Tíminn - 24.07.1977, Side 31

Tíminn - 24.07.1977, Side 31
Sunnudagur 3. júli 1977 31 wvplötlitf Heart — Little Queen Portrait PIR 34799/FACO ★ ★ ★ ★ önnur hljómpiata Heart kem- ur þægilega á óvart (sú fyrri: Dreamboat Annie) Hún er sannast sagna mjög góö. Fjöl- breytni er mikil, vinnubrögöin vönduð og söngur Ann Wilson stórgóöur. Aplötunnieraö minu viti eitt lag frábært, er þaö lag Nancy Wilson: ,,Treat Me Well”. Aðrar léttar melódiur á plötunni bera yfirleitt af og eru mjög jafngóöar. Eitt mjög gott popplag er og á plötunni: „Say Hello”, og vel sæmilegt rokk- lag: „Barracuda”. Heart ku þegar hafa fengiö gull fyrir þessa plötu i Banda- rikjunum og er það aö vonum. Rokklagiö „Barracuda” hefur náö mjög miklum vinsældum og kannski eigum viö eftir að heyra þaö oftar i útvarpinu hér á Fróni. „Beztu lög”: „Treat Me Well”, „Say Hello”, „Love Alive”, „Barracuda”. Dan Fogelberg— Nether Lands Epic PE 34185/FACO ★ ★ ★ ★ -r DanFogelberg er hér á ferðinni meö fjóröu sólóplötu sina. Netherlands. Eins og á fyrri plötum flytur hann hefðbundna vesturstrandar ,,Soft Rock” tónlist. Einkenni tónlistar Fogelbergs eru góðarútsetning- ar, ágætlega samin lög sem flest fjalla um ástina, fágað undirspil og góður söngur og raddanir. Þrátt fyrir þessa kosti er hann sjálfum sér likur og hefur raun- ar litið breytzt á þrem siðustu plötum. Eins og venjulega aöstoða Fogelberg úrvals hljóðfæraleik- ararog má þar nefna Joe Vitali, John David Souther, Norbert Putman og Eagles-mennina Joe Walsh og Don Henley. A heildina litið er Netherlands hin áheyrilegasta plata þrátt fyrir náinn skyldleika við fyrri tónsmiöar höfundar. Bruce Johnston — Going Public Columbia PC 34459/FACO ★ ★ ~T 11 RL C K J OHNSTO.N c; o i n. c; i> u n 1. i ( Bruce Johnston hefur helzt unnið sér það til frægðar að hann var einu sinni meðlimur i Beach Boys, og samdi og söng eitt bezta lagið a Surfs Up: Disney Girls. Nú nokkrum árum seinna kemur svo sólóplata með manninum Going Public. A henni er meðal annars lagið Disney Girls, og ber sá flutning- ur með sér gifurlega afturför hjá honum. A Beach Boys plöt- unni var lagið virkilega fallegt, en hér er lagið hryllilega væm- iö, eins og flest annað á þessari plötu. Allur flutningur er svo sem góður og vandaður, en platan er gjörsneydd öllu sem kalla má frumlegt og það sem á að vera fágað er væmið. Eini ljósi punkturinn á plötunni er lagiö Rendevous, sem er mjög gott og grfpandi og flýtur ofan á öllu hunanginu. KJ. OhV, • • • • GONGUTJOLD Þyngd fró 1,4 kg 2ja, 3ja, 4ra, 5 og 6 manna tjöld JÖKLATJÖLD jgf§8j|g!lÉ||s TAKIÐ EFTIR! Vorum að taka upp takmarkað magn af dekkja- hringjum hvítum og svart/hvítui (fflmnausth.f Siðumúli 7-9 — Simi 8-27-22 Kennarar Tvo ksnnara vantar við Barna- og ung - lingaskóla HéJLniavikur næsta skólaár. óijýrt húsnæði. Upplýsingar gefur Bergsveinn Auðuns- son skólastjóri i sima (95)31-23. Reykvlkingar njóta hverrar góðviðrisstundar sem gefst.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.