Fréttablaðið - 18.05.2006, Side 26
18. maí 2006 FIMMTUDAGUR26
og fólk
? Hin unga Bylgja Gauksdóttir úr hestamannafé-laginu Andvara í Garðabæ lagði að velli marga
sér eldri og reyndari knapa um síðustu helgi
þegar hún sigraði meistaraflokkinn í fjórgangi á
Reykajvíkurmeistaramóti. Bylgja var að vonum
í skýjunum yfir sigrinum en hafði þó alltaf von
um að vinna. „Maður vonast alltaf eftir því en
þetta voru sterkir keppinautar,“ segir Bylgja
hógvær en hún sigraði á hryssunni Hnotu frá
Garðabæ sem hún hefur keppt á í fjögur ár.
„Hnota er fædd mömmu og hún á hana. Þetta
er skemmtileg hryssa með góðar grunngang-
tegundir og gerir það sem hún er beðin um. En
það er nú skap í henni líka,“ segir Bylgja glettin
og greinir nú frá ættum þessarar gæðahryssu.
„Hún er undan Gný frá Hrepphólum sem var
seldur til Danmerkur fyrir nokkrum árum og
undan Flugu frá Garðabæ sem mamma átti
líka, en sú var undan Ófeigi frá Flugumýri.“
Þó Bylgja sé ung að árum, aðeins 22 ára,
hefur hún starfað við tamningar í allnokkurn
tíma. Fyrst með skóla, en hún er stúdent frá
Fjölbraut í Garðabæ, og síðustu tvö ár hefur
hestamennskan verið hennar aðalstarf. „Ég var
í Danmörku á síðasta ári að temja og sýndi
meðal annars í kynbótadómi síðasta vor,“
greinir Bylgja frá en þar sýndi hún hæst dæmda
fimm vetra stóðhestinn til þessa sem fékk 8,19
í aðaleinkunn. Síðan hún kom heim frá Dana-
veldi hefur hún starfað hjá Gunnari Arnarssyni
sem kenndur er við Auðsholtshjáleigu. Fyrir
utan starfið hjá Gunnari er fullt hús hesta hjá
foreldrum Bylgju í Andvara sem hún þarf að
sinna og það gerir hún í frítíma sínum. „Þetta
er áhugamálið númer eitt, tvö og þrjú,“ segir
Bylgja glettin þegar hún er spurð hvort eitthvað
annað áhugamál komist að. „Maður reynir samt
að gefa sér tíma fyrir annað,“ viðurkennir hún.
Segja má að Bylgja sé fædd og uppalin í
hestamennsku. Hún segir mestu máli
skipta að hún hafi alltaf
haft góða hesta til að ríða
en hún stefnir ótrauð á
að hafa hesta og
hestamennsku
að aðalstarfi um
ókomna tíð.
HESTAMAÐURINN: BYLGJA GAUKSDÓTTIR
Í hestamennsku frá morgni til kvölds
Vissir þú...
að Hrynjandi frá Hrepphólum á
365 skráð afkvæmi. Þar af eru 23
með fyrstu einkunn. Hæst dæmda
afkvæmið er Hrói frá Skeiðháholti
með 8,41 í aðaleinkunn.
www.worldfengur.com
Þolreið á íslenskum hest-
um er farin að ryðja sér til
rúms erlendis. Hún fer nú
fram í fyrsta sinn í þrem-
ur löndum í Skandinavíu
og einnig Þýskalandi. Hér
á landi verður hún haldin
á laugardaginn.
Þolreið á íslenskum hestum fer nú
fram í fyrsta skipti erlendis. Hún
var haldin á laugardag í Kolding
í Danmörku. Í Þýskalandi verður
hún 25. maí, í Noregi þann 28. maí
og í júní í Svíþjóð.
Hér á landi fer þolreiðin fram
á laugardaginn og verður riðið
úr Víðidal í Laxnes. Mæting er
klukkan 11 í Reiðhöllina í Víðidal
þar sem læknisskoðun fer fram.
Ræst verður klukkan 13. Sá sem
sigrar hlýtur glæsileg verðlaun,
hvorki meira né minna en ferð á
Heimsmeistaramótið í Hollandi
árið 2007.
Guðlaug Kristín Karlsdóttir
hefur, á vegum Icelandair, haft
veg og vanda af skipulagningu
þolreiðanna, bæði hér heima og
í útlöndum. Hún segir að keppn-
in hafi vakið talsverða athygli í
Danmörku. Þar var keppt á gömlu
járnbrautarspori en einnig á skóg-
arstígum. Mikill áhugi sé fyrir
þolreiðinni í þeim löndum þar sem
keppt verður á næstunni.
„Hugsunin á bak við þolreiðina
er sú, að þarna er eitthvað í boði
fyrir alla,“ segir Guðlaug. „Þú
þarft einfaldlega að eiga
reiðhest til að standa jafn-
fætis öðrum
k e p p e n d -
um. Þarna
er ekki
spurt um
tölt, vekurð
eða sýn-
ingartækni,
eins og í
öðrum keppn-
um. Þarna er
lögð áhersla á
samspil hests og
manns, að hestur-
inn fari ekki yfir
púlsmörk og þess
háttar. Frístund-
areiðmenn eru
svo fjölmargir og þarna er þeirra
tækifæri til að taka þátt.“
Passað er vel upp á hrossin
fyrir keppni, í henni og á eftir.
Dýralæknir sér um það eftirlit.
„Keppendur leggja af stað með
mínútu millibili svo ekki eru allir í
einni bendu,“ segir Guðlaug. „Þrátt
fyrir það getur síðasti keppandinn
unnið, því menn geta fengið refsi-
stig, sem geta kostað þá nokkrar
mínútur, ef púlsinn er of hár hjá
hestinum, svo dæmi sé nefnt. Það
eru því margir þættir sem spila
inn í velgengni hvers knapa og
hests og það þarf að kunna að
ríða þessa keppni. Best er að
hafa sem léttust reiðtygi og
sumir hafa riðið þetta
berbakt með múl.“
Skráningar í
þolreiðina hér eru
orðnar mjög góðar,
um það bil 23, að
sögn Guðlaugar, þótt
tveir dagar séu enn til
stefnu. Keppt verður
í unglinga- og full-
orðinsflokki og hafa
bæði konur og karlar
boðað þátttöku.
jss@frettabladid.is
Í DANMÖRKU Það sem gildir er að halda púlsi hestsins undir mörkum. Þess vegna getur borgað sig að ganga svolítinn spöl. FRETTABLADID/
GUÐLAUG KRISTÍN KARLSDÓTTIR
Íslensk þolreið í
fyrsta sinn erlendis
Héraðssýning kynbótahrossa á Sörlastöðum í
Hafnarfirði stendur nú sem hæst. Mörg hross
hafa vakið athygli en fá þó meira en stóðhest-
urinn Aðall frá Nýjabæ í Borgarfirði sem hlaut
frábæran dóm og hækkaði mikið frá síðustu
sýningu.
Aðall hafði áður verið með 8,38 í aðaleinkunn
en hækkaði í 8,51 eftir góðan sprett á kynbóta-
brautinni. Hæfileika-
einkunnina leika fáir
eftir en meðaleinkunn
fyrir þá var 8,75. Þar
af hlaut hann 8,5 fyrir
tölt, 9 fyrir brokk, vilja
og geðslag. Skeiðið er
ekki af lakari endanum enda var einkunnin eftir því, 9,5.
Aðall er undan Furðu frá Nýjabæ, dóttur Anga frá Laugar-
vatni, og Adams frá Meðalfelli. Það var kynbótaknapinn
Þórður Þorgeirsson sem reið Aðli í vikunni upp í þessa góðu
einkunn.
Héraðssýningin á Sörlastöðum stendur til 26. maí og verður
að vonum margt sem gleður augun.
■ Aðall vekur aðal athyglina
STOLTUR EIGANDI Ólöf
K. Guðbrandsdóttir
ræktandi og eigandi
Aðals með glæsigripinn
sér við hlið.
FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN FINNUR
Næstu kynbótasýningar verða
sem hér segir.
29. maí - 30. maí Borgarfjörður
29. maí - 16. júní Hella
31. maí - 3. júní Sauðárkrókur
6. júní - 7. júní Hvammstangi
7. júní - 9. júní Eyjafjörður
12. júní - 13. júní Fljótsdalshérað
14. júní Hornafjörður
6. júní - 15. júní Kópavogur
26. júní - 2. júlí LM - Vind
heimamelar
14. - 18. ágúst Hella
17. - 18. ágúst Sauðárkrókur
Góður byrjendahestur þarf í fyrsta
lagi að vera geðgóður. Í öðru lagi þarf
hann að vera ganggóður. Í þriðja lagi
þarf hann að vera vel taminn.
Þetta segir Eysteinn Leifs-
son, hestamaður í Mosfellsbæ,
um uppskrift að góðum hesti
fyrir byrjanda í hesta-
mennsku, en fjölmörg sölu-
hross fara í gegnum hendur
Eysteins á hverju ári.
„Ef hesturinn er ekki
geðgóður er alltaf meiri hætta
á að eitthvað komi upp á, þótt
hann sé ganggóður og vel taminn.
Byrjandi nær ekki að leysa úr
málunum búi hesturinn yfir einhverjum skapbresti,“ segir
Eysteinn. „Góð tamning er mikilvæg. Það er skilyrði að
hesturinn standi kyrr þegar stigið er á bak, sé í andlegu
jafnvægi, feti frá húsi, sé alltaf tilbúinn til að slaka á og svari
öllu sem knapinn biður hann um, þannig að viðkomandi
hafi stjórnina í sínum höndum. Tamningaþátturinn er að
verða æ mikilvægari. Fólk er farið að gera meiri kröfur til
hestanna sem það kaupir. Sá hugsunarháttur að kaupa
hest sem er ódýrari vegna einhvers galla er hættuleg upp-
skrift. Það hafa margir hreinlega gefist upp sem hafa lent í
þeim pakka. Allt uppihald kostar jafn mikið fyrir góðan hest
eins og lélegan hest.
Fólk er í hestamennsku til að hafa gaman af henni en
ekki til að lenda í vandræðum,“ segir Eysteinn og bætir við
að byrjendur eigi umfram allt að varast viðkvæm, spennt og
sjónhrædd reiðhross.
GEÐGÓÐUR, GANGGÓÐUR OG VEL TAMINN
SÉRFRÆÐINGURINN: EYSTEINN LEIFSSON:
Miðaverð á Landsmót hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði, sem haldið
verður 26. júní til 2. júlí, liggur nú fyrir. Í forsölu kostar vikupassi 9.000 krónur, helg-
arpassi frá laugardegi til sunnudags kostar 7.500 krónur en unglingar borga 2.500
fyrir alla vikuna.
Við hliðið mun vikupassi kosta 10.000 krónur, helgarpassi 8.000 en unglingar
borga 3.000 krónur fyrir vikuna. Dagmiðar eru á 4.000 krónur en börn 12 ára og
yngri fá frítt inn.
■ Miðaverð á Landsmót 2006
Árlega halda félagskonur Fáks, stærsta hestamannafélags landsins, sérstaka kvenna-
reið þar sem fjöldi fagurra fljóða safnast saman og ríður út í nágrenni Reykjavíkur sér
til skemmtunar. Í ár munu konurnar fara skemmtilegan hring í Heiðmörk þann 24.
maí. Lofað er miklu fjöri en trúbador kyndir upp stemninguna í stoppinu í miðjum
reiðtúr. Þá ætla konurnar að gæða sér á góðum kvöldverði í félagsheimili Fáks að
loknum útreiðum.
■ Fákskonur halda í kvennareið
Fákskonurnar hressu eiga
sér einkennislag sem verður
látið fljóta hér með.
„Við höldum þétt um tauminn
pískinn stífan
geysumst áfram hraðar nú
hestar allir
farið hraðar
ekkert eftir gefa má.
Hvaða, hvaða koma stelpur
allir hljót´að sjá
að Fákskonur á sprækum hross-
um eiga leið hér hjá.“
Kraftur
og hugmyndir
Tryggjum Karli og Bryndísi
sæti í bæjarstjórn Mosfellsbæjar