Tíminn - 24.07.1977, Blaðsíða 27

Tíminn - 24.07.1977, Blaðsíða 27
Sunnudagur 24. júii 1977. mmm 27 c 3 Kvenfrelsisbaráttan í Suður-Evrópu heföi trú á hjónaskilnuöum, fóstureyðingum og getnaöar- vörnum. Slik yfirlýsing var ekki einu sinni lögleg, þvi það var bannaö að láta opinberlega i ljósi skoðanir sinar á slikum málum á Spáni. Það fréttist brátt meðal opinberra starfs- manna að Diez væri ekki nógu varfærin. Og þegar hún gekk til fylgis við sósialiska þjóðar- flokkinn skömmu fyrir kosning- ar var miðflokksmanninum Suarezi nóg boðið. Forsætisráð- herrann lækkaði hana i tign — en hún hætti störfum. Diez starfar nú með sósialiska þjóðarflokknum og vill litið segja um stuttan feril sinn i stjórn Suarezar. En stuðnings- mönnum Carmenar Diez finnst afsetning hennar eins og „endurspeglun frá Francótima- bilinu... karlarnir i stjórn Suarezar gátu ekki imyndað sér að hún væri holl forsætisráð- herranum og vissi samt hvað hún vildi. Hún féll ekki inn i fastmótaðar hugmyndir Spán- verja um veikara kynið og þvi fór sem fór”. Það verður að reikna með okkur Adele Cambria Kalabriuhéraö á Suður Italiu, þar sem Adele Cambria ólst upp, er frægt fyrir að þar ráða karlar öllu. Einmitt þess vegna varð Cambria fyrir löngu her- ská og hreinskilin kvenfrelsis- kona. „Til að skilja italska kvenréttindabaráttu þurfa menn aö skilja hvilika kúgun italskar konur hafa búiö við um aldir, segir Adele Cambria, 46 ára gamall rithöfundur og rit- stjóri. „Ef eitthvað gerir hreyf- inguna hér öflugri en annars staöar i Evrópu, er það fjölda- hreyfing gegn þessari kúgun.” Sautján ára gömul ákvaö Cambria að fara að heiman og freista gæfunnar sem blaða- maöur. HUn fór i háskólann I Róm — gegn vilja foreldra sinna. Fyrsta starf hennar sem blaðamaður var við dagblaðið II Giorno og þar skrifaöi hún um þau efni, sem flestum ritstjór- um fannst konur eiga að skrifa um: tizku, kjaftasögur um fina fólkið og léttmeti. Þetta uröu henni vonbrigði og hún fór að vinna hjá kommúnistablaðinu Paese Sera — en þar var ástandið litið betra. Loks hætti Cambria alveg hjá rótgrónu blöðunum. ,,Ég ákvaö hreinlega aö ég nennti ekki að láta fara með mig sem annars flokks blaðamann i Róm rétt eins og farið hafði verið með mig sem annars flokks þjóðfélagsþegn heima.” Loks varð Cambria ritstjóri róttæka vinstra timaritsins Lotta Continua (Sifelld bar- átta), og skrifaði greinar, sem hafa mótað stefnu itölsku kvennahreyfingarinnar — og komið hafa henni i ónáð hjá itölsku stjórninni. 1973 stofnaði hún Maddalenu, starfshóp kvenna, sem gefur út sitt eigið timarit og stendur að baki kvennaleikhúsi. Eitt af frægustu leikritum, sem leikhópurinn hefur sýnt byggist á bók eftir Cambriu, en þar er gagnrýnd karlveldisstefna stofnanda italska kommúnistaflokksins, Antonio Gramsci. „Framtfð kvenna er að breyt- ast og á eftir að breytast enn meir,” segir Cambria. „Viö er- um afl, sem verður að reikna með. Við gerum okkur ekki ánægðar með minna.” Von mann- kynsins Gisele Halimi Gisele Halimi ástundaði kvenfrelsisstefnu löngu áöur en hún fór að kalla hana þvf nafni. Hún er dóttir fátæks Gyöings i Karþagó 1 Túnis. 16 ára gömul neitaöi hún aö giftast manni sem foreldrar hennarhöfðu val- ið henni, vinum og fjölskyldu til skelfingar. Stuttu siðar laumað- ist hún um borð i flugvél, sem flutti franska hermenn heim aö lokinni heimsstyrjöldinni siöari. Sem Gyöingur, Norður-Afriku- búi og kona i Paris kynntist Halimi misrétti i mörgum myndum — og sigraðist á þvi öllu. Nú er hún fimmtug, þekkt- ur lögfræöingur, rithöfundur og einn kunnasti leiðtogi .frönsku kvennahreyfingarinnar. Halimi vann fyrir sér sem sýningarstúlka meðan hún var við lögfræðinám. En að þvi loknu geröist hún herská. Hún var andvig de Gaulle, baröist gegn nýlendustefnu á sjötta áratugnum, þegar hún var oft verjandi meðlima Alsfrsku Þjóðf relsishrey fingarinnar. Hún var sjálf i haldi i sex vikur. Hún tók áberandi þátt i mót- mælum gegn striðinu i Vietnam og kúgun Francos á Spáni. Halimi opinberaði sig sem kvenfrelsiskona fyrirsex árum, þegar hún undirritaöi bænaskrá i Le Nouvel Observateur, þar sem þess var krafizt að fóstur- eyðingar yrðu lögleiddar — og lýsti þvi yfir að hún heföi sjálf fengiö ólöglega fóstureyöingu. Sem stofnandi frönsku kvenna- samtakanna Choiser og lög- fræðingur i timamótamarkandi réttarhöldum um fóstureyðing- ar, baröist Halimi gegn frönsku fóstureyöingarlöggjöfinni og varð til þess aö hún var gerð frjálslegri. Þótt vinnutimi hennar sé langur — nú er hún aö skrifa tvær bæk- ur og hefur 25 nauögunarmál til meðferðar — hefur Halimi samt gefið sér tima til að vera eigin- kona og móðir. Fyrsta hjóna- band hennar endaöi meö skiln- aöi, en hún hefur snúið siðari eiginmanni sinum til kvenrétt- indastefnu. „1 byrjun reyndi hann að ráða yfir mér,” segir hún, ,,en nú eru vandamálin úr sögunni.” Synir hennar þrir eru aldir upp við að virða jafnrétti karla og kvenna. Þótt starf Halimi hafi veriö árangursrikt, erhún ekki ánægð með þróun frönsku kvenna- hreyfingarinnar og sumar i hreyfingunni hafa sömu afstöðu til hennar. Nýlega varð klofn- ingur i Choisir og Halimi var sökuð um harðstjórn og aö viröa að engu efnahagsleg og mennt- unarmál kvenna. Nokkrar kvenfrelsiskonur utan Choisir afneituöu henni einnig. Halimi tekur slíkri gagnrýni með heim- spekilegri ró og er staðföst i trúnni á málstaöinn. „Kvenna- hreyfingin er eina alheims- hreyfingin sem skiptir máli,” segir hún. „Hún boðar vonir og róttækar breytingar i þágu karla og kvenna, stjómmála, alls heimsins. Við Asbyrgi liöfum við nýju og glœsilega verslun. í Norðnr-Þingeyjnrsýslu er sérkennilegl og Jugnri lundslag og margir slaðir rómaðir fyrir fegtirð sina og miliilleik. \iegir í fn i sambanili að nefna Dettifoss, Hljóðakletta, Hólmatungur og Asbyrgi A Kó/Kiskeri rekum við Jiillkomið liólel með gislingu og livers konar veilingiim. Þaðan er slull lil margra hinna J'ögru siaða. m Kappkostum að veita ferðamönnum góða þjónustu í verzlunum okkar og hóteli ■ Skoðið hina fögru staði hér í nógrenninu ■ Kynnizt landinu kaupfélag Norður-Þingeyinga KÓPASKERI - SÍMI 96-52120 Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.