Fréttablaðið - 18.05.2006, Page 83
FIMMTUDAGUR 18. maí 2006 51
Bítillinn fyrrverandi Sir Paul
McCartney og eiginkona hans
Heather Mills ætla að skilja eftir
fjögurra ára hjónaband. Breska
ríkisútvarpið BBC og dagblaðið
The Daily Mirror greindu frá
þessu í gær.
McCartney og Mills, sem er
fyrrverandi fyrirsæta, giftu sig í
júní árið 2002 og eignuðust dóttur-
ina Beatrice ári síðar. Þau hittust
fyrst í kringum góðgerðarstarf
Mills sem hún hóf eftir að hafa
misst annan fót sinn í mótorhjóla-
slysi árið 1993. Hjónaband
McCartney og Mills var storma-
samt og rifust þau oft. Bjuggu þau
hvort í sínu húsi undir það síð-
asta.
McCartney var kvæntur Lindu
Eastman á árunum 1969 til 1998
þegar hún lést úr brjóstakrabba-
meini. Var því haldið fram að þau
hefðu aðeins sofið hvort í sínu lagi
eina nótt á meðan á hjónabandinu
stóð.
Eignir McCartney eru metnar á
rúma 100 milljarða króna. Mills
lét eitt sinn hafa það eftir sér að
McCartney hefði neitað boði henn-
ar um að skrifa undir hjónabands-
sáttmála til að vernda auðæfi sín.
Talið er að Mills fái fjórðung eign-
anna eftir að skilnaðurinn gengur
í gegn.
Heather og Paul hætt saman
MCCARTNEY OG MILLS Fjögurra ára hjóna-
band Paul McCartney og fyrirsætunnar
fyrrverandi Heather Mills er á enda. MYND/AP
Nick Mason, fyrrverandi trommu-
leikari Pink Floyd, verður með
Roger Waters, fyrrum forsprakka
hljómsveitarinnar, á tónleikum
sem haldnir verða í Frakklandi 14.
júlí. Einnig er búið að staðfesta að
Mason verði á tónleikum Waters í
Hyde Park í London.
Verið er að vinna í því að fá
Mason til að spila með Waters í
Egilshöll hinn 12. júní og eru góðar
líkur á að hann komi hingað og
trommi þegar platan Dark Side of
the Moon verður flutt í heild sinni.
Miðasala á tónleikana fer fram
á midi.is, í verslunum Skífunnar í
Reykjavík og í BT á Akureyri og
Selfossi. Miðaverð er 8.900 á svæði
A og 7.900 á svæði B, auk miða-
gjalds.
Trommar Mason?
ROGER WATERS Fyrrum trommari Pink
Floyd mun hugsanlega spila með Waters í
Egilshöll 12. júní.
FRÉTTIR AF FÓLKI
París Hilton, hótel-erfingi og partí-
ljón, lenti í miklum
hremmingum á
mæðradaginn. Hún
var að kaupa gjafir
fyrir móður sína
og var þeim öllum
stolið fyrir utan
heimilið hennar.
París keypti
einungis vörur frá
Dior fyrir móður
sína, Kathy Hilt-
on, og var andvirði
þeirra tæp milljón
íslenskra króna.
Hilton er nýbúin að fá
hlutverk í nýrri rómantískri gamanmynd
sem kallast ,,Hottie and the Nobbie“ en
fyrirsætan þreytti frumraun sína á hvíta
tjaldinu í myndinni ,,House of Wax“ sem
frumsýnd var á síðasta ári.
N icole Kidman hefur nú gert
trúlofun sína við tón-
listarmanninn Keith
Urban opinbera.
Þau mættu saman á
góðgerðarkvöldverð á
vegum UNI-
FEM-sam-
takanna
og bar
Kidman
hring
á fingri
sér. Hún
stað-
festi trúlofunina einnig við blaðamenn
og sagði að hún hefði aldrei annars
komið í fylgd kærasta á svona viðburð.
Leikkonan fagra var áður gift leikar-
anum Tom Cruise og eiga
þau saman tvö ættleidd
börn.
Söngvarinn og hjar-taknúsarinn Robbie
Williams ætlar að
stofna sértrúarflokk
tileinkaðan geim-
verum. Segist
hann dreyma
um geimverur á
hverri nóttu og
er hann með
kenningu þess
eðlis að þær
séu á leiðinni
til að bjarga
jörðinni frá
náttúru-
hamförum.
Ekki hefur
söngvarinn þó
tíma til að helga sig
geimverum eins og
er því hann er nýbú-
inn að ganga til liðs
við gömlu félagana í
Take That sem eru á
tónleikaferðalagi um
Bretland í sumar.
Hollywood-leikararnir Ewan McGregor og Colin Farrell hafa
báðir samþykkt að leika í nýjustu
mynd Woody Allen. Í myndinni, sem
enn hefur ekki fengið neinn titil, leika
Farrell og McGregor
bræður sem snúast
gegn hvor öðrum og
verða óvinir. Farrell
sóttist mjög eftir
því að fá að leika
tónlistarsnillinginn
Bob Dylan í mynd
sem byggð verður á
ævi Dylans en varð
að sjá eftir
því hlutverki
til Heath
Ledger.