Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 6
6 18. maí 2006 FIMMTUDAGUR
KJÖRKASSINN
Ætlarðu að fylgjast með úr-
slitaleik Arsenal og Barcelona í
meistaradeildinni?
Já 38%
Nei 62%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Telurðu að Silvía Nótt sé góð
landkynning?
Segðu þína skoðun á visir.is
DÓMSMÁL Jónína Benediktsdóttir
fer fram á fimm milljónir króna í
miskabætur frá fyrrverandi rit-
stjórum DV, þeim Mikael Torfasyni
og Jónasi Kristjánssyni, vegna
umfjöllunar blaðsins um einkalíf
hennar.
Var málið dómtekið í gær í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur en Jónína
heldur því fram að blaðið hafi með
umfjöllun sinni svert mannorð henn-
ar og gert lítið úr persónu sinni. Fer
hún enn fremur fram á þyngstu
mögulega refsingu til handa hinum
ákærðu, sem getur mest orðið eins
árs fangelsi eða fésektir. - aöe
VILL FIMM MILLJÓNIR Mál Jónínu Bene-
diktsdóttur gegn fyrrverandi ritstjórum DV
var tekið fyrir í dómssal í gær.
Jónína Benediktsdóttir:
Vill 5 milljónir
í miskabætur
DANMÖRK Hundrað og tíu þúsund
Danir mótmæltu fyrirhuguðum
breytingum á velferðarkerfinu á
götum úti í gær. Voru kröfugöng-
ur gengnar í fimm stærstu borg-
um landsins. Skipuleggjendur
mótmælanna voru ánægðir með
þátttökuna samkvæmt fréttum
danskra fjölmiðla, þrátt fyrir
yfirlýst markmið þeirra um að
mótmælendur yrðu rúmlega
hundrað og fimmtíu þúsund.
Flestir söfnuðust saman fyrir
framan Kristjánsborgarhöll í
Kaupmannahöfn, þar á meðal
Helle Thorning-Schmidt, for-
maður Jafnaðarmannaflokksins,
en stjórnarflokkarnir hafa síð-
ustu daga gagnrýnt þátttöku
flokksins í skipulagningu mót-
mælanna. Talsmenn flokkanna
segja mótmælin engu breyta um
fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í
málinu, breytingarnar séu mikil-
vægar og séu gerðar með hags-
muni fólksins sem tók þátt í mót-
mælunum að leiðarljósi.
Helstu stéttarfélög Danmerk-
ur stóðu að mótmælunum og
voru hækkanir á ellilífeyrisaldr-
ingum, lægri dagpeningar til
sjúklinga og öryrkja og niður-
skurður í heilbrigðis- og mennta-
kerfinu þau mál sem hvað harð-
ast var mótmælt.
- ks
Metþátttaka í mótmælum gegn breytingum á danska velferðarkerfinu:
110.000 Danir mótmæla
MÓTMÆLT Danskir fjölmiðlar segja 110.000
manns hafa mótmælt á götum danskra
borga í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SAMFÉLAGSMÁL Fullt var út úr
dyrum á fundi um þjóðarátak í
málum aldraðra sem Aðstand-
endafélag aldraðra og Landssam-
band eldri borgara stóð fyrir í
Háskólabíói á þriðjudagskvöld.
Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráð-
herra voru á fundinum afhentar
tæplega þrettán þúsund undir-
skriftir eldri borgara og öryrkja
þar sem skorað er á stjórnvöld að
beita sér í málefnum þessara hópa.
Stefán Ólafsson, prófessor við
félagsvísindadeild Háskóla
Íslands, flutti erindi um þróun
kjaramála eldri borgara og öryrkja
á undangengnum áratug.
Stefán heldur því fram að hags-
munir eldri borgara og öryrkja
hafi verið fyrir borð bornir í góð-
ærinu. Þetta hafi gerst vegna auk-
innar skattbyrði, skerðingar-
reglna almannatrygginga og
annarra þátta í stefnu stjórn-
valda.
Stefán skiptir þjóðinni í tíu
tekjuhópa og þar kemur fram að
þeir sem eru í fjórum neðstu
tekjuhópunum hafi tekið á sig
aukna skattbyrði, frá um níu til
fimmtán prósentum, á tímabilinu
1994 til 2004. Ástæður þessa segir
Stefán vera rýrari skattleysis-
mörk og að þessi hópur sé að stór-
um hluta lífeyrisþegar. Aðeins
þeir sem allra hæst hafa launin
beri lægri skattbyrðar en þeir
gerðu 1994. Skattbyrði þeirra
minnkaði um rúm þrjú prósent.
Stefán ræddi einnig lífeyrissjóða-
kerfið í erindi sínu þar sem hann
hélt því fram að ríkið tæki hátt í
sjötíu prósent af meðal lífeyris-
tekjum í skerðingar og skatta.
Stefán telur að óumflýjanlegt sé
að stokka upp skatta- og almanna-
tryggingakerfið og fyrst þurfi að
hækka skattleysismörk.
Eftir að Stefán lauk erindi sínu
fóru fram pallborðsumræður þar
sem sátu fyrir svörum Árni M.
Mathiesen fjármálaráðherra, Siv
Friðleifsdóttir heilbrigðisráð-
herra, Steinunn Valdís Óskars-
dóttir borgarstjóri, Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson formaður Sambands
sveitarfélaga, Dagur B. Eggerts-
son oddviti borgarstjórnarflokks
Samfylkingar og Hrafn Magnús-
son, framkvæmdastjóri Landsam-
taka lífeyrissjóða, auk formanna
Samfylkingar, Vinstri grænna og
Frjálslyndra. Kom meðal annars
fram áhugi fyrir því að málefni
aldraðra yrðu færð til
sveitarfélaganna í auknum mæli
og búsetumál þeirra yrðu skoðuð
sérstaklega.
svavar@frettabladid.is
Góðærið hefur ekki
náð til eldri borgara
Hróp voru gerð að fjármálaráðherra á fundi um málefni aldraðra. Þeir sem
hafa hæstu launin eru eini hópur samfélagsins sem greiddi lægri skatta 2004 en
þeir gerðu 1994. Sjötíu prósent lífeyris fara til ríkisins í skerðingar og skatta.
FRÁ FUNDINUM Hvert sæti var skipað enda brenna málefni eldri borgara og öryrkja á
stórum hluta þjóðarinnar. Fundarmönnum var heitt í hamsi og kröfðu þá sem tóku þátt í
pallborðsumræðum um skýr svör. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
PALLBORÐIÐ Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri
grænna, og Dagur B. Eggertsson, oddviti borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar, voru á
meðal þeirra sem tóku þátt í pallborðsumræðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
SAMFÉLAGSMÁL „Forsætisráðherra
skipaði fyrir nokkru nefnd sem er
að taka einmitt á þessum málum
sem voru rædd á fundinum í gær,
eða kjaramálum aldraðra. Lands-
samband eldri borgara á fulltrúa
í þeirri nefnd og á þeim vettvangi
er verið að vinna að kjaramálum
þeirra. Ég býst við að þessi nefnd
skili af sér í haust og hún er einmitt
að skoða þær kjaraskerðingar sem
voru til umræðu í gær.“ Siv segist
þeirrar skoðunar að mjög æskilegt
sé að draga úr tekjutengingum en
erfitt sé að segja til á hvaða hátt það
verður gert nákvæmlega.
Siv segir að mikil vinna sé í
gangi í heilbrigðisráðuneytinu
varðandi búsetumál eldri borgara
og hún hafi haldið mjög gagnlegan
fund með Félagi eldri borgara í
gær varðandi þau mál og öldrun-
arþjónustuna í heild. „Á næstu
mánuðum munum við halda áfram
að efla heimahjúkrun og því eru
það vonbrigði að mörg sveitarfélög
eru um leið að draga úr sinni
félagsþjónustu. Það er áhyggju-
efni á sama tíma og verið er að
tala um að færa málaflokkinn yfir
til sveitarfélaganna sem ég tel að
þurfi að skoða í fullri alvöru.“ Siv
segir það mikilvægt að þjóna sem
flestum heima því þar líði fólki
best og gefur möguleika á að halda
kostnaði niðri. - shá
Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra:
Nefnd skilar af sér í haust
SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Segir að heimahjúkr-
un verði efld á næstu mánuðum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SVÍÞJÓÐ, AP Meirihluti íbúa í
Stokkhólmi vill að vegagjöld
verði til frambúðar í miðborg
Stokkhólms til þess að draga úr
umferðarþunga.
Sjö mánaða tilraunatímabili
lýkur í júlí, en þegar það hófst í
janúar voru flestir á móti því. Nú
hefur borgarbúum þó snúist
hugur því 62 prósent vilja að
þetta fyrirkomulag verði til
frambúðar.
Flokkur Græningja átti frum-
kvæði að vegatollinum, sem
hefur skilað þeim árangri að
umferð til og frá miðbænum
hefur minnkað um 23 prósent.
- gb
Vegatollur í Stokkhólmi:
Meirihluti vill
borga áfram
Eldur í dagblöðum Kveikt var í
blaðabunka í Völvufelli í gærnótt. Búið
var að slökkva eldinn þegar slökkvilið
kom á staðinn. Reykur hafði þó borist
inn í stigagang fjölbýlishúss og þurfti að
ræsta ganginn. Engan sakaði.
LÖGREGLUMÁL
VERÐLAUN Ingibjörg Einarsdóttir og
Baldur Sigurðsson hlutu Foreldra-
verðlaun Heimilis og skóla, lands-
samtaka foreldra, fyrir frum-
kvöðlastarf og óeigingjarna vinnu í
þágu Stóru upplestrarkeppninnar.
Markmið verðlaunanna er að
vekja athygli á þeim mörgu verk-
efnum sem efla starf grunnskól-
anna og öflugt og jákvætt samstarf
heimila, skóla og samfélagsins. Auk
Foreldraverðlaunanna sjálfra voru
veitt tvenn hvatningarverðlaun og
ein dugnaðarforkaverðlaun. - sdg
Landssamtök foreldra:
Árleg foreldra-
verðlaun veitt
Innbrot á bensínstöð Brotist var inn
á bensínstöð við Steina undir Eyjafjöll-
um í gærmorgun og stolið þaðan tóbaki
og smámynt. Lögreglan á Hvolsvelli
segist hafa mann grunaðan um brotið.