Fréttablaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 16
 1. maí 2006 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS Vagnhöfða 23 - Sími 590 2000 Seltjarnarnesi KT verslun Akureyri Njarðarnesi S. 466 2111 Bestu dekkin í USA 8 ár í röð Tire Review Magazine Low profile fyrir lúxusjeppa og sportbíla. Frábært veggrip. Mikil mýkt. Hágæða hönnun. Veldu TOYO PROXES og skildu hina eftir. Mikið úrval frábært verð. Alþjóðlegur dagur verkalýðsins er haldinn hátíðlegur víða um heim í dag. Rauðir fánar og kröfugöngur hafa löngum einkennt yfirbragð þessa dags, en í austantjaldsríkjunum sálugu voru það reyndar fjölmennar hersýningar sem einkenndu hátíðarhöld dagsins. Þar gengu þúsundir hermanna gæsagang og alþýðan var látin virða fyrir sér nýjustu hertólin að viðstöddum æðstu ráðamönnum viðkomandi ríkja og stríðshetjum. Sögu 1. maí hátíðarhalda má rekja til Frakklands allt aftur til ársins 1889 og er hún því orðið æði löng og viðburðarík. Þá var það krafan um átta stunda vinnudag sem var efst á blaði. Það var á þessum árum sem fyrstu íslensku verklýðsfélögin voru stofnuð, eins og Prentarafélagið og Blaðamannafélagið 1897, en fyrsta kröfugangan 1. maí var þó ekki fyrr en nokkru síðar hér á landi, árið 1923. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og miklar breytingar orðið á íslensku þjóðfélagi. Fyrst á fyrri hluta síðustu aldar, síðan á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina, og svo nú á allra síðustu árum, þegar íslenskt efnahagslíf hefur blómstrað sem aldrei fyrr og margvíslegar umbætur hafa orðið á högum launafólks. Enn á þó verkalýðshreyfingin og þar með talin samtök ríkisstarfsmanna ærið verkefni fyrir höndum. Það snýr þá ekki síst að því að fylgjast með tímanum og taka þátt í þjóðfélagsbreyt- ingunum sem verða á hverjum tíma. Karp um launamál er þar kannski ekki alltaf efst á blaði, heldur að standa vörð um kjör launamanna og að þau skerðist ekki vegna ýmissa ytri aðstæðna, svo sem verðbólgu og vaxtastigsins í landinu. Dæmi um baráttu láglaunastéttar að undanförnu, sem stundar umönnunarstörf, ætti þó að minna forystumenn verkalýðshreyfingarinnar á að halda vöku sinni, en þar hefur grasrótin sjálf tekið frumkvæðið til að berjast fyrir jafnrétti í launamálum. Það má segja að þessar stéttir njóti mikillar samúðar í þjóðfélaginu, og kröfur þeirra hafi verið mjög sanngjarnar og hógværar, en samt sem áður hefur þessi stétt þurft að beita svo til öllum sínum ráðum til að ná fram jafnlaunakröfum sínum. Þetta er ekki stétt sem reið á vaðið í góð- ærinu til krefjast tugþúsunda launahækkunar, heldur þvert á móti er þetta fólk í lægstu launaflokkum, sem aðeins fer fram á að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og félagar þeirra sem vinna hand- an götunnar ef svo mætti að orði komast. Það er langt í frá að þjóðfélagið fari á hvolf þótt gengið væri að fullu að kröfum umönnunarstéttanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum aldraðra. Það er kannski misréttið í þjóðfélaginu sem launþegahreyfing- in i landinu þarf að einbeita sér að á næstu misserum, því það virðist aukast með hverri vikunni sem líður. Launþegahreyfingin hefur á undanförnum árum samið um margs konar úrbætur á vel- ferðarsviðinu og beitt sér fyrir innleiðingu ýmissa réttlætismála, sem eiga rætur að rekja til ákvarðana Evrópusambandsins. Þar hefur ASÍ staðið vel á verði. Á hátíðisdegi verkalýðshreyfingar- innar á 90 ára afmælisárinu er ástæða til að hvetja samtökin áfram til dáða. Margir sigrar eru að baki í sögu verkalýðshreyf- ingarinnar en þar má aldrei láta staðar numið. ■ SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Alþjóðlegur hátíðisdagur verkalýðsins: 1. maí Stjórnmál eru ekki bara list hins mögulega. Stjórnmálabaráttan snýst um að hrinda hugmyndum í fram- kvæmd og takast á um hugmyndir. Fyrir okkur sem höfum verið eins og áhorfendur að stjórnmálabaráttunni á vegum og í Framsóknarflokknum er jafn almenn ánægja með hve vel hefur tekist að koma fram stefnu- málum flokksins og það er mikil óánægja með að samflokksmenn skuli takast á út á við um það sem þeir ættu að afgreiða innan flokks. Stjórnmálabaráttan snýst nefnilega líka um að kunna að takast á um grundvallarmál án þess að efna til óvinafagnaðar. Í öllum flokkum er að finna fólk með mismunandi afstöðu í einstök- um málum þótt meginhugsjónir sam- eini þá í einn flokk. Áherslur fólks eru til dæmis mismunandi í Evrópu- málum og það er tekist á um afstöð- una til Evrópusambandsaðildar í öllum flokkum. Haldið þið til dæmis að það fari ekki um gömlu kommana í Samfylkingunni þegar formaður þeirra talar um inngöngu í Evrópu- bandalagið? Ennþá bera þeir gæfu til að halda þeim ágreiningi innandyra. Hamingjan er heimanfengin. Í stjórnmálaflokkum gera menn eins og á öllum góðum heimilum. Menn skiptast á skoðunum, deila á vettvangi flokksins og koma svo heil- ir og samhentir fram á sjónarsviðið þegar málin hafa verið afgreidd. Hjón bera sjaldnast ágreining sinn á torg nema þau séu að skilja og það á líka almennt við í stjórnmálum. Oft hefur það hvarflað að mér á undanförnum misserum að tilteknir þingmenn hafi annað hvort þegar ákveðið að skilja við Framsóknar- flokkinn og hámarka skaðann áður en þeir skella hurðum, eða þá að vinna með öllum ráðum gegn for- manni hans, leynt og ljóst. Hver veit? Til eru tvenns konar stjórnmála- menn, þeir sem með verkum sínum virðast telja að stjórnmálin og allt sem gerist á þeim vettvangi snúist einmitt um þá sjálfa og svo hinir sem líta á stjórnmálin sem leið til að hrinda í framkvæmd hugmyndum og hugsjón. Þeir síðarnefndu hugsa langt fram í tímann og eru tilbúnir að leggja mikið í sölurnar til að ná árangri fyrir fjöldann. Menn sem hafa bæði dug og djörfung til að sigla í öllum veðrum til að draga björg í bú. Halldór Ásgrímsson er í þessum síðarnefnda flokki að mínum dómi. Fáir íslenskir stjórnmálamenn hafa staðið af sér jafn napra vinda, mátt þola ósanngirni og takast á við alvarlegar aðdróttanir. Í 30 ár hefur hann staðið í stafni í stjórnmálum, alltaf þorað og alltaf haldið út, alltaf þorað að vera sannfæringu sinni trúr. Fáum er betur treystandi ein- mitt nú þegar tímabundnir hagvaxt- arverkir gera vart við sig að taka ákvarðanir með hagsmuni heildar- innar að leiðarljósi og ekki eigin þrengstu hagsmuni. Við sem þekkjum Halldór vitum að heiðarlegri og traustari maður er vandfundinn. Þjóðin treystir honum þegar kemur að málum eins og efna- hagsmálum, atvinnumálum, velferð- armálum og utanríkismálum, svo eitthvað sé talið. Hans víðtæka þekk- ing og reynsla kemur best í ljós þegar taka þarf á stórum og erfiðum málefnum. Sá tími er nú runninn upp og þá þurfa menn að geta reitt sig á mann sem þorir að tala hreint út í stað þess að kjósa sér léttu leiðina ljúfu og bregða fyrir sig ódýrum vörnum. Halldór hefur vitaskuld gert mis- tök, ekki dettur mér í hug að halda öðru fram. Hann hefur hins vegar bæði lært af mistökum sínum og leit- ast við að leiðrétta þau í stað þess að hlaupa í skjól, eða skjóta ábyrgðinni á annars herðar. Fáum er eins vel gefið að taka á flóknum og erfiðum málum. Framsóknarmenn eiga honum mikið að þakka og reyndar þjóðin öll og við framsóknarmenn eigum að vera stolt af því að eiga slíkan leiðtoga. Óvinafagnaðurinn sem tilteknir þingmenn framsóknarmanna efna til með gaspri og á stundum lítt grund- uðum málflutningi skýrir um margt þá stöðu sem Framsóknarflokkurinn glímir við og kemur nú fram í skoð- anakönnunum. Það er löngu tíma- bært að þeir sem efna til óvinafagn- aðar taki sjálfir ábyrgð á gjörðum sínum. Í stjórnmálum hafa menn mismunandi skoðanir en samflokks- menn geta ekki ætlast til að ágrein- ingur og andóf gagnvart forystunni skoli þeim upp til æðstu metorða. Það gerir hins vegar trúmennska, virðing fyrir hugsjónunum sem menn standa fyrir og heiðarleiki gagnvart samstarfsmönnum sínum. Fyrir okkur, harða stuðningsmenn liðsins, sem stöndum á hliðarlínunni er óþolandi að horfa upp á nokkra leikmenn deila svo á fyrirliðann að við töpum leikjum sem áttu að vinn- ast, eða glutrum þeim niður í stein- dauð jafntefli. Takið slaginn inn á við, ágætu félagar, en takið á sameig- inlega út á við - nema þið viljið skemmta andskotum ykkar. Að skemmta andskotum sínum Í DAG STJÓRNMÁL INGIBJÖRG PÁLMA- DÓTTIR Til eru tvenns konar stjórn- málamenn, þeir sem með verkum sínum virðast telja að stjórnmálin og allt sem gerist á þeim vettvangi snúist einmitt um þá sjálfa og svo hinir sem líta á stjórnmálin sem leið til að hrinda í framkvæmd hug- myndum og hugsjón. Miklar breytingar hafa átt sér stað á Akureyri á sl. kjörtímabili. Þjónusta sveitarfélagsins við íbúana hefur auk- ist en full ábyrgð sýnd í fjármála- stjórn. Veikustu hlekkir þjónustunnar hafa verið styrktir svo um munar, t.a.m. öldrunarþjónustan. Mikil vinna er þó enn framundan við að móta framtíðarbúsetumögu- leika aldraðra Akureyringa auk ann- arra þátta. Mikið hefur áunnist í upp- byggingu íþróttamannvirkja, m.a. uppbygging Vetraríþróttamiðstöðvar í Hlíðarfjalli og íþróttahús við Síðu- skóla svo eitthvað sé nefnt. Nýlega var samþykkt að hefja niðurgreiðslu á íþrótta-, tómstunda- og listnámi barna en við viljum ganga enn lengra. Mikil drift er í skólamálum á Akur- eyri á öllum skólastigum sem endur- speglaðist m.a. í lífskjarakönnun Gallup. Akureyri hafði frumkvæði að lækkun leikskólagjalda og hafa önnur sveitarfélög fylgt í kjölfarið. Áfram verður haldið á sömu braut en vissu- lega þarf efnahagur bæjarins að ráða för. Öllum bæjarbúum er fullljóst mikilvægi Háskólans á Akureyri og þau gríðarlegu áhrif sem uppbygging skólans hefur haft á byggðarlagið. Það er bjargföst trú mín að áhrif skól- ans eigi enn eftir að aukast og tengj- ast atvinnulífi bæjarins á margvísleg- an hátt. Skólinn hefur og þarf að byggjast hratt upp og Bæjarstjórn Akureyrar þarf að fylgja því eftir af alefli. Spennandi tímar eru framundan í uppbyggingu miðbæjarins. Mikil- vægt er að miðbærinn verði miðstöð menningar og mannlífs á Akureyri. Atvinnuástand á Eyjafjarðarsvæðinu hefur verið óviðunandi. Við Fram- sóknarfólk á Akureyri viljum stórefla Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar sem hefur unnið mikið og gott starf en stofnunin hefur verið fámenn og úr því þarf að bæta. Þar er þekkingin til staðar og engum betur treystandi til að finna ný atvinnutækifæri. Íbúa- lýðræði hefur verið stóraukið t.d. með íbúaþingi og stofnun hverfisnefnda. Leiðarljós okkar Framsóknarfólks á yfirstandandi kjörtímabili hefur verið aukin þjónusta við alla íbúa bæjarins. Nú horfum við stolt um öxl og biðjum um áframhaldandi umboð til góðra verka, Höfundur skipar fyrsta sætið á lista Framsóknarflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar 2006. Akureyri í dag UMRÆÐAN SVEITASTJÓRNAR- KOSNINGAR JÓHANNES G. BJARNASON ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Það er kannski misréttið í þjóðfélaginu sem launþega- hreyfingin i landinu þarf að einbeita sér að á næstu misserum, því það virðist aukast með hverri vikunni sem líður. Ósamstíga forysta Það dylst engum að Framsóknarflokkurinn á í erfiðleikum. Erfiðleikar í landsmálunum hafa smitað út frá sér og nú sýna kannanir vegna sveitarstjórnarkosninga að Fram- sóknarflokkurinn á undir högg að sækja víðast hvar. Þó ástæður erfiðleikanna séu vísast margar verður forysta flokksins að taka á sig ábyrgðina. Hjálmar Árnason gagnrýndi forystuna í viðtali í Ríkisút- varpinu í síðustu viku og sagði hana hafa verið ósamstíga í mörgum mikilvægum málum, til dæmis Evrópumálum. Halldór Ásgrímsson formaður og Guðni Ágústsson varaformaður feta ekki sömu leið um þessar mundir. Alveg ljóst er að stirt er á milli þeirra Halldórs og Guðna. Framsóknarmenn verða hins vegar að vona að þeir í það minnsta ræði saman. Átök í sjónvarpssal Björn Ingi Hrafnsson Framsóknarflokki og Ólafur F. Magnússon, oddviti Frjálslyndra, tókust harkalega á um flugvallarmálin í Kastljósinu í lok síðustu viku. Ólafur F. gagnrýndi stefnu Framsóknar að vilja flytja flugvöllinn út á Löngusker og sagði það dýrt og líklega ómögulegt af ýmsum ástæðum. Björn Ingi benti þá á að 22. ágúst síðastliðinn hefðu Frjálslyndir sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fagnað hefði verið umræðu um flugvöll á Löngu- skerjum. Þetta fór heldur fyrir brjóstið á Ólafi F., sem varð nokkuð pirraður og reiður og sakaði Björn Inga um lygar. Björn Ingi fjallar um atvikið á heimasíðu sinni þar sem hann er með tengingu inn á umrædda fréttatilkynningu á heimasíðu Frjálslyndra. Tveir góðir Guðmundur Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari í handbolta, sannaði það á laugardaginn að hann er snjall þjálfari. Þá varð Fram Íslandsmeistari í hand- bolta í fyrsta skiptið í 34 ár. Guðmundur tók við Fram-liðinu á síðasta ári. Ekki var búist við miklu af liðinu í vetur og var takmarkið í byrjun vetrar að verða meðal átta efstu. Annar þjálfari var líka í sviðsljósinu um helgina. Það var hinn umdeildi Jose Mourinho sem gerði Chel- sea að Englandsmeisturum annað árið í röð. Mourinho hefur oft verið sakaður um hroka og þegar hann sagði um síðustu áramót að hann hygðist landa titlinum 29. apríl á móti Manchester United létu margir það sem vind um eyru þjóta. Mourinho stóð hins vegar við orð sín. trausti@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.