Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 32
 18. maí 2006 FIMMTUDAGUR32 Reykjavík er frábær. Frábær stað- ur fyrir börn, frábær staður fyrir fjölskyldur, frábær staður fyrir Reykvíkinga, frábær staður fyrir gesti þeirra. Á föstudaginn bættist enn ein skrautfjöðurin í hatt borg- arbúa, sem kristallar þann uppgang sem nú er í miðborg Reykjavíkur. Borgarstjóri opnaði sýningu, Reykjavík 871 +/- 2 í kjallaranum undir Hótel Reykjavík Centrum á horni Aðalstrætis og Túngötu. Sýn- ingin fjallar um mannvistarleifar frá upphafi byggðar í Reykjavík og rannsóknir fræðimanna á þeim. Í Aðalsstræti fannst mjög heilleg rúst af víkingaaldarskála auk veggjabrota sem eru meðal elstu mannvistarleifa á Íslandi. Sýningin er nú opin almenningi og var „pakk- að hús“ alla helgina. Vinna þeirra sem komu að sýn- ingunni er til mikils sóma. Þar fóru fremst Hjörleifur Stefánsson sýn- ingarstjóri og Þórunn Sigríður Þor- grímsdóttir sýningarhönnuður, dyggilega studd af Guðnýju Gerði Gunnarsdóttur borgarminjaverði og öðrum fyrirtækjum borgarinn- ar. Fornleifastofnun Íslands vann rannsóknirnar sem sýningin byggir á. Þá komu að sýningargerðinni snillingar í hönnun og framsetn- ingu, annars vegar þýskt fyrirtæki, Art+Com frá Berlín og hins vegar hið reykvíska fyrirtæki Gagarín. Miklu fleiri lögðu hönd á plóginn, sagnfræðingar, náttúrufræðingar, fornleifafræðingar, ljósahönnuðir en of langt mál að telja alla upp. Reykjavík hefur eignast sýn- ingu á heimsmælikvarða. Gimstein í miðborgina. Það var gaman að fylgjast með sýningargestum leika sér í kringum rústina, skoða, lykta, skynja, hugsa. Rústin er ótrúlega fallegur moldarhaugur. Já, ég segi og skrifa, fallegur moldarhaugur, sem fær, með stuðningi margmiðl- unar, líf og sögu. Sögu landnema. Sögu nýbúa. Sögu Reykvíkinga. Ég hvet alla landsmenn til að drífa sig á landnámssýninguna, Reykjavík 871 +/-2 í Aðalstræti og njóta þess sem þar er boðið upp á. Takið með ykkur börnin ykkar, fjölskyldu, nágranna og erlenda gesti. Já, Reykjavík er frábær og enn er ástæða til að gleðjast og halda uppbyggingu áfram. Höfundur skipar 13. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Glæsileg viðbót í menningarflóruna UMRÆÐAN MENNING FELIX BERGSSON LEIKARI Reykjavík hefur eignast sýningu á heimsmælikvarða. Gimstein í miðborgina. Það var gaman að fylgjast með sýningargestum leika sér í kringum rústina, skoða, lykta, skynja, hugsa. Kristján B. Jónasson skrifaði grein í blaðið á dögunum þar sem nafn mitt ber á góma sem nokk- urs konar boðbera dauðans í íslenskri ljóðagerð. Eitthvað hefur hér vonandi skolast til. Kristján hefur væntanlega haft í huga grein sem ég skrifaði einu sinni upp úr spjalli á fundi áhuga- manna um bókmenntir og hét Einkavæðing textans. Greinin birtist í Tímariti Máls og menn- ingar einhvern tímann á tíunda áratugnum og þar velti ég fyrir mér stöðu ljóðlistar í samhengi við almenna stöðu ritaðs máls á Íslandi. Sennilega hefur greinin verið dálítið grautarleg og erfitt að end- ursegja óljósar vangaveltur henn- ar þar sem látið var vaða á súðum um minningagreinar, ljóðagerð, V.S. Naipaul og Stein Steinarr í vangaveltum um róttækar breyt- ingar á íslenskri orðræðu og valdahlutföllum innan hennar – en hitt held ég að ég muni rétt að þar hafi ekki verið lýst yfir dauða ljóðsins. Ég vona ekki. Eins gæti ég tilkynnt um dauða fuglasöngs- ins, dauða súkkulaðsins eða dauða norðanvindsins. Með vinsemd Guðmundur Andri Thorsson Dauði ljóðsins og ég UMRÆÐAN DAUÐI LJÓÐSINS GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON RITHÖFUNDUR ... en hitt held ég að ég muni rétt að þar hafi ekki verið lýst yfir dauða ljóðsins. Ég vona ekki. Eins gæti ég tilkynnt um dauða fuglasöngsins ... Á undanförnum dögum og vikum höfum við fylgst með kosninga- baráttunni hér í borginni. Við borgarbúar verðum að treysta því að orðum fylgi athafnir og raun- hæfar hugmyndir og lausnir verða að fylgjast að. Því er ranglega haldið á lofti að væntanlegar kosn- ingar snúist fyrst og síðast um gengi tveggja turna. Fjölmiðla- menn tala í þessa veruna án athugasemda og frekari skoðunar. Ég reyni að leggja mig fram um að hlusta á fréttaskýringar- þætti og umræður um stjórnmál og nú á síðustu dögum finnst mér eins og forustumönnum „turna- flokkanna“ sé oftar stillt upp sem viðmælendum, hvor gegn hinum, en efstu mönnum á öðrum fram- boðslistum.Viðtalsþættir sem eru endurteknir, jafnvel oftar en einu sinni, virka ekki síður sem auglýs- ingar en hefðbundnar auglýsingar í fjölmiðlum. Finnst fréttamönn- um sem gefa sig út fyrir að hafa sérstaka þekkingu eða innsýn í stjórnmál ekki athyglisvert að skoða það nánar hvort það sé hollt lýðræðinu og opnum skoðana- skiptum að hafa aðeins tvo val- kosti? Hugnast borgarbúum sú framtíðarsýn að einn flokkur nái hér meirihluta og þurfi aðeins að leita inn í sínar raðir til að afla hugmynda og fylgis við stefnumál sín? Hvað verður um samræðu- stjórnmál Samfylkingarinnar ef hún nær hér meirihluta? Ég er hrædd um að þá verði lítið um samráð og samvinnu við pólitíska andstæðinga eða almenna borg- ara. Ég trúi því ekki að borgarbúar vilji að borginni verði stjórnað af einum stjórnmálaflokki næstu fjögur árin. Ekki viljum við að aðeins einn stjórnmálaflokkur vermi alla ráðherrastólana í ríkis- stjórn Íslands. Því er það í and- stöðu við valddreifingu, samvinnu, heilbrigð og eðlileg skoðanaskipti að telja kjósendum trú um að kosn- ingarnar í vor snúist aðeins um tvo flokka og atkvæði greidd Framsóknarflokknum falli dauð. Það er nauðsynlegt fyrir jákvæða þróun borgarinnar að Framsókn- arflokkurinn með Björn Inga Hrafnsson sem oddvita hljóti góða kosningu. Störf framsóknarmanna í borginni á undanförnum árum sanna að Framsóknarflokkurinn stendur fyrir framkvæmdir og framfarir. Öflug borg eins og Reykjavík má ekki undir neinum kringumstæðum verða af starfs- kröftum og hugmyndum reyk- vískra framsóknarmanna. Höfundur er í stjórn Kjördæm- issambands framsóknarmanna í Reykjavík - norður og varaþing- maður. Tveggja turna tal – viljum við það? UMRÆÐAN KOSNINGAR FANNÝ GUNNARSDÓTTIR VARAÞINGMAÐUR Ég trúi því ekki að borgarbúar vilji að borginni verði stjórnað af einum stjórnmálaflokki næstu fjögur árin. Málefni aldraðra er dökkur skuggi á hina margrómuðu velferð hér á landi. Farið er með marga veik- burða einstaklinga eins og hreppsómaga fyrr á öldum, þeir eru sviptir fjárhagslegu sjálfstæði og jafnvel fluttir hreppaflutning- um landshorna á milli í vistun á dvalar- og hjúkrunarheimili. Þjóð- arsálinni misbýður hvernig staðið er að málefnum aldraðra og nú rétt fyrir sveitastjórnarkosningar hrökkva frambjóðendur á listum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks upp af værum svefni, finna að spjótin beinast að þeim vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar og setja fram kosningastefnu sem gengur þvert á stefnu sömu flokka í ríkisstjórn. Félög aldraðra hafa bent á fjöl- marga þætti sem verður að breyta í lagaumhverfi og þjónustu aldr- aðra til að komast frá vistunarúr- ræðum yfir í einstaklingsbundna þjónustu. Vinstri hreyfingin - grænt framboð hefur lýst yfir samstarfsvilja til að vinna frekar að útfærslu og koma hugmyndum aldraðra í framkvæmd, hvort heldur er á sveitarstjórnarstigi eða hjá ríkinu. Hjúkrunar- og dvalarheimili Framkvæmdasjóði aldraðra, sem fjármagnaður er með sérstökum nefskatti, hefur ekki verið varið til uppbyggingar hjúkrunar- og dvalarheimila undanfarin ár eins og lög kváðu upphaflega á um, heldur hefur verið seilst í þann sjóð eftir framlögum til rekstrar til þess að draga úr þörf fyrir bein framlög úr ríkissjóði. Öldrunarstofnanir eru fjár- magnaðar með mismunandi hætti eftir því hvort þær eru reknar á vegum ríkis, sveitarfélaga eða sem sjálfseignarstofnanir. Þær hafa um árabil átt í miklum rekstrar- erfiðleikum og eru nú flestar rekn- ar með halla og skuldasöfnun. Hins vegar er eitt einkarekið hjúkrunarheimili, þ.e. Sóltún sem hefur sérstakan rekstrar- og þjón- ustusamning og hefur því á allan hátt betri stöðu gagnvart ríki og í sambandi við launagreiðslur starfsmanna og þjónustu við sjúklinga. Þó að þjónusta aldraðra eigi að vera sem mest í nærsamfélaginu og sjálfstæðu búsetuformi þá verður að vera góður aðgangur að hjúkrunarheimilum til skemmri eða lengri tíma. Í dag er staða hjúkrunar- og dvalarheimilanna mjög alvarleg, sérstaklega á höf- uðborgarsvæðinu sem nær væri að lýsa sem neyðarástandi. Um 300 einstaklingar og fjölskyldur þeirra eru nú í sárri neyð þar sem hjúkrunarpláss, heimahjúkrun og heimaþjónusta hafa ekki fylgt íbúaþróun á höfuðborgarsvæðinu. Öldrunarþjónustan berst í bökk- um, hjúkrunar- og dvalarheimilin eru flest rekin með halla þar sem hvorki hefur fengist leiðrétting á daggjaldagreiðslum né öðrum framlögum úr ríkissjóði. Framlag hins opinbera til hjúkrunar- og dvalarheimila þarf því að leiðrétta strax og að auki hækka framlögin með tilliti til einstaklingsbundinn- ar þjónustu og hærra þjónustu- stigs. Átak þarf til að fá aftur hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða inn á öldrunarstofnanir og auðga þjónustuna enn frekar með ráðn- ingu fleiri fagaðila, s.s. næringar- fræðinga, iðjuþjálfa, tannfræð- inga og sjúkraþjálfara. Ný búsetuúrræði og þjónusta Framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra eru í dag of bundin til byggingar hjúkrunar- og dvalar- heimila. Ef leita á nýrra leiða í búsetumálum aldraðra þá verður að breyta reglum sjóðsins og gera mögulegt að veita styrki til fjöl- breytilegrar búsetu aldraða – allt eftir því hvað hentar í hverju sveitarfélagi. Þegar áherslan flyst frá vistunarúrræðum í félagslega þjónustu verður heimaþjónustan að standa undir nafni og miðast fyrst og fremst við einstaklings- bundna þjónustu. Aldraðir eru ekki einsleitur hópur heldur hefur hver og einn ólíkar þarfir og getu til sjálfsbjargar. Sumir þurfa ein- göngu innlit og félagskap til að geta búið á eigin heimili, aðrir þrif, innkaup eða vöktun og enn aðrir aðstoð nær allan sólarhring- inn. Liðveisla fatlaðra og heima- þjónusta aldraðra eru af svipuð- um toga, þetta eru störf sem ófaglært fólk getur sinnt með góðum stuðningi fagfólks. Félagsleg þjónusta og heima- hjúkrun eru í flestum tilvikum ódýrari fyrir samfélagið en vistun á öldrunarstofnun. Öldrunarþjón- ustan er í dag rekin af mismun- andi rekstraraðilum og kemur það niður á gæðum og samfellu þjón- ustunnar. Formlegur samstarfs- vettvangur þarf að vera til staðar þar sem gengið er út frá heild- stæðri þjónustu en ekki út frá stofnun eða rekstraraðila. Þá gild- ir að byggja upp svæðisbundna þjónustu í kringum hverja heilsu- gæslustöð eins og gert hefur verið í nokkrum tilraunasveitafélögum. En þótt íbúar þeirra svæða séu ánægðir og þjónustan skili árangri þá er það yfirlýst stefna ríkis- stjórnarinnar að gera ekki fleiri slíka samninga, það sé of flókið að halda utan um mismunandi þjón- ustu úti um allt land. Fleiri verk- efni verða því ekki flutt til sveit- arfélaganna fyrr en meiri sameining hefur átt sér stað. Sveitarfélög og svæði eru mis- jöfn og því er ekki hægt að setja upp eitt kerfi sem hentar öllum. Að láta framþróun í öldrunarþjón- ustu stranda á hugmyndum um sameiningu sveitarfélaga tel ég varhugaverða. Öldrunarþjónusta í brennidepli UMRÆÐAN KOSNINGAR ÞURÍÐUR BACKMAN, ÞINGKONA VINSTRI GRÆNNA Í Reykjanesbæ eru miklir upp- gangstímar. Peningar flæða og smjör drýpur af hverju strái. Sundhallir rísa, allir fá frítt inn, börn borða ís og hlæja og gleðin ríkir í þessari paradís á jörð. En mitt í öllum gleðskapnum gellur við rödd barns sem, með andlitið baðað í dýrindis rjómaís með dýfu, spyr í barnslegu sakleysi: „Af hverju er keisarinn alls- ber?“ Og viti menn, dulunni er svipt og allir sjá hlutina eins og þeir eru: Keisarinn er allsber. Og menn fara að spyrja með sak- leysi barnsins: Hvernig stendur á því að í bæ þar sem peningarn- ir flæða hefur fíknefnavandi ungmenna aldrei verið meiri? Hvernig stendur á því að í bæ þar sem peningarnir flæða þarf að flytja fólk út úr sveitarfélag- inu þegar það þarfnast umönn- unnar sökum aldurs? Hvernig stendur á því að í bæ þar sem peningarnir flæða er ímynd bæj- arins í hugum bæjarbúa og lands- manna allra nátengd ofbeldi? Hvernig stendur á því að í bæ þar sem peningarnir flæða fær blússandi vændisbúlla þrifist óáreitt? Hvernig stendur á því að í bæ þar sem peningarnir flæða eru innflytjendur að verða eins og ósýnilegu börn Evu og lítið gert til að gera þau virka þátttak- endur í samfélagi sem þeir eru hluti af? Getur verið að þessi vanda- mál séu óskilgetin afkvæmi opin- berrar stefnu sem byggir á ein- staklings- og peningahyggju? Getur verið að þessir máttar- stólpar velferðarsamfélagsins séu að molna og hrynja? Stefna vinstri grænna er rót- tæk félagshyggja sem byggir á því að treysta þessa innviði sam- félagsins svo allir meðlimir þess fái lifað alla ævi með reisn. Þannig munum við byggja upp til frambúðar, innanfrá og út en ekki öfugt. Höfundur er í 1. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjanesbæ. Nýju fötin Reykjanesbæjar UMRÆÐAN REYKJANESBÆR SIGURÐUR EYBERG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.