Fréttablaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 22
[ ] ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir www.svefn.is 7,6 M 157,5 m2Hús & Tæki ehf SKOGHEIM Verð á byggingarsettum 6,4 M 90 m2 + 23 m2 svefnl. 33 m2 sólpallur BERGLI Hin vönduðu og vinsælu Norsku hús. Íbúðarhús - Heilsárshús. Margar gerðir. Gott verð!!! www.hthus.is S - 540 9600 / 896 1081 Hjörtur / 863 6062 Þorkell Erlendir ferðamenn býsnast margir yfir því að Íslendingar geti málað húsþök sín í þeim litum sem þeim sýnist. En hvað þýða litirnir á húsþökunum? Fáir vita meira um liti og hús en Anna Pála Pálsdóttir arkitekt. Samkvæmt henni er alrangt að tala um fallega eða ljóta liti. „Það er staðsetningin sem ræður því hvaða lýsingarorð eiga við,“ segir Anna Pála og á þá við rými, fleti og samspil við aðra liti. „Í sjálfu sér eru allir litir fallegir. Í litavali þarf að taka til- lit til nærliggjandi lita, forms og áferðar og einnig til lýsingar. Í raun eru engar ákveðnar reglur um litaval. Við vitum samt mikið um áhrif lita, til dæmis samspils þeirra, stærðarhlutfalla og áhrifa lýsingar á þá. Tilfinning, ímynd- unarafl og skapandi vilji þurfa að vera fyrir hendi við val lita. Aðal- atriðið er að fólki líði vel innan um þá liti sem það hefur valið til að hafa í kringum sig,“ segir Anna Pála. Hún segir Íslendinga nota of mikið af dökkum litum fyrir sinn smekk, ekki síst á þakskegg. „Það getur lyft húsinu upp að hafa þak- skeggið ljóst. Íslendingar sækja líka í hlýlega liti á þök á meðan til dæmis Grikkir nota blátt til að kæla umhverfið niður. Við erum samt með svo sterka liti í náttúr- unni að í raun þurfum við varla þessa sterku liti. Stundum heppn- ast það þó vel. Rauð þök eru til dæmis vinsæl á sveitabæjum. Græni liturinn á túnunum er and- stæða þess rauða og andstæðurn- ar hífa hvor aðra upp,“ segir Anna Pála að lokum. Með þetta veganesti fóru helstu litasérfræðingar Fréttablaðsins á stúfana og rýndu í húsþök til að reyna að lesa úr litum þeirra hverjir byggju þar undir. Rétt er að geta þess að hér er ekki um vís- indalega úttekt að ræða, heldur einungis getgátur leikmanna. einareli@frettabladid.is Brúnn Brúnn er róandi og losandi litur. Hann er jarðbundinn og minnir því bæði á frjóan jarðveg og móður- ímyndina, hverju nafni sem hún nefnist. Búir þú í þaki með brúnu þaki er ekki ólíklegt að af þér stafi ró og sköpunargleði en jafnframt umhyggja fyrir öðrum. Sennilega ert þú akkúrat manneskjan í að starfa við listþerapíu eða kenna börnum leiklist. Innanhúss eru heimasmíðuð húsgögn og leirtauið varð til á renni- bekk í kjallaranum. Hættu að berjast á móti straumnum og láttu það eftir þér að ganga í mussu og sandölum. Það ert bara þú. Grár Grár litur er kæfandi og vekur upp tilfinningar um niðurnjörvun og van- traust. Grár getur táknað svartsýni, þunglamalegheit og elli. Hann getur líka staðið fyrir ófullnægt líf og hrein- lega lífsleiða. Út frá þessari lýsingu hljótum við að draga þá einföldu ályktun að þeir sem mála þök sín grá séu annaðhvort algjörlega skertir allri litatilfinningu, eða hafi verið að hugsa um eitthvað allt annað þegar liturinn var valinn. Fólk sem glímir við þær tilfinningar sem grái liturinn stendur fyrir hefur einfaldlega um annað og meira að hugsa en að mála húsþök. Ljósblár Blár er róandi og kælandi og færir fólk nær sinni innri miðju. Ljósbáum lit fylgir víðáttu- og fjarlægðartil- finning og þeir sem nota þennan lit á húsþök sín gætu því verið dag- dreymnir og mikið fyrir opin svæði og víðáttur himinloftanna. Þeir gætu verið mjög einbeittir og yfirvegaðir en þurfa hvíld frá amstri hversdags- ins með reglulegu millibili til að láta hugann reika. Gaman væri að vita hvort ljósblár sé uppáhaldslitur þeirra sem vinna við flug. Hvað segir þakið um þig? Dökkblár Líkt og ljósblár hefur dökkblár róandi og kælandi áhrif. Dökkblár kallar líka fram alvarleika og einbeitingu en getur virkað þungur og sorglegur. Hann táknar frið, löngun og hollustu en getur undir niðri minnt á dauða. Þeir sem mála þak sitt dökkblátt fara sennilega ekki í gegnum lífið til þess eins að hafa gaman af því. Þeim er fúlasta alvara og það hefur líklega tekið nokkrar vikur að velja rétta tónin af dökkbláu málningunni. Allt bendir til þess að þeirra sterka hlið liggi nálægt fjármálum og yfirvegaðri ákvarðanatöku. Þeir þyrftu að banka upp á hús með gulrauðu þaki til að læra eitt og annað um einfaldar lystisemdir lífsins. Gulrautt Gulrauður er rauðari en appelsínugulur. Hann er hlýr, endurvarpar virkni og mikilli orku og þröngvar sér upp á fólk. Hann fær hjartað til að slá hraðar, öndunin eykst og blóðþrýstingurinn hækkar. Gulrauður er sterkur, æsandi, hlýr og endurnær- andi. Eigendur húsa með rauðgul þök gætu því verið sannkallaðir orkuboltar með mikinn blóðhita. Ekki ólíklegt að þeir fari að skokka klukkan sex á morgnana, séu áberandi öðrum yfir daginn og noti svo kvöldið í eldheit ástaratlot. Grænn Grænn er litur kyrrleika og friðar og hefur mjög hlutlaus áhrif. Hreyfingarleysi lit- arins getur orðið leiðigjarnt með tímanum en á móti kemur að hann hefur mjög róandi áhrif. Græni litaskalinn rokkar frá lifandi ljósgrænum yfir í hugulsaman dökkgrænan en í miðjunni er litur sáttar og lífsfyllingar. Grænn getur táknað vöxt, von og frið. Það er næsta víst að þeir sem búa undir grænu þaki eru mein- leysisgrey. Þeir leita ekki að frægð og frama heldur vilja röð og reglu á einfalt en fullnægjandi líf sitt. Þeir eru fegnir því að Ísland verði herlaust og ef þeir væru ekki svo lítið fyrir margmenni væru íbúar þessara húsa fyrstir til að bjóða öllu hverfinu í grill á vorin. Ekki hræðast grænþökunga þó þeir gefi sig ekki á tal við þig - þeir eru vænsta fólk. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H Ö R Ð U R ������ ��������� ������������������� ��� ���������������������������� ������������������������� Beygjanlegur harðviður - tilvalin í handlista ������ ����������� ���������� ����������� ������������� ����������� ������������������ � � � �� �� �� ��� � ��������������������������������� Ástralskir verkamenn eru upphafsmenn baráttudags verkalýðsins, 1. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.