Tíminn - 24.07.1977, Blaðsíða 37

Tíminn - 24.07.1977, Blaðsíða 37
Sunnudagur 24. júli 1977. V 37 yfir þvi aö barniö væri nú i góö- um höndum. Markley-hjónin tóku miklu ástfdstri viö telpuna og frú Markley baöþess daga og nætur aö lögreglan fyndi ekki móöur- ina, svo að þau yröu ef til vill neydd til að láta barniö af hendi. Hún var sannfærð um að það væri vilji guös, aö þau heföu það. Ég vil vera frjáls Það var ekki fyrr en um miðj- an febrúar, aö lögreglan I Ottawa fann 19 ára gamla stúlku, sem átti litla dóttur, en gat ekki gert grein fyrir hvar hún væri, þegar yfirvöldin fóru fram á aö sjá hana. Loks játaöi hún að hafa tekið barnið meö sér i bil fööur sins og ekið til North Bay siödegis. Þar haföi hún lagt barnið i simaklefann, þar sem Markley-hjónin fundu það um kvöldiö. Stúlkan hafði fjarlægt vandlega öll merki þess hvaðan barnið væri komiö, meira aö segja fötin, sem ef til vill hefði verið hægt að rekja til verzlana. Stúlkan sagöi lögreglunni, að barnið væri lausaleiksbam og bætti við: — Eg vil aldrei sjá hana framar. Gerið það sem þið viljið við krakkann. Hún hefur eyöilagt lif mitt. Ég ætla að byrja nýtt lif og ég get það ekki með krakka eins og myllustein um hálsinn. Hún var ákærð fyrir að yfir- gefa barnsittog hafastefnt þvi i lifshættu. Við réttarhöldin lýsti hún þvi yfir, að hún vildi aldrei sjá telpuna aftur og játaði strax, þegar hún var beðin um sam- þykki til að telpan yrði ættleidd Hún undirritaði nauðsynleg skjöl á staðnum. Dómarinn til- kynnti henni að ef nokkur manneskja ætti skilið að fara i fangelsi, þá væri það hún, en þar sem barnið hefði fundizt og væri nú i góðum höndum og þar sem hún lofaði að reyna aldrei að hafa samband við það fram- ar, yröi hún látin laus með þriggja ára skiloröi. 011 sagan um Susan Markley, sem nú er löglegt nafn litlu telp- unnar, varö kunn vegna rann- sóknar, sem fram fór eftir að móðirin sagði aö hún hefði hringt til lögreglunnar i North Bay, þegar hún hafði sett barnið i simaklefann, og tilkynnt hvar það væri aö finna. Athugasemd um hringinguna fannst i dagbók lögreglumanns á vakt þetta kvöld, en af einhverjum ástæð- um, var ekkert gert. Hefði þaö þviekki verið vegna þess aö frú Markley vildi endi- lega fara i gönguferð þetta kvöld og siðan skyndilega dottið i hug að taka á sig krók, hefði barnið króknað úr kulda i sima- klefanum. A heimili sinu sagði frú Mark- ley við blaðamenn: — Ég baðtil guös um að hann gerði krafta- verk og ég var bænheyrð. Þetta kvöld greip mig óviðráðanleg löngun til að fara út. Ég er viss um að guð lét þetta gerast svona, sem sagt að við ákvæð- um að taka leigubii heim og fyndum þannig barnið. Ég elsk- aði barnið um leið og ég tók það i fangiö.Hjartað er aldrei hlut- laust. Þaö elskar eða hatar og i minu hjarta hefur aldrei veriö hatur til nokkurs, aðeins kær- leikur. Við hjónin höfum ættleitt Sus- an löglega. Hún er okkar barn og veröur alin upp nákvæmlega eins og okkar dóttir hefði verið ef hún hefði fengið að lifa. Ef til vill er heimskulegt af mér að halda að guð hafi stjórnað ferð- um okkar þetta kvöld, það eru svo fáirsem trúa á guð nú orðið. En ég veit að það var hann sem vildi að ég færi út og hann sem leiddi okkur aö simaklefanum. Ég held aö þetta hafi ekki verið nein tilviljun. Ég er viss um að guð lét þetta allt gerast svona. CROWN gero 1977 3220 SHC a 3220 SCH Til er fólk, sem heldur að þvi meir sem hljómtæki kosta, þeim mun betri séu þau. Aö vissu leyti er þetta rétt, ef orðið „betra” þýðir að þér getið spilað fyrir aílt nágrennið án bjögunar. <gjXs23Z> framleiðir einnig þannig hljómtæki. En viö höf- um cinnig á boðstólum hljómtæki sem úppfylla allar kröfur yðar uin tæknileg gæði. LAUSNIN ER: SHC 3220 sambyggðu hljómtækin Þér fáið sambyggt mjög vandað tæki, scm hefur að geyma allar kröfur yðar. ® Magnari sem er 70 wött musik með innbyggðu fjögurra- viddakerfi fyrir fjóra hátalara. Mjög næmt útvarpstæki meö FM bylgju ásamt lang- mið- og stuttbylgju. ® Plötuspilari fyrir allar stærðir af plötum. Sjálfvirkur eöa handstýranlegur með vökvalyftu. Allir hraðar, 33, 45 og 78 snún- ingar. Nákvæm stilling á armþyngd, sem er mikilvægt til að minnka slit á nál og plötu. Segulbandstæki með algerlega sjálf- virkri upptöku. Gert bæöi fyrir Standardspólur og Cr02 spólur. Upptökugæði einstök, ekki er heyranlegur munur á gæöum hvort spituð er plata eða segulbandsspóla. Tveir hátalarar fylgja 40 wött hvor, einnig fylgja tveir hljóönem- ar hljóönemar ásamt Cr02 casettu. Einnig fást Crown SCH 3330 — Verð 131.179 SCH 3150 — Verð 109.860 PÖNTUNARSIMI 23-500 CROWN NÓATÚNI, SÍMI 23800. KLAPPARSTÍG 2€, SÍMI19800. s k

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.