Tíminn - 24.07.1977, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.07.1977, Blaðsíða 14
Sunnudagur 24. júli 1977. 14 Sonia Jacobs heldur enn fram sakleysi slnu. — Eini glæpur minn er sá aðhafa verið áröngumstaöá röngum tfma, segir hún. Patricia Wernert er nýkomin I dauðadeildina. — Ég geri mér grein fyrir að þetta er siðasti áfangastaðurinn, segir hún. Sandra Lockett fær 2500 krónur á mánuði fyrir að þvo af hinum föngunum. — Við erum 40, svo þetta er talsvert starf, segir hún, — en það er gott að hafa alltaf eitthvað að starfa. DAUÐAREPSINGI LlKA TIL KVENN — Þeir koma og sækja mig, þegar orkukreppan er yfirstað- in, segir Alberta Osmond I gamni.Hún er 54 ára, en að baki þessum gálgahúmor er alvara. Eftir 22 mánaða dvöl i kvenna- fangelsinu i Marysville i Ohio hefur máli hennar verið áfrýjað i seinasta sinn og er nú fyrirhæstarétti.Húnerfarin að sjá, að timi hennar styttist. — Ég reyni að hafa sem allra mest að gera, svo ég hafi ekki tima til að hugsa, segir hún. Frú Alberta Osborne er ein þriggja kvenna, sem eru i dauðadeild i kvennafangelsinu i Marysville. Hún er dæmd fyrir að greiða syni sinum, Carli, og félaga hans 325 dollara fyrir að myrða eiginkonu fyrrverandi elskhuga sins, árið 1974. Bæði hún og piltarnir halda þvi fram, að þau séu saklaus, en eftir að dóttir hennar, sem nú er tvitug, bar vitni, voru þau öll þrjú dæmd til dauða i rafmagns- stólnum. Alberta fæddist í Hutington I Virginiu og var faðir hennar járnbrautarstarfsmaður. Hún fékk sér vinnu og fór að heiman 15 ára, og áður en hún varð 29 ára, var hún þrigift. Hún starf- aði sem gengilbeina og vélritari og lék einnig i þjóðlagahljóm- sveitum, sem bassagitarleikari. Hún skildi við þriöja eigin- mann sinn, sem er faðir barna hennar þriggja, en þau höfðu á prjónunum að gifta sig aftur. Hann lézt af hjartaslagi eftir réttarhöldin. Yngsta dóttir hennar, Cheryl, 19 ára, heim- sækir hana reglulega og Carl skrifar henni oft úr dauðaklefa sinum. Kay, tvítuga dóttirin, kemur aldrei, en sendi kort sið- asta mæðradag. — Það var engin undirskrift, segir Aiberta — en ég þekkti rit- höndina. Hún fær alltaf tár i augun, þegar hún talar um börnin sin. Talsvert af tima hennar fer i að aðstoða prestinn i fangelsinu, sem erkaþólskur. 1 klefa sinum, sem er hálfur þriðji metri á breidd og fjórir á lengd, hefur hún róðukross, kerti og bæna- skemil. En hún finnur enga huggun I trúnni. — Að biða svona er eins og að deyja á hverjum degi, segir hún. — Mamma, ertu morð- ingi? Sjö ára sonur Söndru Lockett heirnsækirhana eins oftog hann getur. Sandra er 23 ára og hún hefur verið á skrá yfir dauða- dæmda i tvö ár, siöan hún var dæmd fyrir aö hafa skotið til bana veðiánara í ráni. Hún lýsir sig saklausa og bendir á að for- sprakkinn fyrir ráninu og sá sem fyrstur hélt þvi fram, að hún væri sek, dró siðar vitnis- burð sinn til baka. Hæstiréttur i Ohio felldi með fjórum atkvæð- um gegn þremur, tillögu um að mál hennar yrði tekið upp að nýju. En lögfræðingar hennar hafa nú áfrýjað málinu til alrikisréttarins i Washington. — Mamma ertu morðingi? Ætla þeir að setja þig i raf- magnsstólinn? spyr sjö ára barnið. — Ég verð alveg frá mér,segir Sandra —þegar hann spyr svona. Hún er dóttir byggingaverka- manns og ólst upp i fátækra- hverfi i bænum Acron. — Við vorum 17 i sjö her- bergja húsi, segir hún. — Það var þröngt, en viö komumst af. Hún hætti i skóla og gifti sig, þegar hún var 15 ára. Þau hjón- in eignuðust eitt barn, en skildu fljótlega upp úr þvi. — Hann nennti ekki að vinna, segir hún. — Ég þurfti mann, sem gat veitt barninu mfnu allt það sem faðir minn veitti mér. Fangelsisvistin hefur tekið á Söndru. — Ég varö svo slæm á taugum, að ég missti allt hárið, segir hún. Nú notar hún hár- kollu og þarf að taka lyf til að geta sofið. En f jölskylda hennar hefur allan timann stutt hana. — Ég reyni aö missa ekki móðinn, segir hún. — Ég neyði sjálfa mig til að bera mig vel. Þóað ég fari ekkertklæði ég mig alltaf i' betri fötin, þegar ég fæ heimsóknir. Ég vil gjaman lita sem bezt út i augum þeirra. Síðasti áfangastaður- inn — Ég er yngst hérna, segir Patricia Wernert, sem er 34 ára og fyrrverandi eiginkona yfir- manns i hernum. Með þvi á hún við aö hún hafi dvalizt skemmst i dauðadeildinni. — Þegar ég var flutt hingað i nóvember.yarmérýttog hrint, ég var háttuð og ýtt undir steypibað og siðan inn i klefann. Þá varð ég að horfast í augu við að vera komin á seinasta áfangastaðinn. Ég sagði við sjálfa mig: — Hér er ég, á heimsenda... Frú Wernert var dæmd með- sek i morðunum á 67 ára gam- alli tengdamóður sinni og 97 ára móður hennar árið 1975. Eigin- maður hennar, David, og vinur hans bfða þess einnig að verða liflátnir fyrir þessi morð. Lög- fræðingar héldu þvi fram við réttarhöldin i Toledo i Ohio, að konurnar, sem bjuggu saman, hefðu verið myrtar vegna 70 milljóna króna (isl.) arfs. Þröngi klefinn, þar sem frú Wernert dvelur, er gjörólikur stóra búgarðinum í Erie i Michigan, þar sem hún ólst upp. Viku eftir stúdentsprófið gifti hún sig og næstu árin var hún með manni sinum i ýmsum her- stöðvum, bæði heima og erlend- is. Langar dvalir erlendis veittu henni tækifæritilnáms, m.a. við háskólann i Heidelberg. Þótt hún og David Wernert skiptust á bréfum, er hún tengdari 13 ára syni sinum, David. Hann býr nú hjá vinafólki. — Hann er svo áhrifagjarn, segirhún.— Ég vilekki að hann alist upp i hatri til lögreglu og yfirvalda. Frú Wernert les mikið, allt frá lagabókum til timarita um bila. Hún og eiginmaður hennar höfðu mikinn áhuga á bila- iþróttum og tóku oft þátti þeim, auk þess sem þau áttu marga dýra sportbila. Annars notar hún timann til aðskrifa áfrýjan- ir fyrir hina fangana. Hún tekur bæði róandi iyf og svefnlyf, en talar þó um aðstæð- ur sinar i glettnistón. Hún segir, að gálgahúmor einkenni oft máltiðirnar, þar sem allar kon- umar hittast. — Mörgum finnst það sjálf- sagt smekklaust, en ef til vill er það eina von okkar til að halda vitinu, annars ætumst við upp innan frá. Dauðaref sing hefur verið tekin upp Bandaríkj unum og í umræðum um ha er ekki aðeins um karlmenn að ræða. í dauðadeild, en síðan 1962 hefur kona í Bandaríkjunum. Þær fimm konur sei telja hver og ein, að hún geti orðið sú

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.