Fréttablaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 74
 1. maí 2006 MÁNUDAGUR34 HANDBOLTI Erlendur Ísfeld skrif- aði í gær undir samning við hand- knattleiksdeild ÍR um að þjálf- ara meistaraflokk félagsins næstu þrjú árin. Erlendur tekur við af þeim Finnboga Grétari Sigurbjörnssyni og Júlíusi Jón- assyni, sem þjálfað hafa hjá ÍR undanfarin fimm ár, en að sögn Hólmgeirs Einarssonar hjá hand- knattleiksdeild ÍR höfðu þeir tví- menningar ákveðið að láta af störfum eftir þetta tímabil. ÍR-ingar munu spila í úrvals- deild karla á næstu leiktíð eftir frækinn sigur á Valsmönnum í síðustu umferð DHL-deildarinn- ar á laugardag og í fréttatil- kynningu frá ÍR eru þeim Finn- boga og Júlíusi þökkuð frábær störf og þá sérstaklega að hafa tryggt liðinu sæti í efstu deild að ári. Erlendur Ísfeld hefur þjálfað yngri flokka hjá ÍR í hartnær tut- tugu ár og gjörþekkir innviði félagsins en hann var einnig þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar fyrir tveimur árum og náði þar mjög góðum árangri. - vig Finnbogi Sigurbjörnsson og Júlíus Jónasson eru hættir: Erlendur tekur við ÍR Meistaradeildin í handbolta: CIUDAD REAL - PORTLAND S.A. (21-11) 37-28 Mörk Ciudad: Ólafur Stefánsson 7/2, Rolando Urios 7, Siarhei Rutenka 6, Mirza Dzomba 3/1, Jonas Kallmann 3, Julio Fis 2, Ales Pajovic 2, Petar Metlicic 2, Albert Entrerrios 2/1, Didier Dinart 2, David Davis 1. Varin skot: Arpad Sterbik 9, Javier Hombrados 8. Mörk Portland: Albert Rocas 5, David Rodrigues 5, Lasse Boesen 5/5, Alberto Martin 3, Carlos Ruesga 2, Ratko Nikolic 2, Javier Ortigosa 1, Zoran Lubej 1, Juancho Perez 1, Lars Jorgensen 1, Ivano Balic 1. Varin skot: Tomas Svensson 6, Kasper Hvidt 4/1. Ciudad Real sigraði 62-47 samanlagt og er Evr- ópumeistari meistaraliða. EHF-keppnin í handbolta: LEMGO - GÖPPINGEN 25-22 Lemgo sigraði 55-51 samanlagt og er Evrópu- meistari félagsliða. Logi Geirsson var markahæst- ur hjá Lemgo með átta mörk en Ásgeir Örn Hall- grímsson skoraði eitt mark. Jaliesky Garcia skoraði ekki fyrir Göppingen. Evrópukeppni bikarhafa: C. MEDVEDI - VALLADOLID 32-24 Chehovski Medvedi sigraði 61-60 samanlagt og er Evrópumeistari bikarhafa. ÚRSLIT GÆRDAGSINS HANDBOLTI Það er síður en svo djúpt tekið í árinni að halda því fram að stuðningsmenn Ciudad Real hafi verið sigurvissir fyrir leikinn í gær. Þeir blésu til mikill- ar veislu strax í hádeginu í gær á veitingastað sem er í eigu línu- mannsins sterka Rolands Urios og þar var drukkið og grillað í garð- inum og einnig sungnir sigur- söngvar. Það sem vakti hvað mesta athygli var að forráðamenn stuðn- ingsmannaklúbbs Ciudad voru búnir að prenta boli sem á stóð „Ciudad Evrópumeistari 2005-06“ og voru fjölmargir áhorfendur í bolunum á leiknum. Hinum fáu stuðningsmönnum Portland sem lögðu leið sína á leikinn var lítt skemmt er þeir sáu bolina og þeir afþökkuðu pent þegar þeim var boðið eitt stykki. - hbg Stuðningsmenn Ciudad Real: Í sigurbolum á leiknum HANDBOLTI Þó Ólafur og fleiri hafi fagnað innilega í gær fagnaði eng- inn þó eins rosalega og króatíski hornamaðurinn Mirza Dzomba. Hann hafði tapað fimm sinnum í úrslitum þessarar keppni og hann ætlaði vart að trúa eigin augum þegar gullverðlaunin voru hengd á háls hans. Hann dansaði sem óður væri í kjölfarið og faðmaði vini og fjöl- skyldu en mikill fjöldi vina hans og ættingja fylgdust með leiknum. Króatinn Mirza Dzomba: Sigraði loksins HANDBOLTI Mikið verður um dýrðir í miðbæ Ciudad Real í dag þegar bæjarbúar munu hylla nýkrýnda Evrópumeistara í handbolta. Búið er að setja upp stóran og mikinn pall á helsta torgi bæjarins og þar verður stiginn stríðsdans fram eftir kvöldi. - hbg Íbúar Ciudad Real: Hylla hetjurnar HANDBOLTI Ólafur Stefánsson er svo sannarlega í miklum metum hjá stuðningsmönnum Ciudad Real en þeir stuðningsmenn Ciu- dad sem blaðamaður ræddi við héldu vart vatni yfir landsliðs- fyrirliðanum íslenska. Það er til marks um vinsældir Ólafs að treyjan hans selst vel í minjagripabúðinni í Quijote-höll- inni. Aðeins eru seldar treyjur með nöfnum fárra leikmanna og þar eru í mestum metum þjálfar- inn Dujshebaev og línumaðurinn Rolando Urios. Ólafur og horna- maðurinn Mirza Dzomba koma þar á eftir. - hbg Ólafur Stefánsson: Vinsæll meðal stuðningsmanna HANDBOLTI Hreint ótrúleg stemn- ing var í Quijote-höllinni fyrir leikinn en áhorfendur voru búnir að fylla húsið klukkutíma fyrir leik og var setið í öllum hornum enda komust færri að en vildu. Sigurstemning var í gleðskap fyrir leikinn, sama stemning var í byrjun leiks og hún hélst út allan leikinn því Ciudad hreinlega keyrði yfir Portland strax í upp- hafi leiks og úrslitin í leiknum, sem og rimmunni, voru ráðin nokkuð snemma. Heimamenn dönsuðu og trölluðu og allt ætlaði um koll að keyra í hvert skipti sem Ciudad skoraði. Sem fyrr áttu leikmenn Port- land engin svör við hreint ótrú- lega sterkum varnarleik Ciudad og fyrir aftan vörnina var Sterbik traustur. Besti leikmaður heims, Ivano Balic, var eins og byrjandi í höndunum á Didier Dinart og félögum í vörn Ciudad og þegar hann skoraði sitt fyrsta og eina mark í leiknum í fyrri hálfleik var ballið í raun búið. Hann minnkaði muninn í 18-9 þegar fjórar mínút- ur voru eftir af fyrri hálfleik en hálfleikstölur voru 21-11. Það var samt ekki bara vörnin sem skilaði þessu góða forskoti því hraðaupp- hlaup og sóknarleikur Ciudad voru einnig að virka frábærlega og má í raun segja að Portland hafi ekki átt svör við neinu í leik heima- manna. Ólafur Stefánsson kom af bekknum um miðjan hálfleikinn og fann sig strax vel enda greini- lega mjög vel stemmdur. Hann skoraði góð mörk, gaf stoðsend- ingar og stóð vaktina í vörninni vel. Síðari hálfleikur var algjört formsatriði en Portland fær prik fyrir að sýna karakter í upphafi hálfleiksins. Þegar Ciudad „kveikti“ á sínum leik á ný dró hins vegar aftur í sundur með lið- unum. Ólafur fylgdi eftir góðum fyrri hálfleik með enn betri síðari hálfleik og skoraði mörk í öllum regnbogans litum. Þegar upp var staðið sigraði Ciudad gestina frá Portland með 9 mörkum, 37-28, og samtals með 15 marka mun. Ótrúlega sterk liðsheild Ciudad skapaði sigurinn en Dujshebaev hefur búið til frábært lið með stjörnum sem vinna vel saman, ólíkt nágrannaliðinu í fótbolta í Madrid. Bestir í gær voru þó Ólaf- ur, Urios og varnartröllið Dinart. Frábær leikur hjá besta liði Evr- ópu í dag og þar er lykilmaður besti handboltamaður Íslands fyrr og síðar, Ólafur Stefánsson. Evrópumeistarar með stæl Ciudad Real bauð upp á flugeldasýningu af bestu gerð þegar liðið tryggði sér sigur í Meistaradeildinni á heimavelli í gær. Ólafur Stefánsson var frábær í leiknum en hann var að vinna keppnina í annað sinn. EVRÓPUKEPPNIN Í HANDBOLTA HENRY BIRGIR GUNNARSSON Skrifar frá Ciudad Real henry@frettabladid.is HANDBOLTI Ólafur Stefánsson var einn besti, ef ekki besti, leikmaður vallarins í Quijote-höllinni í gær. Hann skoraði sjö glæsileg mörk og átti stórkostlegan leik. Ólafur sleppti síðan af sér beislinu eftir leikinn; fagnaði hreint gríðarlega og meir en nokkur maður hefur séð hann fagna áður. Áhorfendur stóðu upp og hylltu íslenska lands- liðsfyrirliðann, sem þakkaði fyrir sig með því að dansa einn furðu- legasta dans sem sést hefur í ára- raðir. „Þetta var vélsagardansinn. Ég er vanur að taka hann á diskóunum hérna,“ sagði Ólafur léttur á brún og algjörlega búinn á því enda fóru síðustu bensíndroparnir í hinn furðulega vélsagardans. Í honum þykist Ólafur ræsa vélsög og síðan hristist hann um allt gólf með sög- ina. Hreint út sagt mögnuð sjón og vonandi sjáum við þennan dans eftir Svíaleikinn heima í sumar. „Þetta er búinn að vera átta mánaða pakki og frábær endir. Leikurinn var léttur enda erum við einfaldlega betri en þeir, sem sést best á því að þeir áttu engin svör við okkar leik,“ sagði Ólafur, sem var rosalega vel stemmdur og fagnaði öllum mörkum sínum af ákafa. „Ef maður er ekki stemmd- ur fyrir úrslitaleik í Meistaradeild- inni þá er eitthvað að. Þetta var svakalega gaman.“ Ólafur var að vinna þessa keppni í annað sinn en hann vann einnig með Magdeburg árið 2002. Ætli það sé einhver munur á að vinna titlana tvo? „Þetta er voða svipuð tilfinning. Ég er rétt að byrja að fatta þetta. Síðast unnum við ekki fyrr en hálf mínúta var eftir en þessi leikur var búinn eftir korter,“ sagði Ólaf- ur, sem hefur aldrei leikið betur en í ár að margra mati. Er hann búinn að ná hátindi ferilsins? „Auðvitað er þetta ákveðinn tindur en von- andi verður þetta svona næstu tvö til þrjú árin. Þetta lið getur hæg- lega unnið þessa keppni næstu árin enda rosalega öflugt og við að gera frábæra hluti. Dujshebaev á mestan heiðurinn af þessum titli og við leikmennirnir erum eigin- lega bara brúður í höndunum á honum og gerum það sem hann biður um,“ sagði nýbakaður Evr- ópumeistari, Ólafur Stefánsson. - hbg Ólafur Stefánsson fór á kostum og varð Evrópumeistari öðru sinni: Þeir áttu engin svör við okkar leik STUÐ Áhangendur Ciudad fóru á kostum. STÓRKOSTLEGUR LEIKMAÐUR Ólafur Stefánsson sýndi svo sannarlega í úrslitaleikjunum gegn Portland að hann er ekki dauður úr öllum æðum sem handboltamaður. Ólafur lék frábærlega í báðum leikjunum og átti stóran þátt í sigrunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BIKARINN Á LOFT Ólafur Stefánsson réði sér vart af kæti eftir að Ciudad Real hafði tryggt sér Evrópumeistaratitilinn í gær. Hér lyftir hann bikarnum stórglæsilega ásamt félögum sínum en það hafði hann áður gert með Magdeburg árið 2002. Stemningin í Quijote-höllinni var engu lík eftir leikinn eins og þessi mynd ber með sér. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÓTRÚLEGT LIÐ Portland San Antonio átti aldrei möguleika gegn Ciudad Real í úrslitunum en Ólafur og félagar komu gríðarlega vel stemmdir í úrslitaleikina tvo. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VÉLSAGARDANSINN Ólafur fagnaði sem villtur maður eftir leik og dansaði það sem hann sjálfur kallar „Vélsagardansinn“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.