Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 18. maí 2006 5
Margar gerðir af búningasilfri.
Þetta er ódýrasta mynstrið. Allt sem þarf á upphlutinn,
settið frá 90.530, kr.
Allar upplýsingar um hefð og
gerðir búninga eru veittar á staðnum.
Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160.
Sérverslun með
kvensilfur
Hvítt í sumar
SKÓR, BUXUR, JAKKAR OG FLEIRA Í HVÍTU VERÐA
ÁBERANDI Í SUMAR.
Áður og í raun margoft hefur hvítur litur
verður áberandi í sumartískunni eins og nú
bregður við. Áður verið greint frá því að hvítir
leðurskór verði vinsælir í sumar og hvítar
gallabuxur er einnig orðnar mjög áberandi
og því er ekki annað en rökrétt að álykta að
annar klæðnaður í hvítu verði einnig vinsæll.
Nú hefur Levi‘s framleitt og sett á markað
hvíta gallajakka en almennt hafa hvítir jakkar selst vel samkvæmt fréttavefnum,
men.style.com. Vinsældir hins hvíta lits, sem í raun telst vera litleysa, eiga ekki
að koma á óvart enda léttur og hefðbundinn og sker sig samt úr.
Christopher Bailey, einn af
aðalhönnuðum Burberry, vill
hafa sína hluti á hreinu.
Heimasíðan bráðskemmtilega
men.style.com birtir reglulega
lista ýmissa tískusérfræðinga yfir
tíu nauðsynlega lífstílshluti að
þeirra mati. Sá síðasti til að gera
slíkan lista var Christopher Bail-
ey, helsti útlitshönnuður snobb-
merksins mikla Burberry. Val Bai-
leys kemur kannski ekki mikið á
óvart en er engu að síður skemmti-
legt. Þetta hafði hann að segja um
val sitt.
Penhaligon Blenheim Bouquet
,,Hefðbundið breskt ilmvatn sem
er orðið hluti af mér. Hef notað
þetta ilmvatn í mjög langan tíma,
algjör klassík.“
Listmálarinn David Hockney
„Ég ólst upp með teikningum hans,
enda fæddist ég í sama hverfi og
hann. Mér líkar vel við stíl hans og
hvernig hann endurtúlkar Kali-
forníu með sínu enska auga.“
Handgerðir Burberry-skór og
gamaldags Levi‘s-buxur.
Val Baileys kemur ekki á óvart í
ljósi þess hvar hann vinnur. Slíkir
klassískir spariskór fara einstak-
lega vel við gallabuxur enda hefur
þessi samsetning á gallabuxum og
spariskóm verið afar vinsæl að
undanförnu. „...hefðbundið, þægi-
legt og auðvelt.“
iPod
„Ég ferðast mikið og ég fer aldrei
að heiman án trygga iPods-ins
míns.“
Joan Armatrading
„Tónlist Armatrading fær mig
alltaf til að slappa af. Þegar ég
hlusta á hana finnst mér ég vera
nær heimilinu mínu. Hún er alltaf
inni á iPodnum mínum og ég hlusta
á hana hvar sem er í heiminum.“
Etro Heliotrope kerti
„Ég reyni að eyða eins mikið af
mínum frítíma og ég get heima
hjá mér í Yorkshire, umkringdur
fallegum túnum og trjám. Ef ég
kemst ekki þangað þá er næstskást
í stöðunni að kveikja á kerti.“
Burberry Chesterfield-jakki
„Ég á mikið af uppáhaldsflíkum í
fataskápnum mínum en engin
þeirra jafnast á við þennan jakka.“
Klassískur, síður jakki með ein-
staklega flottum kraga.
The Year of Magical Thinking eftir
Joan Didion
„Ég elska að lesa ævisögur til þess
upplifa lífsviðhorf annarra. Þessi
nýlega ævisaga Didion er í uppá-
haldi þessa stundina.“
Nomos-borð eftir Norman Foster
„Ég dáist að heildarhönnun borðs-
ins og hef alltaf átt nokkur stykki.
Mér þykir borðið fallegt en það
hefur einnig mikið notagildi. Pass-
ar alls staðar.“
Stór Burberry-handtaska
Enn heldur Bailey áfram með Bur-
berry-vörurnar en þetta val hans
er þó vel skiljanlegt því að þessi
handtaska er einstaklega flott.
Sérstaklega fyrir nútímamann
eins og Bailey en handtöskur fyrir
karlmenn verða æ vinsælli.
Á heimasíðunni men.style.com
má nálgast frekari upplýsingar
um val Baileys og þar er einnig
hægt að skoða myndir.
steinthor@frettabladid.is
Klassísk föt og fylgihlutir
Christopher Bailey ásamt tískudrósinni Siennu Miller. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Hvítur gallajakki frá Levi‘s.
Stelpur við gefum boltann til ykkar!
Stelpudeildin á SKJÁEINUM hefst 5. júní
Nú nærðu SKJÁEINUM í gegnum Digital Ísland