Fréttablaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 4
4 1. maí 2006 MÁNUDAGUR GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 28.04.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 74,54 74,9 Sterlingspund 134,75 135,41 Evra 93,51 94,03 Dönsk króna 12,53 12,604 Norsk króna 12,037 12,107 Sænsk króna 10,051 10,109 Japanskt jen 0,6522 0,656 SDR 109,57 110,23 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 129,8152 FÆREYJAR Um helgina voru 6,2 kíló- metra göng formlega opnuð milli Austureyjar og Borðeyjar í Færeyj- um, að því er fram kemur á vefsíðu ganganna, www.tunnil.fo. Veggöng- in, sem eru um hálfum kílómetra lengri en Hvalfjarðargöngin, opna akleið til Klakksvíkur, annars stærsta bæjar Færeyja, og tengja því kjarnahluta Færeyja við Norður- eyjarnar. Færeyingar fögnuðu opnun Norðureyjaganganna með söng, skrúðgöngu og ræðuhaldi í þrjá tíma á laugardag og klukkan 16.30 voru göngin svo opnuð almenningi. - smk Veggöng í Færeyjum: 6,2 km göng formlega opnuð AUSTUREY Nú er búið að opna veggöng frá Austurey til Borðeyjar í Færeyjum. NORDICPHOTOS/AFP VINNUMARKAÐUR Skiptar skoðanir eru um þróunina á vinnumarkaði þegar för verður gefin frjáls hér á landi fyrir íbúa allra aðildarríkja ESB eftir 1. maí. Gylfi Arnbjörns- son, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að um 2.000 atvinnuleyfi hafi verið gefin út á þessu ári til íbúa þessara ríkja. „Ég á ekki von á að það verði nein sérstök breyting. Það er mikil þensla á vinnumarkaði og fyrirtæki eru stöðugt að leita að starfsmönn- um. 2.000 atvinnuleyfi eru mjög mikið og atvinnuleysi er með minnsta móti,“ segir hann. - ghs Framkvæmdastjóri ASÍ: Býst við lítilli breytingu DÓMSMÁL Suður-afrísk kona, Desiree Oberholzer, játaði að hafa átt aðild að morðinu á Gísla Þor- kelssyni, sem var myrtur í Suður- Afríku í júlí árið 2005, við réttar- höld á föstudaginn. Karlmaður sem einnig er ákærður fyrir morð- ið neitar sök. Að sögn konunnar skaut mað- urinn Gísla í hnakkann í bíl eftir að þau höfðu sótt hann á flugvöll- inn í Jóhannesarborg. Fólkið var kunningjar Gísla og telur lögregla að morðið hafi verið framið til að komast yfir fjármuni. Lík Gísla fannst 10. júlí falið í tunnu sem fyllt hafði verið með steypu þannig að aðeins sá í fætur þess. - sdg Morð á Íslending í fyrra: Kona játar sök í morðmáli Ofsaakstur við Hvolsvöll Ökumaður mældist á 153 kílómetra hraða á þjóðveginum við Hvolsvöll á sunnudagsmorgun. Verður hann sviptur ökuréttindum í mánuð. Fjórir aðrir voru teknir á svæðinu á miklum hraða. Bílvelta við Óshlíð Ökumaður velti bíl við Óshlíð á laugardaginn. Valt bíllinn niður fyrir vegkantinn en stöðvaðist stutt frá. Ökumaður var einn í bílnum og slasaðist nánast ekkert. Bíllinn er mikið skemmdur. Vinnuslys á borsvæði Maður mjaðmagrindarbrotnaði á borsvæð- inu í nágrenni við Keili á aðfaranótt sunnudags. Krani í lögn sprakk með þeim afleiðingum að rör skaust í mjöðm mannsins, sem var að vinna við kranann. Var hann fluttur á sjúkrahús í Reykjavík til aðhlynningar. LÖGREGLUFRÉTTIR STJÓRNMÁL „Ef það er til brýnt mál sem má svo auðveldlega hreinsa útaf borðinu svo allir fái varan- lega lausn sinna mála þá er það þetta mál og ég skil sannast sagna ekki af hverju þetta viðgengst ár eftir ár,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylk- ingar og nefndarmaður í heil- brigðis- og tryggingarnefnd. Sú nefnd hefur ítrekað fjallað um mál þeirra öldruðu sjúklinga sem verða að gera sér að góðu að dvelja mánuðum saman á sjúkra- stofnunum í stað þess að njóta mannsæmandi aðbúnaðar á hjúkrunar- eða dvalarheimilum en vandamálið hefur sjaldan verið stærra þó ekki sé það nýtt af nálinni. Ágúst vísar ábyrgð alfarið á stjórnvöld, sem hann segir liggja í dvala vegna þessara mála á kostnað fólks sem eyði ævi- kvöldinu í hræðslu og ein- semd. „Aðgerð- arleysi síðustu ára hefur sýnt að ríkisvaldinu er ekki trey- standi fyrir þess- um málaflokki og vænlegast að mínu viti að færa þessa þjónustu alfarið yfir á sveitarfélögin. Reykjavíkurborg hefur til að mynda tekið frá fjármagn til upp- byggingar íbúða vegna aldraðra sjúklinga en það hefur ekki komist af stað þar sem ríkið dregur lapp- irnar hvað varðar mótframlag.“ Formaður nefndarinnar, Jónína Bjartmarz, Framsóknarflokki, tekur undir með Ágúst Ólafi og segir fátt brýnna í stjórnmálum en að finna varanlega lausn vegna þess fólks sem býr inni á sjúkra- stofnunum. „Slík lausn krefst sam- starfs allra flokka og einnig sam- starfs ríkis og sveitarfélaga. Við höfum í öllum okkar álitum til fjárlaganefndar síðustu ár bent á nauðsyn þess að veita fé í þetta verkefni og að úrbóta sé þörf. Þá erum við ekki aðeins að benda á vanda aldraðra sjúklinga eingöngu heldur einnig yngri sjúklinga sem einnig eiga í fá hús að venda. En svo er það í höndum fjárlaga- nefndar að ákveða í hvað pening- unum er varið.“ Fram hefur komið að tæplega hundrað eldri sjúklingar á Land- spítala - Háskólasjúkrahúsi bíði nú hjúkrunarrýma og hefur for- stjóri þess, Magnús Pétursson, látið hafa eftir sér að ástandið sé óvenju slæmt. Fjörutíu og tveir einstaklingar létust á síðasta ári meðan þeir biðu úrlausnar. Ekki náðist í Siv Friðleifsdótt- ur, heilbrigðis- og tryggingaráð- herra. albert@frettabladid.is Eyða ævikvöldinu í hræðslu og einsemd Heilbrigðis- og trygginganefnd hefur um árabil lagt til úrbætur vegna aldraðra sem dvelja þurfa langdvölum á spítölum þar sem hjúkrunarheimili eru yfirfull. Allt að áttatíu aldraðir sjúklingar á ári verða að gera sér langa spítalavist að góðu. MANNSKEMMANDI BIÐ Tæplega hundrað aldraðir einstaklingar verða að sætta sig við að búa á spítala þessa dagana þar sem ekki er pláss fyrir þá annars staðar. DÓMSMÁL Kona í Hafnarfirði var dæmd til greiðslu fimmtíu þúsunda króna fyrir Héraðsdómi Reykja- ness vegna brota á dýraverndarlög- um en hún var umráðamaður fjög- urra katta sem fundust illa til reika í íbúð hennar. Fundust kettirnir læstir inni á baðherbergi í nóvember síðastliðn- um. Voru þeir vannærðir og skítugir og greinilegt var að ekkert hafði verið um þá hirt um tíma. Er það skýrt brot á lögum um dýravernd og þar sem konan játaði brot sín ský- laust þótti dómara rétt að dæma hana til greiðslu sektar auk rúmlega sextíu þúsund króna greiðslu til lög- manns síns vegna málsins. - aöe ILLA KOMIÐ FRAM VIÐ DÝRIN Fjórir vannærðir og skítugir kettir fundust læstir inni á heimili konu. Myndin tengist ekki umfjöllunarefni greinarinnar. Brot á dýraverndarlög: Læsti kettina inni á baði ÍSRAEL, AP Ísraelska þingið sam- þykkti í gær að láta byggja bráða- birgðavarnarmúr umhverfis Jerús- alem og tengja hann varnarmúr sem Ísraelsmenn hófust handa við að byggja fyrir fjórum árum síðan umhverfis hernumdu svæðin á Vesturbakkanum. Ákvörðunin var liður í áætlun sitjandi forsætisráð- herra, Ehud Olmert, um að setja endanleg landamæri Ísraels sem allra fyrst, burtséð frá skoðunum Palestínumanna á rétt þeirra til landsins. Palestínubúar gagnrýndu ákvörðunina og sögðu Ísraela vera að koma fram vilja sínum á umdeildu landsvæði sem Ísrael her- tók árið 1967. Ísraelar segja Jerús- alem vera höfuðborg sína, en Pal- estínumenn vilja gera austurhluta hennar, þar sem íbúar eru aðallega arabar, að höfuðborg framtíðarríkis síns. Að sögn ráðamanna í Ísrael er tilgangurinn með múrnum að koma í veg fyrir að öfgasinnaðir Palest- ínubúar með sprengjur innanklæða komist inn í borgina. Olmert sagði að múrinn yrði jafnframt tekinn til grundvallar þegar endanleg landa- mæri Ísraels yrðu ákveðin. Bygg- ingu múrsins, sem verður 760 kíló- metra langur, mun ljúka fyrir lok ársins, að sögn Olmerts. Mannrétt- indasamtök segja að múrinn muni trufla líf þúsunda Palestínumanna sem búa utan borgarmarkanna en starfa eða stunda nám innan þeirra. - smk Ísraelska þingið tekur umdeilda ákvörðun: Varnarmúr um Jerúsalem VARNARMÚR Ísraelska þingið ákvað í gær að ljúka byggingu varnarmúrs umhverfis Jerúsalem, en Palestínumenn segja hluta borgarinnar tilheyra sér. FRÉTTABLAÐIÐ/AP JÓNÍNA BJARTMARZ ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.