Fréttablaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 71
[KVIKMYNDIR]
UMFJÖLLUN
Scary Movie var ekki góð mynd,
Scary Movie 2 var verri, Scary
Movie 3 var leiðinlegri en hinar
tvær til samans og Scary Movie 4
er sú allra versta. Það er fátt jafn
dapurlegt og ófyndnar gaman-
myndir og Scary Movie 4 er svo
ófyndin að það er beinlínis átakan-
legt.
Það sem er fúlast við þessar
Scary Movie myndir er að þær
gætu alveg verið fyndnar enda
ætti það ekki að vera mikið mál að
snúa upp á myndir eins og Saw,
The Grudge, The Village og War
of the Worlds eins og reynt er að
gera hér. Andleysi handritshöf-
undanna er bara svo yfirþyrmandi
og skopskynið á svo lágu plani að
grunnhugmyndin að baki mynd-
inni er andvana fædd. Hér gengur
leikurinn aðallega út á það að end-
urskapa atriði úr áður nefndum
myndum og snúa þeim svo upp í
máttlausa fimmaurabrandara.
Ég leyfði mér fyrirfram að
gera mér ákveðnar vonir um
Scary Movie 4 þar sem þær mynd-
ir sem hér eru teknar fyrir liggja
vel við höggi. Vonbrigðin eru þeim
mun meiri og ég skil ekki hvað
hefur komið fyrir leikstjórann
David Zucker sem á að baki frá-
bærar gamanmyndir eins og Air-
plane!, Top Secret! og Naked Gun
sem allar byggja á sömu formúl-
unni og Scary Movie myndirnar.
Zucker er greinilega heillum horf-
inn og eftir Scary Movie 3 og 4 er
deginum ljósara að það er tíma-
bært fyrir hann að setjast í helgan
stein. Scary Movie hefur hins
vegar illu heilli slegið í gegn í
Bandaríkjunum, fór rakleiðis á
toppinn eftir frumsýningu og við
megum því eiga von á enn fleiri
Scary Movie myndum. Vinsældir
myndarinnar bera andlegum
þroska bandarískra bíógesta sorg-
legt vitni og gefa manni í raun
fullt tilefni til þess að missa svefn
af áhyggjum af hnignun heil-
brigðrar skynsemi og skopskyns í
heiminum. Sé þetta það sem koma
skal verða gamanmyndir af þessu
tagi hryllilegri en hrollvekjurnar
sem þeim er ætlað að snúa upp á.
Söguþráð myndarinnar er
óþarfi að rekja enda er það ekki
hægt en meginstefum og atriðum
úr Saw, The Grudge, The Village,
War of the Worlds, Brokeback
Mountain og einhverju smálegu til
viðbótar er hrært saman í sam-
hengislausan graut sem væri svo
sem allt í lagi ef þessi ósköp væru
fyndin. Þegar bestu sprettirnir
eru teknir getur maður rétt bros-
að út í annað en þess á milli mænir
maður á klukkuna og bíður þess að
eyðimerkurgöngunni ljúki.
Þórarinn Þórarinsson
Ekki meir, ekki meir!
SCARY MOVIE 4
LEIKSTJÓRI: DAVID ZUCKER
AÐALHLUTVERK: ANNA FARIS, CRAIG
BIERKO.
Niðurstaða: Scary Movie myndirnar eru því
miður orðnar fjórar og þessi nýjasta er sú
versta. Scary Movie 4 er átakanlega ófyndin
gamanmynd. Þegar best lætur er hægt að
brosa út í annað en þar fyrir utan eru leiðindin
allsráðandi.
Sýning bandaríska ball-
etthópsins James Sewell
verður haldin í Asturbæ
laugardaginn 6. maí. Freyr
Bjarnason ræddi við for-
sprakkann sjálfan og spurði
hann nánar út í þennan
óvenjulega hóp.
Allt frá stofnun hefur balletthópur
James Sewell reynt að fara ótroðn-
ar slóðir, sýna frumlega dansa sem
storka tæknilegum takmörkum
ballettsins, skemmta og hreyfa við
áhorfendum. Ballettinn telst vera
sá eini í heiminum sem getur stát-
að af því að á sýningum hans er
algengt að áhorfendur bæði skelli-
hlæji og felli tár.
Reynt á líkamlega getu
Hér eru ekki á ferðinni neinir
venjulegir listamenn. Hver einasti
meðlimur er framúrskarandi dans-
ari á heimsmælikvarða, sérvalinn
með það fyrir augum að sýna verk
sem eru bókstaflega til þess gerð
að reyna á líkamlega getu dansar-
anna og finna endimörk mannlegr-
ar getu á sviðinu. Dansverkin eru
einstaklega hugmyndarík og
blanda saman klassískum dansi og
nútímadansi, auk þess að fanga
myndlist og rúmfræði í sporunum.
Tæknileg snilldin er blönduð sér-
visku og kímni og útkoman er list
sem á engan sinn líka í heiminum.
Flokkurinn hefur hlotið ótal
alþjóðlegar viðurkenningar fyrir
mikilvægt og frumlegt framlag til
nútímaballetts, er eftirsóttur til
sýninga um allan heim, kemur oft
fram á óhefðbundnum sýningar-
stöðum og er gríðarlega vinsæll til
samstarfs hjá öðrum
alþjóðlegum lista-
mönnum, ekki síst úr
tónlistargeiranum. Það
að flokkurinn skuli
hafa fengist til að sýna
hérlendis er mikill
fengur fyrir íslenskt
listalíf.
Dansað með vélsög
„Ég hlakka mikið til að
koma til Íslands í
fyrsta sinn og allir
segja að það sé mjög
gaman að vera þar,“ segir
James Sewell.
Hann segir að ball-
ettsýningin sé alls
ekki hefðbundin.
„Þegar fólk hugsar
um ballett halda flestir að um
formlegan ballett sé að ræða en við
við erum ekki þannig. Við dönsum
til dæmis við alls konar kvik-
myndatónlist sem fólk ætti að
þekkja og líka ýmiss konar djass-
tónlist. Við erum með atriði
sem nefnist Guy in the
Water þar sem fólk dansar
með verkfæri. Ein ball-
erínan sem í atriðinu er í
keppni hjá byggingavöru-
fyrirtæki dansar með vél-
sög og það er nokkuð sem
fólk hefur ekki séð áður,“
segir James og játar að
það atriði sé örlítið
hættulegt. „Við fundum
samt leið til að gæta fyllsta
öryggis. Síðan notum við
líka rafmagnssnúr-
una og gerum ýmis-
legt skemmtilegt
með hana.“
James Sewell-
ballettinn var stofn-
aður í New York árið 1990 en flutt-
ist til Minneapolis þremur árum
síðar, þar sem hann hefur bæki-
stöðvar sínar enn þann dag í dag.
Sewell segir að ballettsýningin hafi
notið vaxandi vinsælda í gegnum
árin. Þrátt fyrir það hafi hann
aldrei viljað fjölga í hópnum, sem
samanstendur af níu dönsurum.
Vill hann halda fyrirtækinu frekar
smáu og veitir eiginkona hans
honum dygga aðstoð við að halda
batteríinu gangandi. Sewell játar
að markmið hans sé að kynna dans
fyrir fleira fólki og minnka for-
dóma í garð þessarar listgreinar.
„Fólk hugsar oftast fyrst og
fremst um sögulega ballettinn en
áttar sig ekki á því að ballett er
nútíma listform sem er auðvelt að
færa til almennings,“ segir hann
og lofar skemmtilegri sýningu
fyrir Íslendinga.
Danshópurinn mun dvelja hér á
landi í eina viku en eftir það er för-
inni heitið aftur heim til Minnea-
polis þar sem við tekur langþráð
frí.
Örfáir miðar eru eftir á sýning-
una og eru þeir seldir á midi.is, í
verslunum Skífunnar í Reykjavík,
BT á Akureyri og Selfossi og event.
is. Miðaverð er 2.900 og 3.900 auk
miðagjalds. ■
Enginn venjulegur dansflokkur
JAMES SEWELL Forsprakki dansflokksins er mjög spenntur fyrir förinni til Íslands.
MEÐ VÉLSÖG
Ein ballerínan dansar um
með vélsög, sem hlýtur að
teljast harla óvenjulegt.
Stórsukkarinn og gítarleikari Roll-
ing Stones, Keith Richards, slas-
aðist í fríi á Fídjieyjum. Sam-
kvæmt yfirlýsingu frá talsmanni
Rolling Stones fékk Richards
heilahristing og var fluttur á spít-
ala til vonar og vara en meiðslin
reyndust ekki alvarleg. Sam-
kvæmt fréttum blaðanna í Eyja-
álfu er talið að hinn 62 ára gamli
Richards hafi verið að klifra í tré
en skrikað fótur með þessum
afleiðingum. Talsmaður hljóm-
sveitarinnar vildi ekki staðfesta
að Richards hefði verið að príla.
Richards datt niður
ROLLING STONES Gítarleikarinn Keith
Richards slasaðist á höfði í fríi á Fídjieyjum
skömmu eftir tónleika hljómsveitarinnar á
Nýja-Sjálandi.