum árum. Vegna þess hve vel hefur gengið á tónleikaferðinni um Evrópu hefur Waters ákveðið að ferðast um Bandaríkin í haust með Dark Side of the Moon. Þess má geta að sú plata hefur verið í sex vikur samfleytt á lista yfir tuttugu vinsælustu plötur Íslands. Miðasalan fer fram á midi.is, í verslunum Skífunnar í Reykjavík og í BT á Akureyri og Selfossi. Miða- verð er 8.900 kr. á svæði A og 7.900 kr. á svæði B, auk miðagjalds. ■ Miðar seljast ákaflega vel ROGER WATERS Fyrrverandi forsprakki Pink Floyd er á leiðinni til Íslands í júní. Fyrirsæturnar Milla Jovovich og Carmen Hawk hafa leitt saman hesta sína og hanna nú föt undir heitinu Jovovich-Hawk. Efstu hæð á Harvey Nichols var breytt í sal í anda Studio 54 til þess að bjóða tískulínuna velkomna og ómaði þar tónlist frá Diönu Ross, Bee Gees, Gloriu Gaynor og Donnu Summer. Tískulína stúlknanna þykir ein sú heitasta í New York þessa dagana. „Þetta er svo yfirþyrmandi, það er ótrúlegt að vera hérna og sjá fólk mæta í fötum frá okkur!“ sagði Milla hlæjandi. „Við þurfum nánast að klípa okkur þegar við sjáum fólk í fötun- um okkar því þetta er eins og draumur,“ sagði Carmen. „Við erum svo sem vanar því að sjá hvor aðra í okkar hönnun, en allt þetta fallega fólk, þetta er ótrúlegt. Ég trúi því varla að fyrir aðeins tveim- ur árum vorum við að sauma föt í svefnherberginu mínu og núna erum við í Harvey Nichols í Lond- on!“ sagði Milla. Í veislunni klædd- ust stúlkurnar báðar sýnishornum úr næstu sumarlínu sinni. ■ Fyrirsætur hanna föt MILLA JOVOVICH Hún hefur hannað eigin línu ásamt vinkonu sinni Carmen Hawk og hanna þær undir nafninu Jovovich-Hawk. MAMMÚT MAMMÚT Niðurstaða: Fyrsta plata Mammúts hefur að geyma fjölmörg ljúfsár en kraftmikil gítar- rokklög og með frekari hljóðversvinnu getur hljómsveitin aðeins orðið enn betri. SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu INSIDE MAN kl. 8 og 10.25 B.I. 16 ÁRA RAUÐHETTA M/ÍSL. TALI kl. 4 og 6 ÍSÖLD 2 M/ÍSL. TALI kl. 6 ICE AGE 2 M/ENSKU TALI kl. 8 THE HILLS HAVE EYES kl. 10 B.I. 16 ÁRA RAUÐHETTA M/ENSKU TALI kl. 3, 6, 8 og 10 RAUÐHETTA M/ÍSLENSKU TALI kl. 3 og 6 PRIME kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 THE HILLS HAVE EYES kl. 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA ICE AGE 2 M/ENSKU TALI kl. 3, 6 og 10 WHEN A STRANGER CALLS kl. 8 B.I. 16 ÁRA RAUÐHETTA M/ENSKU TALI kl. 2, 4, 6, 8 og 10 RAUÐHETTA M/ÍSLENSKU TALI kl. 2, 4 og 6 PRIME kl. 8 og 10.30 SÝND Í LÚXUS kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 THE HILLS HAVE EYES kl. 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA WHEN A STRANGER CALLS kl. 10 B.I. 16 ÁRA ICE AGE 2 M/ENSKU TALI kl. 2, 4, 6 og 8 ÍSÖLD 2 M/ÍSLENSKU TALI kl. 2, 4 og 6 ÓHUGNANLEGASTA MYND ÁRSINS! FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA HVAÐ SEM ÞÚ GERIR, EKKI SVARA Í SÍMANN! SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI STÆRSTA MYND Á RSINS 44.000 MANNS! - VJV, Topp5.is - HJ MBL - JÞP Blaðið STRANGLEGA BÖNN UÐ INNAN 16 ÁRA DYRAVERÐIR VIÐ SALINN! - Ó.Ö.H. - DV - SV - MBL - LIB. - TOPP5.IS EIN FYNDNASTA MYND ÁRSINS SEM ENGIN MÁ MISSA AF! SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Birgitta Haukdal fer á kostum sem Rauðhetta í íslensku talsetningunni „Ég var ónýtur eftir myndina. Hún var svo fyndin“ - Svali á FM957 „Rauðhetta á sterum“ H.Þ.H. - Bio.is Mannbætandi og þrælfyndin rómantísk gamanmynd með Uma Thurman og Meryl Streep í fantaformi! THE HILLS HAVE EYES Mögnuð endurgerð af Wes Craven klassíkinni frá 1977
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.