Fréttablaðið - 18.05.2006, Síða 16

Fréttablaðið - 18.05.2006, Síða 16
 18. maí 2006 FIMMTUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Það er allt gott að frétta enda er 30 stiga hiti hérna við Gardavatnið og lífið alveg dásamlegt,“ segir Kristján Jóhannsson. „Ég var að keppa í siglingakeppni á Gardavatni um helgina og mitt lið hreppti fjórða sætið. Reyndar hefðum við átt að ná því þriðja en við tókum eina beygjuna of skarpt og okkur var refsað fyrir vikið og þurftum að taka auka snúning. Svo er nóg að gerast í tónlistinni en ég var að syngja á tónleikum með nokkrum nemanda minna á sunnudaginn var og það gekk afar vel. Þessa tónleika held ég til að gefa nemendum mínum færi á að spreyta sig. Það er gaman að segja frá því að meðal nemanda minna er Gissur Páll Gissurarson og ég er alveg viss um að hann á eftir að eiga glæstan feril í bransanum. Hann er með svona léttlýríska tenórrödd og hann fær aldeilis að spreyta sig í lok mánaðarins en þá flytjum við óperuna Madam Butterfly víða um Ítalíu og Gissur Páll fer með hlutverk Goro sem er aldeilis stór biti. Annar nemandi minn á örugglega eftir að verða heimsfræg stjarna en hann heitir Corrado Cappitta, fólk ætti að fylgjast vel með honum. Svo fer ég til Rómar, yfirleitt tvisvar í viku til að kenna þar líka í tónlistarskólanum í Vatíkaninu. En í þetta skiptið kenni ég 28 nemendum af ýmsum þjóðernum í svokölluðum masterclass. Þá verða þrír píanistar með mér, hver snillingur á sínu tónlist- arsviði svo þetta verður gaman. Annars er þetta mjög skemmtilegt að kenna, reyndar getur það verið erfitt því maður er ekki alltaf með algjöra snillinga í tímum og þá verð- ur maður að bíta á tunguna svona endrum og eins.“ Von er á um 1.500 gest- um til Reykjavíkur næsta sumar vegna Alþjóðaleika ungmenna í íþróttum. Eiður Smári Guðjohnsen verður verndari leikanna, sem fyrst voru haldnir í Sarajevo árið 1968. „Laugardalurinn mun iða af lífi,“ segir Guðni Bergsson, formaður undirbúningsnefndar leikanna, en auk hans sitja í henni Anna Krist- insdóttir, Ari Bergmann Einarsson, Geir Sveinsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jónas Sigurðsson, Líney Halldórsdóttir og Sigrún Jónsdótt- ir. Keppendur, sem eru á aldursbil- inu 12-14 ára, koma frá um 40 borg- um í um 30 löndum og reyna með sér í sjö íþróttagrein- um; knattspyrnu, hand- bolta, júdó, sundi, frjálsum íþróttum, badminton og golfi. Guðni segist hafa orðið var við mikinn áhuga fyrir leik- unum í útlöndum enda Ísland og Reykjavík bæði þekkt og spennandi. „Þessir leikar eru virtir um víða veröld og mikið hefur verið lagt í þá síðustu ár.“ Fyrir tveimur árum voru þeir haldnir í Cleveland í Bandaríkjunum og í fyrra voru þeir í Coventry í Englandi. Í ár fara þeir hins vegar fram í Bang- kok í Taílandi. Ísland hefur verið með síðustu ár og íslenskt keppnis- lið tekur þátt í Bangkok auk þess þess sem Reykjavíkurleikarnir verða kynntir. Þótt um íþróttaleika sé að ræða er áhersla lögð á jákvæðan anda og heilbrigði. „Fólk gerir sér æ betur grein fyrir hve hreyfing og íþróttastarf eru mik- ilvæg fyrir heilsuna og í raun menningu og samskipti þjóða,“ segir Guðni. „Brú er byggð milli landa, heimsálfa og menningar- heima með því að krakkarnir hittist og kynn- ist. Leikarnir eru því mjög jákvæðir í alla staði.“ Líkt og áður segir fer Guðni fyrir sér- stakri undirbúningsnefnd en Reykjavíkurborg og Íþróttabanda- lag Reykjavíkur, sem eru heildar- samtök íþróttafélaganna í borg- inni, koma að mótshaldinu. Þá verður það stutt af menntamála- ráðuneytinu. Guðni segir mikla vinnu framundan næsta árið við undirbúning og skipulagningu, meðal annars þurfi að leita fjár- stuðnings frá fyrirtækjum. „Við erum bjartsýn á að okkur verði vel tekið því ég held að þetta sé jákvætt og skemmtilegt framtak sem fyrir- tækin hafa vonandi gaman af að taka þátt í.“ Eiður Smári Guðjohnsen verður verndari leikanna og telur Guðni það leikunum til framdráttar. „Hann er frábær fulltrúi og góð fyrirmynd fyrir íþróttafólk. Þá er hann þekktur á alþjóðlegum vett- vangi og mun því vekja athygli á leiknum.“ Alþjóðaleikar ungmenna fara fram dagana 20. til 25. júní og er viðbúið að þeir setji sterkan svip á borgarlífið. Leikarnir hefjast með veglegri setningarathöfn og þeim lýkur með mikilli hátíð í Laugardalnum. ■ ������������������������������������������������������ �� �������������������������������������������������������������� ������ ������������������������������������������������������ ������������������������������������������������������������ �������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������ ������������������������������� �������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������ �������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������� 1.890.000,- Beinskipt - 1.6 lítra Nýr, fallegri og miklu betri Opel. Það má segja ýmislegt um Þjóðverja... Mánaðargreiðsla 23.061,-* ���������������� �������������������� ���� ����������������� ...en þeir hafa klárlega vit á bílum. REYKJAVÍK TEKUR VIÐ FRAMKVÆMD LEIKANNA Thorsten Rasch, forseti Alþjóðaleika ungmenna, Anna Kristinsdóttir, formaður ÍTR, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Guðni Bergsson, formaður undirbúningsnefndar leikanna. Ungmennaleikar haldnir í Reykjavík næsta sumar Leyndó „Ég gef ekki upp hvað er rætt á ríkisstjórnarfundum í einstökum atriðum.“ SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR HEILBRIGÐIS- RÁÐHERRA. FRÉTTABLAÐIÐ. Sannleikur „Við eigum sérstaklega bragðgóða mjólk.“ GUÐNI ÁGÚSTSSON LANDBÚNAÐ- ARRÁÐHERRA. MORGUNBLAÐIÐ. EIÐUR SMÁRI Verður verndari leikanna. ÞAÐ VERÐUR LÍF OG FJÖR Í LAUGARDALNUM Guðni Bergsson segist hafa orðið var við mikinn áhuga fyrir leikunum í útlöndum enda Ísland og Reykjavík bæði þekkt og spennandi. Keppt verður í sex íþróttagreinum í Laugardalnum en golf- keppnin fer fram á völlum Golfklúbbs Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? KRISTJÁN JÓHANNSSON ÓPERUSÖNGVARI Temur óperustjörnur hist og her
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.