Fréttablaðið - 01.05.2006, Síða 38

Fréttablaðið - 01.05.2006, Síða 38
 1. maí 2006 MÁNUDAGUR18 Manngerðir útileikvellir eru oft augnayndi með sínum litglöðu tækjum og tilheyrandi lífi. Barnaleikvellir eru staðir sem búa yfir krafti. Þar safnast yngsta kynslóðin saman til að fá klifurgetu og hreyfiþörf sinni svalað í öruggu umhverfi og eiga skemmtilegar stund- ir meðal jafningja og vina. Í sandkössunum eru byggðir hinir glæstustu kastalar og í rólunum komast menn næst því að fljúga. Jafnvægislistin þjálfast í vegasöltunum og erfiðið við að príla uppí rennibrautina er margfalt endur- goldið með hinni tveggja sekúndna salibunu niður. Á leik- völlunum eiga sér stað heimspekilegar umræður og oft reynir á samskiptahæfni einstaklinganna sem þar verja sínum stundum. Að öllu samanlögðu eru leikvellir hin merk- ustu mannvirki og mikils um vert að þeir séu vel úr garði gerðir. Þar sem lífið snýst um leiki Voldug róla sem rennur eftir streng á sjálfu Miklatúni. Litskrúðugur hani sem ljósmyndarinn hitti á einum leikvellinum. Vegasaltið býður uppá spennu fyrir smáfólkið. Boltinn getur sem best fylgt með á völlinn. Fígúrur í fjörugum litum auka á gleði. Það býr margt í þessum ungu kollum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.