Fréttablaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 73
MÁNUDAGUR 1. maí 2006 33 FÓTBOLTI Alan Curbishley, fráfar- andi knattspyrnustjóri Charlton, segir að ákvörðun sín um að hætta með liðið eftir núverandi tímabil hafi ekkert með mögu- leika hans á að verða næsti lands- liðsþjálfari Englands að gera. Curbishley segir að ákvörðunin hafi verið tekin með hagsmuni Charlton að leiðarljósi ofar öllu öðru. „Mér finnst vera kominn tími á breytingar, bæði fyrir Charlton og mig. Ég fer frá félaginu í algjöru bróðerni og óska Charl- ton alls hins besta,“ sagði Curbishley og bætti því við að hann hafi aldrei talið sjálfan sig vera líklegan til að verða lands- liðsþjálfari. „Ég held að ég hafi aldrei verið á óskalista FA,“ sagði Curbishley. Hann býst ekki við því að stjórna liði á næstu leiktíð, en hann hefur verið sterklega orðaður við Newcastle. „Ég held að ég taki mér pásu næsta árið. Ég þarf á smá frið að halda,“ sagði hann. - vig Alan Curbishley: Ætlar að taka sér pásu ALAN CURBISHLEY Er kominn með nóg af fótbolta í bili. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Wayne Rooney verður frá keppni í að minnsta kosti sex vikur eftir að hafa brotið bein í fæti í leik Manchester United og Chel- sea á laugardag. Rooney lenti í samstuði við Paulo Ferreira en meiðslin þýða að þátttaka hans með enska landsliðinu á HM í sumar er í mikilli óvissu. „Ég get ekki annað en vonað að brotið sé smávægilegt og að hann verði fljótur að ná sér. Við þurfum á öllum okkar mikilvægustu leik- mönnum að halda,“ sagði lands- liðsþjálfarinn Sven-Göran Eriks- son í gær. Fyrsti leikur Englands í keppninni er eftir nákvæmlega sex vikur, gegn Paraguay hinn 10. júní, og hafa nokkrir orðið til þess að afskrifa möguleika Englands á HM verði liðið án krafta Rooneys. „Það yrði skelfilegt ef enska landsliðið yrði án hans á HM. Hann er dáður af öllum í landinu og er okkar helsta stjarna. Ég held að við getum ekki unnið keppnina án Rooneys,“ segir Steven Gerr- ard, fyrirliði Liverpool, sem fékk einmitt að kynnast því hvernig það er að missa af heimsmeistara- keppni árið 2002 þegar hann varð að sitja heima vegna nárameiðsla. „Ég krosslegg fingur og vona að hann sleppi við það sem ég þurfti að ganga í gegnum. Það er martröð að þurfa að sitja heima og horfa á HM heima úr stofunni. Vonandi nær hann sér fljótt,“ útskýrði Gerrard. „Án hans tel ég að England fari úr því að vera mögulegur sigur- vegari keppninnar í miðlungslið,“ sagði Bobby Robson, fyrrum landsliðsþjálfari, í samtali við BBC. „Það er ekki hægt að leysa hann af. Það er enginn leikmaður eins og Rooney í Evrópu og í keppni eins og HM eru það ein- staklingar sem skera sigurliðið frá öðrum,“ sagði Robson. Um eins konar ristarbrot er að ræða hjá Rooney og segir í til- kynningu frá Manchester United að það sé fjórða ristarbeinið sem hafi brotnað. Í átta liða úrslitum EM árið 2004 braut Rooney fimmta ristarbeinið á sama fæti og var þá sagður þurfa sex vikur í endur- hæfingu. Það liðu hins vegar tíu vikur þar til hann spilaði á ný. „Ef hann getur spilað eftir sex vikur á hann að vera með á HM en ef hann má byrja að æfa eftir sex vikur hefur hann ekkert að gera í hópn- um,“ sagði Robson við BBC. - vig England getur ekki unnið HM án Wayne Rooney Steven Gerrard segir að enska landsliðið geti með engu móti verið án Wayne Rooney á HM í sumar. Framherjinn magnaði braut bein í fæti í leik Man. Utd. og Chelsea og verður frá í sex vikur hið minnsta, en HM hefst eftir fjörutíu daga. WAYNE ROONEY Nánast grét þegar hann var borinn af velli í leiknum gegn Chelsea á laugar- dag, enda er mjög líklegt að hann missi af HM vegna fótbrotsins. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES ÍSHOKKÍ Íslenska landsliðið í íshokkí gjörsigraði Tyrki 9-0 í lokaleik 3. deildarinnar í HM landsliða á laugardagskvöld en leikurinn fór fram á skauta- svellinu í Laugardal. Fyrir leikinn höfðu bæði liðin tryggt sér sæti í 2. deild keppn- innar en leikurinn gegn Tyrkjum var hreinn úrslitaleikur um hvor þjóðanna myndi hafna í efsta sæti riðilsins. Íslendingar unnu alla leiki sína á mótinu, alls fjóra talsins, og hlutu átta stig en Tyrkir komu í 2. sæti með fimm stig. Íslenska liðið byrjaði á því að vinna Lúxemborg 5-2 og í öðrum leiknum voru Írar burstaðir 8-0. Ísland sigraði Armeníu naum- lega 5-4 í þriðja leiknum og eins og áður segir voru Tyrkir lagðir sannfærandi að velli í lokaleikn- um. - vig Íslenska landsliðið í íshokkí vann sér sæti í 2. deild heimsmeistarakeppninar: Íslenska liðið vann alla leiki sína Í EFSTA SÆTI Íslenska landsliðið í íshokkí hefur sjaldan verið eins sterkt og átti liðið ekki í neinum vandræðum með að vinna sig upp úr 3. deildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK FÓTBOLTI Enskir knattspyrnuþjálf- arar eru orðnir þreyttir á biðinni eftir því að enska knattspyrnu- sambandið ráði nýjan landsliðs- þjálfara. Forkólfar sambandsins verjast allra frétta af stöðu mála og gefa aðeins upp að 4-6 nöfn komi til greina. Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, er einn af þeim sem hafa verið nefndir en hann segist ekki skilja af hverju verið beðið sé svo lengi með að taka ákvörðun. „Hvað mig varðar get ég ekki sannað mig frekar fyrir knatt- spyrnusambandinu. Staða lands- liðsþjálfara snýst um að ná sem bestum árangri með þá leikmenn sem hægt er að velja og í því felst mesta aðdráttarafl starfsins fyrir mig,“ segir Allardyce, sem er þekktur fyrir að hafa náð frábær- um árangri með Bolton þrátt fyrir að vera með lítinn leikmannahóp. „Á mínum ferli hef ég alltaf getað náð árangri þrátt fyrir að hendur mínar hafi verið bundnar. Það er sá árangur sem hefur komið mér upp á pallborðið hjá enska sambandinu. En ég get ekki gert neitt meira. Árangur minn talar sínu máli og þeir hjá FA verða að taka ákvörðun,“ segir Allardyce, greinilega orðinn þreyttur á því að bíða eftir niður- stöðu. - vig Enskir þjálfarar orðnir þreyttir á biðinni: Ég get ekkert gert til að sanna mig enn frekar SAM ALLARDYCE Vill fá að vita hvort hann verði næsti landsliðsþjálfari. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MAÍ 28 29 30 1 2 3 4 Mánudagur ■ ■ SJÓNVARP  20.30 Ítölsku mörkin á Sýn.  21.00 Ensku mörkin á Sýn.  21.30 Spænsku mörkin á Sýn.  16.05 Enska knattspyrnan á Enska boltanum. Bein útsending frá leik Sunderland og Arsenal.  18.50 Enska knattspyrnan á Enska boltanum. Bein útsending frá leik Man. Utd. og Middlesbrough. Silja Úlfarsdóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR, hljóp 400 metra grindahlaup á 57.29 sekúndum á alþjóðlegu móti sem fram fór á Martinique-eyjunni í Karíbahafinu um helgina. Tíminn dugði Silju til að ná fimmta sæti hlaupsins en sigurvegarinn var Shauna Smith frá Bandaríkjunum sem hljóp á 55.05 sekúndum. Stewart Downing, vængmaðurinn knái hjá Middlesbrough, vonast til þess að góður árangur liðsins í Evrópukeppninni í ár verði til þess að Sven-Göran Eriksson landsliðsþjálfari hafi sig í huga þegar hann velur hópinn sem fer fyrir Englands hönd á HM í sumar. Downing hefur lengi verið inni í myndinni hjá Eriksson og var hann á meðal áhorfenda í leik Middlesbrough og St. Búkarest í síðustu viku. „Hann vill að leikmenn spili í stórum leikjum til að þeir fái reynslu og leikir verða varla mikið stærri en þessi. Ég vona bara að hann hafi tekið eftir mér,“ sagði Downing. Íslendingaliðið Skjern í danska hand-boltanum komst á laugardag í fjög- urra-liða úrslitakeppnina um meistaratit- ilinn þar í landi með því að sigra Álaborg, 26-23, í lokaumferð- inni. Skjern hafnaði í þriðja sæti deildar- innar með 36 stig en GOG varð langefst með 47 stig. Vignir Svavarsson var eini Íslendingurinn sem komst á blað í leiknum og skoraði þrjú mörk. Sturla Ásgeirsson skoraði fimm mörk fyrir Aarhus sem vann Ajax. Hann- es Jón Jónsson var markahæstur hjá Ajax með átta mörk. Þá skoraði Fannar Þorbjörnsson eitt mark fyrir Fredericia sem vann Helsinge 28-22. Steven Gerrard, fyrirliði Liverpoool, segir að sitt æðsta markmið sé að verða enskur meistari með liði sínu. Gerrard, sem var nýlega valinn leikmað- ur ársins af leikmönnum deildarinnar, hefur unnið flesta titla sem í boði eru með Liverpool en aldrei enska deild- armeistaratitilinn. „Það er eini bikarinn sem mig vantar í safnið mitt og mig langar svakalega í hann. En það þýðir ekki að mig langi ekki í aðra titla. Ég er mjög gráðugur í að vinna bikara,“ sagði Gerrard, en Liverpool mætir West Ham í úrslitum bikarsins eftir tvær vikur. ÚR SPORTINU Enska úrvalsdeildin: TOTTENHAM - BOLTON 1-0 1-0 Aaron Lennon (60.). Enska 1. deildin: PRESTON - LEEDS 2-0 Gylfi Einarsson sat allan tímann á varamanna- bekk Leeds. READING - QPR 2-1 Ívar Ingimarsson lék allan leikinn fyrir Reading en Brynjar Gunnarsson lék síðustu fimm mínúturnar. BRIGHTON - STOKE 1-5 BURNLEY - LUTON 1-1 COVENTRY - CARDIFF 3-1 CREWE - MILLWALL 4-2 DERBY COUNTY - SHEFF. WED. 0-2 NORWICH - WOLVES 1-2 PLYMOUTH - IPSWICH 2-1 SHEFFIELD UTD. - CRYSTAL PALACE 1-0 SOUTHAMPTON - LEICESTER 2-0 LOKASTAÐAN: READING 46 31 13 2 99-32 106 SHEFF. UTD. 46 26 12 8 76-46 90 ----------------------------------------------------- WATFORD 46 22 15 9 77-53 81 PRESTON 46 20 20 6 59-30 80 LEEDS 46 21 15 10 57-38 78 C. PALACE 46 21 12 13 67-48 75 ----------------------------------------------------- WOLVES 46 16 19 11 50-42 67 COVENTRY 46 16 15 15 62-65 63 NORWICH 46 18 8 20 56-65 62 LUTON 46 17 10 19 66-67 61 CARDIFF 46 16 12 18 58-59 60 S´AMPTON 46 13 19 14 49-50 58 STOKE 46 17 7 22 54-63 58 PLYMOUTH 46 13 17 16 39-46 56 IPSWICH 46 14 14 18 53-66 56 LEICESTER 46 13 15 18 51-59 54 BURNLEY 46 14 12 20 46-54 54 HULL CITY 46 12 16 18 49-55 52 SHEFF. WED. 46 13 13 20 39-52 52 DERBY 46 10 20 16 53-67 50 QPR 46 12 14 20 50-65 50 CREWE 46 9 15 22 57-86 42 MILLWALL 46 8 16 22 35-62 40 BRIGHTON 46 7 17 22 39-71 38 Ítalska úrvalsdeildin: AC MILAN - LIVORNO 2-0 SIENA - JUVENTUS 0-3 CAGLIARI - PARMA 3-1 CHIEVO - ROMA 4-4 LAZIO - LECCE 1-0 PALERMO - FIORENTINA 1-0 REGGINA - MESSINA 3-0 SAMPDORIA - UDINESE 1-1 TREVISO - ASCOLI 2-2 STAÐA EFSTU LIÐA: JUVENTUS 36 25 10 1 67-23 85 AC MILAN 36 26 4 6 80-28 82 INTER 36 23 5 8 65-27 74 FIORENTINA 36 20 8 8 59-39 68 AS ROMA 36 18 12 6 68-40 66 ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Íslendingaliðið Reading, sem Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson leika með, setti glæsilegt stigamet í 1. deildinni í Englandi með því að sigra QPR á heimavelli í síðasta leik tímabils- ins 2-1. Reading fékk alls 106 stig í ár, einu stigi meira en Sunder- land gerði árið 1999, og fullkomn- aði þannig ótrúlegt tímabil hjá sér. Watford, Leeds, Preston og Crystal Palace munu fara í umspil um sæti í úrvalsdeild en Reading og Sheffield United höfðu þegar tryggt sér sæti í efstu deild. - vig Enska 1. deildin: Reading setti met
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.