Fréttablaðið - 18.05.2006, Side 75

Fréttablaðið - 18.05.2006, Side 75
Grill Kebab E N N E M M / S ÍA / N M 2 18 3 7 600 g fituhreinsa› lambakjöt, t.d. bógur e›a lærisnei›ar, skori› í u.fl.b. 2-3 cm bita. 1/2 dl ólífuolía safi úr einni sítrónu Ra›i› kjötinu á pinna, pensli› me› Hoi Sin sósu og strái› sesamfræjum yfir pinnana. Grilli› í u.fl.b. 8-12 mín. og snúi› nokkru sinnum á me›an. Bori› fram me› t.d. kús-kús og salati. Setji› kjöti› í skál ásamt ólífuolíu, sítrónusafa, salvíu og óreganó og láti› standa í u.fl.b. 3 klst. 1 msk. salvía, smátt söxu› 1/2 msk. óreganó (ferskt), saxa› Hoi Sin sósa (kínversk grillsósa, fæst í flestum bú›um 3 msk. sesamfræ FIMMTUDAGUR 18. maí 2006 43 ...og svo sveiflast st afurinn og stafurinn sveifl ast svo... RJÓMABLÍÐA Stafagöngumenn fengu blíðskaparve ður og skrefamæli að gjöf frá Kelloggs. SVONA Á AÐ GERA ÞETTA Stafagönguleiðbeinandinn Halldór Hreinsson segir áhugasömum til á stafagöngudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR GÓÐ HREYFING Rannsóknir hafa leitt í ljós að brennslan getur verið tuttugu prósent- um meiri en í venjulegri göngu og stafa- ganga styrkir líkamann að auki um allt að fjörutíu prósent meira en venjuleg ganga. Við erum á strönd í Tælandi. Sitjum í fjöruborðinu og borðum ananas í sneiðum sem er þar seldur í slíku ásig- komulagi. Eins og ugga er veifað telja þeir tugi og umkringja okkur hraðar en betlarar í Kambódíu. Fiskar í allskonar litum. Þeir stökkva upp úr vatninu eftir ananasinum, þeim fjölgar og sumir þeirra eru svo lesblindir á fæði að þeir reyna að naga olnbogana sem nema við yfirborðið. Þeir eru ekki feimnir og þeir eru litríkir. Suma hitabeltisfiska getur maður auðveldlega snert. Ekki nema í stutta stund samt. Svo silast þeir áfram. Að sjálfsögðu silast hitabeltisfiskar. Það er ekki eins og einhver fjólublár meterslangur gúbbífiskur sé alltaf að missa af einhverju. En þeir geta alveg verið með æsing ef einhver ætlar að éta þá eða jafnvel bara til að hamast í einhverju tilgangsleysi. Fiskarnir á þess- ari tælensku strönd stökkva upp úr eftir mat eins og ekkert væri sjálfsagðara. Í Asíu hef ég séð gullfiska stökkva hálfa upp úr vatni og ferskvatnsrisaskötur alla leið. Það tekur tíma að kenna hundi þetta, en hér eru bara einhverjir villtir skrautfiskar að leika listir sínar grimmt. Og þetta snýst ekki um tegundir því ég hef séð milljónir asískra gúbbífiska heima á Íslandi sem eru dauðslakir. Ég er þreyttur á þeim. Þeir gera ekkert nema... já ekkert. Bara alls ekkert. Íslenskir laxar stökkva til að komast upp árnar. Sem sagt í einhverjum rökrænum, auðskiljanlegum tilgangi. Ekki í góðu gríni upp á fegurð tilgangsleysisins. Nei. Íslenskir fiskar eru of kúl fyrir þannig skrípalæti. Ef maður væri í Nauthólsvík og einhver fiskur kæmi í nágrenni við mann þá væri hann sennilega sjórekinn og sjálfdauður. Fiskurinn á Íslandi er þögla týpan. Sem sinnir sínu og segir ekkert. Fólkið er kannski eins og fiskurinn, kalt, einlitt. Íslendingar þá eins og lúður og ýsur. Og skyndilega eru karfar ,,ýkt megaböst exótískir”. Hvernig hljómar skýringin á því að íslenskir fiskar séu svona feimnir og félagslega þroskaheftir? Ánægjulegt atriði á ferðalögum er að skiptast á myntpeningum. Hluti af ferlinu er útskýringin á hvað kóngarnir, byltingarhetjurnar, trúarleiðtogarnir og uppfinningamennirnir heita og hafa gert til að komast á málminn. Mikil sagn- fræði sem maður innbyrðir. Ég launa þeim síðan með líffræðikennslu og ég útskýri hvenær mikilmennið á íslensku krónunni hrygnir. Fáir valdamenn á Íslandi eru þyngdar sinnar virði í loðnu, sem gefur íslenskum fiskum sérstöðu og mikilvægi. Celebstatus. Svo kannski eru ísfiskar ekki félagslega gallaðir og lítilfjörlegir heldur bara merkilegir með sig. Lið er slegið á mynt fyrir að gefa þjóð sinni eitthvað ómetanlegt. Eins og íslensk stjórnvöld hafa unnið í umhverf- is-, orku-, utanríkis- og varnarmálum þá held ég að hrognkelsið á hundraðkall- inum sé að gera þjóðinni töluvert meira gagn. Svo auðvitað stekkur hann ekki fyrir einhvern ananas. FERÐALÖG ERPUR ÞÓRÓLFUR EYVINDARSON SKRIFAR FRÁ TAÍLANDI Saltvatnsceleb

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.