Fréttablaðið - 18.05.2006, Side 76

Fréttablaðið - 18.05.2006, Side 76
 18. maí 2006 FIMMTUDAGUR44 maturogvin@frettabladid.is ...matinn með gæðasalti. Villeroy og Boch í Kringlunni selur flotta kassa með sýnishornum af tíu salt- tegundum frá sjö löndum. Kassinn kostar kr. 2.190 og er tilvalin gjöf handa heim- iliskokknum. > Saltaðu... Hvaða matar gætirðu síst verið án? Parmaskinku því hún er svo bragðgóð og létt. Það er líka hægt að nota hana í svo margt. Fyrsta minning um mat? Heimatilbúnar franskar hjá mömmu sem voru algjört lostæti. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Svartur þorskur á kúbönskum veit- ingastað í London. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Lifur. Mamma reyndi að plata hana ofan í mig í með öllum ráðum þegar ég var krakki. Hún reyndi meira að segja að fela hana í hamborgurum! Hún ætlaði sér að koma þessu ofan í mann. Leyndarmál úr eldhússkápnum? Sænsku kryddin mín sem ég fæ sér- staklega send. Ég get galdrað fram ótrúlegustu hluti með þeim. Hvað borðar þú til þess að láta þér líða betur? Ætli það sé ekki nammi og þá helst íslenskt súkkulaði. Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Parmaskinku og bjór. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Ég held það væri óvitlaust að taka hrísgrjón með sér. Það væri hægt að bragðbæta þau með ein- hverju sem maður fyndi á eynni. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Þegar ég var að nýbyrjuð með manninum mínum gaf hann mér brauð með hrærðu eggi og síróp. Mér fannst það mjög undarleg samsetning. MATGÆÐINGURINN OLGA SOFFÍA EINARSDÓTTIR STÍLISTI Í LONDON Göldrótt sænsk krydd Ómar Einarsson, eigandi ECC, er mikill kjötmaður og ef hann mætti ráða væru bara steikur í matinn á hans heimili. Sem betur fer er konan hans með aðeins breiðari matarsmekk. „Já, ég verð að viðurkenna að ég er afar hrifinn af öllu kjöti og þá eru lamb og naut í miklu uppáhaldi,“ segir Ómar, sem vill helst hafa kjötið grillað enda flytur fyrirtæki hans inn amerísku Sizzle King grillin og því er mikið grillað á hans heimili. „Ég er reyndar líka mjög hrifinn af góðu pasta þar sem sósan er gerð frá grunni. Konan mín bjó um tíma á Norður-Ítalíu þannig að hún er snillingur í því að gera alvöru pastasósur og þá er parmesan-osturinn að sjálfsögðu ómissandi hluti af máltíðinni.“ Að sögn Ómars er það eigin- konan sem sér um hina daglegu eldamennsku en hann sér sjálfur um steikurnar og grillið. „Þegar fólk er komið með alvöru grill er ekkert því til fyrirstöðu að grilla allan ársins hring enda margir farnir að gera það,“ segir Ómar. Hann segist borða allan mat þó kjötið sé vissulega í uppáhaldi. „Konan er með mun breiðari matarsmekk en ég og eldar til dæmis oft fisk sem er afar þægi- legt að elda og við erum að reyna að borða meira af.“ Ómar gefur lesendum Frétta- blaðsins hér tvær uppskriftir að sumarlegum réttum. „Bakaða grænmetið hentar vel með hvaða mat sem er og hristingurinn er afar hressandi sem eftirréttur, ekki síst í sumar.“ BAKAÐ GRÆNMETI 1 kúrbítur (zucchini) 2 paprikur, gul og rauð 1 rauðlaukur 1 eggaldin Nokkrir sveppir og í raun hvaða græn- meti sem fólki hugnast salt, pipar og rósmarín olífuolía Allt grænmetið skorið niður í munnbita og sett í eldfast mót. Blandið saman 2 msk. af góðri olífuolíu, smá salti, pipar og rós- marín. Hellið olíunni yfir allt græn- metið og bakið í minnst 30 mínútur við 200 gráður. Einnig er hægt að grilla grænmetið á grillinu, en þá er það sett á grillpinna og grillað í smá tíma. Takið grænmetið af pinnum, setjið það í skál og hellið olíunni yfir og bætið jafnvel smá balsamediki út í. Algjört nammi. LÉTT SUMARBLANDA 2 dl bíó vanillumjólk 150 g frosin bláber eða jarðarber Berin og mjólkin eru hrærð saman í blandara og þá er kominn sumar- legur og hollur hristingur sem er tilvalinn sem eftirréttur. Drykkur- inn er einnig góður á milli máli. Góða steik á grillið, takk! KJÖTKALL Ómar er afar hrifinn af kjöti en er einnig mjög ánægður þegar konan býr til pasta. Hún bjó um tíma á Norður-Ítalíu og kann því réttu handtökin þegar ítölsk matargerð er annars vegar. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Veitingahúsið Greifinn hefur unnið sér fastan sess í hjörtum Akureyringa, enda staður sem óhætt er að segja að höfði til allra. Staðurinn kappkostar að þjóna sem breiðustum hópi viðskiptavina og tekst það vel með sínum fjölbreytta matseðli. Staðurinn er byggður á amerískri hugmyndafræði þar sem hröð og góð þjónusta er höfð í hávegum. Staðurinn er reyklaus og afar fjölskylduvænn. Matseðilinn? Það er hægt að fá allt á milli himins og jarðar á Greifanum, eins og pitsur, steikur, fiskrétti, pasta- rétti og tex mex rétti. Matseðillinn er endurnýjaður reglulega og mat- reiðslumennirnir fylgjast vel með því sem er að gerast. Verð? Verðinu á Greifanum er yfirhöfuð stillt í hóf og er afar sanngjarnt. Hér er vel hægt að fá góða máltíð undir 2.000 krónum. Vinsælast? Pitsur staðarins eru alltaf jafn vinsælar en Greifinn býður einn- ig upp á ýmis sértilboð. Til dæmis er boðið upp á grillmatseðil sem er vinsæll á sumrin. „Blessuð sértu sveitin mín“ er heitið á matseðli sem er uppfullur af alvöru steikum og gefur Greifinn ábót á 400 g steik- urnar. „Hafið bláa hafið“ seðilinn er einnig afar girnilegur en þar er að finna ýmsa fiskrétti, meðal annars saltfiskpitsu með eyfirskum saltfiski. Sérstakur matseðill er á boðstólum fyrir börnin. VEITINGASTAÐURINN GREIFINN, GLERÁRGATA 20, 600 AKUREYRI, S. 460-1600 Alltaf jafn vinsæll Undanfarnar vikur hafa staðið yfir Chiledagar í vínbúðum og standa til 10. júní. Í síðustu viku fjallaði ég um vín í milliverðflokki. Nú ætla ég hins vegar að líta á dýrari vínin en í tilefni þemadaganna var sett- ur saman glæsilegur sérlisti vína sem eingöngu verða fáanleg þessa daga. Þrjú vín skera sig allnokkuð frá sökum verðs og stærðar. Það eru Casa Lapostolle Clos Apalta og Santa Rita Casa Real sem kosta 4.890 kr. og Montes Folly á 4.390 kr. Þetta eru flaggskip þessara frægu framleiðanda, risastór vín sem geta verið nokkuð lokuð við fyrstu kynni og höfða fyrst og fremst til þeirra sem hafa allnokkra þekkingu og áhuga á vínum af dýrari sortinni. Önnur vín á listanum losa flest ríflega 2000 kallinn. Það er verð sem ætti ekki að stöðva neinn sem vill kynna sér sumt af því besta í víngerð Chile. Casa Lapostolle á nokkur vín á listanum og þau sem mér líkar einna best eru merlot-vínin. Casa Lapostolle Merlot á 1.590 kr. er mjög góð kaup en Merlot Cuvee Alexandre á 2.290 kr. rís mun hærra og hefur verið margverðlaunað. Caber- net Sauvignon er útbreiddasta þrúga Chile og Santa Rita Medalla Real á 1.790 kr. er góður fulltrúi cabernet-hefðar- innar, þétt og mikið. Vinsælustu vínin hérlendis frá Chile koma frá Concha y Toro og Montes og vínin frá þeim eru ekki af lakari sortinni. Concha y Toro Terruyno Sauvign- on Blanc á 1.890 kr. virkar vel fyrir þá sem eru hrifnir af bestu sauvignon blanc vínum frá Nýja heiminum. Enn hrifnari er ég af Concha y Toro Terruyno (1.890 kr.) úr carmenere-þrúgunni sem er þjóðarþrúga Chile. Eiginlega ekki hægt annað en að kíkja á þá þrúgu vilji menn komast að kjarna Chile. Rúsínan í pylsu- endanum er svo Montes Purple Angel sem kostar reyndar 2.990 kr. og er því komið hálfa leið í prís til risavínanna sem ég minntist á í byrjun. En þetta nýja vín hans Aurelio Montes er það glæsilegt að verðmiðinn verður að teljast býsna hagstæður. Vínin eru útlistuð nánar í prýðilegum bæklingi vínbúðanna og vona ég að vínáhugafólk veiti betri vínunum frá Chile athygli en yfirgnæfandi meirihluti sölunnar hefur verið í einföldustu og ódýrustu vínunum. Dýrari og óvenjuleg Chile-vín VERT AÐ SPÁ Í Nokkur óvenjuleg vín eru á boðstólum á Chile-dögum. Athyglisvert sætvín frá Concha y Toro og riesling frá Cousino-Macul. Hið jarðarberjablandaða freyðivín Fresita er á kynningarverði auk þess að vera í nýjum umbúðum. Rósavín úr cabernet sauvignon frá Santa Rita er líka sérlega skemmtilegt. ÞRÚGUR GLEÐINNAR > EINAR LOGI VIGNISSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.