Tíminn - 24.07.1977, Blaðsíða 25

Tíminn - 24.07.1977, Blaðsíða 25
Sunnudagur 24. júli 1977. 25 i ■ gengu svolitið um i garðinum, hönd i hönd og hún sá þá tala saman og brosa. Svo fóru þeir. Tessa lagaði te og settist inn i stofu. Ef ekkiværu einnig móðir og hávaðasöm systkini i þessari fjölskyldu, vildi hún að maðurinn og drengurinn keyptu húsið. Það hafði verið eitthvað aðlaðandi við þá feðga, þar sem þeir gengu um og spjölluðu saman. Þeim myndi áreiðanlega geðjast að fuglunum i trénu, en ekki trufla þá við út- ungunina. Vika leið og þá sá hún bilinn koma aftur. Hún flýtti sér upp i svefnherbergið, þvi þaðan sá hún vel yfir að nágrannahúsinu, án þess að sjást sjálf. 1 þetta skiptið virtist maðurinn yngri,glaðari og frjálslegri og drengurinn stóð rólegur við garð- stiginn og horfði á menn bera húsgögnin inn. En svo stifnaði hún. Þeir voru ekki lengur einir. En gat þetta verið móðir drengs- ins? Hún virti fyrir sér tvo langa fótleggi niður úr agnarlitlum stuttbuxum, ósköpin öll af rauð- brúnu hári og heyrði gjallandi hlátur. A hæla henni kom kona sem gæti verið á sextugsaldri. Hún var litil og feitlagin, klædd sumarkjól og flatbotna skóm- Hún var vingjarnleg en virtist þjást af hitanum. Tessu datt i hug að leika góðan nágranna og bjóða þeim kaffi eða eitthvað kalt að drekka. En hún vildi ekki skipta sér af þeim. Hún vildi hafa frið og nágrannaslúður yfir limgerði var ekki að hennar smekk. Þess vegna gerði hún ekkert til að kynnast þeim seinna heldur. En mjólkurpósturinn veitti henni allar upplýsingar um ná- grannana. Hann sagði Tessu, að þau hétu Carmichael. Veslings herra Carmichael að verða ekkill svona ungur. Konan var móðir hans en unga stúlkan sá um drenginn. Tessa kærði sig ekki um að heyra meira slúður um þau og mjólkurpósturinn kvaddi, svolitið móðgaður og hvarf inn I bflinn sinn. Tessa lauk við morgunverðinn og fór út til að taka fram bflinn. Þá birtist barnfóstrufyrirbærið. Hún brosti út að eyrum og kastaði hárflóðinu aftur á bak. — Ertu að fara til bæjarins? Ég meina þorpsins? — Ég fer gegn um það, já, svaraði Tessa stuttlega — en ég er að flýta mér núna, svo... En stúlkan lét sem hún tæki ekki eftir þvi að Tessa var stutt i spuna. Hún sneri sér við og kallaði inn i garðinn: —Mark! Komdu, við getum fengið að sitja I! Mark litli birtist fram undan runna. Hann hafði stór, grá augu með gulbrúnum flekkjum i og hann brosti feimnislega til Tessu, svo fallegu brosi, að hún gat ekki annað en endurgoldið það. Ein- hvern veginn minnti hann hana á hana sjálfa.Sama feimnin, óttinn um að verða særð, en ákafi eftir athygli. Þannig hafði hún verið — einu sinni. ökuferðin inn i þorpið varð reyndar notaleg. Stúlkan talaði stöðugt, en á svolitið bjagaðri ensku. Hún sagði að herra Carmichel væri dálitið strangur öðru hverju, en yfirleitt ágætur. Honum hefði likað bezt að þau Mark færu gangandi til þorpsins, en þegar hægt var að fá bflferð, fannst henni það betra. Hún ætlaði að reyna að fá pláss á dagheimili handa Mark, svo hann fengi meira samband við önnur börn. — Annars heiti ég Claudine, sagði hún loks. — Ég heiti Tessa Trent. Ég hef séð Mark i garðinum nokkrum sinnum. Þegar hún leit i bak- sýnisspegilinn, mætti hún grágul- um augum Marks. Hann brosti. Það var upphafið að vináttu þeirra. Þegar dyrabjallan hennar hringdi seinna um kvöldið, vonaði hún að það væri hann. En likleg- ast var að það væri Claudine að fá lánuð egg eða mjólk og hún var dálitið fráhrindandi á svip þegar hún opnaði. Hún hafði ekki hugsað sér nábýli af þvi tagi. En þetta var Carmichael sjálfur. Þetta var i fyrsta sinn, sem Tessa hitti hann augliti til auglitis og hún sá strax, að Mark hafði fallegu augun frá föður sinum. Hárið, þykkt og hrokkið var lika eins. Hann var lika álika varkár og Tessa uppgötvaði að hún stóð þarna og brosti og bauð honum inn. — Nei, þakka þér fyrir, sagði hann, — ég hef ekki tima til þess. Ég kom til að biðja afsökunar á ágengni Claudine í morgun. Af- sakaðu mig lfka, ég heiti Roger Carmichael og ég veit að þú heitir Tessa Trent. Mark sagði það. Claudine er allt of fljótfær, hún mundi spyrja gjörókunnugt fólk bara til að fá að sitja nokkra metra i bil. Mér þykir leitt ef það hefur valdið þér óþægindum. — En það var allt i lagi. Ég þekki fólk af þessari gerð. Ég held að ég hafi i fullu tré við hana. Hann brosti og létti greinilega. — Þakka þér fyrir. Ég réði hana til að sjá um Mark, en henni leiðist visthérna i sveitinni. Nú er hann lika að fara á dagheimili. Hún horfði á eftir honum þegar hann fór heim til sin. Svo gerði Roger Carmichael það sem hann gerði á hverju kvöldi, baðaði Mark, las fyrir hann sögu og breiddi yfir hann. Siðan lofaði hann Claudine að fara til þorpsins á diskótek og settist niður til að drekka kaffi með móður sinni. En krossgáta dagsins 2536. Lárétt 1) Yljar 6) Vot. 8) Lærdómur 9) Bál 10) Hress 11) Elska 12) Efni 13) Klaka 15) Borg. Lóðrétt ‘ 2) Land 3) Númer 4) Sölu- menn 5) Kjúklingar 7) Fnyk 14) Eins. Ráðning á gátu No. 2535 Lárétt 1) Njáll 6) Óma 8) Mal 9) Gró , 10) Afl 11) Ref 12) Ami 13) öru 15),Stáss. Lóðrétt 2) Jólaföt 3) Am 4) Laglaus 5) Smári 7) Bólin 14) Rá. hann fór að hugsa um Tessu. Bros hennar hafði líkzt þvi þegar sólin brýzt fram úr þokunni. Hún var einmana kona og það kom við eitthvað innra með honum. Tessa komst brátt að raun um að það var ómögulegt fyrir hana að lifa i einangrun eins og hún hafði hugsað sér. Mark gaf henni ekkert tækifæri til þess. Samband þeirra var alveg sérstakt. Stund- um fóru þau aö skoða hreiðrið saman og hann hélt.andaktugur I hönd Tessu og gleymdi næstum að anda til að trufla ekki fuglinn. Oft borðuðu þau morgunverð saman. Þá töluðu þau um fuglana og eggin þeirra og það átti að vera leyndarmálið, sem enginn annar fengi að vita um. — Claudine mundi bara hræða þá, sagði hann og greip rúnnstyki. — Hún talar svo hátt, en hún er ágæt lika. Tessa brosti og var sammála. Hún hafði séð refinn kvöldið áður, en minntist ekki á hann við Mark. Hann yrði bara hræddur um hreiðrið og fuglahjónin. Um helgar sátu þau oft á svölunum hennar og Mark sagði henni frá dagheimilinu. Hann var svo alvarlegur öðru hverju, að Tessu fannst það næstum óeðli- legt af fimm ára barni. En hann átti það til að brosa og þá ljómaði allt umhverfið. — Ég man svo vel eftir mömmu, sagði hann einn daginn. — Þau halda að ég geri það ekki, af þvi ég var bara tveggja ára, þegar hún dó. Enég geri það samt. Hann leit alvarlegur á Tessu. —- Þú minnir mig á hana. Hún var lika með sitt hár og brosti svo fallega. Stundum söng hún fyrir mig. Pabbi getur ekki sungið, bara amma. ' — Ég syng ekki vel, sagði Tessa, og hrærðist af orðum drengsins um að hún minnti hann á móður hans. — Eigum við að læðast niður eftir og skoða hreiðrið, þegar ungarnir eru komnir? sagði hún. — Já svaraði hann og greip andann á lofti. — En bara við tvö er það ekki? — Jú, bara við tvö, svaraði hún og bergmál frá fortiðinni greip einsogköld hönd um hjarta henn- ar. Einmitt þetta höfðu þau Ho- ward svo oft sagt hvort við annað. En það fór á annan veg. Nú þótti henni aftur vænt um karlmann. Ekki glæsimenni i þetta sinn, heldur fimm ára dreng me-5 grá- gul augu og hrúður á hnjánum. En hún mátti ekki verða of háð honum og hann ekki henni heldur. Þess vegna reyndi hún smátt og smátt að draga úr sambandinu og hleypti i sig hörku gagnvart sárs- aukanum i biðjandi augum hans, þegar hún gekk framhjá honum og að bilnum. Dag einn hitti hún Roger Carmichael á veitingastað i borg- inni. Þau voru bæði ein og hún sá að það var eins og hann drægi sig inn i skel, þegar hann þekkti hana aftur. Mark hafði þá liklega sagt honum eitthvað. Þegar hann gekk út, nam hann andartak staðar við borðið hjá henni. — Ég vona að Mark hefi ekki tafið þig of mikið, sagði hann. — Ég vissi ekki að hann væri svona mikið hjá ér. Fimm ára barn kann ekki sin takmörk. Þau horfðu hvor't á annað langt andartak og aftur fékk Roger ein- hverja sérstaka tilfinningu þegar hann horfði á hana. Hún var ein- mana, þrátt fyrir alla velgengn- ina og glæsileikann. — Ég skal sjá betur um að hann trufli þig ekki,' sagði hann stutt- lega til að dylja tilfinningar sinar, um leið og hann gekk út. Tessa gekk aftur til skrif- stofunnar og vann tveggja klukkustunda verk á einni, til að gleyma andliti Rogers Carmi- chaels, augunum og þeirri tilfinn- ingu, sem þau vöktu alítaf me8 henni. En það var ekki auðvelt. En hún gat þó varla orðið ást- fangin af manni, sem hún þekkti varla? Hún mátti þaö ekki! A sunnudagsmorguninn var hljótt og kyrrt i nágrannahúsinu. í þetta sinn vissi mjólkurpóstur- inn lika, hvað að var. — Það er leitt, sagði hann. — Verst fyrir drenginn. Amma hans var lögð inn á sjúkrahús, skilurðu pabbi hans er vist að vinna og Brigitte Bardot fer sinar eigin leiðir. Slæmt fyrir snáðann. Tessa kinkaði kolli og rétt á eftir fór hún út i garð með skál af ávöxtum, en sá hvergi Mark. Næstu helgi á eftir var jafn hljótt og kyrrt. Tessa fór snemma að hátta, en gat ekki sofnað. Þá fór hún aftur á fætur og lagaði kaffi og þá heyrði hún hljóðið i há- um hælum Claudine á stéttinni. Hún var i kjól og með léttan jakka á öxlunum. Bráðfalleg og lfklega á leið á diskótekið. En Mark var áreiðanlega ekki einn. Ef til vill var faðir hans heima. Tessa fór aftur i rúmið en skömmu siðar heyrði hún org og læti úti fyrir. Hávaðinn kom frá fuglinum og henni fannst hún lika heyra rödd Marks og grát. Hún vafði i flýti utan um sig náttsloppnum og hljóp út i garðinn i tunglsljósinu. Niðri við árbakkann sá hún Mark á náttfötunum. Hann hélt á einhverju i fanginu og hágrét. Tessa flýtti sér til hans. Hann hélt á öðrum fuglinum. Andlit hans var fölt og augun stór af hræðslu. — Mark, hvað er að? Hann leit upp. — Refurinn, sagði hann grátandi. — Hann kom aftur,ég hef séð hann áður. Hann ætlaði að taka ungana. En mamma þeirra vildi ekki fara af hreiðrinu og pabbinn réðist á ref- inn sem fleygði honum i ána og réðist svo á mömmuna. Hann leit niður á fuglinn i fangi sér og gráturinn jókst. — Hún er dáin. Refurinn drap hana. Ég rak hann i burtu, en þá var það of seint. Það var byrjað að rigna. Tessa faðmaði hann að sér og hélt hon- um þétt að sér. Hann skalf og þrýsti sér að henni. Skyndilega hreyfði fuglinn sig. —Hann erlifandi Mark! Þú hefúr bjargað mömmunni! Bæði hún og drengurinn hlógu og grétu i einu af létti. — Þú bjargaðir henni, Mark! — Þú hjálpaðir mér, svaraði hann rausnarlegur. Hann fór að hugsa um að hon- um væri áreiðanlega kalt. Nátt jakkinn hans var blautur á öxlun- um.—Hlauptu inn til min, Mark, sagði hún. — Það er þykkur V , sloppur i svefnherberginu minu. — Kemur þú ekki á eftir? — Jú, rétt bráðum. — Ég sé að hann er hér, sagði Roger brosandi. — Hvað gerðist? Hún stóð ennþá og horfði niður á fuglinn, þegar Roger kom yfir grasflötina. Mark var kominn upp á svalir hjá Tessu, klæddur þykkum fjólubláum slopp, sem hann dró á eftir sér. Tessa sagði Roger alla söguna og hann virti hana fyrir sér á meðan. Hún var öðruvisi en venjulega, virtist ekki eins ein- mana, heldur sterkariog hlýlegri. An þess að hugsa sig um, lagði hann handleggina utan um hana. Hún stóð grafkyrr og hugsaöi heldur ekkert, þegar hún hafði handleggjunum um háls hans. Þannig stóðu þau irigningunni og Mark horfði á þau og fann hjarta sitt stækka og stækka. Nú yrði allt gott. Þau sem honum þótti vænzt um af öilu i heiminum, þótti vænt hvoru um annað. Hann batt að sér sloppinn og fór inn. Þau kæmu bráðum. — Hvernig hefur mamma þin það? spurði Tessa Roger, þegar þau komu inn i eldhúsið. — Hún er miklu betri, þakka þér fyrir. Hún vill helzt fara heim til sin á eftir, svo ég verð að fá einhvern til að sjá um Mark. Claudine er að yfirgefa okkur. En þegar hann leit i augu Tessu, vissi Roger, að hann þyrfti ekki að leita lengi. Brátt eignaðist hann eiginkonu. Það y.rði Tessu engin fórn að láta af störfum við Trent & Co. Það var hérna sem verkefni hennar I lifinu var. Hún faðmaði feðgana með augunum og svo faðmaði Roger þau bæði. Loksins voru þau öll þrjú komin heim. Kerrur — Heyvagnar Fyrirliggjandi flestar stærðir og gerðir af öxlum með og án f jaðra, grindur og ná i kerrur. Einnig notaðar kerrur af ýmsum stærðum. Hjalti Stefánsson Simi 8-47-20. DENNI DÆMALAUSI „Sjáðu til Jói, það er betra að fá mislingasprautu en mislinga, ekki satt?” ' 5-19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.