Tíminn - 24.07.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.07.1977, Blaðsíða 3
Sunnudagur 24. júli 1977. 3 /-------------------------------------------s VERÐSKRÁ FYRIR VEITINGAMENN Árið 1888 sömdu sýslunefndarmenn i Árnessýslu tillögu um verð á greiða. Töldu þeir þennan taxta sanngjarnan, og mun hann hafa gilt á Kolviðarhóli fram undir aldamót. Fyrir rúm um eina nótt..................... lOaurar Fyrir aö þurrka vosklæði.................. 5 aurar Venjuleg máltíö............................ 25aurar Einn pottur af nýmjólk..................... 12aurar Einn bolli af molakaffi.................... lOaurar Tiu pund af töðu...........................30 aurar Tiu pund af útheyi....................... 20aurar FyIgdarmaður 1 klukkustund................ 20 aurar Fylgdarmaður heilan dag lOOaurar Hestlán um klukkustund..................... lOaurar Hestlán allan daginn......................100 aurar Framundir 1914 ( fyrra striöið) kostaði gestarúm á Kol- viðarhóli 25 aura, kaffi og brauð með þvf 25 aura og --mjólkurglas 10 aura. V_________________________________________________________) Valgerður Þóröa rdóttir. Þegarhún fór frá Kolviðarhóli var sem brotiö blað I sögu staðarins. hugmynd sinni fremur en öðrum hugsjónum sinum, þótt margar ættu þær eftir að veröa að veruleika i einhverri mynd. Fyrsti gestgjafi að Kolviðar- hóli var Ebernezer Guðmunds- son frá Minna-Hofi á Rangár- völlum, en kona hans var Sesselja Olafsdóttir frá Geldingaholti. Þau voru þar hálft annað ár, en þá tók við Ólafur Arnason frá Hliðarenda- koti, og heitkona hans Málfriður Jónsdóttir af Vatnsleysuströnd. Bj uggu þau viö harðindi og fá- tækt og höfðu sama og engar tekjur af feröamönnum. Frum- burður þeirra fæddist aö Kol- viðarhóli og var skirður eftir staönum, en andaðist fimm vikna gamall. Ólafur og Mál- friður fóru til Ameriku 1886 og komust þar vel af. Næsti gest- gjafiSigurbjörnGuðleifsson var kunnur fyrir lækningar. Sam- býliskona hans var Soffia Sveinsd. Þau bjuggu einnig við kröpp kjör aö Kolviðarhóli og voru þar aðeins í eittár i ná- býli við Jón Jónsson, sem tók viö Sigurbirni, en þeir eltu grátt silfur saman. Kona Jóns var Kristin Danielsdóttir. Guðni Þorbergsson tengdasonur þeirra og Margrét dóttir þeirra tóku siðan við, en i tið þeirra jókst umferö mjög. Nýr ak- vegur var lagöur á svipuðum slóöum og farið er enn i dag. Hestavagnaöldin hófst og sam- göngur urðu meiri. Guöni lét reisa nýtt gistihús á Kolviðar- hóli aldamótaárið. Sá gestgjafi sem lengst sat að Kolviðarhóli og varð viðkunn- astur þeirra allra var Sigurður Danielsson 1906-1935. Valgerður Þóröardóttir hafði verið vinnu- kona að Kolviöarhóli um þriggja ára skeiö þegar Sigurður kom þangað ókvæntur maöur, og gengu þau i hjóna- band ári siðar. Siguröur og kona hans voru mikið fyrirhyggju- og framtaksfólk og unnu margvis- legar framkvæmdirá staönum. Siguröur hafði jafnan margt hesta og var fylgdarmaður og vann oft björgunarstarf i ill- viðrum. „Það var gömul hefð á Kol- viðarhóli, að húsinu var aldrei lokað um nætur. Þar voru opnar Siguröur Danielsson gestgjafi á Kolviðarhóli frá 1906-1935 dyr allan sólarhringinn, svo aö ferðamenn, sem bæri þar að garöi um nætur i vonskuveðri, gætu tafarlaust komizt i húsa- skjól. Enda var þaö almenn venja ferðamanna, er komu þar eftir háttatima aö þeir gengu inn og kveddu þar nauðþurfta sinna . Þar var alla jafna allt til reiðu. Þar var matur og drykk- ur veittur, þó um hánótt væri, og þar var fylgdarmaður og hestur til taks, ef með þurfti, á hvaða tima sólarhrings sem var, hvort heldur var austur yfir fjall eða suður yfir Svinahraun. Þetta var erilssöm og erfið þjónusta, en hún var álitin næstum sjálf- sögö og ekki talin eftir. HUn var ávallt seld við vægu verði og margur var sá, er litið gat gold- iö fyrir sig fyrr á árum og sumir ekki neitt. Þannig gekk starfið á Kol- viðarhóli ár eftir ár, gesta- straumarnir komu og fóru, en mitt f þeirri miklu mannös stóð gestgjafinn sjálfur, Siguröur Danlelsson, alltaf samur og jafn, veitti öllum fyrirgreiöslu og leysti úr vandkvæðum manna, sem gátu veriö mörg. Þar komu menn af öllum stétt- um þjóöfélagsins og var það stundum hnöttóttur .lýður, er hafði á sér litla háttvisi né siðmenningarbrag. Þangað komu oft ölvaðir menn, er höföu i frammi heimtufrekju og ódámshátt. Slikum gestum sýndi Siguröur fulla einurö og mælti þá stundum til þeirra ekki með neinni silkitungu. En svo var það búið, og enginn' erfði slikt við hann, enda lá það orð á að hann ætti engan óvildar- mann.” (Úr sögu Kolviðarhóls). Siðasta árið sem Siguröur liföi, sumarið 1935 hófst hann handa um að láta búa til heima- grafreit i túninu á Kolviðarhóli. Það geröi fornkunningi hans Erasmus Gislason úr Reykja- vik. Legstaöur þessi er þannig byggöur, aö grafhvelfing var gerð i jörð niður, steypt í hólf og gólf, með opi á lofti, svo að lik- kista mætti komast niður um. Yfir opið var steinhella gerð. Grafhvelfingin er það há undir loftaö hún er manngeng. Er þar rúmgott fyrir þrjár likkistur. Ofanjaröar eru veggir steyptir umhverfis á alla vegu, á annan metra á hæö, og á vesturhliö eru dyr með hurð fyrir. 1 graf- hvelfingunni hvila jaröneskar leifar Sigurðar Danielssonar, Vaigerðar Þórðardóttur og son- ar þeirra Daviðs Sigurðssonar, járnsmiðs, sem lézt af slysför- um 25 ára gamall. Valgeröur kona Siguröar, var annáluð fyrir hjálpfýsi og margar sögur fóru af viðbrögð- um hennar við veikt og hrakið ferðafólk. Hún var mikill dýra- vinur, og henni var ekki nóg að gera gestunum gott heldur þurftu hestar og hundar þeirra að fá sitt. Valgerður bjó i tæp þrjú ár að Kolviðarhóli eftir að hún missti mann sinn 1935. Haustiö 1938 seldi hún íþrótta- félagi Reykjavikur Kolviðarhól með öllum mannvirkjum. Hún lét þó ekkiafstörfum þar heldur veitti giétihúsinu áfram for- stöðu næstu 5 ár eða til 1943. Var hún þá oröin 72 ára, hafði hana ekki grunað 40 árum áður, er hún fyrir tilviljun réðst að Kol- viðarhóli, aö hún ætti þar svo langan starfsdag framundan. Bjó hún siðan i þrjú ár i litlu húsi skammt frá sem Sigurður maöur hennar haf ði látið byggja og svo 10 ár i Hveragerði unz hún lézt i Landakotsspitala eins og maöur hennar. Tignir menn og tötrum búnir hafa haft viðkomu að Kolviðar- hóli og um siðustu aldamót settu förumennirnir svip á- staöinn, svo sem Jón Repp, Bréfa-Runki, Jón sööli, Guömundur dúllari, Eyjólfur ljóstollur, Simon Dala- skáid, Guömundur kikir, óli prammi, Gvendur blesi, Arni funi og Langstaða-Steini. Margar sagnir eru af minnis- verðum atburöum á Hellisheiði, svo sem þegar 'Þuriður for- maður átti þar leið um og siðar er Indriöi Einarsson skáld lá þar úti, eða barnsfæðing, sem átti sér þar staö sumariö 1890 og loks eru allar draugasögurnar. íþróttafélag Reykjavikur ætlaöi aö gera Kolviöarhól að miðstöð vetrariþrótta og eftir- sóttum hvildarstaö á sumrin. Félagiö átti einnig að halda uppi greiöasölu fyrir feröamenn. Ahugamenn unnu að ýmsum framkvæmdum, byggður var pallurframan við húsið, upplýst og hituö skiðageymsla, skiöa- brekkur lagfæröar og byggöir stökkpallar. Þegar Valgerður Þórðard. fór frá Kolviðarhóli var sem brotið blað I sögu Kolviðarhóls. Veitingamennirnir, sem komu eftir hana urðu ekki „mosa- vaxnir” á staönum. I nóvember 1951 kemst Kolviðarhóll á siður Reykjavlkurblaðanna vegna veru varnarliðsmanna og is- lenzkra stúlkna þar. A vordög- um 1952 var svo komið um stjórn og starfsemi Kolviðar- hóls, að enginn fékkst tii þess að vera þar, og ferðafólk virtist forðast staöinn. Var þá húsun- um lokað og enginn maöur hafði þar aösetur lengur. Strax á fyrsta ári fór að bera á þvi aö óheiöarlegir vegfarendur legöu þangaö leið sina. Rúður voru brotnar I gluggum, ruplaö og rænt úr stofum, og þessi saga endurtók sig æ ofan i' æ. Loks var staöurinn viöurstygging og eyðileggingin uppmáluð og var svo siöustu tvo áratugina eða meir. „Hvort Kolviðarhóll á eftir að risa úr auðn og niðurlægingu skal engu um spáð segir Skúli Helgason i bók sinni 1959. „En eitt er vist: hann verður aldrei aftur þaö, sem hann einu sinni var. Þvi valda fyrst og fremst breyttir timar og allt viöhorf þjóðlifsins. „Guð gaf okkur Hólinn til hjálpar hröktum ferðamönnum af fjallvegum, en ekki til leikaraskapar”. Þessa látlausu setningu mælti Valgerður Þóröardóttir, þegar hún var flutt af Kolviðarhóli fyrir fullt og allt. Þessi orð hins siöasta fulltrúa staðarins fela i sér stærri staöreyndir en I fljótu bragði kann aö virðast. Lif og starf þeirra gestgjafa, sem lengst og bezt sátu Kolviðarhói var enginn leikaraskapur. Með þrotlausu starfi, þrautseigju og fórnfýsi unnu þeir sig upp og gerðu þannig „garöinn fræg- an”. Þeir gerðu jafnan fyrr kröfu til sjálfra sin en annarra. Þeir vissu það, að lifinu varð ekki lifaö þar, svo yrði meö sæmd á værðarsvæflum viö sukk og sællifi. Þess vegna gátu þeir haldið uppi reisn staöarins svo lengi, sem þeirra naut viö. En þegar þeir hurfu þaðan á braut, komu „nýir siðir með nýjum herrum.” Timinn er bú- inn að skera úr þvi, hvernig þau siöaskipti reyndust. Máltækið segir, að „maður komi manns i stað”, og er það að vissu leyti sannleikur. Er þar áttviöþað aö þótt einn hverfi frá athöfn og æviejju, þá komi aörir og taki við. En svo bezt getur það geng- ið, að þeir, sem eftir lifa og áfram halda, hafi manndóm til þess aö halda I horfinu. Þvi eins og segir i Hávamálum: „Bauta- steinar standa-t brautu nær, nema reisi niður aö nið.” Meö þeim orðum skal sögunni lok- iö.” SJ tók saman Breyttir timar. Hér var um áratugi haldið uppi þjónustu við ferðamenn hvort heldur leiðinvar greið eöa þeir lentu I hrakningum. Nú þjóta bilarnir fram hjá og menn gei'a sér vart tima til að hugsa tilbaka. Brátt sjást þess engin merki aö hér hafi verið rekið gestgjafanús með inyndarbrag, utan grafhýsi hjónanna Siguröar og Valgerðar, sem störfuöu manna lengst og hezt Kolvið- arhóli. í mss^í L

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.