Tíminn - 24.07.1977, Blaðsíða 19

Tíminn - 24.07.1977, Blaðsíða 19
Sunnudagur 24. júli 1977. 19 (Jtgefandi Framsöknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigur&sson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindar- götu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur í Aöalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö í lausasölu kr. 70.00. Askriftargjald kr. 1.300,00 á mánuöi. Blaöaprenth.f. Að leyna upprunanum Brynjólfur Bjarnason birti i siðasta sunnudags- blaði Þjóðviljans afmælisgrein um niræðan öldung, Helga Jónsson, sem var á sinum tima einn af stofnendum Kommúnistaflokksins. Brynjólfur get- ur þess m.a. að Helgi hafi áður fyrr verið mikill stuðningsmaður Þjóðviljans. Siðan segir hann: ,,Og nú er hann (þ.e. Þjóðviljinn) orðinn meiri stærð en okkur Helga dreymdi um i fyrstu, þegar við vorum sem nákomnastir honum. Og fleira hefur breytzt, sem okkur óraði ekki fyrir. Ef Helgi hefði þá séð i draumi sumar greinar Þjóðviljans á árinu 1977, þá hefði hann áreiðanlega ekki trúað þvi að slikt ætti fyrir honum að liggja. Hann var mjög virkur félagi i þeim flokki, sem stofnaði Þjóðvilj- ann, og nú er sá flokkur sagður hafa verið fáum harmdauði i einni greininni. Nú eru vissulega aðrir timar og önnur verkefni. En ábyrgð þeirra, sem skrifa i Þjóðviljann, er engu minni en fyrr. Helgi var ófeiminn að segja okkur til syndanna á sinum tima. Nú býst ég við að hann segi ekki margt við ykkur Þjóðviljamenn. En hann hugsar kannski meira. Og hann ætlast áreiðanlega til þess, að þeir sem nú hafa tekið við Þjóðviljanum, skrifa hann og móta stefnu hans, geri sér ljósa grein fyrir þeirri sögulegu ábyrgð, sem þeir hafa tekið á sig og þeim vanda, sem þvi fylgir”. Ljóst er af þessu, að Brynjólfur Bjarnason kann þvi illa, að núv. leiðtogar Alþýðubandalagsins skuli leggja sérstaka rækt við að reyna að fela uppruna þess, sem var Kommúnistaflokkur Islands, og þá róttæku stefnu, sem þá var fylgt. En fátt einkennir nú meira vinnubrögð leiðtoga Alþýðubandalagsins. Þeir leggja meginkapp á að afneita bæði byltingar- stefnunni og þjóðnýtingarstefnunni, eins og Kjartan Ólafsson gerði i Þjóðviljanum á sunnudaginn var. í stað þess er reynt að eigna Alþýðubandalaginu svo- kallaðan Evrópukommúnisma, sem raunar enginn veit hvað er, og kannski sizt áhangendur hans sjálf- ir. Aðeins mun til ein enn meiri grautargerð, en það er stefnuskrá Alþýðubandalagsins sjálfs, en af henni getur enginn ráðið hvers konar flokkur það er. Tilraunir Alþýðubandalagsmanna til að fela þannig uppruna sinn og byltingarstefnan og þjóð- nýtingarstefnan hafa beðið skipbrot, þar sem þær hafa verið reyndar. Þess vegna vill Alþýðubanda- lagið ekki vera bendlað við þær. En það eru fleiri, sem fara dult með uppruna sinn. Hvað oft geta t.d. leiðtogar Sjálfstæðisflokksins þess, að hann hafi upphaflega heitið íhaldsflokkur- inn og fylgt fram kyrrstöðustefnu i þjóðmálum. Þá gekk hann ógrimuklæddur til verks sem flokkur þeirra, sem bezt höfðu komið sér fyrir i þjóðfélag- inu og vildu sem minnstu breyta. Enn er Sjálfstæð- isflokkurinn flokkur þessa fólks, en flaggar þvi ekki likt og áður. Ástæðan £r sú, að kyrrstöðustefnan hefur beðið skipbrot og Sjálfstæðisflokkurinn orðið að vikja meira og minna frá henni. Þess vegna auglýsir hann ekki uppruna sinn fremur en Alþýðu- bandalagið. Eini islenzki stjórnmálaflokkurinn, sem kannast fullkomlega við uppruna sinn, er Framsóknarflokk- urinn. Hann fylgir enn sömu þjóðlegu umbótastefn- unni og i upphafi — umbótastefnu, sem hafnar bæði byltingu og kyrrstöðu, en byggir á þróun. Stefna hans hefur staðizt dóin reynslunnar. Umbótastefn- an er sigild. Markmið hennar er að standa ekki i stað, heldur bæta stöðugt það, sem fyrir er, en ekki með byltingu, heldur þróun. Þ.Þ. Mesta verk hans að sameina vinstri öflin heima i neinum hinna gömlu flokka, þegar hann hóf stjórn- málaþátttöku eftir styrjöld- ina. Hann stóö þvi að stofnun sérstaks róttæks vinstri flokks, sem var undir forustu Rene Plevens, er eittsinn var forsætisráöherra. Flokkur þessi var einkum skipaður mönnum úr mótspyrnu- hreyfingunni. Mitterand náöi kosningu á þing 1946 og varö brátt einn mesti áhrifamaöur flokks sins á þingi. Haustiö 1953 fékk hann flokk sinn til aö krefjast þess, aö hafnar yrðu viöræöur i Vietnam, og varö þaö til þess, aö Pleven lagöi niöur flokksforustuna og tók Mitterand viö henni. Hann var siöan formaöur flokksins þangaö til hann var sameinaö- ur Jafnaöarmannaflokknum fyrir nokkrum árum og náöi Mitterand þá kjöri sem formaöur hins sameinaöa jafnaöarmannaflokks. MITTERAND var innanrikis- ráöherra i stjórn Mendes- France, sem samdi um friö I Vietnam sumariö 1954. Siöan hefur veriö góö vinátta milli þeirra. Á þessum tima var Mitterand andvigur þvi, aö Alsi'r yröi veitt sjálfstæði, en sannfæröist brátt um, aö ekki væri um aöra lausn aö ræöa. Ariö 1957 neitaöihann að fara I rikisstjórn, nema teknir yrðu upp samningar viö sjálf- stæöishreyfinguna i Alsir. Voriö 1958 var hann samt á móti þvi, aö de Gaulle var EF DÆMA ætti eftir skoöana- könnunum i Frakklandi, mun kosningabandalag Jafnaöar- mannaflokksins og Kommún- istaflokksins vinna mikinn sigur I þingkosningunum, sem eiga aö fara fram næsta vor. Þaö mun þá falla I hlut Mitterands, sem er formaöur stærri flokksins í bandalaginu, Jafnaöarmannaf lokksins, aö mynda rikisstjórn, en liklegt þykir, að sambúö hennar og Giscards forseta veröi erfiö, og geti jafnvel leitt til þess, að Giscard neyöist til aö leggja niöur völd. Þaö mun hann þó ekki gera meö glööu geöi. Helzta von Giscards undir þessum kringumstæöum er sú, aö þeim Mitterand og Marchais, leiötoga kommún- ista.komi svo illa saman.þeg- ar þeireiga aö fara aö stjórna, aösamstarf þeirra rofni. Þess hafa sézt ýmis merki i seinni tiö, aö kommúnistar öfundast yfir hinu vaxandi gengi Jafnaöarmannaflokksins, en hann var mun minni en Kommúnistaflokkurinn, þeg- ar samstarf þeirra hófst, en er nú oröinn talsvert stærri. Þess vegna hafa kommúnistar ver- ið aö setja aukin skilyröi fyrir samstarfinu, en Mitterand hefur hafnað þeim. Mitterand skákar bersýnilega I þvi skjól- inu, að kommúnistar geti ekki hér eftir rofiö samstarfiö fyrir kosningarnar, en eftir þær veröi svo aö reyna á, hvort samstarfið geti haldizt. Stjórnarsamstarfið getur orð- iö kommúnistum talsverö þrekraun, ef til kemur, þvi aö Mitterand viröist liklegur til aö halda fast á máli sinu. FRANCOIS Maurice Marie Mitterand er rétt sextugur, fæddur 26. október 1916. Faðir hans var starfsmaöur viö járnbrautir og á Mitterand sjö systkini, sem öll hafa komizt vel til manns. Einn bræöra hans er hershöfðingi, annar framkvæmdastjóri viö dóttur- fyrirtæki mikils amerísks hrings, og sá þriöji er forstjóri i stóru fyrirtæki. Sjálfur reyndist Mitterand mikill námshesturog lauk ungur lög- fræöiprófi viö háskólann i Paris. Hann var kvaddur I herinn, þegar siöari heims- styrjöldin hófst og var tekinn til fanga af Þjóöverjum I hinni miklu sókn þéirra vorið 1940. Hann reyndi þrivegis aö strjúka úr fangabúöunum og tókst þaö i þriöja skiptiö. Eftir þaö hélt hann til fundar viö de Gaulle, sem þá var kominn til Bretlands, og vann i þjónustu útlagastjórnar hans öll striös- árin. De Gaulle fékk mikiö álit á honum og skipaði hann strax 1944 ráöherra þeirrar stjórn- ardeildar, sem annaöist mál striðsfanga. Siöan gegndi Mitterand á næsta áratug ekki færri en ellefu ráöherraem- bættum i hinum ýmsu rikis- stjórnum, sem þá fóru með völd. Mitterand taldi sig ekki eiga Mitterand og Marchais Mitterand kvaddur tilforustu á ný, tilaö leiöa slika samninga til lykta, þar sem de Gaulle setti þaö skilyröi, aö þingiö veitti hon- um eins konar einræðisvald. Mitterand taldi þaö andstætt lýöræöi og frelsi aö fela einum manni slikt vald. Hann var eftir þetta einn af höröustu andstæöingum de Gaulle og féll þvi i þingkosningunum haustiö 1958. Hann náöi kosningu til öldungardeildar- innar næsta ár og 1962 hlaut hann aftur sæti i fulltrúadeild- inni og hefur átt þar sæti siö- an. Mitterand varö fyrir miklu áfalli haustiö 1959, en hann kærði þá til lögreglunnar vegna þess, aö honum haföi veriö sýnt banatilrasöi. Siöar kom i ljós, aö hér haföi veriö um gabb aö ræöa. Þetta mál var mjög notaö gegn honum um skeiö. En hann gafst samt ekki upp. Honum tókst fyrir forsetakosningarnar 1965 aö sameina vinstri öflin, þar á meöal kommúnista, um fram- boö sitt og hlaut hann I siöari umferö kosninganna 10,5 millj. atkvæöa, en de Gaulle fékk 12,6 millj. Hins vegar bauö hann sig ekki fram gegn Pompidou 1969. Hann var þá byrjaöur aö vinna aö nýju samstarfi vinstri manna. Fyrst sameinaöi hánn flokk sinn gamla Jafnaöarmanna- flokknum, eins og áöur segir, og siðan tók hann aö vinna aö kosningabandalagi milli hins nýja flokks og kommúnista. Þetta tókst honum sumariö 1972og var hann frambjóöandi bandalagsins i forseta- kosningunum 1974, þegar Gic- ard var kjörinn forseti. Ekki munaöi miklu á honum og Giscard i siöari umferöinni og þann mun, sem þá var á fylg- inu, viröist hann búinn aö jafna. Efalitiö er Mitterand nú sá stjórnmálamaöur Frakka, sem nýtur mests álits. Orö- rómur hefur gengið um þaö siöustu vikur, aö hann sé ekki heill heilsu. Reynist svo vera, getur þaö breytt miklu i frönskum stjórnmálum. Bili heilsa hans ekki, bendir flest til þess, að hann veröi næsti forsætisráðherra Frakka. Þ.Þ ERLENT YFIRLIT Mitterand hefur oft farið eigin leiðir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.