Tíminn - 10.07.1977, Blaðsíða 4
4
Sunnudagur 10. jiill 1977
H
Eftir nokkurn tíma
lifið sinn vanagang
Fyrir skömmu flutti máli, er að fólk verði
norsk kona, Else
Lunde, starfsmaður
hjá norska krabba-
meinsfélaginu, erindi i
Norræna húsinu um
starf, sem hún ásamt
fleiri konum gengst
fyrir meðal norskra
kvenna, sem fá
krabbamein i brjóst.
ElseLunde flutti einnig
fyrirlestur um sama
efni á þingi norrænna
hjúkrunarfræðinga og
röntgentækna, sem
haldið var hér i
Reykjavik. í Noregi
finnast um 1.500 ný til-
felli af brjóstkrabba
meðal kvenna á ári
hverju, þ.e.a.s. reikna
má með að 14.-15. hver
kona fái brjóstkrabba
einhvern tima á æv-
inni. Hér á Islandi finn-
ast ekki alveg eins
mörg tilfelli af brjóst-
krabba i konum árlega,
þó hefur krabbamein i
brjósti fundizt hjá að
meðaltali 70 konum á
ári að undanförnu, sem
er mun hærri tala en
var fyrir nokkrum ár-
um. Þau mál, sem Else
Lunde fjallaði um,
skipta þvi margar kon-
ur hér á landi miklu
máli. Húsfyllir var i
Norræna húsinu, þegar
hún talaði þar, en ef-
laust hefðu þó fleiri
viljað hlýða á mál
hennar, og birtum við
þvi erindi hennar hér i
heild.
Else Lunde og fleiri
konur, sem veikzt hafa
af krabbameini i
brjósti, hafa myndað
með sér samtök og leit-
ast nú við að hjálpa
kynsystrum sinum,
sem fá þennan sjúk-
dóm og breyta afstöðu
fólks yfirleitt gagnvart
krabbameini. Þegar
hefur ýmislegt náð
fram að ganga i
Noregi, sem enn þekk-
ist ekki hér. T.d. geta
konur þegar á sjúkra-
húsinu fengið gervi-
brjóst til að nota til
bráðabirgða. Sjúkra-
samlagið norska greið-
ir eitt gervibrjóst á ári
fyrir konu ef hún óskar
þess, en hér er greitt
70% af andvirði eins
gervibrjósts annað
hvert ár. En það, sem
ef til vill skiptir mestu
hreinskilnara gagnvart
þessum sjúkdómi bæði
almenningur og sjúkl-
ingarnir sjálfir, þeir
lokist ekki inni i skel
sinni. En það er einmitt
það, sem Else Lunde og
stallsystur hennar eru
að vinna að.
Viö.sem skornar höfum veriö
upp viö krabbameini i brjósti,
erum stór hópur kvenna i
Noregi, þar sem ibúarnir eru
um fjórar milljónir. Um 1.500 ný
tilfelli finnast árlega. Með öör-
um orðum fjórtánda til fimm-
tánda hver kona fær einhvern
tima brjóstakrabba.
Til allrar hamingju kemur
ekki oftfyrir aö ungar konur fái
sjúkdóminn. Karlar geta lika
fengiö hann, en þaö er mjög
sjaldgæft, eöa um 10 á ári i
Noregi. Til þessa hafa alltof
margar konur, sem fengið hafa
krabbamein i brjóst, dáiö af
völdum sjúkdómsins. Þar get-
um við breytt nokkru um, en
likurnar á fullum bata eru þvi
meiri þvi fyrr, sem komið er til
meöferöar, og á þaö raunar viö
um allar tegundir krabbameins.
Þaö er mjög mikilvægt aö
konur skoði sjálfar brjóst sin.
Þær ættu aö gera sér aö fastri
reglu aö skoöa brjóstin einu
sinni i mánuði, helzt rétt eftir
blæöingar. Sjálfskoöunina á
alltaf aö framkvæma á sama
tima, þvi breytingar veröa á
brjóstunum meöan á tiöa-
hringnum stendur.
Eftir aö konur eru hættar aö
hafa blæðingar er t.d. hægt aö
velja fyrsta dag mánaöarins til
aö skoða brjóstin. Sjálfskoöun
er einföld. Meira en 90% brjóst-
krabbatilfella finna konurnar
sjálfar annaö hvort viö sjálfs-
skoðun, af tilviljun eöa þegar
krabbameiniö er oröiö svo
alvarlegt aö ekki veröur hjá þvi
komizt að koma auga á það.
Ég endurtek: Þaö er mjög
mikilvægt ef góöur árangur á aö
nást, aö krabbameiniö sé tekiö
til meöferöar snemma. Frestiö
ekki að leita læknis ef þiö veröiö
varar við eitthvaö óeölilegt.
Einnig hér á Islandi hefur þvi
eflaust oft verið lýst i sjónvarpi,
kvikmyndum og vikublööum
o.s.frv. hvernig konur geta
skoöaö brjóstin sjálfar og hafa
krabbameinsfélögin gefiö út
ágætan bækling um þaö efni.
Arið 1967 mynduðu þeir, sem
barkakýliö haföi veriö numiö
burt úr, meö sér samtök. Og
1970 stofnaði fólk, sem þurft hef-
ur aö leggja út á kviö á þarm
eöa þvagrás, sin eigin samtök
undir nafninu Norilco. 1 báðum
þessum samtökum er fólk, sem
gengizt hefur undir uppskuröi,
þótt ekki hafi alltaf veriö um
krabbamein aö ræða, og hefur
þaö tekiö aö sér þaö verkefni aö
hjálpa sjúklingum, sem eiga aö
fara i uppskurð, gefa þeim ráö
og andlegan styrk i ljósi eigin
reynslu.
Bæöi félögin eru tengd
Krabbameinsfélaginu (Lands-
foreningen mot Kreft), og nú
höfum viö, sem skomar höfum
verið upp viö brjóstkrabba,
bætzt viö.
Nafnið sem viö höfum valið
okkur: „Kontakttjensten for
brystkreftopererte” (Samhjálp
þeirra, sem skornar hafa verið
upp viö brjóstkrabba) er langt
og þunglamalegt, en þar sem
viö viljum ekki ley nast á bak viö
nafn, sem fáir skilja, höfum við
ekki fundið annaö betra.
Sjálfboöaliöar úr hópi fyrr-
verandi brjóstkrabbasjúklinga
halda uppi og stjórna starfi okk-
ElseLundevannlengi viö rannsóknir á Radlumsjúkrahúsinu f Osló, en starfar nú fyrir norska
krabbameinsfélagið.
Else Lunde segir frá samhjálp
norskra kvenna, sem fengið hafa
krabbameín í brjóst
ar i tengslum viö Krabbameins-
félagiö. Þetta var engin ný hug-
mynd sem viö fengum i fyrra.
Forráðamönnum Krabba-
meinsfélagsins hafði m.a. lengi
veriö ljóst, aö sá hópur sjúkl-
inga, sem við erum fulltrúar
fyrir, þarfnast einnig siöferöi-
legs stuönings og hagnýtrar
hjálpar. Mörgum konum, sem
gengizt hafa undir skuröaögerö
gegn brjóstakrabba, haföi einn-
ig komiö eitthvaö svipaö I hug.
Margar konur hafa ekki haft
neinn að leita ráöa hjá.
Eldsál nokkur, formaöur
samtaka þeirra, sem numiö hef-
ur verið úr barkakýlíð, og
Krabbameinsfélagiö sáu svo um
aö fimm fyrrverandi brjóst-
krabbasjúklingum, konu frá
Bergen og fjórum frá Osló
ásamt yfirsjúkraþjálfaranum á
Radiumsjúkrahúsinu, sem hef-
ur mikla reynslu af aö starfa
með brjóstkrabbasjúklingum,
var boöiðá umræöunámskeiö og
fund hjá fyrrnefndum samtök-
um I september 1976. Fundurinn
var haldinn i Geilo i Noregi.
Við uröum bæöi hrifnar og
djúpt snortnaraf þvi, sem þetta
fólk gerir úr fötlun sinni: Þaö
notar hana til aö hjálpa öðrum!
Þaö á einnig aö vera kjörorö
okkar.
Þaö rikir enginn vafi meöal
okkar, sem til þekkjum, aö kon-
ur, sem skornar eru upp viö
brjóstakrabba, þarfnast hjálp-
ar. Meðan viö dvöldumst i Geilo
ræddum viö hvernig viö ættum
aö haga starfsemi okkar.
Svipuð starfsemi er hafin i
fleiri löndum, en starfshættir
annarra hæfa okkur ekki. Við
uröum að byggja upp okkar eig-
in starfsemi. 1 Geilo uröum viö
sammála um aö þreifa okkur
áfram, læra af reynslunni og
reiknuöum einnig meö þvi, aö
okkur hlytu aö verða á mistök
svo að viö mættum læra af
þeim, hugmyndimar yröu aö
þróast.
1 lok september var fyrsti
fundurinn haldinn á Radium-
sjúkrahúsinu. Þar var ákveðið
aö byrja aö heimsækja brjóst
krabbasjúklinga á Radium-
sjúkrahúsinu, og starfsemi okk-
arhófsti október. Viö höfum nú
þegar farið i yfir 300 heimsókn-
ir. Bæöi sjúklingar, læknar og
hjúkrunarfólk tók starfi okkar
vel. Viö heimsækjum sjúkling-
ana tvisvar i viku.
Viö vorum heppnar, sem gát-
um hafiö starfsemi okkar á
Radiumsjúkrahúsinu, m.a.
vegna þess aö þar eru eingöngu
krabbameinssjúklingar.
Litli hópurinn þar tók smátt
og smátt viö forystu þessarar
nýju starfsemi. Viö höföum
aldreihitztáöur. Viö erum mjög
ólikar og þaö er gott, en viö náö-
um góöum tengslum strax I
upphafi og samvinna okkar hef-
ur veriö afburöagóö og ánægju-
leg.
Viö ákváöum hvernig fara
skyldi aö þvi aö fá nýja sjálf-
boöaliöa til starfa — og sömdum