Tíminn - 24.07.1977, Blaðsíða 29
, Sunnudagur 24. júli 1977.
!1 A A11!!»!(!
29
© Þj óðartilvera
Hvaða töfrakraftur
stj órnar Michael
Meschke eða er það
hann sem býr yfir
undramætti. Um hvort
sem er að ræða, er
svo mikið víst að hann
gæðir leikbrúður
undraverðu lífi
Dauöa Dantons eftir Georg
Buchner — en það var leikið um
allt húsið, i göngum, stigum og
ræðupalli, með þátttöku beztu
leikara Svia.
Það getur verið að Meschke
hafi fengið hugmyndina á bak
við' hreyfanleika leikhúss og
áhorfenda frá Frjálsa leikhús-
inu italska (Teatro Libero) og
einstæðri túlkun þess á Orlando
Furioso, en Meschke var alla
vega sá, sem kom með frjálsa
leikhúsið til Sviþjóðar, og hann
átti einnig frumkvæði að þvi að
ýmsir frægir og spennandi leik-
hópar komu með gestaleiki
þangað.
1 fyrra bauð hann t.d.
japanska Bunraku leikhúsinu að
senda gestaleik til Sviþjóðar og
fann skyndilega svarið við
þeirra spurningu hvernig hann
vildi gera Antigónu úr garöi, þvi
hann fann skyldleika milli
sterkra tilfinninga forngrisku
leikritanna og ofsafenginna at-
burða japönsku fornsagnanna,
austur og vestur mættust.
Sumir japönsku tæknimann-
anna komu siðan aftur til að
hjálpa honum og samstarfs-
mönnum hans og kynna þeim
leyndardóma Bunraku leik-
hússins.
Meschke rekur nú skóla fyrir
brúðuleikara og þótt rödd hans
sé mild og hljómfögur, getur
hann tekið sterkt til orða i bréf-
um tilyfirvalda: ,,Það er hvorki
réttlætanlegt frá listrænu
sjónarmiði né heiðarlegt gagn-
Babtiste, leikbrúða.
vart fámennum hópi hæfra at-
vinnumanna að kalla það
brúðuleikhús (og borga laur
samkvæmt þvi) þegar einhver
veifar leikfangabrúöum I sjón-
varpi, hefur enga stjórn á rödd-
inni og sýnir enga leikhæfi-
leika.”
En hann hefur lika lýst þvi
hver sé tilgangur sinn.
„Okkur hefur aldrei fundizt
brúðuleikhúsiö markmiö í sjálfu
sér heldur aðeins tjáningarmáti
eins og aðrir listrænir tján-
ingarmátar. Þess vegna var frá
upphafi lögð áherzla á brúðu-
leikhús fyrir fullorðna með
verkefnavali eftir samtimahöf-
unda og sigilda.
Það hve brúðuleikhús átti sér
skamma sögu reyndist kostur
þvi fólki, sem leitaði að nýjum ,
tjáningarleiðum með brúðum
og stilfærslu. Þar sem brúðu-
leikhús stendur á föstum
grunni, einangraðist þaö stund-
um vegna einskorðaðra hug-
mynda, svo það var hliðargrein
i listum eingöngu til skemmtun-
ar börnum.
Ó, já. Við megum ekki gleyma
börnunum. Þvi þótt Góða
manneskjan frá Sezuan og
margar aðrar sýningar fyrir
fullorðna hafi haft mikil áhrif á
áhorfendur, hafa barnasýning-
ar eins og Litli prinsinn og
Winnie-the-Pooh haft meira
gildi en hver önnur barna-
skemmtun.
t litlu fábrotnu skrifstofunni
hans Michaels Meschke — sem
nú er ásamt brúðusafni hans i
Listaakademiunni — er teikning
af Mahtma Gandhi á glerhurö-
inni, á hillu eru skringilegar
brúður.
Hátt uppi á vegg hanga fimm
regnhlifar, gamlar og slitnar.
Hvers vegna? Og hvaö tákna
þær? Hvers vegna virðast þær
svona umkomulausar?
Látið tilfinningarnar ráða
imyndunaraflinu.
ÞýttS.J.
„liggi á lausu” til slfkra hluta,
eins og þú komst að orði.
Afleysingastarfið er gifurlega
eftirsótt i Noregi um þessar
mundir. Þegar ég var á ferð i
Noregi með islenzkum bændum
fyrir skömmu, komum við m.a. á
bændaskóla i Norður-Noregi.
Hann heitir Kleiva. Þar voru á
milli tuttugu og þrjátiu ungmenni
á námskeiði, og ég fór að spjalla
við þau og spyrja, hvers vegna
þau væru hér. Svörin voru öll á
eina lund: Við erum hér, af þvi að
við viljum komast i afleysingar
hjá bændum. Þaðer bezta starfið,
sem hægt er að fá hér i Noregi
núna, fyrir utan að vinna á oliu-
pöllum, eða eitthvað slikt. —
Þetta sögðu þau.
— Þetta er þá vel borgað?
— Já, afleysingamaður á
norskum sveitabæ fær núna
greiddar tvö hundruð og fimmtiu
norskar krónur á dag, eða rétt um
tiu þúsund islenzkar krónur. Það
þætti gott dagkaup hér á landi,
enda jafngildir það þrjú hundruð
þúsund krónum á mánuði, miðaö
við þrjátiu vinnudaga hvern
mánuð. En hins ber lika að gæta,
að þessi vinna fer mjög oft oft
fram um helgar, og sá timi er
dýrari en annar. — Og svo miklar
mætur hafa norsk ungmenni á
þessari sveitavinnu, að bændur
þar i landi þurfa áreiðanlega ekki
að óttast skort á afleysingafólki á
næstu árum.
— Eiga norskir bændur svo
ekki iika rétt á sumarfrii, eins og
aörir þegnar þjóðfélagsins, fyrir
utan helgarfrfin?
— Jú. Og ef menn verða veikir
og þurfa aðstoð af þeim sökum,
greiðir rikissjóður tvo þriöju
kostnaðar, en sveitarsjóður einn
þriðja.
Tvær gærur á
hverju lambi?
— Eftir þessu að dæma virðast
norskir bændur njóta miklu meiri
fyrirgreiðslu af opinberri hálfu en
islenzkir stéttarbræður þeirra. Er
þá ekki eitthvert blað eða blöð i
Noregi, sem kalla bændur þar i
landi betlilýð og snikudýr á
þjóðarlikamanum?
— Það er nú reyndar eitt blað i
Osló, sem heitir Dagblaðið. En
liklega eru stjórnendur þess blaðs
eitthvað skynsamari en aðstand-
endurblaðsmeðsama nafni hér á
Islandi, þvi að þeir sem skrifa
Dagblaðið i Osló skilja þýðingu
landbúnaðarins fyrir norsku
þjóðina. Satt að segja held ég að
mjög litið sé um það i Noregi, að
unnið sé á móti landbúnaðinum
þar i landi. Þær raddir eru þá að
minnsta kosti ekki háværar, þvl
að þeirra verður litt vart.
Byggðastefna Norðmanna mætir
ekki meiri andstöðu i landinu en
svo, það þykir sjálfsagt að byggja
brýr á milli eyja i Norður-Noregi,
þar sem aðeins eru fámenn
byggðarlög, — og hver brú er að
minnsta kosti á við eina Borgar-
fjarðarbrú hér hjá okkur. Þeir
skilja nauðsyn þess að tengja
byggðina saman. Það gerðu þeir
með ferjum á árum áður, nú gera
þeir það með brúm. Þetta þykir
sjálfsagt mál. Blaðamaö-
ur i Noregi, sem tæki til að
hamast gegn þessum athöfnum i
þjóðfélaginu, myndi áreiðanlega
gefast fljótt upp á þvi, af þeirri
einföldu ástæðu, að fáir tækju
mark á orðum hans. — Hér á
landi hafa aftur á móti of margir
tekið mark á áróðri Dagblaðsins,
— kannski ekki ýkjamargir, en of
margir þó.
— Þú segir það.
— Já. Ég hitti ungan mann um
daginn. Han sagði við mig, að nú
yrði að leggja niður islenzkan
landbúnað, af þvi að hann væri
allurrekinn með styrkjum. „Ertu
þá ekki hlynntur þvi, að land-
búnaður sé lagður niður, alls
staðar þar sem hann er
styrktur?”. „Jú,” sagði ungi
maðurinn, „það á hvergi að
styrkja neinn atvinnuveg.” -Ég
benti honum á, að ef ætti að fylgja
þessari lifsreglu hans út i æsar,
yrði ekki nein landbúnaðarfram-
leiðsla neins staðar i heiminum,
þvi að landbúnaður nýtur alls
stabar einhverra styrkja eða
opinberrar fyrirgreiðslu, sem
hægt er að kalla styrki.
— Nei, sannleikurinn er
auðvitað sá, að atvinnuvegirnir
styðja og styrkja hver annan og
geta ógjarna hver án annars
verið. Hvað heldur þú að yrði um
iðnaðinn okkar, ef ekki væri
landbúnaður? Er hægt að fram-
leiða ull og gærur, án þess að
framleiða kjöt um leið? Kunnur,
núlifandi stjórnálamaður, sagði
einu sinni, að við þyrftum að kyn-
bæta féð okkar þannig, að hver
dilkur skilaði tveimur gærum, en
ég er ekkert viss um að skaparinn
fallist á slika liffærafræöi. Sjálf-
sagt myndu ýmsir vilja hafa sem
allra minnst kjöt innan i hverri
gæru, sem framleidd er i landinu,
— og það má alls ekki vera feitt.
(Og þannig talar þjóð, sem var að
sálast úr ófeiti fyrir einum eða
tveim mannsöldrum, eða tæplega
það!) Annars er fitu-móðursýkin
sem nú geisar hér á landi,
kapituli út af fyrir sig, og við
skulum ekki blanda þeim málum
inn i þetta spjall okkar. Ef til vill
gefst tækifæri til þess að minnast
á þá hluti siðar.
En sve við vikjum aftur aö
iðnaði annars vegar og frum-
framleiðslu hins vegar, þá mun
láta nærri, að á bakvið hvern
mann.sem vinnur að framleiðslu
landbúnaðarvara, séu þrir, sem
hafa atvinnu sina beint eða óbeint
af þessari framleiðslu. Sumir
vinna að fullvinnslu vörunnar,
aðrir að iðnaði og enn aðrir
stúnda margvisleg þjónustustörf i
þágu landbúnaðarins.
— Þú óttast þá ekki, að land-
búnaður verði lagður niður á
Islandi I tið þeirra kynslóða, sem
nú lifa i landinu?
— Nei, og ekki i tið næstu kyn-
slóða heldur. Ég er þvert á móti
alveg sannfærður um að islenzkur
landbúnaður á eftir að sóreflast á
komandi timum. Hitt er annað
mál, að við verðum að kappkosta
að reka þennan atvinnuveg okkar
á sem hagkvæmastan og
skynsamlegastan hátt. Við eigum
að veita bændum alla hugsanlega
aðstoð, svo að framkvæmdir
þeirra á jörðum sinum verði þeim
ekki of þungur baggi, og okkur
ber skylda til að sjá svo um, aö
þeir geti rétt úr bakinu og tekið
sér fri til hvfldar og hressingar,
eins og aðrar stéttir þjóöfélags-
ins.
Islendingar lifa ekki á þvi aö
verzla hver við annan, spila bingó
eða hafa i frammi aðra álika
gróðatilburði. Mannlif i þessu
landi byggist á framleiðslu til
sjávar og sveita, og á þeirri fram-
leiðslu hvilir öll þjóðfélags-
byggingin. Það er mergurinn
málsins, og þetta verða allir að
skilja, sem vilja tala eða skrifa af
einhverju viti um lif íslendinga i
landi sinu.
—VS
RANXS
Vöru-
bifreiða
fjaðrir
Eigum fyrirliggjandi
sænskar fjaðrir i
flestar gerðir
Scania og Volvo
vörubifreiða.
Hagstætt verð.
Hjalti Stefánsson
Simi 8-47-20
?Vö(
n.
>li<
Dönsku Hyllinge garðhúsgögnin
komin aftur. ■ Ótrúlega lágt verð. ■ Sendum í póstkröfu um allt land.
BORGHAMAR - Austurmörk 4 - Hveragerði - Simi 43-30
IK