Fréttablaðið - 18.05.2006, Page 82
18. maí 2006 FIMMTUDAGUR
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
lagahöfundur var sáttur við
frammistöðu dívunnar. „Þetta er
Silvía, þetta er það sem hún gerir.
Hún gerir mann hræddan stund-
um en svo býr hún yfir leyndar-
máli. Það er eins og hún geti togað
í einhverja spotta. Enn er ein æf-
ing eftir og við eigum bara eftir að
sjá atriðið verða skemmtilegra.“
Þorvaldur segir atriðið enn vera
að þroskast. „Það er alltaf eitt-
hvað sem þarf að laga. Hlutir í
bakvinnslu og lúkki. Það verður
neglt á lokaæfingunni á morgun.“
Silvía lét falska tóna og óánægju-
köll Grikkja í höllinni á fyrri æf-
ingunni ekki á sig fá.
Þegar blaðamaður Fréttablaðs-
ins náði í skottið á ofurstjörnunni
var ekki annað að heyra á henni en
að æfingin væri eingöngu undan-
fari þess sem koma skyldi í kvöld.
„Æfingin var æðisleg. Hvað sem
ég geri er æðislegt. Ég gæti skitið
á sviðið og samt unnið keppnina,“
sagði Silvía rétt áður en einkabif-
reið hennar flutti hana á æfingu
með Selmu Björnsdóttur. Gamlir
taktar gerðu vart við sig og Silvía
hefur greinilega ekki látið mót-
lætið fara í taugarnar á sér. „Þau
elska mig.“ Spurð af hverju gekk
svona illa, þegar hún yfirgaf höll-
ina stuttu eftir atriðið, svaraði hún
á íslensku. „Bíddu, er ekki allt í
lagi.“ Það eru fyrstu íslensku orð
hennar í langan tíma. Silvía svar-
aði ekki þegar hún var spurð hvort
hún væri ennþá veik, en Romario
sagði að hún væri með hita. Fjöl-
margir fylgdust með Silvíu á
skjám úr fjölmiðlaherbergi hall-
arinnar. Menn brostu út í annað
og hvöttu hana áfram. Hún hefur
ekki misst athyglina eða hörðustu
aðdáendurna hér í Aþenu, þrátt
fyrir skilningsleysi fjölda Grikkja
á persónu hennar. Hún er orðin
landsfræg hér í Grikklandi og
er beðin um eiginhandaráritanir
hvert sem hún fer.
Silvía fullkomin á sviði
ATRIÐIÐ AÐ VERÐA KLÁRT Þau Silvía Nótt, Peppe og Romario sýndu góða takta á sviðinu í Grikklandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
DROTTNINGIN Í GRIKKLANDI Smá tíma tók
að finna bílinn sem flutti Silvíu á brott. Hún
veifar hér eins og drottining.
GÓÐ STEMNING Fín stemning var í íslenska
hópnum baksviðs og menn vissir um að
atriðið smelli þegar mest á reyni.
Norðmenn búsettir á Íslandi héldu
í gær upp á þjóðhátíðardag sinn,
17. maí, í Reykjavík með pompi og
prakt. Þjóðin er þekkt fyrir mikið
fjör á þessum degi í heimalandi
sínu og þar skipa langar lúðra-
sveitarskrúðgöngur stærstan sess
í hátíðarhöldunum.
Hér á landi hefur dagurinn
verið haldinn hátíðlegur síðan
1934 og hefur dagskráin að miklu
leyti snúist um það að gleðja börn-
in. Í gær var að sjálfsögðu boðið
upp á hefðbundna skrúðgöngu þar
sem Skólahljómsveit Kópavogs sá
um tónlistina. Fólk mætti prúðbú-
ið til hátíðarhaldanna þrátt fyrir
þungan himin og arkaði frá Nor-
ræna húsinu í Dómkirkjuna. Að
messu lokinni var aftur farið í
Norræna húsið og um kvöldið var
boðið upp á veitingar á sumarhúsi
Nordmannslaget í Heiðmörk.
Hátíðarhöldin í Noregi gengu
einnig vel ef frá er talið dauðsfall
í skrúðgöngu í Kristianssand. Þar
varð einn lúðrarsveitarmaðurinn
bráðkvaddur.Hann var 70 ára
gamall og hafði spilað með lúðra-
sveitinni í 60 ár.
Norsk hátíð
HIPP HURRA! Á þjóðhátíðardaginn klæðast
normenn „bunad“ og skella sér í skrúð-
göngu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Silvía Nótt fór hnökralaust í gegnum rútínuna sína á síðari
æfingunni í O.A.K.A-höllinni í Aþenu í gær, vann salinn á
sitt band, eftir að Grikkirnir púuðu á hana í byrjun atriðs-
ins. Hún átti slæma fyrri æfingu og æfði því undir hand-
leiðslu Selmu Björnsdóttur strax eftir hana.