Fréttablaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 8
8 1. maí 2006 MÁNUDAGUR Hringdu núna 561 7757 Kíktu á neti› www.das.is + 5 milljónir í skottinu á tvöfaldan miða 6 Hummer H3 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D A S 30 94 4 04 /2 00 6 Bílainnflytjandi 1. útdráttur 9. maí VEISTU SVARIÐ 1 Hvað heitir héraðið í Súdan þar sem stríðsástand ríkir? 2 Hvaða lið varð Íslandsmeistari í handbolta um helgina? 3 Hvað verður Frelsisturninn í New York hár? SVÖRIN ERU Á BLS. 38 EFNAHAGSMÁL Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir að verðtrygging sé mikið hagsmuna- mál fyrir neytendur og því verði kannað hvort brotið sé gegn hags- munum og réttindum neytenda með verðtryggingu lána. Embættið muni svo hugsanlega koma með tillögur til úrbóta. „Það liggur ákveðin vísbend- ing í því að ég hafi valið þetta til aðalskoðunar en ég er ekki kom- inn að neinni niðurstöðu. Ég von- ast til að niðurstaða liggi fyrir fyrir árslok.“ - ghs Talsmaður neytenda: Skoðar verð- trygginguna SKATTAMÁL Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri telur að tímabært sé að endurskoða skipulag skatta- stjórnsýslu á Íslandi, til dæmis þannig að eitt stjórnvald og eitt stjórnsýsluumdæmi fari með skattastjórnsýslu í öllu landinu. Í grein í Tíund segir Indriði að afnám stjórnsýsluumdæma myndi bæta þjónustu skattyfir- valda, tryggja samræmi í skatta- framkvæmd og auka skilvirkni auk þess sem auknir möguleikar yrðu á dreifingu starfseminnar á stofnanir utan suðvesturhorns- ins. - ghs Ríkisskattstjóri: Skattamál verði endurskoðuð ÓSLÓ, AP Víðtæku samráðsferli um aðskilnað ríkis og kirkju var hleypt af stað í Noregi í síðustu viku. Ríkisstjórnin hefur beðið 2.500 aðila, þar með talið alla söfnuði og sveitarfélög Noregs, um að gefa álit sitt á aðskilnaði ríkis og kirkju, og verða umsagnirnar að hafa borist fyrir 1. desember. Stjórnskipuð nefnd um aðskilnað ríkis og kirkju skilaði af sér áliti fyrr á árinu, en hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að láta verða af honum. Skýrsla nefndarinnar liggur til grundvallar samráðsferlinu sem nú er hafið. Verði úr aðskilnaðinum mun hann þó ekki komast í fram- kvæmd fyrr en árið 2014, því tvö þing verða að samþykkja breyt- ingar á stjórnarskrá Noregs svo þær nái fram að ganga. Um 86 prósent Norðmanna tilheyra þjóðkirkjunni. Svipuð tengsl eru milli kirkju og ríkis hér á landi og í Dan- mörku, en í Svíþjóð voru ríki og kirkja aðskilin árið 2000. - smk/aa KJELL MAGNE BONDEVIK Hinn prestmennt- aði þáverandi forsætisráðherra Noregs skip- aði nefndina um aðskilnað ríkis og kirkju. NORDICPHOTOS/AFP Ríki og kirkja í Noregi: Samráðs leitað um aðskilnað SJÁVARÚTVEGUR Sænskir kaupend- ur hafa hug á því að kaupa smá- báta af íslenskum bátaeigendum. Forsvarsmenn Skipamiðlunarinn- ar Bátar og kvóti hafa auglýst eftir fjörutíu til fimmtíu slíkum bátum en þeir munu hafa milli- göngu um kaupin. „Þetta er tækifæri fyrir þá sem eiga báta sem ekki er grundvöllur fyrir að gera lengur út, en það virðist vera til talsvert af kvóta- lausum bátum á Íslandi,“ segir Eggert Skúli Jóhannesson frá Skipamiðluninni. Bátarnir sem sóst er eftir eru plastbátar undir fimmtán tonn- um. - jse Bátakaupendur í Svíþjóð: Áhugi á íslensk- um trillum LYFJAMÁL Lyfjastofnun kannar nú auglýsingar á stinningarlyfjum á heimasíðunni www.36.is, sem gæti leitt til þess að forráðamenn síðunnar verði að fjarlægja þær. Um er að ræða kynningar á stinningarlyfjunum Viagra og Cialis, að sögn Rannveigar Gunnars- dóttur forstjóra Lyfjastofnunar. Á síðunni kemur meðal annars fram að Cialis geti verkað í allt að 36 klukkutíma, en Viagra skemur. „Þegar við sjáum umfjöllun um lyf sem við teljum vera auglýsingar bregðumst við við því,“ segir Rannveig. „Við send- um fyrirspurnir til viðkomandi fyrirtækja. Það þarf að sjálfsögðu að fara að stjórnsýslureglum um meðferð slíkra mála. Þetta mál er í verkferli hjá Lyfjastofnun.“ Upphaf málsins má rekja til heimasíðu með upplýsingum um vandamálið ristruflanir. Lyfja- stofnun gerði ekki athugasemdir við innihald hennar. Forráðamenn síðunnar vildu síðan auglýsa hana í sjónvarpi, en Lyfjastofnun taldi þá að slíkt myndi hvetja til aukinnar lyfjanotkunar, enda um óbeina aug- lýsingu að ræða. Eigandi heimasíð- unnar kærði ákvörðun Lyfjastofn- unar til heilbrigðisráðuneytisins, sem tók kæruna til greina. Heimasíðan www.36.is var aug- lýst í kjölfarið, en Lyfjastofnun hafði ekki verið kunnugt um þá síðu. Stofnunin lítur svo á að þar sé verið að vekja athygli á tilteknum lyfjum. - jss Lyfjastofnun íhugar aðgerðir vegna Viagra og Cialis: Bann á auglýsingu stinningarlyfs STINNINGARLYF Lyfjastofnun telur að verið sé að auglýsa stinningarlyfið Cialis á www.36. is, en það og Viagra eru lyfseðilsskyld. DANMÖRK Frá og með mánudeginum verður sautján almennings- klósettum í Kaupmannahöfn lokað í sparnaðarskyni. Aðeins fjórum salernum í miðbæ borgarinnar verður haldið opnum áfram en þau eru jafn- framt þau einu þar sem starfs- menn eru ávallt á vakt. Munu borgarbúar og ekki síst ferða- menn því enn geta gengið að salernisaðstöðu á Strikinu og í Nýhöfn vísri. Eins verða pissu- skálar sem finna má á stöku stað í borginni einnig opnar áfram. Þetta kom fram vefsíðu Politiken. - ks Danmörk: Núllunum fækkað í Köben BELGÍA, AP Belgíska þingið hefur samþykkt að heimila samkyn- hneigðum pörum að ættleiða börn. Öldungardeildarþingmen kusu um málið með eingöngu eins atkvæðis mun, 34 þingmenn studdu tillöguna, 33 voru á móti og tveir sátu hjá. Áður hafði neðri deild þingsins kosið með 15 atkvæða mun. Belgía er fjórða ríki Evrópu- sambandsins sem heimilar sam- kynhneigðum að ættleiða börn til jafns við gagnkynhneigð pör, en áður hafa Spánn, Holland og Svíþjóð leyft það. - smk Belgíska þingið: Samkynhneigð- ir fá að ættleiða VARNARMÁL Jón Gunnarsson, þing- maður Samfylkingarinnar, gagn- rýnir að varnarmálanefnd utanríkis- ráðuneytisins skuli ekki hafa verið höfð með í ráðum í viðræðum um varnarmál milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda. Jón segir það einkennilegt að nefndin skuli ekki hafa verið virk að undanförnu þar sem góð sam- skipti stjórnvalda landanna tveggja hafi aldrei verið mikilvægari. „Um leið og Bandaríkin opinbera ráðagerðir um að kalla Varnar- liðið frá Íslandi þá er nefndin ekki kölluð saman, en hún hefur um árabil haft samskipti við Varnarliðið. Þetta finnst mér einkennilegt og ekki íslenskum stjórnvöldum til fram- dráttar.“ Varnarmálanefnd er skipuð af utanríkisráðherra á grundvelli varnarsamnings Íslands og Banda- ríkjanna frá 1951. Í svari Geirs H. Haarde utanríkisráðherra við fyrirspurn Jóns Gunnarssonar kom fram að kostnaður við nefndina á árunum 2003, 2004 og 2005 hefði verið tæpar sex milljónir króna. Nefndin fundaði einu sinni á þessu tímabili. Breytingar eru fyrirsjáanlegar á skipan og stöðu varnarmála- nefndarinnar í kjölfar breytinga á vörnum landsins. Eftir viðræður Davíðs Odds- sonar, þáverandi forsætisráðherra, og George W. Bush, forseta Banda- ríkjanna, var brottflutningi á þot- unum frestað en 15. mars á þessu ári tilkynnti Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna, Geir H. Haarde einhliða að Varnarliðið færi af landi brott á þessu ári. Eftir þessi tíðindi hefur varnar- málanefndin ekki haft samskipti við forsvarsmenn Varnarliðsins. Í nefndinni sitja Jón Egill Egilsson, Finnbogi Björnsson, Sigurjón Örn Þórsson, Páll Jóns- son, Jón Norðfjörð og Björgvin Njáll Ingólfsson. Jón Egill er starfs- maður utanríkisráðuneytisins og jafnframt formaður nefndarinnar. Jón Norðfjörð segir gildi varnar- málanefndarinnar hafa minnkað mikið á undanförnum árum en nefndin gegndi fyrst og fremst því hlutverki að hafa samskipti við Varnarliðið um ýmis mál sem komu upp í tengslum við daglegan rekstur og stöðu mála í samskiptum stjórnvalda á milli. „Nefndin sá um hin ýmsu samskipti við Varnarliðið og hafði meðal annars á sinni að könnu að yfirfara verksamninga sem Varnarliðið sóttist eftir. Úr þessari vinnu hefur smám saman dregið á undanförnum árum.“ magnush@frettabladid.is Nefndin ekki með í ráðum Varnarmálanefnd hefur ekki verið kölluð saman síðan Bandaríkjamenn ákváðu að kalla Varnarliðið heim frá Íslandi. Jón Gunnarsson undrast þá ráð- stöfun að hafa nefndina ekki með í ráðum. JÓN GUNNARSSON FRÁ STARFSSVÆÐI VARNARLIÐSINS Þegar er byrjað að undirbúa för Varnarliðsins frá Íslandi en lokanir á ýmissi þjónustu á svæði Varnarliðsins á Miðnesheiði hefjast 1. maí. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.