Fréttablaðið - 18.05.2006, Side 88

Fréttablaðið - 18.05.2006, Side 88
 18. maí 2006 FIMMTUDAGUR56 GOLF „Það er mjög gott fyrir íþróttahreyfinguna að sjá að okkar fyrirtæki eru til í að styðja við okkar afreksfólk. Við erum einnig að leggja áherslu á samfélagsleg- an þátt með þessu en með því að ná sterkum afreksmönnum erum við að auglýsa Ísland í heild sinni. Ég vona að þetta samstarf nýtist bankanum einnig á mjög jákvæð- an hátt,“ sagði Hörður Þorsteins- son, framkvæmdastjóri Golfsam- bandsins, eftir að samningar við KB banka voru undirritaðir í Viðey á þriðjudag. GSÍ og KB banki hafa verið í samstarfi síðan 2001 en þá hét bankinn reyndar Búnaðarbankinn. „Samstarf okkur við KB banka hefur verið mjög ánægjulegt og skemmtilegt, þeir hafa sérstak- lega verið að styrkja okkur í barna- og unglingastarfinu sem hefur gengið vel. Þeir hafa verið með okkur í fimm ár og báðir aðil- ar vita að hverju þeir ganga, sem er mjög vænlegt,“ sagði Hörður, hæstánægður með samninginn, Bankinn ætlar að halda áfram því verkefni að auka áhuga á golfi meðal yngra fólks og sem dæmi verða golfkynningar fyrir byrj- endur fastur liður á hverju móti og lögð verður áhersla á að vera með fjölbreyttar og skemmtilegar þrautir fyrir ungri kynslóðina. Þar verður meðal annars boðið upp á að hitta í skotmörk, pútta og kynn- ast reglum íþróttarinnar undir handleiðslu golfkennara. „Við ætlum að reyna að skapa betri umgjörð fyrir hinn almenna kylfing og bjóða upp á margvís- legar kynningar og skemmtanir samhliða mótunum. Svo ætlum við að reyna að fá kylfinga til að mæta og horfa á mótin. KB banki ætlar að auglýsa mótaröðina vel og við ætlum að leggja áherslu á að það sé gaman að horfa á gott golf. Það vantar ekki fólk sem stundar golf en við ætlum að kenna því að mæta og horfa á golf.“ KB banka mótaröðin sam- anstendur af sex mótum á jafn mörgum golfvöllum. Fyrsta mótið verður 27.-28. maí á Garðavelli á Akranesi en hin mótin verða í Vest- mannaeyjum, Leirunni, Urriða- velli, Grafarholtsvelli og svo verð- ur lokamótið á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Stigahæstu kylfing- unum verður boðið að taka þátt í móti á vegum KB banka og Ice- landair á Turnberry í Skotlandi í byrjun október. „Það er mikið að gerast í íslensku golfi, allir vellir fullir af fólki og við getum ekki annað en verið mjög ánægðir með uppgang- inn hér á landi. Nú þarf bara að virkja fólk til að mæta og horfa á mótaröðina okkar,“ sagði Hörður Þorsteinsson. elvar@frettabladid.is Kylfingum kennt að horfa á golf Golfsamband Íslands undirritaði í vikunni samning við KB banka um að mótaröð sambandsins muni í sumar heita KB banka mótaröðin. Stefnt er að því að fá fleiri áhorfendur á vellina til að fylgjast með. SAMNINGAR UNDIRRITAÐIR Ingólfur Helgason frá KB banka tekur í höndina á Herði Þor- steinssyni eftir að samningarnir höfðu verið undirritaðir í Viðey. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR FRJÁLSAR Bandaríkjamaðurinn Justin Gatlin sló heimsmetið í 100 metra hlaupi í síðustu viku á frjálsíþróttamóti í Katar. Það hélt hann í það minnsta. Gefið var upp að Gatlin hefði hlaupið á 9,76 sek- úndum og þar með bætt heimsmet Asafa Powell sem var 9,77 sekúnd- ur. Tíminn sem Gatlin náði var nákvæmlega mældur 9,766 en mótshaldarar gerðu þau mistök að gefa upp 9,76 þegar að sjálfsögðu hefði átt að námunda í 9,77. Mis- tökin hafa því verið leiðrétt og Gatlin ku ekki vera kátur. - hbg Neyðarleg mistök í Katar: Bætti ekki heimsmetið JUSTIN GATLIN Taldi sig hafa bætt heims- metið en jafnaði það bara þegar upp var staðið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES HAFNABOLTI Hataðasti íþróttamað- ur Bandaríkjanna, Barry Bonds, á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Bonds, sem er sakaður um mikla steranotkun til fjölda ára, skráir sig í sögubækurnar með næsta heimahafnarhlaupi og enginn kastari í deildinni hefur áhuga á að verða maðurinn sem sá til þess að hann nái þeim áfanga. Russ Springer, kastari Houston, gaf tóninn þegar hann kastaði bolt- anum ekki að Bonds heldur í hann og það af fullu afli. Fyrsti boltinn sigldi rétt fram- hjá baki Bonds og fékk Springer þá aðvörun hjá dómaranum. Springer lét ekki segjast og kast- aði næstu fjórum boltum í Bonds og hittu tveir þeirra beint í mark. Dómarinn rak Springer og þjálfara Houston af velli í kjölfar- ið. Það segir sína sögu að allir 35 þúsund áhorfendur vallarins stóðu upp og klöppuðu fyrir þeim félög- um. - hbg Barry Bonds: Grýttur af kastara BARRY BONDS Á leiðinni niður eftir að hafa verið grýttur af kastara í miðjum leik. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Gylfi Einarsson, leikmað- ur Leeds á Englandi, hefur ítrekað það að hann vilji ekki yfirgefa Leeds. Gylfi sagði við Fréttablaðið í vikunni að hann íhugaði að fara að láni frá félaginu en eftir nánari umhugsun ber hann þær sögur til baka. „Það stendur ekki til að ég sé á förum. Ég hef verið ósáttur með hversu lítið ég hef spilað en ég er staðráðinn í því að vinna vel í mínum málum í sumar og stefni á að vera áfram hjá Leeds á næsta tímabili, enda nýbúinn að fram- lengja samninginn minn um tvö ár,“ sagði Gylfi. „Mér líður vel hjá Leeds og ég vona að ég geti hjálpað liðinu að komast upp um deild. Draumur minn væri að komast upp í úrvals- deildina og spila þar á meðal þeirra bestu með Leeds,“ sagði Gylfi Einarsson. - hþh Gylfi Einarsson: Ég ætla að berjast áfram

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.