Fréttablaðið - 18.05.2006, Qupperneq 28
18. maí 2006 FIMMTUDAGUR
Íslendingar standa nú frammi fyrir
nýjum veruleika í varnarmálum.
Bandaríkjastjórn hefur í reyndinni
rift varnarsamningi landanna frá
1951 gegn vilja ríkisstjórnar
Íslands. Riftunin á sér langan
aðdraganda, því að Bandaríkja-
menn hafa árum saman látið á sér
skiljast, að hrun Sovétríkjanna
1991 kalli á endurskoðun varna á
Norður-Atlantshafi. Þetta er skiljan-
legt viðhorf.
Ríkisstjórn Íslands láðist að
nota tímann til að leggja drög að
nýrri skipan varnarmálanna. Svo
virðist sem stjórnin hafi ekki trúað
því, að Bandaríkjastjórn myndi
standa við orð sín. Ríkisstjórn
Íslands virtist koma af fjöllum,
þegar Kaninn kunngerði brottför
hersins frá Keflavík fyrr á þessu
ári. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks-
ins og Framsóknarflokksins hafði
enga varaáætlun fram að færa –
ekkert plan B. Ríkisstjórnin hefur
sýnt af sér hirðuleysi um brýna
hagsmuni Íslands í utanríkis- og
varnarmálum. Eða hvað ætli for-
ustumenn Sjálfstæðisflokksins og
Morgunblaðið hefðu sagt, ef vinstri
stjórn hefði skilið Ísland eftir varn-
arlaust án þess að hafa gert sýni-
legar gagnráðstafanir? Fyrir-
hyggjuleysi ríkisstjórnarinnar í
varnarmálunum þarf þó ekki að
koma neinum á óvart, því að lands-
stjórnin hefur að ýmsu öðru leyti
verið sama marki brennd undan-
gengin ár, svo sem verðbólgan (átta
prósent síðustu tólf mánuði) vitnar
um. Áhugaleysi ríkisstjórnarinnar,
einkum Sjálfstæðisflokksins, um
aðild Íslands að ESB þarf að skoða
í þessu samhengi. Þáverandi for-
sætisráðherra (nú seðlabanka-
stjóri) líkti evrunni við gjaldmiðil
Norður-Kóreu í sjónvarpsviðtali
við Egil Helgason blaðamann ekki
alls fyrir löngu: það áttu víst að
vera rök fyrir því, að Ísland þyrfti
ekki á evrunni að halda.
Reynsla Eystrasaltsríkjanna
bregður birtu á málið. Við hrun
Sovétríkjanna stóðu Eistland, Lett-
land og Litháen skyndilega varnar-
laus frammi fyrir umheiminum.
Herlið Sovétmanna hvarf á braut
við almennan og langþráðan fögn-
uð fólksins í þessum löndum, og
þau þurftu þá að endurskipuleggja
varnir sínar. Hvað gerðu Eistar?
Þeir ákváðu, að varnarlausir gætu
þeir ekki verið. Að loknum vand-
legum undirbúningi gengu þeir í
Atlantshafsbandalagið og Evrópu-
sambandið 2004, og þeir hyggjast
taka upp evruna í stað krónunnar
um leið og þeir ná verðbólgunni
niður fyrir þrjú prósent á ári í sam-
ræmi við inntökuskilyrði ESB,
sennilega 2008. Verðbólgan í Eist-
landi er nú innan við fjögur pró-
sent á ári, hún skreið upp fyrir þrjú
prósent vegna hækkunar olíuverðs
á heimsmarkaði, en ríkisstjórnin
ákvað að falsa ekki vísitöluna með
því til dæmis að lækka virðisauka-
skatt á móti, svo sem henni hefði
þó verið í lófa lagið, því að þannig
vinna menn ekki í Tallinn.
Hvað um það, Eistar settu
ákvæði um herskyldu í stjórnar-
skrá landsins 1992. Hernum var
síðan breytt úr 3.000 manna skyldu-
her 1992 í 8.000 manna sjálfboða-
her 2003. Útgjöld Eista til varnar-
mála hafa aukizt úr hálfu prósenti
af landsframleiðslu 1992 upp í tæp
tvö prósent 2003. Þetta þýðir, að
Eistar verja til varnarmála sex-
tándu hverri krónu, sem kemur inn
í ríkiskassann. Eistum dugir ekki
aðildin að NATÓ og ESB; þeir telja
einnig nauðsynlegt að halda úti
dýru heimavarnarliði. Þessa
ákvörðun Eista þarf vitaskuld að
skoða í ljósi biturrar reynslu þeirra
af nábýlinu við Rússa, en ein-
göngu? Þar er efinn.
Ríkisstjórn Íslands hefur ekki
enn lagt fram tillögur um það,
hvernig tryggja skuli varnir lands-
ins eftir brottför hersins, úr því að
Bandaríkjastjórn telur ekki lengur
vera þörf fyrir herlið eða þotur hér
á vegum NATÓ til að tryggja sam-
eiginlegar varnir. Ætla verður, að
Bandaríkjastjórn hafi ráðfært sig
við NATÓ um þessa niðurstöðu.
Stofnaðild Íslands að NATÓ 1949
var ekki reikningsdæmi. Ríkis-
stjórn Íslands og Alþingi settust
ekki niður til að leggja kosti og
galla aðildar á vogarskálar. Ríkis-
stjórn núverandi stjórnarflokka og
Alþýðuflokksins 1947-49 sagði þá
einfaldlega: í þessum félagsskap
viljum við vera til að efla sameig-
inlegar varnir bandalagsþjóðanna
og eigin varnir. Hún þurfti engar
úttektir, enga útreikninga. Við
ættum kannski að hugsa þannig
um ESB, úr því að það er í fyrsta
lagi friðarbandalag með efnahags-
legu og pólitísku ívafi, sem er
ætlað að vera bindivefur varanlegs
friðar í álfunni.
Reynslan frá öldinni sem leið
kennir okkur, að stríð og friður í
Evrópu eru einnig okkar stríð og
friður. Við eigum ekki að sitja uppi
á vegg í sameinaðri Evrópu, allra
sízt í vanhugsuðu eiginhagsmuna-
skyni. Við eigum heima í Evrópu.
Okkar stríð , okkar friður
Í DAG
STAÐAN Í
VARNARMÁLUM
ÞORVALDUR
GYLFASON
Reynslan frá öldinni sem leið
kennir okkur, að stríð og friður
í Evrópu eru einnig okkar stríð
og friður. Við eigum ekki að
sitja uppi á vegg í sameinaðri
Evrópu, allra sízt í vanhugsuðu
eiginhagsmunaskyni.
Vandinn
Í góðæri rúlla krónurnar sem aldrei fyrr
inn í sjóði ríkis og bæja. Þeir gildna því
meir sem tekjur og neysla almennings er
meiri, því hvort tveggja er skattlagt. Við
slíkar aðstæður þykir mjög varasamt að
efna til mikilla útgjalda. Ríkið er nefnilega
að mörgu leyti eins og hver annar
neytandi eða fjölskylda sem berst meira á
þegar tekjurnar aukast. Þegar efst á óska-
lista velmegandi fjölskyldu er nýr fimm
milljóna króna bíll dreymir sveitarfélögin
og ríkið um mislæg gatna-
mót, ný hjúkrunarheimili
og hátæknisjúkrahús.
En þetta er nánast
allt forboðið í góðæri.
Viðtekin hagfræði segir
að við slíkar aðstæður
megi ekki heldur nota
söluandvirði Símans til
góðra verka.
Þversögnin
Þessa þversögn bendir Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn stjórnvöldum á. Þau ættu að
setja sér reglur sem auðveldi þeim að
standast pólitískan þrýsting um aðgerðir
á borð við tekjuskattslækkun á þenslu-
tímum. Ætlun ríkisstjórnarinnar er einmitt
sú að lækka tekjuskatt einstaklinga um
næstu áramót. Ráðstöfunartekjur heimila
og einstaklinga má auka með lækkun
skatta. Það er líka hægt að gera með því
að koma á gjaldfrjálsum leikskóla, pen-
ingaframlögum til barnafjölskyldna, gefa
frístundakort og hafa ókeypis í strætó, svo
nokkuð sé nefnt
af dæmigerðum
kosningalof-
orðum. Allt
verður þetta
til að æra
óstöðugt
efnahagslíf á
þenslutímum segja hagspekingarnir. Þeir
vita að fólk kýs samtímis góða opinbera
þjónustu og lága skatta.
Hagfræði almennings
Á vefsíðu sinni bendir Jónas Kristjánsson
ritstjóri á að lending gæti orðið mjúk
þrátt fyrir hagstjórnina í landinu. „Notkun
greiðslukorta hefur minnkað um átta pró-
sent innanlands á einu ári. Það stafar af,
að Íslendingar eru farnir að halda að sér
höndum í kaupæðinu. Þeir eru að spá í,
að allur sé varinn góður, þegar ríkisstjórn-
in hefur sofnað á verðinum og verð-
bólgan er farin úr böndum. Fólk sér fram
á lakari krónu og aukna vaxtabyrði, steypir
sér síður en ella í nýjar skuldir. Þegar fólk
dregur saman seglin um átta prósent, má
búast við, að það geti mætt vandanum og
verðbólgan reynist vera skot, sem hjaðnar
aftur mjúklega með næsta vetri.“
johannh@frettabladid.is
Hún fer líklega ekki framhjá neinum hugsandi manni hér á landi sú mikla umræða sem orðið hefur á síðustu mánuð-um um kjör aldraðra og öryrkja hér á landi. Þetta er svo
sannarlega þörf umræða, sem aldrei hefur náð jafn hátt og að
undanförnu. Þar kemur margt til, en líklegt má telja að góðærið
sem hér ríkir á mörgum sviðum, hafi framkallað hana, og mönn-
um hefur orðið ljóst að það sitja ekki allir við kjötkatlana í hinum
mikla uppgangi í efnahagslífnu hvað varðar afkomu og kjör.
Fjölmennur baráttufundur Aðstandendafélags aldraða og Sam-taka eldri borgara í Háskólabíói í Reykjavík í fyrrakvöld, sýndi svo ekki verður um villst að þessi mál brenna á mörgum, ekki
aðeins hvað varðar afkomu og kjör aldraðra, heldur ekki síður
aðbúnað aldraðra og mikinn skort á hjúkrunarrýmum fyrir þá.
Sjúkrahúsin eru yfirfull og á Landspítalanum eru að jafnaði um
eitt hundrað manns sem eiga þar alls ekki heima, en eiga kröfu á
því að þeim sé sinnt á hjúkrunarstofnunum. Svo og svo margir
eru á göngum sjúkrahúsanna og verða að liggja þar sjúkir innan
um önnum kafið starfsfólk – gesti og gangandi. Slíkt er ekki bjóð-
andi nokkrum manni og síst af öllum þeim sem lokið hafa ævi-
starfinu og lagt sitt af mörkum til uppbyggingar þess þjóðfélags
sem við búum í í dag. Við allt þetta bætist svo að mikil starfs-
mannaekla er á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum. Þar eru líka
margir útlendingar að störfum sem aldraðir og sjúkir eiga erfitt
með tjá sig við og eykur það enn á vandann við starfsmannamál
þessara stofnana. Þessir starfsmenn eru þó yfirleitt allir af vilja
gerðir til að gera það sem þeim er ætlað, og þeir hafa svo sannar-
lega bjargað því sem bjargað verður í þessum málum. Margir
þessara starfsmanna eru í hópi þeirra láglaunastétta sem undan-
farið hafa verið að berjast fyrir kjörum sínum, og það verður að
sjá svo um að þetta fólk sem í mörgum tilfellum er langt að
komið, sé ekki hlunnfarið hvað varðar laun og kjör.
Stjórnmálaflokkarnir hefðu margir hverjir mátt vera hreykn-
ir af því að geta smalað saman á svo fjölmennan fund, eins og
þann sem haldinn var í Háskólabíói á þriðjudagskvöld. Stefán
Ólafsson prófessor skýrði á fundinum enn og aftur hvernig
margir aldraðir hafa dregist aftur úr á síðustu árum hvað varðar
kjör. Kaupmáttur hefur almennt vaxið á þeim árum sem hann
hefur tekið fyrir, en mjög misjafnlega eftir tekjuhópum, og það
er sláandi hvað mikill munur er á hlutfallslegri aukningu ráð-
stöfunartekna hjá þeim sem lægst hafa launin og hjá þeim sem
eru hátekjumenn, en þar hefur hátekjuhópurinn farið langt fram
úr þeim lægstu. Auðvitað ættu ráðstöfunartekjur þeirra sem
minnstar tekjur hafa að aukast mest að hlutfallstölu, ef jöfnuður
ætti að aukast, því hinir fá stöðugt fleiri krónur í vasann. Það er
þessi ójöfnuður í þjóðfélaginu, sem vakti mikla athygli á Háskóla-
bíósfundinum, hvað svo sem ráðamenn segja um aukningu
ráðstöfunartekna.
Þær raddir gerast nú æ háværari að samtök aldraðra hasli
sér völl á hinum pólitíska vettvangi í næstu alþingiskosningum,
til að berjast fyrir hagsmunamálum sínum. Það er þó ekki víst
að það yrði málstað þeirra til meiri framdráttar, en að halda
áfram baráttunni á almennum vettvangi eins og þau gera nú.
Það er greinilega búið að opna augu margra fyrir þeim vanda
sem blasir við varðandi kjör og aðbúnað aldraðra og nú er að
fylgja eftir þeirri bylgju sem fer um þjóðfélagið og nýta þann
byr sem þessi málaflokkur nýtur.
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Fjölmennur baráttufundur í Háskólabíói:
Þjóðarhreyfing í
þágu aldraðra
Virðing
Réttlæti
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK
S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Stjórnar þú
með stíl?
Fyrirtæki ársins er árleg könnun VR á stjórnun,
aðbúnaði og ánægju starfsfólks íslenskra
fyrirtækja. Niðurstöður verða kynntar 19. maí.
Við framsóknarfólk í Kópavogi
erum stolt af þeirri uppbyggingu
sem átt hefur sér stað í bænum
undanfarin 16 ár. Við treystum því
að Kópavogsbúar viðurkenni þátt
okkar í því. Við ætlum að halda
áfram að gera góðan bæ betri.
Fyrir þessar kosningar leggjum
við áherslu á að fjölskyldunni líði
vel í bænum og ætlum að gera enn
betur. Í stefnuskrá okkar sem nú á
að vera komin í öll hús í Kópavogi
gerum við á skýran hátt grein
fyrir þeim málum sem við ætlum
að beita okkur fyrir. Í íþrótta- og
tómstundamálum ætlum við að
fylgja eftir þeim árangri sem náð-
ist í því að gera íþróttaiðkun ódýr-
ari fyrir börn á aldrinum 6-12 ára
með því að hækka þennan aldur
upp í 18 ára.
Fyrir foreldra sem eru að koma
úr fæðingarorlofi með börn 9-18
mánaða gömul börn ætlum við að
finna lausn í stíl við þá leið sem
hefur verið farin á hinum Norður-
löndunum með dagheimilum. Við
viljum jafna aðstöðu foreldra
hvort sem þeir kjósa að hafa börn
sín í leikskólum bæjarins, á einka-
reknum leikskólum, hjá dagmæðr-
um eða heima. Foreldrar sem vilja
hafa 9-18 mánaða gömul börn sín
heima skulu þannig fá sömu niður-
greiðslu og dagmæður, en hún er
nú 30 þúsund krónur á mánuði
fyrir hvert barn. Við munum bæta
þjónustu leikskólans enn frekar
með því að stytta lokunartímann á
sumrin úr fjórum vikum í tvær. Í
Dægradvöl viljum við lengri opn-
unartíma þegar almennt skólahald
liggur niðri, til dæmis á virkum
dögum í kringum jól og páska.
Við framsóknarmenn munum
eftir eldri borgurum og ætlum að
bjóða upp á aukna umhyggju og
samstarf við eldri borgara þar
sem 75 ára og eldri geti hringt í
gjaldfrjálst númer og látið vita af
högum sínum. Eins viljum við
skipuleggja heimsóknir til þeirra
sem eru áttræðir og eldri a.m.k.
einu sinni í viku ef þeir óska
þess.
Við viljum að Kópavogsbúar
haldi áfram að vera stoltir af
bænum sínum og treystum á
stuðning þeirra þann 27. maí.
Höfundur er 1. maður á lista
Framsóknarflokksins í Kópavogi.
Framsókn fyrir Kópavog
UMRÆÐAN
FJÖLSKYLDUMÁL
ÓMAR STEFÁNSSON
BÆJARFULLTRÚI
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000
SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja
ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum
á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871