Fréttablaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 66
1. maí 2006 MÁNUDAGUR
Listasafn Íslands fyrirhugar sýningu á
næsta ári á verkum listmálarans
Ásgríms Jónssonar (1876-1958).
Vegna undirbúnings sýningarinnar óskar
safnið eftir upplýsingum um listaverk eftir
listamanninn, sem til eru í einkaeigu.
Eigendur listaverka eru beðnir um að hafa
samband við Þóru Sigurbjörnsdóttur,
í síma 515-9606 eða með tölvupósti til
bokasafn@listasafn.is
LISTAVERK Í EINKAEIGU
VIÐTALIÐ
eftir Lailu Margréti
Arnþórsdóttur og
Margréti Pétursdóttur
laugardagur 6. maí
allra síðasta sýning
Kl. 13.30
Kröfuganga ASÍ fer frá Hlemmi en
Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðra-
sveitin Svanur leika fyrir göngu.
Gengið verður niður Laugaveg,
Bankastræti, Austurstræti og inn
á Ingólfstorg. Útifundur hefst á
Ingólfstorgi kl. 14.10.
> Ekki missa af...
Myndlistarsýningu Snorra
Ásmundssonar, Orkuflámar, á
Næsta bar í Ingólfsstræti.
Leikritinu Fullkomið brúðkaup
sem flakkar tímabundið frá
Leikfélagi Akureyrar á svið Borg-
arleikhússins í tilefni af Hláturtíð
Leikfélags Reykjavíkur.
Aukasýningum á einleiknum Ég
er mín eigin kona í Iðnó. Örfáar
aukasýningar verða í maímán-
uði.
Óperukór Hafnarfjarðar mun
fagna söngafmæli kórstjóra síns,
Elínar Óskar Óskarsdóttur, með
tilþrifum um næstu helgi. Elín
Ósk stofnaði kórinn árið 2000 en
hann telur nú um sjötíu kórfélaga
sem munu hylla stýru sína á tut-
tugu ára söngafmæli hennar með
fjölbreyttum tónleikum.
Elín Ósk er ein ástsælasta
söngkona landsins og á tónleikun-
um á laugardaginn kemur hún
fram ásamt fleiri góðum gestum
en félagar úr Karlakórnum
Stefni, og einsöngvararnir Berg-
þór Pálsson, Jóhann Friðgeir
Valdimarsson, Kjartan Ólafsson
og Þorgeir J. Andrésson munu
syngja ásamt henni og kórnum.
Kynnir verður Jóhann Sigurðar-
son leikari en stjórnandi Kurt
Kopecky.
Eins og nafnið gefur til kynna
hefur kórinn nær eingöngu flutt
óperu- og óperettutónlist eftir hin
ýmsu tónskáld og á dagskrá tón-
leikanna verða til að mynda fluttir
valdir hlutar út óperum Verdis,
Tosca og Il Trovatore, Þrymskviðu
og Galdra-Lofti eftir Jón Ásgeirs-
son og Perluköfurunum eftir
Bizet.
Tónleikarnir fara fram í Lang-
holtskirkju kl. 16 laugardaginn 6.
maí og verða miðar seldir við inn-
ganginn. - khh
Óskatónar og afmæliskveðjur
ÓPERUKÓR HAFNARFJARÐAR Á TÓNLEIKUM Í BÚLGARÍU Fjölbreytt efnisskrá verður á afmælistónleikum Elínar Óskar Óskarsdóttur um helgina.
!
menning@frettabladid.is