Tíminn - 10.07.1977, Side 7

Tíminn - 10.07.1977, Side 7
Sunnudagur 10. júli 1977 7 leikurum im sófanum, en hún sagöist i fyrstu hafa fariö hjá sér við myndatökur þar sem hún þurfti aö vera fáklædd. Reyndar haföi hún ætlaö sér aö leika ekki i þannig mynd- um, en hjá þvl er ekki svo gott aö komast, ef veriö er i þessum bransa, eins og hún sagöi. Dyan sagöi aö Valerie Perrine heföi kennt sér aö vera eðlileg og óþvinguö, þó aö hún væri hálfnakin. Valerie Perrine lék i mynd, sem heitir Slaughterhouse Five, og þar varð hún aö koma fram allsnakin. Hún tók sig bara til og mætti timanlega fyrir hverja myndatöku og labbaði um I Evuklæöum einum saman hin rólegasta eins og hún væri alklædd. Þá var bæöi hún sjálf, tæknimenn og aðr- ir farnir aö venjast þessu og þótti ósköp hversdagslegt og litu varla upp, þó aö Valerie gengi um i engu — nema há- hæluöum skóm og eyrna- lokkum. Dyan segir nú, aö aöalvandamál sitt i nektar- atriöum sé aö skella ekki upp úr á versta staö þegar veriö er aö mynda hástemmdar ástarsenur. — Allt i einu finnst mér þetta svo agalega hlægilegt, og þá bara spring ég, sagöi leikkonan i viötali viö blaðamann, sem var aö kanna þessi mál meöal leik- ara. Leikarahjónin Jill Ireland og Charles Bronson hafa þó snúiö þróuninni i þessum málum alveg viö i sinum kvikmyndum. Hér áöur fyrr léku þau i nektarsenum bæöi saman og eins meö öörum leikurum, en eftir þvi sem börn þeirra stækkuöu og fóru að fylgjast meö kvikmynd- um segja þau hjónin, — þá kunnum vö verr viö þessi atriöi, og nú höfum viö gert sérstakan samning viö kvik- myndaframleiöandann um aö við þurfum ekki aö leika I nektaratriöum. Jill Ireland neitaði nýlega ágætis tilboöi um hlutverk i kvikmyndinni Good Luck, Miss Wycroft vegna þessað henni fannst of svæsin og allt aö þvi klám- kennd atriði i henni, þótt handritiö væri að ööru leyti gott. Ég heföi ekki getaö fengiö mig til þess aö leika þetta, sagöi hún, og svo hefðu strákarnir i skólanum sagt við syni mina: — Ég sá hana mömmu þina I bló- mynd i gær. Hasarkroppur er hún maöur! í spegli tímans Hér sjáum viö tvær myndir af Charles Bronson og konu hans Jill Ireland, önnur er tekin i ástaratriöi áöur en þau geröu þennan sérstaka samning, og hin er úr nýlegri mynd, — og þar eru þau bæði i fötum, þó aö Jill sé svolítiö ber um miðjuna! . i ■■b: i •í’TCT'T'? 't' 1 ■: T. ••• Vt' • "•ihB,. gp $ L\ \ ■' - Æi1 í , fif| .-.1 WSfflm ■ ■ 7 Tsvalur. faröu upp á ' stvrishúsiö oe láttu mig vita Þaö eru oft sjóræningjar á þessum slóðum, veröum viö að vera varkárir. Hvaöef égsé^Láttumig /vita um alla Ég hef á tilfinningunnTT að það sé sama hvaða ' bátur myndi nálgast, skipstjórinn vill ekki hitta neinn. Biður eftir fuglum. 1 4-15 Tíma- spurningin Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin(n) stór? Heiörún Lára Kristjánsdóttir, 10 ára: Flugfreyja. Þaö er ábyggi- lega mjög gaman og maöur getur feröazt út um allt. Hrafn Margeirsson, 10 ára: Ég veit ekki kannski bóndi. Ég á heima i sveit og er bara i heim- sókn i borginni Karl Frimann Ólafsson, 11 ára: Vörubilstjóri. Ég held aö þaö sé ofsa gaman aö keyra bil. Nei, ég hef aldri keyrt, en ég hef tekið I stýri. Þorsteinn Hjaltason, 9 ára: Ég ætla aö veröa strætóbilstjóri. Ég hef einu sinni keyrt bil upp i sviet og þaö var ofsa gaman. Sigrlöur Hjartardóttir, 11 ára: Kannski ég vinni i búö eöa eitt- hvaö svoleiöis. Annars veit ég ekki, ég er ekki búin aö ákveöa mig.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.