Tíminn - 24.07.1977, Blaðsíða 35

Tíminn - 24.07.1977, Blaðsíða 35
Sunnudagur 24. júli 1977. 35 _ vera Erum fluttir að GRANDAGARÐI 13 með veiðarfæro- sölu okkar SÍMAR: 2-19-19 & 2-10-30 60 ára: Vigfús Jósepsson bóndi, Sætúni Ef til vill er ekkert athyglis- verðara fyrir þá, sem búa á mölinni, en að blanda geði við bændur. Þegar ég fyrir margt löngu átti þess kost, að verða sálufélagi bænda i gangnakofa i Tunguselsheiði, varð mér ljóst, þó einkum siðar á ævinni, að þar voru ekki þýlyndir og hópmenni á ferð. Þar er jafnan hver per- \sónuleikinn öðrum minnis- stæðari, og i dag er einn þeirra, Vigfús Jósefsson bóndi i Sætúni, sextugur. Vigfús eienaðist lifsförunaut sinn, Ragnheiði Jóhannsdóttur frá Hvammi i Þistilsfiröi, árið 1942 og hófu þau búskap á Ytra Álandi sama ár. Tveim árum seinna keyptu þau Sætún og hafa búið þar rausnarbúi siðan. Ohætt er að segja að ekki hafi verið mulið undir ungu hjónin þvi bæöi voru þau alin upp i sárri fátækt á veraldlega visu, en með miklum dugnaði og elju- semi tókst þeim að koma upp myndarbúi á ótrúlega skömmum tima. Ekki verður annað sagt en að Vigfús hafi hafizt af sjálfum sér, og eignazt vináttu samferða- manna sinna, enda alla tið notið trausts þeirra og viröingar, sakir dugnaðar og heiðarleika. Ég sem þetta rita, kynntist þeim hjónum er ég var aðeins fjögra vetra, þá er þau fóstruðu mig um stundarsakir, sem nægði til þess að svo góð vinátta tókst með okkur, að i næstu tiu sumur og einn vetur að auk dvaldi ég hjá þeim, fyrst i Staðarseli og siðan i Sætúni. Mér er enn i minni okkar fyrstu kynni þegar ég svein- staulinn var allt i einu á meðal ókunnugs fólks, sem virtist ekkert þurfa að|hafa fyrir þvi að laða að sér strákinn. Auk vinsemdar og hlýleika veitti Vigfús mér ameriskt kremkex úr svo fallegu blikk- boxi að ég hafði þá ekkert séð glæsilegra, og innihaldið var eftir þvi. Þegar dvölin hjá þeim hjónum er rifjuð upp er eins og einlægt hafi verið vor i sveitinni. Þau Vigfús og Ragnhéiður tóku til fósturs unga stúlku, Sigrúnu, sem hefur reynzt þeim i hvivetna svo vel að næstum Vigfús er ’maður hrifnæmur, og það virðist ótrúlega margt gleðja þennan hógværa bónda, en þó einkum það, að sýsla við kindur,sem hann hefur betur vandað fóður en aðrir kristin- dóminn til handa börnum sinum. Stundum þykist ég merkja það, að hann hrifist af landinu öllu frekar frá sjónarhóli sauö- kindarinnar en fagurfræðilegu sjo'narmiði, og þyki þar fallegast, sem grösugast er og hagar beztir. Ef þetta er rétt undirstrikar það enn frekar eðli bóndans i Vigfúsi, hann er þvi réttur maður á réttum stað. Tvo vetur var Vigfús fjár- maður á Ormalóni meðan hann var ungur maður. Þar lærði hann að leika á harmonikku og eignaðist eina slika siðan. Vigfús notaði kunnáttu sina til þess að skemmta ámann- fögnuðum næstu árin. Þegar hann fluttist i Staðarsel skildu leiðir með honum og nikkunni, og er mér ekki grunlaust um, að það hafi ekki verið sárs- aukalaust. Nú þegar Vigfús er sextugur orðinn, þá nota ég tækifærið og þakka honum og Rögnu góða vináttu i gegnum tiðina, og óska afmælisbarninu til hamingju með daginn. Ef til vill liggja saman á ný leiðir dragspilsins og Vigfúsar. Þá verða fagnaðarfundir og framundan betri tið með blóm i haga. Heill þér á öllum aldri. Arni M. Emilsson einsdæmi má vera. Það blandast engum hugur um, sem kynnzt hefur, að þar rikir gagn- kvæm ástúð. Það skal vikizt frá þvi að tina til kosti sómamannsins Vigfúsar Jósefssonar, en það aðeins nefnt, sem flestir aðrir mættu taka til fyrirmyndar, en það er hversu hann ræðir um sveitunga og samferðamenn sina á jákvæðan hátt. Þeir sem greitt hafa götu Vigfúsar á lifs- leiðinni þurfa ekki að sjá eftir þvi, enda fá þeir allt endur- goldið og frómt umtal að auk. Leti er mismunandi snar þáttur i fari sérhvers manns, en mér er næst að halda, að skap- aranum hafi i þvi efni yfirsézt með Vigfús, þvi þann eðlisþátt virðist alveg vanta i bóndann i Sætúni. Þótt þetta . sé meiri kostur en löstur, þá mætti letin jafnast betur á menn, þvi ég reikna með að Vigfús hafi þegar skilað vinnu tveggja manna og vel það. Augljóst er að slik vinna ofbýður skrokki þess manns, sem hefur að geyma jafn mikinn vilja og dugnað og raun er á. - v I? ki ’;í- cf...v CHEVETTE Þú mátt kalla hann hvað ®sem þú vilti Það má kalla hann fólksbil: Það fer mjog vel um fjóra fullorðna menn í Chevette Auk þess er pláss fyrir mikinn farangur Chevette er vel bú- inn til oryggis og þæginda, og ódýr i rekstri eins og fjölskyldubílar eiga að Það má kalla hann stationbíl: — vegna þess, sem hann hefur að geyma að hurðarbaki. Opnaðu aftur- hurðina, leggðu niður sætisbakið og þarna er pláss fyrir húsgógn, hljóð- færi, garðáhóld, reiðhjól, eða frysti- kistufylli af matvórum. Það má kalla hann sportbil: — þó ekki væri nema vegna rennilegs útlits En 1256 cc vélin eykur enn á spenn- inginn um leið og hún er ræst — og svo skutlar hún manni upp í 100 km á 15.3 sek. Chevette er léttur i stýri og liggur vel á vegi. En enginn bensin- hákur nema siður sé. Chevette frá Vauxhall er nafnið, en þú getur0kallað hann hvaö sem þú.vilt: fjölskyldubíl, flutningabíl eöa spennandi sportbíl. XS,Vé!ade//d M Samhandsins Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900 Vinnubúðaskálar Kröflunefnd vill selja vinnubúðaskála við Kröflu. Skálana má flytja i vörubil. Afhending i lok ágúst. Upplýsingar veitir skrifstofa Kröflunefndar Akureyri, simi (96) 2-26-21 og Páll Lúðviksson Reykjavik, simi (91) 3-70-70 Til sölu Fahr heybindivél notuð 4000 bagga og Fella heyhleðsluvagn 25 rúm.m. Upplýsingar Fremri-Hvestu simi um Bildudal. Byggingavöru' verzlun óskum eftir að ráða sem fyrst starfs- kraft til afgreiðslu- og lagerstarfa i byggingavöruverzlun. Umsóknir sendist starfsmannastjóra, sem gefur nánari upplýsingar. ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Garyrkjustöðvar - Hveragerði Tilboð óskast i garðyrkjustöðina Álfafell og garðyrkjustöðina Hliðarhaga i Hvera- gerði. Upplýsingar veittar i sima 2-75-60 eða á staðnum. Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.