Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 18. maí 2006 5 Margar gerðir af búningasilfri. Þetta er ódýrasta mynstrið. Allt sem þarf á upphlutinn, settið frá 90.530, kr. Allar upplýsingar um hefð og gerðir búninga eru veittar á staðnum. Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Sérverslun með kvensilfur Hvítt í sumar SKÓR, BUXUR, JAKKAR OG FLEIRA Í HVÍTU VERÐA ÁBERANDI Í SUMAR. Áður og í raun margoft hefur hvítur litur verður áberandi í sumartískunni eins og nú bregður við. Áður verið greint frá því að hvítir leðurskór verði vinsælir í sumar og hvítar gallabuxur er einnig orðnar mjög áberandi og því er ekki annað en rökrétt að álykta að annar klæðnaður í hvítu verði einnig vinsæll. Nú hefur Levi‘s framleitt og sett á markað hvíta gallajakka en almennt hafa hvítir jakkar selst vel samkvæmt fréttavefnum, men.style.com. Vinsældir hins hvíta lits, sem í raun telst vera litleysa, eiga ekki að koma á óvart enda léttur og hefðbundinn og sker sig samt úr. Christopher Bailey, einn af aðalhönnuðum Burberry, vill hafa sína hluti á hreinu. Heimasíðan bráðskemmtilega men.style.com birtir reglulega lista ýmissa tískusérfræðinga yfir tíu nauðsynlega lífstílshluti að þeirra mati. Sá síðasti til að gera slíkan lista var Christopher Bail- ey, helsti útlitshönnuður snobb- merksins mikla Burberry. Val Bai- leys kemur kannski ekki mikið á óvart en er engu að síður skemmti- legt. Þetta hafði hann að segja um val sitt. Penhaligon Blenheim Bouquet ,,Hefðbundið breskt ilmvatn sem er orðið hluti af mér. Hef notað þetta ilmvatn í mjög langan tíma, algjör klassík.“ Listmálarinn David Hockney „Ég ólst upp með teikningum hans, enda fæddist ég í sama hverfi og hann. Mér líkar vel við stíl hans og hvernig hann endurtúlkar Kali- forníu með sínu enska auga.“ Handgerðir Burberry-skór og gamaldags Levi‘s-buxur. Val Baileys kemur ekki á óvart í ljósi þess hvar hann vinnur. Slíkir klassískir spariskór fara einstak- lega vel við gallabuxur enda hefur þessi samsetning á gallabuxum og spariskóm verið afar vinsæl að undanförnu. „...hefðbundið, þægi- legt og auðvelt.“ iPod „Ég ferðast mikið og ég fer aldrei að heiman án trygga iPods-ins míns.“ Joan Armatrading „Tónlist Armatrading fær mig alltaf til að slappa af. Þegar ég hlusta á hana finnst mér ég vera nær heimilinu mínu. Hún er alltaf inni á iPodnum mínum og ég hlusta á hana hvar sem er í heiminum.“ Etro Heliotrope kerti „Ég reyni að eyða eins mikið af mínum frítíma og ég get heima hjá mér í Yorkshire, umkringdur fallegum túnum og trjám. Ef ég kemst ekki þangað þá er næstskást í stöðunni að kveikja á kerti.“ Burberry Chesterfield-jakki „Ég á mikið af uppáhaldsflíkum í fataskápnum mínum en engin þeirra jafnast á við þennan jakka.“ Klassískur, síður jakki með ein- staklega flottum kraga. The Year of Magical Thinking eftir Joan Didion „Ég elska að lesa ævisögur til þess upplifa lífsviðhorf annarra. Þessi nýlega ævisaga Didion er í uppá- haldi þessa stundina.“ Nomos-borð eftir Norman Foster „Ég dáist að heildarhönnun borðs- ins og hef alltaf átt nokkur stykki. Mér þykir borðið fallegt en það hefur einnig mikið notagildi. Pass- ar alls staðar.“ Stór Burberry-handtaska Enn heldur Bailey áfram með Bur- berry-vörurnar en þetta val hans er þó vel skiljanlegt því að þessi handtaska er einstaklega flott. Sérstaklega fyrir nútímamann eins og Bailey en handtöskur fyrir karlmenn verða æ vinsælli. Á heimasíðunni men.style.com má nálgast frekari upplýsingar um val Baileys og þar er einnig hægt að skoða myndir. steinthor@frettabladid.is Klassísk föt og fylgihlutir Christopher Bailey ásamt tískudrósinni Siennu Miller. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Hvítur gallajakki frá Levi‘s. Stelpur við gefum boltann til ykkar! Stelpudeildin á SKJÁEINUM hefst 5. júní Nú nærðu SKJÁEINUM í gegnum Digital Ísland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.