Fréttablaðið - 18.05.2006, Side 35
FIMMTUDAGUR 18. maí 2006
Úr háborg tískunnar
BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS
Óður til kvenleikans á
hvíta tjaldinu og utan
Tískan hefur löngum átt í nánu sambandi við kvikmyndalistina. Ekki
aðeins við tækifæri eins og í gærkvöldi þegar kvikmyndahátíðin í Cannes
hófst með árvissri tískusýningu á rauða dreglinum heldur einnig á tjald-
inu sjálfu. Og þegar betur er að gáð kemur í ljós að kvikmyndahandrit
hefur oft verið uppspretta athyglisverðra sköpunarverka hönnuða.
Forseti dómnefndarinnar að þessu sinni er kínverski kvikmyndaleik-
stjórinn Wong Kar Wai sem er fæddur í Shanghæ en fór frá Kína þar sem
hann hafði ekki nóg sköpunarfrelsi. Wai hefur einstakt lag á að kvik-
mynda konur og kvenfatnað. Þetta sást vel í kvikmyndinni „In the mood
for love“ (kynningarveggspjald kvikmyndahátíðarinnar í Cannes 2006 er
einmitt út þessari mynd) þar sem einstaklega mikið er lagt í fatnað aðal-
leikkonunnar Maggie Cheung en myndin gerist á fimmta og sjötta ára-
tugnum í Hong Kong. Búningarnir einkennast af sterkum litum og
mynstri og oft fylgir kvikmyndatökuvélin neðri hluta leggja leikkonunn-
ar, fótum og skóm en þeir minna á tíma Jackie Kennedy. Í stuttmyndinni
Höndin (la Main) sem er að finna, ásamt myndum eftir leikstjórana Soder-
bergh og Antonioni, í safni þriggja mynda undir titlinum Eros, má aftur
sjá þessa fallegu kvikmyndatöku. Þar lýsir Wai sérkennilegu sambandi
klæðskera við lúxusgleðikonu sem lætur sauma á sig ógrynni af fallegum
kjólum og sambandið verður náið, nánast eins og ástarsamband í gegnum
fötin. Augnakonfekt fyrir fagurkera sem hafa áhuga á hönnun og tísku.
Á forsíðu bókarinnar Litli svarti kjólinn (La petite robe noir) sem segir
sögu þessarar flíkar sem þykir alltaf jafn ómissandi, má sjá einn slíkan
sem Catherine Deneuve klæðist. Mynd úr kvikmyndinni „Belle de jour“
eftir Luis Bunuel og kjóllinn hannaður af Yves Saint Laurent eins og allur
klæðnaður Deneuve í myndinni. Hann er reyndar með hvítum uppábrot-
um á ermunum og hefði smellpassað í svarthvítu sumartískuna. Örlítið
dæmi um tengingu þessara tveggja listgreina. Sama má sjá á sýningu
sem stendur yfir í einni af útborgum Parísar, Enghien-les-Bains (upplýs-
ingar á www.cda95.fr), tileinkuð dívum í ítalskri kvikmyndagerð á sjötta
áratugnum. Á sýningunni er að finna dýrgripi sem jafnt Maria Callas,
Sophia Loren og Gina Lollobrigida klæðast í frægum kvikmyndum leik-
stjóranna Zeffirelli og Visconti, svo einhverjir séu nefndir.
Oft leituðu stjörnurnar til Coco Chanel, Christian Dior og Yves Saint
Laurent áður en haldið var til Cannes. En í Cannes verður frumsýnd mynd
um einn besta viðskiptavin „Haute couture“ allra tíma, Marie-Antoinette
Frakklandsdrottningu. bergthor.bjarnason@wanadoo.fr
Þrískiptir augnlitir eru meðal
forvitnilegra snyrtivara í nýrri
sumarlínu Rifka.
Rifka snyrtivörur hafa lengi átt
sérstakan stand í Debenhams í
Smáralind og í tilefni af nýrri
sumarlínu snyrtivöruframleið-
andans verður sérstök kynning í
versluninni í dag. Rifka kynning-
arvika verður haldin í Deben-
hams í kjölfarið.
Vörur í nýju sumarlínunni eru
meðal annars þrír nýir augn-
skuggar, sem eru þrískiptir og
varalitagloss. Áhugaverðast er
þó án efa sérstakur tvískiptur
penni sem kallast Dual for Eyes
en öðrum megin er kremaður
augnskuggi og hinum megin er
blýantur.
Ný sumar-
lína Rifka
Sérstök kynning verður á Rifka-snyrtivörun-
um í Debenhams í dag.
1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 2
NÝ SENDING
herrasandalar
dömusandalar
MJÓDDINNI S: 557 1291
GLÆSIBÆ S: 553 7060
BORGARNESI S: 437 1240
Fæst í heilsubúðum, apótekum,
og heilsuhornum verslana
Einnig sjampó, hárnæring o.fl.
DREIFING: JÓN KARLSSON • SÍMI: 5610570
• 100% náttúrulegir jurtalitir
• Engin skaðleg aukaefni
• Ekkert ammóníak
• Laust við festiefni (Resorcinol)
• Þægilegt og fljótlegt í notkun
• 30 litir (Hægt að blanda fleiri)
Heildsöludreifing www.Hafnarsport.is
Útsölustaðir: Femin.is, Snyrtist. Okkar Keflavík.
Snyrtist. Abaco Akureyri, Bætt Útlit, Snyrtist. Jara Akureyri,
Þú þarft ekki lengur að sofa með góminn !!
Hvítunarefni sem virkar á aðeins
20 mínútum !!
������������������� ������������������������������
�
�
��
�
�
�
�
��
�
�
�
�
��
�
�
�
�
�
��
�
�
�
�
��
�
�
��
�
�
�
�
��
�
�
�
��
�
�
�
�
�
�
�
�
��
��
�
�
�
�
��
�
�
�