Tíminn - 10.07.1977, Blaðsíða 10
10
11
Sunnudagur 10. júli 1977
Sunnudagur 10. júli 1977
Kinkrnnileg, en algeng sjón I London
klæönaöi, en regnhlifin er ensk.
— Arabi i arablskum
Spilaklúbbarnir græöa vel á Aröbum. Einn furstinn tapaöi
hundruöum milljóna á þremur nóttum — án þess aö depla augunum.
Klukkan er rúmlega
sex. Viðskiptavinirnir
streyma út úr stóra og
glæsilega vöruhúsinu/
Harrods við Brompton
Road i Knightsbridge.
Verzlunarglaðir ferða-
menn hvaðanæva að úr
heiminum kaupa þar
fyrir ódýr pund, margir
hafa sparað allt að helm-
ingi á þeim vörum, sem
þeir hafa keypt.
Tiu minútum síðar er
vöruhúsið tómt. Eftir eru
aðeins 450 manns, sem
sjá um afgreiðsluna.
Enginn fer heim, því all-
ir eru að bíða eftir sér-
stökum viðskiptavini,
sem boðað hefur komu
sína: olíumálaráðherra
Saudi-Arabíu, Achmed
Saki el-Yamani fursta.
Stjórn Harrods hefur
beðið allt starfsfólkið að
vinna eftirvinnu þetta
kvöld. Ef til vill kaupir
furstinn eitthvað...
Klukkan hálf sjö rennur
silfurgrár Rolls Royce upp aö
aöaldyrunum. Einkennisklædd-
ur bilstjóri opnar dyrnar.
Achmed og tvær dætur hans,
Mai 19 ára og Maha 16 ára,
stiga út. Forstjóri Harrods tek-
ur sjálfur á móti þeim. Gjöriö
svo vel, vöruhúsiö er til reiöu.
Klukkustundu siöar yfirgefur
furstinn Harrods. Brosandi
verzlunarstjórar og forstjórinn
kveöja. Þaö er leyndarmál hvaö
furstinn og dætur hans keyptu,
en af andlitssvip stjóranna má
ráöa að um álitlegar fjárupp-
hæðir sé að ræöa.
Slikt og þvilikt er ekki óvenju-
legt i London um þessar
mundir. Af einhverjum ástæö-
um hafa hinir vellriku oliukóng-
ar og furstar valiö einmitt
London sem leikvöll sinn. Þar
verzla þeir, þar fjárfesta þeir og
þar njóta þeir iifsins.
Ef til vill er þaö vegna gest-
risni Breta. 1 Paris sýna inn-
fæddir feröamönnum allt of
greinilega álit sitt á þeim, en I
London er öllum fagnaö sem
velkomnum gestum.
Oliufurstarnir eru ótrúlega
auðugir. Oft koma þeir frá litl-
um og algjörlega óþekktum
furstadæmum, þar sem oliu-
lindirnar viröast ótæmandi.
kaupa hvern einasta skó i búö-
inni svo og birgöirnar.
Komiö var meö skóna I vöru-
flutningabil til Dorchester-
hótelsins, þar sem frúin haföi
tekiö á leigu heila hæö. Viö mik-
inn fögnuö og hlátur mátaöi hún
skó eftir skó. Þeir sem ekki voru
mátulegir, eöa féllu ekki i
smekkinn lentu frammi á gangi
hótelsins. Hún lét þau boö út
ganga aö starfsfólk hótelsins
gæti komið og tekiö þaö sem það
vildi af þvi sem á ganginum
lenti. Sagt er að frúin hafi
mátaö 2800 pör af skóm áöur en
hún gafst upp þann daginn.
Litil klausa birtist I London-
blaöinu Daily Express um það
fyrir skömmu aö fursti einn,
óþekktur, heföi heimsótt einn af
finni spilaklúbbum London
þrjár nætur i röð. Eftir þriöju
nóttina haföi hann tapaö alls
rúmum 600milljónum (isl. kr.),
en enginn haföi séð hann svo
mikið sem lyfta annarri augna-
brúninni. Þegar hann yfirgaf
klúbbinn seinasta kvöldiö, gaf
og heitir Scherazade.
1 blaöinu Sunday Times
skrifaöi Mr. Midnight nýlega i
kimnidálk sinn um þennan staö:
— Þetta er staður þar sem ein-
mana arabiskur herramaður
getur hvilt sig eftir erfiðan dag
viö að kynna sér vörubirgöir
Marks & Spencer og kaupa
hótel.
Arabar hafa keypt ótal hótel.
Meðal þeirra þekktustu er
Dorchester-hóteliö, sem alltaf
hefur veriö perla i brezka hótel-
heiminum. Iburöarbyggingar
eiga eins og Tintangel
House,Park Tower Hotel, Mere-
worth Castle og fleiri, hafa einn-
ig hafnað i höndum Araba.
Khaled konungur Saudi Ara-
biu, sem þarf stööugt að koma
til meöhöndlunar á Wellington
sjúkrahúsiö i London vegna
slæmsku i mjööm keypti sér
glæsihýsi i „Saudi Kensington”
fyrir 300 milljónir króna. Fyrir
átti hann 100 milljóna króna
glæsilega ibúð viö Hyde Park
Gate maö útsýni yfir garðinn
Lífsnauðsynlegt olíufé.
Til aö kóróna allt saman hefur
hópur arabiskra auöjöfra keypt
horn af Regent Park, hvernig
sem þaö var hægt, og ótrúlegt
er, en satt, aö þeir hafa fengið
leyfi til aö reisa þar bænahús
með tilheyrandi sjúkrahúsi.
Þetta er rétt eins og einhver
færi til yfirvalda hér og keypti
Arnarhólinn eöa Austurvöll.
Undanfariö ár hafa London-
búar fylgzt með byggingu bæna-
hússins, sem er engin smá-
smiði. Um þessar mundir er
verið aö setja gullplötur ofan á
hvolfþakið. Sjúkrahúsiö á aö
vera fyrir nokkur hundruð
sjúklinga, aöeins Araba. Það á
aö kosta 450 þúsund krónur á
dag aö liggja þar.
Mörgum Bretum finnst þessi
innrás Araba I London heldur
stór biti aö kyngja. Þessir ný-
riku furstar haga sér eins og ný-
lenduherrar i Englandi, og fyrir
gamalt nýlenduveldi eins og
Arabamir eru að
kaupa Lor.don!!
Peningar virðast ekki skipta
neinu máli lengur. Allt kostar
eitthvað og furstarnir borga
hvaö sem er — i reiöufé.
Þeir strá um sig meö pening-
um og dollaraflóðiö frá banda-
riskum feröamönnum fyrir 20
árum var hreinasta barna-
gaman i samanburöi viö þetta.
Fjárfúlgur i þjórfé og gullúr
handa starfsfólki hótelanna eru
daglegt brauð. Launaöir einka-
bilstjórar uppgötva skyndilega
aö þeir eru orönir rikir eftir viku
starf hjá arabiskum oliufursta.
A stööum i London sem
Arabar eiga kostar stórfé aö eta
og drekka en hvaöa máli skiptir
þaö? Diskótek og dansstaöir eru
á hverju kvöldi full af rikum
Aröbum og ungum og iaglegum
enskum stúlkum, sem vonast til
aö trúlofast fjársterkum
höföingja.
Umhverfis Dorchesterhótelið
eru fallegar, ungar vændiskon-
ur eins og mý á mykjuskán.
Þeir sem ekki eru Arabar eöa
geta ekki borgaö það sama og
þeir, eru ekki virtir viölits. Þaö
getur verið vel þess virði aö
þurfa að biöa tvö eöa þrjú kvöld
án árangurs. Að þvi kemur að
glæsibifreið rennir upp aö gang-
stéttinni, stúlkunni er bent að
stiga inn og siðan er ekiö til
glæsihýsis eöa — ibúðar. Sé vel
á haldið, er hægt aö fara heim
að morgni með árslaun i vesk-
inu...
hann hverjum starfsmanni sem
svarar 30 þúsuhd krónum i þjór-
fé.
Einn furstinn enn sendi eftir-
lætiseiginkonuna til Evrópu i
leyfi. Sjálfur gat hann ekki farið
meö, en hann vissi, hvernig
hann átti að gera henni til hæfis.
Hún var nefnilega yfir sig hrifin
af sérsmiöuðum, itölskum
sportbil. Hún ætlaöi fyrst til
London og siðan aö feröast um
England. Til að vera alveg viss
um að frúin þyrfti ekki aö sakna
sportbilsins kæra, lét furstinn
skipa 25 slikum bilum á land i
Englandi og flytja til allra
hugsanlegra staöa sem hugsazt
gæti að frúin hefði viödvöl á, svo
aldrei yröi langt aö fara til að
sækja eftirlætisfarartækið.
svo °g „holu” handan við
garöinn, þar sem nágrannarnir
heita Ava Gardner og Home
lávarður.
Sjúkdómur konungsins hefur
verið hótelum i London drjúg
tekjulind, þar sem þau hafa hýst
þjónustuliöið, lifvöröinn, ráð-
gjafa og liflækna meðan kon-
ungur dvelst á sjúkrahúsinu.
Meðal þeirra sem koma i
sjúkravitjanir eru Hussein kon-
ungur Jórdaniu, sem kaus að
búa á hóteli, fremur en i jór-
danska sendiráðinu, eins og
venjulega. Bróöir hans, Hassan
prins, á hús i „Saudi Kensing-
ton.”
England, sem er á barmi gjald-
þrots, hlýtur þetta að sviða sárt.
En enginn þorir að mótmæla.
Peningarnir sem oliufurstarnir
dæla inn i landiö, eru velkomnir,
ef til vill lifsnauðsynlegir.
— En það kemur aö þvi aö
okkar eigin olia dugar okkur,
segir kráareigandi einn i
Knightsbridge, Derek Stone. —
Þá geta Arabarnir tekið konur
sinar, geldinga og oliupeninga
og farið eitthvað annað. En við
þörfnumst þeirra núna. Við
verðum að umbera þessi ósköp
þeirra.
„Ósköp” er rétta orðið yfir
framkomu Araba i London.
%
Þeir koma frá litlu olíufursta
dæmunum fyrir austani
einkaþotum, aka Holls Royce,
taka á leigu heil hótel og kaupa,
kaupa og kaupa. Allt staðgreitt.
Olían hefur gert ótal Araba að
milljarðamæringum og þeir hafa
valið London til að leika sér i.
Arabisklr fcröamcnn njóta útsýnisins I Kensington Park. Af konum
þeirra má ekkert sjá nema augun og hendurnar.
Þegar þeir hafa gert flugvelli,
byggt sjúkrahús og skóla handa
undirsátum sinum, er fátt
annað sem hægt er aö leggja
peninga i i eyðimörkinni. Þá
fara þeir til London.
2800 pör af skóm
Ótal sögur eru sagðar af ævin-
týralegri eyöslusemi þessara
höföingja og jafnvel sóun fjár-
muna:
Eftirlætiseiginkona oliufursta
eins kom til London ásamt nær
fimmtiu manna þjónustuliöi. A
gönguferö um Regent Street sá
hún skó i sýningarglugga. Henni
leizt vel á þá, en það var óhugs-
andi aö hún gæti fariö inn i
búöina til að máta. Trúarbrögö-
in banna henni aö sýna ökla sina
öörum en eiginmanninum.
Hún sendi þvi nokkra þjóna
inn meö þau boð aö þeir skyldu
„Saudi Kensington"
Ahugi Arabanna á London fer
stöðugt vaxandi. 1 ár er búizt við
aö arabiskir ferðamenn þar
veröi á þriöja hundrað þúsund.
Auk þess eru 20 til 30 þúsund
Arabar búsettir á Bretlandseyj-
um. Þessi nýja yfirstétt hefur
slik fjárráö aö menn muna ekki
annað eins.
Fyrir framan margar
verzlanir i London eru komin
skilti á arabisku en búið aö taka
niður þau gömlu á þýzku og
japönsku. Hluti af suövestur-
borg London er nú kallaður
„Saudi Kensington” og æ fleiri
hótel skipta um nafn og taka
upp arabisk nöfn. Sérstök spila-
viti, næturklúbbar, nuddstofur
og aðrar stofnanir i þágu Araba
skjóta upp kollinum, margar i
eigu Araba. Einn finasti ara-
biski staöurinn er á Piccadilly
þíikí^ö )U*ah*^yrir'gæöMifstns.^r'r ^ ttum London- Einkabllstjórarnir blöa þolinmóöir þar til furstarnir hafa
LUJ
oiiúfylltir
rafmagnaoinar
ofnar eru iandsþekkfir
fyrir iilnn mjúka og þægilega
nitð og sérlega hagkvarna
rafmftgnanyfingu.
Barnlð f innur — reynslan
gseði þg&viirt ofjia. i
Kjölur sf
■Keflavfk ----j-iV-ú:-:;
$fmar <#) ?)2}j>g;:2r4K
Ford Bronco höggdeyfarnir komnir.
Pantana óskast vitjaö.
Fyrirliggjandi KONI
höggdeyfar í margar gerðir
bíla. Væntanlegir í aðrar.
KONI viðgerðar- og vara-
hlutaþjónusta. Póstsendum.
Auglýsið í Tímanum
Höfum fengið
nokkurt magn af
púströrsklemmum,
pústbörkum,
púströrsuppihengjum,
rafmagnsþrúð og
hosuklemmum
Latum þetta á lægsta
heildsöluverði ef tals-
vert magn er keypt.
ÓDÝRT OG GOTT:
AVGAS-upphengjarar
9030 v
9040 s
AWAB-
slönguklemmui
14 10-14 mm 50 38-50
17 11-17 56 44-56
20 13-20 65 50-65
24 15-24 75 58-75
28 19-28 85 68-85
32 22-32 95 77-95
38 26-38 112 87-112
44 32-44 138 104-138
165 130-165
—U-klemmur
1/8
1/4
3/8
1/2
5/8
3/4
7/8
2 3
2 1/8 3 1/4
2 1/4 3 1/2
2 3/8 3 3/4
2 1/2 4
2 5/8
2 3/4
2 7/8
Bílavörubúðin Fjöðrin h.f.
Skeifan 2, sími 82944
J
Iðnaðarbankinn
í Breiðholti
er f luttur
yfir götuna
Starfar nú í nýju húsnæði að Drafnarfelli 16-18.
Enn stigið skref í átt til betri bankaþjónustu í
miðri fjölmennustu byggð landsins.
Bankahólf og næturhólf eru nú fyrir hendi.
Opið kl. 13-18.30.
LEITIÐ EKKI LANGT YFIR SKAMMT.
Iðnaðarbankinn
Drafnarfelli 16-18, sími 74633
Breiðholti III