Tíminn - 10.07.1977, Blaðsíða 30

Tíminn - 10.07.1977, Blaðsíða 30
30 Sunnudagur 3. júli 1977 Nú-Tíminn ★ ★★★★★ ★★ Kvöldfréttir — Olga Guðrún Gagn og* Gaman Gagal ★ ★ ★ ÚtbreiBsla róttækrar listar er stefnumark útgáfufyrirtækisins „Gagn og Gaman” og „Kvöld- fréttir” Olgu Guðrúnar er fyrsta plata fyrirtækisins. Róttæknin er sföur en svo yfirþyrmandi á plötunni, heldur situr meöal- mennskan á hásæti. Þetta er hvorki slæm plata né góö, held- ur einhvers staöar þar mitt á milli. Textar Ölafs Hauks eru mjög góöir og útsetningar og hljóöfæraleikur til prýöi. Lögin sjálf eru hins vegar ósköp fátæk- leg og þyrfti Ólafur Haukur að taka stökkbreytingu til þess aö geta talizt þokkalegt tónskáld. SöngurOlgu Guörúnar er heldur ekkert til aö hrópa húrra fyrir og heldur þykir mér hún beita röddinni af litilli leikni. En hvers vegna sólóplata Olgu Guðrúnar? Jú, hún syngur, en þá er hennar framlag upp- taliö. Ólafur Haukur á miklu meira i plötunni, bæöi lög og texta — svo syngur hann eitt lag. Undir nálinni — Brhnkló FACO FOOl Nú-timinn iBretlandi með góðu fólki ★ ★ ★ ★ AÐALBOÐBERAR country- tónlistar á íslandi eru strákarn- iriBrimkló.og þeir gera sér far um að leika þessa tegund bandariskrar tónlistar af alúö og natni, en þaö er meira en hægt er aö segja um marga aöra. „Undir nálinni” er önnur plata Brimklóarog mun betri en sú fyrri. Platan er mjög vönduö aö allri gerð og hefur yfir sér meiri kunnáttublæ en flestar islenzkar plötur til þessa. Helmingur laganna á piötunni er frumsaminn og verður ekki annaö sagt en að þau standist erlendu lögunum fyllilega snún- ing. Textar eru dálitiö misjafn- ir, en nokkrir ágætir. Söngurinn er eitt aöalsmerki Brimklóar og allt gott um hann aö segja. Þessi tónlist er i eöli sinu létt- meti, afþreyingartónlist, en vel unniö léttmeti erbetra en margt sem nefnt er þyngri (eöa betri)tónlist. Roger McGuinn á sviöi Gene Clark ★ ★ ★ ★ Þessi plata skipar sér tvi- mælalaust I hóp meö allrabeztu plötum Rió. Hljóðfæraleikurinn hefur aldrei veriö betri enda valinn maöur i hverju rúmi. Söngurinn er á sina visu góður og platan öll til þess fallin aö koma mönnum i gott skap. Eftirtektarvert er þó aö þessu sinni, aö textar Jónasar Friör- iks eru ekki aöeins skemmtileg- ir, heldur eru heilabrotin i þeim meiri en oftast áöur. An þess aö ég ætli aö fara aö rifa plötuna Fólk I mig á nokkurn hátt, get ég ekki látið hjá liöa aö minna á, aö jafnvel þó aö meölimir Rió eigi fimm lög af 12 á plötunni frumsamin (hærra hlutfall en venjulega) er þaö alls ekki nóg. Menn mega svo taka þvi hvemig sem þeir vilja, en þaö eru þessi 5 lög sem ég raða hér upp sem beztu lög- um plötunnar. „Beztu lög”: „Fólk”, „Pönnukaka á bak viö hús”, „Helgi Hóseasson”, „Fólk á Austurvelli”, „Siggi frændi”. Ég held ég geti sagt meö nokkuð góöri samvizku aö The Eagles sé vinsælasta hljómsveit heims i dag. Þar af leiðandi var mikið tilhlökkunarefni að sjá og heyra Eagles og fylgjast meðöllu umstanginu í kring um þá. New Bingley Hall i Stafford er, að sögn heima- manna stærsti hljómleikasalur Englands, en Eagles áttu ekki í neinum erfiðleikum með að tvífylla þetta gímald og gizka ég á að á milli 15 og 20 þúsund hafi verið á þeim tónleikum sem við sáum. íbúar Stafford eru rétt um 40 þúsund, og streymdi fólk að úr öllum áttum, og fjöldi þeirra langferðabila, sem voru fyrir ut- an tónleikahöllina skiptu tugum ef ekki hundruðum og alls staöar var fólk aö falast eftir miðum, sem ekki voru til. Það var greinilegt á öllu, að það átti aö græða sem mest á Eagles, þvi er inn var komið voru sölu- básar þar sem hægt var aö kaupa Eagles-boli af öllum stæröum og geröum, aðrir seldu alis konar giingur til aö hengja á sig, eins og t.d. Eagles-hálsfestar og tölur með myndum. Já, það fór ekki á milli mála að mikiö var um aö vera og minnti kaupæöiö á útsöl- urnar á Fróni. Látum þennan for- mála duga. Upphitunaratriði Eagles var ung og efnileg söngkona, Valerie Carter aö nafni. Carter til aöstoö- ar var þriggja manna hljómsveit og var tækjakostur alls ónógur fyrir þessi miklu salarkynni. þannig aö flutningur hennar fór fyrir ofan garð og neðan hjá flest- um. Eftir um það bil klukkutima langan misheppnaðan konsert yfirgaf Cartersviðið og inn kom mikill fjöldi svokallaöra rótara. Eftir tuttugu minútur er allt til- búiö og Eagles byrja. Fyrsta lag- ið er Hotel California, sæmilega flutt, en „sándið” ekki nógu gott. Þá kemur New Kid In Town og enn eru Eagles ekki komnir i gang. Það var ekki fyrr en i fimmta laginu Desperado, aö allt var eins og það átti að vera, hvað varðar fiutning og „sánd”. A eftir kom svo öll Greatest Hits platan og var allur flutningur óaðfinnanlegur — nema það að skelfing virtist þeim leiöast. Það var ekki til lif i þeim og allur flutningur var eins og platan. Þaö var aöeins i tveim lögum Joe Walsh, sem lif færöist yfir mann- skapinn og virkileg stemning komst á. Ef á heildina er litiö, þá var þetta mjög góður konsert, tónlistarlega, en ekki var hann nú beint skemmtilegur og alveg laus viö öll tilþrif, frá minum bæjar- dyrum séö. SVONA RÉTT I LOKIN Eftir sólarhringsdvöl I Stafford brá Nútiminn sér til Glasgow og tók upp á þeim ósköpum aö skreppa á æfingu hjá Roger McGuinn sem mundi eftir okkur frá i London, svo aö við vorum meira en velkomin. Um kvöldið fórum við aö sjá McGuinn og Gene Clark i Appolo og var sá konsert bezti konsert ferðarinnar og kunnu Skotar svo sannarlega að meta þá félaga, og eftir sex „uppklöpp” og búiö var að kveikja öll ljós i salnum, stóö liðið og heimtaði meira, sem þaö og fékk. McGuinn brást ekki hér frekar en annars staöar og allir fóru yfir sig ánægöir heim og Nútiminn kvaddi þegna Betu daginn eftir, hélt heim tii tslands, og á flug- vellinum rákumst viö á Gene Clark, sem varð jafn undrandi og viö hann var aö fara til Hollands — já, þetta er litill heimur. Fólk — Rió MOAK/ FÁLKINN Texti: Gunnar Myndir: Sigurbjörg Eagles-hlj ómleikar og McGuinn-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.