Tíminn - 10.07.1977, Page 17
Sunnudagur 10. júH 1977
17
Áttatiu ára minning:
Aðalsteinn
Sigmundsson
kennari
Minningarsjóður hans efldur i
tilefni afmælisins.
1 dag eru liöin 80 ár frá
fæðingu hins gagnmerka æsku-
lýðsleiðtoga — Aðalsteins Sig-
mundssonar — frá Árbót i Aðal-
dal i Suður-Þingeyjarsýslu.
Hann var fæddur 10. júli 1897, en
lézt mjög fyrir aldur fram þann
16. april 1943.
Hann var skólastjóri á Eyrar-
bakka 1919-29 ogsiðan kennari i
Reykjavlk og námsstjóri til
dánardægurs. Hann tók út af v /s
Sæbjörgu, sem þá annaðist far-
þegaflutninga i Faxaflóa milli
Borgarness og Reykjavik. Hann
var þá námsstjóri á Vesturlandi
og Vestfjörðum og var að koma
heim úr ferðalagi af náms-
stjórasvæði sinu. Aðalsteinn
varð öllum harmdauði, sem til
hans þekktu, enda þá I blóma
lifsins, aðeins 45 ára gamall.
Náinn vinur hans — Rikarður
Jónsson myndhöggvari — orti
eftir hann fögur minningarljóð.
Þar segir m.a.:
„Hér missti Isiands æska
skjöld og von,
hvar er slikt ljós og birta
fyrir stafni?
Vor móðurjörð, þú misstir
dýran son,
um miðjan dag, og hvar er
nú hans jafni?
Já, ailt þitt lif var ts-
lands gæfuieit,
með æskubrag i lund og mund
og verki.
Svo ris þú upp, þú æskumanna-
sveit,
nú er þitt verk að hefja fall-
ið merki.”
Ungmennafélag Islands,
mörg Umf., nemendur hans og
vinir stofnuðu við andlát hans
sjóð: Minningarsjóð Aðalsteins
Sigmundssonar, með 10 þús. kr.
framlagi. Samkvæmt 3. gr. i
skipulagsskrá sjóðsins er til-
gangur hans ,,að styrkja til
náms efnilega, en fátæka úngl-
inga er sýnt hafa þroska og
hæfni til félagslegra starfa inn-
an U.M.F.t.”
Sjóðurinn óx verulega fyrstu
árin og urðu margir til þess að
gefa framlag i hann. Lágu ýms-
ar dstæður til þess að svo marg-
ir vildu heiðra minningu Aðal-
steins Sigmundssonar. Hann
var mikill félagsmálamaður og
fjölhæfurkennari, sem fór nýjar
leiðir istörfum sinum. Hann var
um 20 ára skeið i forustusveit
U.M.F.I., Sambandsstjóri 1930-
1938 og ritstjóri Skinfaxa 1930-
1941. Aratuginn 1920-1930 starf-
aði hann i Umf. Eyrarbakka og
Héraðssambandinu Skarphéðni
og sat öll sambandsþing
U.M.F.t. frá 1921. Hann gerðist
skógarvörður i Þrastaskógi 1924
og var við það um langt skeið og
vann þar ómetanlegt starf fyrir
U.M .F.í.
Þá starfaði Aðalsteinn mikið i
skátahreyfingunni. Stofnaði
skátafélagið Birkibeina á Eyr-
arbakka 1921 og samdi að mestu
Skátabókina, sem kom út 1939.
Ennfremur samdi hann margar
bækur, sem snertu skátastarfið
og studdi félagsskapinn með
ýmsu móti, bæði i ræðu og riti.
Þá starfaöi hann nokkuð i reglu
Good-Templara. Alls staöar
reyndist Aðalsteinn I félags-
málastörfum sinum lifandi af
áhuga, hugkvæmur og fórnfús.
Hann eyddi i það miklum dýr-
mætum tima og fjármunum,
svo árangurinn yrði sem mest-
ur.
Það sama gerðist i kennara-
starfinu. Þarléthann sér ekkert
óviðkomandi, sem stuðlað gæti.
að auknum þroska og manngildi.
nemendanna. Fór nýjar leiðir,
fórnaði öllu sem hann gat, svo
árangurinn yrði sem mestur af
störfum hans. Hann var stöðugt
að brjóta upp á ýmsum nýjung-
um i kennarastarfinu og var aö
mörgu leyti langt á undan sam-
tiö sinni. Tryggð hans við nem-
endur og umhyggjusemi fyrir
hag þeirra var einstök. Margir
nemendur hans frá Eyrarbakka
og úr Reykjavik eiga góðs að
minnast frá handleiðslu hans,
sem kennara og félagsmálaleið-
toga. Hann fórnaði öllum stund-
um i þágu nemenda sinna og
þeirra félaga sem hann vann
fyrir.
AðalsteinnSigmundssonstóð i
forustu fyrir U.M.F.Í. á þeim
tima, þegar margir drógu i efa
framtið ungmennafélags-
hreyfingarinnar, á Islandi. Hann
lét aldrei fánann falla og stóð
gunnreifur á verðinum, þótt við
andbyr væri að striða. Hann
taldi að U.M.F.I. hefði miklu
hlutverki að gegna og að þar
væri jafnan vettvangur is-
lenzkrar æsku, til margbreyti-
legra félagsstarfa.
Hann tók sæti i undirbúnings-
nefnd að setningu iþróttalag-
anna og átti sæti i tþróttanefnd
rikisins fyrsta kjörtimabilið eða
þar til hann lézt. Þar vann hann
giftudrjúg störf i þágu ung-
mennafélaganna og æskunnar i
landinu, sem aldrei verða metin
sem vert er, en hafa áþreifan-
lega oröið til þess að efla mjög
starfsemi U.M.F.Í. og lands-
mótin alveg sérstaklega.
Aðalsteinn var hinn mikli
ræktunarmaður — lands og
lýðs. Hann gerðist skógarvörður
i Þrastaskógi 1924 af áhuga fyrir
staðnum og ungmennafélögun-
um. Sennilega sá fyrsti, sem þar
haföi búsetu allt sumarið og
vann merkilegt starf við hreins-
un i skóginum, lagningu gang-
stiga, viðhald á girðingum,
gróðursetningu plantna og stóö
fyrir samkomum i skóginum á
vegum U.M.F.l. Þar var honum
reistur minnisvarði og fór vel á
þvi.
StarfsemiUmf. var Aðalsteini
hjartansmál. Hann treysti þeim
til mannbóta og góös uppeldis.
Fyrir þá starfsemi lagði hann
allt i sölurnar. Um sjálfan sig
hirti hann aldrei neitt. Mest af
þessum störfum Aöalsteins i
þágu U.M.F.I. voru unn-
in endurgjaldslaust. Þá
voru peningar af skornum
skammti. Þótti gott, ef hægt var
að greiða prentsmiöjukostnaö-
inn fyrir Skinfaxa. Handa rit-
stjóranum var áreiðanlega ekk-
ert eftir. Sama var að segja um
skógarvarðarstarfiö i Þrasta-
skógi. Ég tel vafasamt að
U.M.F.l. hafi á 70 ára ferli sin-
um átt fórnfúsari og einlægari
leiðtoga, sem lagði jafn mikið af
sjálfum sér i starfið og Aðal-
steinn gerði.
Minningarsdóður Aðalsteins
Sigmundssonar, sem stofnaður
var viðhið sviplega fráfall hans
1943, nemur nú um kr. 250.000,-
Sjóði þessum var ætlaö mikil-
vægt hlutverk i samræmi við hið
fórnfúsa félagsmálastarf Aöal-
steins, sem var snar þáttur i
lifsstarfi hans. Hins vegar hefur
verðbólgan séö fyrir þvi, aö litið
hefur verið hægt að starfa og
hefur minningarsjóöurinn sætt
sömu örlögum og aðrir slikir
sjóðir— að minnka að verðgildi
með hverju árinu sem liður.
Það er ásetningur sjóðs-
stjórnarinnar að gera mikið
átaktil eflingar sjóðnum i tilefni
af þvi að 80 ár eru liðin frá
fæðingu Aðalsteins. Væntir
stjórnin þess, að Umf. og marg-
ir einstaklingar vilji minnast
sjóðsins við þessi timamót svo
hann geti — þrátt fyrir alla
verðbólguna — gengt hlutverki
sinu og orðið þýöingarmikill
menningarsjóður innan
U.M.F.l.
Stjórn sjóðsins skipa: Ingi-
mar Jóhannesson kennari,
Helgi Eliasson fyrv. fræðslu-
málastjóri og Daniel Agústinus-
son Akranesi. Þeir munu hver
um sig taka á móti framlögum i
sjóöinn og ennfremur skrifstofa
U.M.F.l. Klapparstig 16 i
Reykjavik.
Það væri mjög ánægjulegt, ef
hægt væri að efla sjóðinn svo í
tilefni af 80 ára afmæli Aöal-
steins Sigmundssonar, aö hann
gæti á næstu árum gengt upp-
haflegu hlutverki sinu.
Dan. Agústinusson
Nýtt á markaðinum
a a SKRIFBORDA-
| SAAASTÆÐAN
\V/ MARGIR LITIR
V MJÖG HAGSTÆTT VERÐ
við staðsetningu
Höfum fyrirliggjandi hina
viðurkenndu Lydex hljóðkúta
í eftirtaldar bifreiðar
Ilöfum fyrirliggjanúi hina viðurkenndu Lydec hljóðkúta I
eftirtaldar bifreiðar.
Audi 100S-LS.......4........ hljóðkútar aftan og framan
Austin Mini.........................hljóðkútar og púströr
Bedford vörubila....................hljóðkútar og púströr
Broneo 6 og 8 cyl...................hljóðkútar og púströr
Chevrolet fólksbila og vörubila.....hljóðkútar og púströr
Datsun disel — 100A — 120A — 1200 —
1600 — 140 — 180 ...................hljóðkútar og púströr
Chryslerfranskur....................hljóðkútar og púströr
Dodge fólksbila.....................hljóðkútar og púströr
D.K.VV. fólksbila...................hljóðkútar og púströr
Fiat 1100 — 1500 — 124 —
, 125— 128 — 132 — 127 ...............hljóðkútar og púströr
Ford, ameriska fólksbila............hljóðkútar og púströr
Ford Angtia og Prefect ..............hljóðkútar og púströr
Ford Consul 1955 — 62...............hljóðkútar og púströr
FordConcul Cortina 1300—1600........hljóðkútar og púströr
Ford Escort.........................hljóðkútar og púströr
Ford Zephyr og Zodiac...............hljóðkútar og púströr
Ford Taunus 12M— 15M — 17M — 20M .. hljóðkútar og púströr
Hillman og Commer fólksb. og sendib... hljóðkútar og púströr
Austin Gipsy jeppi..................hljóðkútar og púströr
International Scout jeppi...........hljóðkútar og púströr
Rússajeppi G AZ 69..................hljóðkútar og púströr
Willys jeppiog Wagoner..............hljóðkútar og púströr
Jeepster V6.........................hljóðkútar og púströr
Range Rover........hljóðkútar framan og aítan og púströr
Lada...........................hljóðkútar framan og aftan
Landrover bensin og disel............hljóðkútar og púströr
Mazda818 .....................hljóðkútar og púströr
Mazda 1300 ....................hljóðkútar aftan og framan
Mazda 929 .....................hljóðkútar framan og aftan
Mercedes Benz fólksbila 180 — 190
200 — 220 — 250 — 280...............hljóðkútar og púströr
Mercedes Benz vörubíla..............hljóðkútar og púströr
Moskwitch 403 — 408 — 412 ...........hljóðkútar og púströr
Morris Marina l,3ogl,8..............hljóðkútar og púströr
Opel Rekord og Caravan..............hljóðkútar og púströr
Opel Kadett og Kapitan..............hljóðkútar og púströr
Passat ........................hljóðkútar framan og aftan
Peugeot204 —404 — 504 ...............hljóðkútar og púströr
Rambler American og Classic .........hljóðkútar og púströr
Renault R4 — R6 — R» —
R10 — R12 — R16.....................hljóðkútar og púströr
Saab96og99..........................hljóðkútar og púströr
Scania Vabis L80 — L85 — LB85 —
L110 —LB110—LB140.............................hljóökútar
Simca fólksbila.....................hljóðkútar og púströr
Skoda fóiksbila og station..........hljóðkútar og púströr
Sunbeam 1250— 1500.— 1600 ...........hljóðkútar og púströr
Taunus Transit bensin og disel......hljóðkútar og púströr
Toyota fólksbila ogstation..........hljóðkútar og púströr
Vauxhall fólksbila..................hljóðkútar og púströr
Volga fólksbila .....................hljóðkútar og púströr
Volkswagen 1200 — K70 —
1300 —1500 ..........................hljóðkútar og púströr
Volkswagen sendiferöabila..............v.......hljóðkútar
Volvo lolksbila .....................hljóðkútar og púströr
Volvo vörubila F84 — 85TD —
N88 — F88 — N86 — F86 —
N86TD —F86TI) og F89TD .......................hljóðkútar
Púströraupphengjusett í flestar gerðir bifreiða.
Pústbarkar flestar stærðir
Púströr í beínum lengdum 1 1/4" til 3 1/2"
Setjum pústkerfi undir bila, sími 83466.
Sendum í póstkröfu um land ailt.
Bifreiðaeigendur, athugið að þetta er allt á mjög
hagstæðu verði og sumt á mjög gömlu verði.
Gerið verðsamanburð áður en þið festið kaup
annars staðar.
Bílavörubúðin Fjöðrin h.f.
Skeifan 2, simi 82944.
Lokað
Skrifstofan verður lokuð vegna sumar-
leyfa frá 18. júli n.k. til 2. ágúst.
Skrifstofa rannsóknastofnana atvinnu-
veganna.
Hátúni 4a.