Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.05.2006, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 18.05.2006, Qupperneq 72
 18. maí 2006 FIMMTUDAGUR40 Allir þeir sem hafa óvart tekið yfir áramótaskaupið frá 1983 en dreymir enn um að endurlifa grín- ið geta tekið gleði sína og mætt á dagskrána „Leiktu fyrir mig“ í Borgarleikhúsinu í kvöld. Húllum- hæið er hluti af Hláturtíð sem nú ríkir í húsinu en áhorfendur geta pantað atriði úr skaupum liðinna ára og leikarar hússins munu þá bregða sér í allra kvikinda líki og reyna að endurskapa gríngaldur- inn sem yfirleitt fylgir Skaupun- um. Hver man ekki eftir Hjálmar Hjálmarssyni sniffa bensín í hlut- verki Bubba Morthens eða Ólafíu Hrönn sem túlkaði söngstirnið Björk með bravúr, nú eða Ladda sem lék pönkara með exi í hausnum um árið? Leikarar kvöldins verða Arn- björg Hlíf Valsdóttir, Halldór Gylfason, Sóley Elíasdóttir, Friðrik Friðriksson, Hildigunnur Þráins- dóttir og Orri Huginn Ágústsson. Dagskráin hefst kl. 22.30 og ætti enginn unnandi leikhússports og skaupa að láta þetta tækifæri fram hjá sér fara. - khh Leikið eftir óskum áhorfenda ÞJÓÐLAGATRÍÓIÐ SLÓ Í GEGN Í SKAUPINU 1984 Edda Björgvinsdóttir, Gísli Rúnar Jónsson og Þórhallur Sigurðsson fóru á kostum. Í dag verður sýningin Myrkra- verk og misindismenn – Reykja- vík í íslenskum glæpasögum opnuð í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Sýningin er sett upp í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík og Eddu útgáfu en hönnuður hennar er Lilja Gunn- arsdóttir, ljósmyndari og teikn- ari. Á sýningunni eru munir og myndverk sem tengjast íslensk- um glæpasögum en saga þeirra er lengir en margur hyggur. Fyrsta íslenska glæpasagan er talin vera smásagan Íslenzkur Sherlock Holmes eftir Jóhann Magnús Bjarnason sem kom út 1910. Síðan hafa komið út margar og ólíkar sögur; fyrst fáar og strjálar en núna síðustu árin koma margar sögur út á hverju ári. Íslensk glæpasagnahefð er gríðarlega fjölbreytt þótt sög- urnar séu hlutfallslega fáar en Reykjavík hefur löngum verið vinsælasta sögusvið íslenskra glæpasagnahöfunda. Leyndar- dómar Reykjavíkur eftir Valent- ínus hétu tvær glæpasögur sem komu út á árunum 1932-1933 þar sem dregin var upp mynd af spilltu borgarsamfélagi þar sem ólöglegt áfengi, lostafullar konur og fjárhættuspil leyndust í hverju skuggasundi og eftir það varð ekki aftur snúið. Langflest- ir íslenskir glæpasagnahöfundar hafa skapað sína eigin Reykja- vík þar sem myrkraverk og mis- indismenn leynast, allt frá Granda upp í Grafarholt. Textahöfundur sýningarinnar er Katrín Jakobsdóttir íslensku- fræðingur og einn helsti glæpa- sagnafræðingur landsins. - khh EMILÍA SIGMARSDÓTTIR OG LILJA GUNNARSDÓTTIR UNDIRBÚA SÝNINGUNA Íslenskar glæpasögur í ýmsum myndum og fjölbreyttur fróðleikur. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Myrkraverk og misindismenn „Með sýningunni er ég ekki síst að hvetja fólk til að þreifa fyrir sér í tilraunaljósmyndun. Ég hef keypt fjölda myndavéla á útimörkuðum hér og þar um heiminn þannig að flottar græjur eru ekki endilega meginmálið þegar kemur að því að taka góðar myndir. Æfingin skapar meistarann í þessu eins og öllu öðru en einnig þarf að hafa þolinmæðina sér við hlið. Þetta snýst allt um að fanga augnablik- ið,“ segir Friðrik Örn Hjaltested. Ljósmyndasýning Friðriks hefur staðið yfir í tæpa tvo mánuði í Ljósmyndasafni Reykjavíkur en lýkur nú um helgina. Alls hafa um 7.000 manns sótt sýninguna, sem að sögn Friðriks Arnars er aðsókn- armet safnins frá upphafi. Yfir- skrift ljósmyndasýningarinnar „10.000 dagar með myndavél“ vísar til þess að 28 ár, 10.000 dagar, eru liðin frá því Friðrik Örn eign- aðist sína fyrstu myndavél, átta ára að aldri. „Fyrstu myndirnar mínar voru teknar á Polaroid-myndavél sem mamma átti en þessi tegund myndavéla var mjög vinsæl á ára- tugnum 1965-1975. Fjölskylda mín bjó lengi vel í Danmörku en þegar við komum á klakann þegar ég var átta ára myndaði ég meðal annars fyrstu ferð bróður míns á skíðum.“ Myndirnar á sýningunni spanna allt þetta tímabil fram til dagsins í dag. „Ég er himinlifandi yfir mót- tökunum enda selt yfir hundrað ljósmyndir nú þegar. Það hlýtur að teljast töluvert afrek þar sem alla tíð hefur reynst erfiðara hér á landi að koma ljósmyndum í verð en málverkum. Það eru miklar andstæður í verkum mínum en ég hef auðvitað þróast sem listamað- ur,“ bætir Friðrik við. Sýningin skiptist í þrjár ljós- myndaseríur en sú fyrsta nær yfir 20 ára tímabil þar sem Friðrik not- ast nær eingöngu við Polaroid- myndavélar. „Margar af fyrstu myndunum mínum hafa þurft að þola ýmislegt, þó aðallega tímans tönn og eru orðnar gular og visn- ar,“ segir Friðrik kíminn. Önnur serían tekur til áranna 1992-1998, þegar listamaðurinn var búsettur í Bandaríkjunum. „Þá tók ég mest- megnis svarthvítar myndir á gamla Polaroid-vél, hélt því sem venjulega er hent þegar myndir á slíkar vélar eru teknar, setti það í saltlausn og út kom sérstök gerð af filmu. Síðan prentaði ég þessar myndir á rafhúðaðar álplötur sem ég lakkaði að lokum. Þessi vinna tók langan tíma enda loðir ekki hvað sem er við álplötur. Útkoman var eins og ein risavaxin negatíva sem fylgir öllum filmum úr ljós- myndabúðum.“ Síðasta serían ber yfirskriftina „Næturljós“ en myndirnar tók Friðrik allar á Íslandi að nóttu til, eins og titillinn gefur til kynna. „Þetta eru 70 myndir sem aðallega eru teknar úti á landi og allar að næturlagi. Stundum var ég að alla nóttina að taka mynd af einu og sama viðfanginu, allt til að fanga rétta augnablikið,“ útskýrir Frið- rik. „Ég er mikill nátthrafn en það er einstaklega róandi að vera einn að nóttu til í náttúru Íslands, hvort sem það er að vetri til eða sumri. Kannski eins og að verða eitt með almættinu.“ segir Friðrik, „ætli það dvelji ekki einna helst í norður- ljósunum á Íslandi.“ Ljósmyndasýning Friðriks Arn- ars Hjaltested stendur til 24. maí í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsinu við Tryggvagötu. Nánari upplýsingar um sýning- una er að finna á www.ljosmynda- safnreykjavikur.is. - brb Friðrik fangar augnablikið EITT VERKA FRIÐRIKS ARNAR HJALTESTED Hefur fagnað augnablik frá átta ára aldri. MYND/FRIÐRIK ÖRN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.