Tíminn - 10.07.1977, Page 32

Tíminn - 10.07.1977, Page 32
32 Sunnudagur 10. jiill 1977 Anton Mohr: Árni og Berit Ævintýraför um Asíu Lena og Amúr. Aldrei hafði hann þó komið til Werchjansk, en þar átti hann nú að dvelja næstu tiu árin. Hann var þó ekki alveg ókunnugur þar, og gerði sér ekki háar vonir um þennan stað. Hann hafði átt tal við veiði menn og kaupmenn, sem þangað höfðu farið. „Þarna er reglulegt is- viti”, sagði hann og lagði áherzlu á hvert orð. Árni efaðist ekki um, að hann hafði rétt fyrir sér. Nikolaj hafði alltaf rétt fyrir sér, og honum þótti gamán að útskýra fyrir öðrum það, sem hann skildi vel sjálfur. Þess vegna var svo gaman að tala við hann. Árni reyndi þvi oft að ná tali af honum bæði á löngum og þreytandi gönguferðum og eins er þeir hvildu sig á friðsæl- um kvöldum. Nikolaj þraut alrei umræðuefni, og Árni fræddist mikið af honum og fór að brjóta heilannum margt sem hann hafði aldrei veitt athygli fyrr. 5. Hinn 25. mai að kvöldi, kom hópurinn loks til Ust Kutsk. Þarna lá út- lagaskipið og beið þeirra. Þetta skip leit einkennilega út ofan- sjávar. Yfir allri yfir- byggingunni voru járn- grindur. Voru rimlamir svo þéttir, að hvergi var hægt að stinga höfðinu út á milli. Þetta var eins og þéttriðið net úr gild- um járnstöngum. Einar þröngar dyr voru inn i þetta járnbúr. Inn um þessar þröngu dyr smugu f angarnir einn og einn i einuog um leið voru þeir taldir ná- kvæmlega og merkt við hvern og einn á fanga- listanum. Dyrunum var svo lokað og jafnframt gefin út tilkynning um það, að dyrunum yrði ekki lokið upp aftur fyrr en komið væri á áfanga- stað. Maturinn var lát- inn inn um op á grindun- um. Aftur á skipinu voru bústaðir varðmann- anna, og þar voru lika klefar fyrir konurnar og dálitil setustofa eða borðstofa. Þar mataðist skipstjórinn, varð- mennirnir og konurnar fjórar. Allt var þar þokkalegt og góður mat- ur, en fábreyttur. Skipið hét Jermak og var langt frá þvi að vera fyrsta flokks skip. Berit undi sér þó sæmilega i þessu skipi. Hún var far- in að venjast þvi, að sætta sig við lifið og taka rólega þvi, sem að hönd- um bar. Hún hafði lagt út i þetta, til þess að létta undir byrði Árna, og það hafði henni tekizt að nokkru. Á skipinu gat hún talað við Árna eins og hana lysti, en annars hafði hún aldrei getað talað neitt að ráði við hann siðan i marz- mánuði, er þau fóru frá Húsbyggjendur i Avallt fyrirliggjandi: Norsk glerullareinangrun Amerisk J.M. glerullar- einangrun Steinull Glerullarhólkar Álpappír Spónaplötur og grindarefni Milliveggjaplötur Lægsta mögulegt verö v. magninnkaupa. Gerid verðsamanburð. Áratuga reynsla í influtningi byggingarvara tryggir góða vöru á lágu vprði. Byggi ngavörudei Id Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 28604 *10600 barnatíminn Irkutsk til Tomsk. Þeg- ar þau töluðu saman á skipinu, voru vitanlega sterkar járngrindur milli þeirra, en þau tóku varla eftir þvi. Þau voru svo glöð yfir þvi að geta talazt við. Ferðin i skipinu var lika miklu þægilegri fyr- ir Berit, en skrönglast i fjaðralausum vagni á vondum vegum. Það var lika þægilegt að sitja á þiljum skipsins og láta geisla vorsólarinnar verma sig. Berit fann að kraftar hennar uxu og lifsf jör hennar jókst með hverjum deginum sem leið. En það, sem hafði þó mest áhrif og jók ánægju hinnar ungu stúlku, var það að rússnesku kon- umar þrjár, sem með henni voru, urðu henni æ hjartfólgnari, en bezt féllhenni þó við Tatjönu. Þessi fallega unga frú með jörpu, hrokknu hár- 1 o k k a n a var ekki mörgum árum eldri en Berit sjálf. Gleði hennar og lifsfjör smitaði hinar. Þar sem Tatjana var, gat enginn verið sorgmæddur, jafn- vel þótt margt gengi á móti.Tatjana trallaði og söng allan daginn, og á kvöldin, þegar hún sat á þiljum úti og söng rúss- neskar þjóðvisur, var það oft, að fangar og varðmenn settust lika niður á þiljur skipsins og rauluðu undir. Rúss- amir voru yfirleitt allir sönghneigðir og mjúkir, hlýir tónar þjóðlaganna bárust út i geiminn um kyrrlát, björt yorkvöld- in. Útlagaskipið skreið hljóðlega norður eftir fljótinu og söngur varð- manna og útlaga rann saman i þægilega hljóm- kviðu. Við Ust Kutsk er fljót- ið Lena mikið vatnsfall, eða um hálfur kilómetri á milli landa, en eftir þvi sem þau sigldu lengra niður fljótið, varð það vatnsmeira. Nú stóðu vorleysingar sem hæst og allar þverár frá austri og vestri voru bakkafullar með jaka- burði. Á bökkum stór- fljótsins voru þéttar skógarbreiður, svo langt sem augað eygði. Land- ið virtist mjög strjál- byggt, og aðeins hér og þar sáust merki manna- byggðar, annars var ekkert að sjá nema þrot- lausan skóginn. Skipið hélt sig aðal- lega að austurbakkan- um, þar sem dýpið var mest, en vesturbakkinn var lægri og þar voru meiri grynningar. Einn daginn stóðu þeir úti við borðstokkinn Árni og Nikolaj og þá spurði Nikolaj, hvort Árni vissi, hvers vegna vatnið væri meira og bakkinn hærriað austan en vestan,en Árni kvaðst ekkert hafa hugsað út i af hverju þetta stafaði. ,,Ég hef oft um þetta hugsað”, sagði Nikolaj. „Þetta er mjög merki- legt fyrirbrigði. Þetta er eins i öllum stórfljótum Siberiu, sem falla i Is- hafið. Hinn heimsfrægi landkönnuður Friðþjóf- ur Nansen sem er Norð- maður eins og þú, hefur sett fram þá skýringu eða tilgátu, að þetta stafi af snúningi jarðar- innar. Liklega er þessi skýring rétt. Liklega er það af snúningi jarðar- innar, að allt vatn i stór- fljótunum á norðurhveli jarðar eins og pressast að austurbakkanum. Af- leiðingin verður sú, að vatnið grefur sig niður við austurbakkann. Smátt og smátt flyzt svo allt vatnið i þennan far- veg og brýtur upp landið að austan, þar til það rek ur sig á fjall eða harða klöpp, sem það ræður ekki við, en jafnframt myndast sléttur að vest- an, þar sem áin hefur smátt og smátt flutt sig yfir um aldaraðir. Það er láglendið sem þú get- ur séð hér i vesturátt”, ,,en auk þess hefur þetta landbrot stórfljót- anna i Siberiu önnur áhrif”, hélt Nikolaj á f r a m. „Þe s s a r hreyfingar stórfljótanna færa eskimóum i Græn- landi og öðrum heim- skautalöndum bygg- ingarefni. Þegar árnar rifa niður bakka sina fylgja trén með. Þau berast siðan til hafs með fljótinu og dreifast svo með hafstraumnum til norðlægra landa og þar á meðal til íslands. Snúningur jarðarinnar veldur þvi ekki einungis mismun dags og nætur, heldur hefur hann bein áhrif á lifskjör manna”.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.