Tíminn - 24.07.1977, Side 32

Tíminn - 24.07.1977, Side 32
32 Sunnudagur 24. júli 1977. Anton Mohr: Árni og Berit Ævintýraför um Asíu dálitið. Allt i einu rauk hún upp aftur. Hvaða lykt var þetta. Hún þaut upp og glaðvaknaði. ,,Hvað er að?” kallaði hún til ökumannsins. „Sjesnoj pozar” (skógareldur), tautaði ökumaðurinn og benti i norðausturátt. Berit leit þangað óttaslegin og sá þykkan reykjarmökk hefja sig hátt i loft og berast til þeirra undan vindinum. En nú kom hreyfing á ökumanninn. Hann þreif i taumana með heljartaki og reyndi að snúa hestunum við, en þeir prjónuðu og spörkuðu og ætluðu að tryllast af hræðslu. Reykurinn nálgaðist hratt. Til allrar óhamingju var hvass norðaustan vindur. Konumar flýttu sér út úr vagninum. Þær sáu hvergi varðmannaflokk- inn eða farangursvagn- ana. Það var erfitt að snúa hestum og vagni við þarna á veginum. Þau voru stödd á bjálka- brú i fenblautri mýri, og hestarnir voru að tryll- ast i höndum ökumanns- ins. Ldís hafði nær þvi tekizt að snúa vagnin- um, en þá hrukku tvö hjólin út af og vagninn sat blýfastur. Konumar reyndu að ýta og toga með hestunum, en allt án árangurs. Berit minntist þess nú, að hún hafði einhvern tima lesið um skógar- elda i Siberiu og hvilikt hræðilegt tjón þeir gerðu. Aldrei tókst að slökkva þá. Þeir urðu að geisa yfir óhindraðir, þar til þeir lentu á fljóti eða stöðuvatni. Verst var það, hve vindurinn var hvass, og eldurinn fór hratt yfir. Reykurinn þéttist og hitinn jókst. Þeim varð þungt um andardrátt- inn, og gátu varla opnað augun. Að baki sér heyrðu þær snarkið i eldinum, sem teygði sig grein af grein og nálgaðist þær stöðugt. Hestarnir trylltust nú alveg. Þeir rykktu i ak- tygin af æðisgengnu afli og loks brustu vagn- kjálkarnir i sundur, og hestarnir þustu æðis- gengnir út i buskann. Þegar Maruschka sá hestana þjóta frá þeim, greip hún annarri hendi i Berit en hinni i Taniu og þær þutu af stað i sömu átt og hestamir eins hratt og fætur þeirra orkuðu. Á eftir ■| þeim kom Anna og i gamli ökumaðurinn og , héldust lika i hendur. ; Berit fannst sem þær } flygju yfir bjálkabrýrn- j ar- En þrátt fyrir það var i hraðinn of litill. Eldur- inn fór enn hraðara á hælum þeim. Berit . fannst þetta likt og i draumi, þegar maður þaut áfram, en hreyfðist þó varla úr sporunum. Eldurinn dró alltaf á þau. Hann kom nær og nær og dauðinn var i för með honum. En nú gat Berit ekki vaknað upp frá vondum draumi. Þetta var enginn draumur. Hitinn var að verða óþolandi. Logandi laufblöð og trjágreinar bárust með vindinum. Berit greip andann á lofti. Reykurinn byrgði fyrir alla útsýn. Nú virtist vonlaust um björgun. Eftir nokkur augnablik hlytu logarnir að ná þeim og slá hring um þau Berit vissi varla af sér lengur en hún hóstaði og hljóp hálfdregin áfram af traustu handtaki Maruschka. Allt i einu var hún þess vör, að þær hálfultu niður bratta brekku og niður i iskalt renna ndi va tn . Maruschka hafði ekki brugðizt fremur en oft áður. Hennar með- fædda heilbrigða skyn semi sveitastúlkunnar hafði staðizt sina raun. Þær áttu henni lif sitt að launa. Þegar hún sá eldinn minntist hún samstundis litlu árinnar, sem þær höfðu nýlega ekiðyfir, — barnatiminn og i þá átt hljóp hún. Hún dró stúlkurnar með sér. Það hlaut að vera þarna einhvers staðar brú á ánni. Jú, — þær fundu brúna. Hún var gerð úr bjálkum og hellusteinum. Þær skriðu allar undir brúna og fleygðu sér i <iskalt vatnið. Þarna höfðu þær hlé fyrir neistaflugi og eldslogum. Þarna lágu þær skjálfandi og náðu varla andanum, en þó var loftið betra hér rétt yfir vatnsborðinu. Þær lofuðu guði fyrir að hvorki hafði kviknað i klæðum þeirra eða hári. En Maruschka átti enn eftir að afreka meira. Hvar var Anna og ökumaðurinn? Hún varð að bjarga þeim. Hún reif úr kjólnum sin- um og kjólum hinna og vafði rennblautum tuskunum um höfuð sér og þaut aftur upp úr ánni. Hún sneri aftur inn i skóginn án þess að hugsa um hve hættulegt þetta var. Þau Anna og öku- maðurinn höfðu ekki getað farið eins hratt yfir. Þau hlupu eins og þau gátu en gamli maðurinn var orðinn fótfúinn. Hann var alltaf að hrasa og einu sinni fékk hann svo vonda byltu að hann bað önnu hálfstynjandi að halda 1 \/ii.OÍRBU 1/6Rfl SVO VfLN PiÐ Sail/A ÞéR UnOfífiJ a/Æ.5T.? áfram og láta sig liggja þar eftir. En Anna neytti sinna siðustu krafta og reyndi að draga hann með sér. Maruschka stanzaði. Hún náði varla andan- um og hitinn var hræði- legur. Hún vafði blaut- um tuskunum að höfði sér, svo að varla sá i augun. Hún gat varla opnað augun. Þetta var vist tilgangslaust. Hún varð að gefast upp og bjarga sjálfri sér, ef það var þá hægt. Það var ekki liklegt, að neinn kæmist lifs af út úr þessu eldhafi. Hún var rétt að snúa sér við er hún kom auga á einhverja þúst rétt fyrir framan sig. Þetta voru tvær lifaíidi verur sem skriðu eftir vegin- um. Þau höfðu ekki get- að haldið sér upprétt- um,enda var aðeins svalara niður við jörð- ina. Maruschka gat aldrei gert sér grein fyr- ir þvi seinna, hvernig henni hafði tekizt að tosa þessum dauðvona mannverum með sér fram á brekkubrúnina. Einu sinni kviknaði i hárinu á önnu, en Maruschka tókst að slökkva eldinn. Siðustu skrefin voru erfiðust. ökumaðurinn var hætt- ur aðhreyfa legg eða lið. Liklega var hann dáinn. Anna var lika að gefa allt frá sér og valt um koll, jafnóðum og hún var reist á fætur. Að lokum komust þau að ánni. Þau bókstaflega ultu niður brekkuna. Þær sluppu á siðustu stundu. Kraftar þeirra voru alveg á þrotum. ökumaðurinn var vist dáinn en enginn timi var tilað athuga það nánar. Anna og Maruschka skriðu niður i ána undir brúnni. Berit og Tatjana skriðu upp á bakkann og drógu ökumanninn út i vatnið, — þá var þeim öllum bjargað. Vegna kuldans i vatn- inu varð hitinn ekki eins kveljandi undir brúnni og reykurinn ekki eins óþolandi heldur. Þær Anna og Maruschka voru svo örmagna að þær vissu varlá áf sér. Þær flatmöguðu i vatn- inu og náðu varla and- anum fyrir mæði. En Taniu og Berit leið lika

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.